Þjóðviljinn - 05.06.1976, Page 15

Þjóðviljinn - 05.06.1976, Page 15
Laugardagur 5. júní 1976. IjJODVILJINN — SÍÐA 15 Enginn broddur í liði Þróttara sem töpuðu 0-2 fyrir frískum FH-ingum Stanslaus pressa FH í fyrri hálfleik gaf þó aðeins eitt mark í aðra hönd þrátt fyrir mörg færi Það var Ólafur Danivalsson sem öðrum fremur lagði grunninn aö tveggja marka sigri FH yfir Þrótti i Islands- mótinu i gærkvöldi. Hann slapp framhjá bakvöröum Þróttara hvað eftir annað og lagði boltann fyrir markiö til samherja sinna sem i tvigang þökkuðu fyrir sig með mörk- um en oftar misnotuöu sóknarmenn hafnfirðinga þó góð marktækifæri. Þeir hefðu getaðskorað miklu fleirimörk i fyrri hálfleik en voru að visu nokkuð heppnir að sleppa frá þessari viðureign án þess að sækja boltann i eigið mark a.m.k. einu sinni. FH lék undan sterkum vindi i fyrri hálfleik og sótti nánast látlaust. Engin mótspyrna var i Þrótturum, neyðarvörn lengst af og sóknin vita bitlaus þegar til hennar kasta kom. Fyrsta markið kom enda strax á fyrstu miniítunum. Viðar Halldórssonsendi lag- legan bolta fram á miðjan völlinn til Ólafs Danivalssonar sem var á undan varnarmönn- um Þróttar á eftir boltanum. Jón Þorbjörnsson markvörður kom út á móti og er þeir skullu saman rúllaði boltinn út til hliðar þar sem Magnús Teitsson hafði litið fyrir því að renna honum ihálftómt mark- ið. Staðan var orðin 1-0 fyrir FH strax i byrjun og menn bjuggust jafnvel við hinni verstu útreið á unga Þróttarana. Fleiri urðu þó mörkin ekki fyrir hlé þrátt fyrir fjöldann allan af tækifærum. Leikurinn áttisiðan eftir að jafnast mjög i seinni hálfelik og er á leið tóku Þróttarar völdin algjör- lega isinarhendurog höfðu þá hleypt öllu meiri krafti i sig. Kínverjar eru loks að fá viðurkenningu sem badmintonþjóð Jón Þorbjörnsson markvörður Þróttar var ekki svona bros- mildur að loknum leiknum i gærkvöidi. Þá þurfti hann tvisvar að sækja boltann i net- ið. Það voru þó hafnfírðingarn- ir sem skoruðu aftur. Gerðist það á 40. min. að Ólafur Dani- valsson brunaði upp hægri kantinn, inn eftir enda- mörkunum og sendi siðan boltann til Jóhanns Rikharðs- sonar sem skaut af örstuttu færi á markið. Jón varði en helt ekki boltanum, Jóhann fékk annað tækifæri til þess að spreyta sig á og sendi boltann af öryggi i netið. Skömmu áður hafði Ólafur leikið sama leikinn upp vinstri kantinn og sent boltann fyrir markið til tveggja samherja sem stóðu á markteig fyrir galopnu marki en misnotuðu báðir tækifærið ... nokkuð sem Framhald á 18. siöu. Spurningin umdeilda um aðild Kina að Alþjóðabadminton- sambandinu verður tekin fyrir að nýju hjá sambandinu innan tiðar, en til þessa hefur aðild kinverja ekki fengist samþykkt. Kina bað fyrst um aöild árið 1974 en hélt þá fast við þá kröfu sina að Formósu yrði vikið úr sambandinu. Nú eru taldar likur á þvi aö kin- verjar hafi sitt fram. Fyrr- verandi forseti badmintonsam- bandsins sagði á blaðamanna- fundii fyrradagað spurningin um aðild Kina eða Formósu — eða beggja landanna — yrði tekin fyrir á ársþinginu sem haldið verður i mai á næsta ári i Sviþjóð. Tillaga um að vikja Suður-Afriku úr sambandinu var feild nýlega með 60% greiddra at- kvæða á móti uppástungunni. Laugardalsvöllur . deild Valur — i í dag kl. 14 Valur Kornelia Ender hefur sett þrjú heimsmet á sundmótinu i A-Berlin, og nú eiga a-þýsku sundkonurnar hvert einasta heimsmet ikvennagreinunum..., öll sett á siðustu þremur dögum nema eitt!! Enn setti Kornelía Ender nýtt heimsmet Tveggja mínútna múrinn í 200 m flugsundi karla var rofinn Kornelia Ender, hin sautján ára gamla a-þýska sunddrottning setti i fyrra- kvöld sitt þriðja heimsmet á a-þýska meistaramótinu í sundi. Áður hafði hún sett met í 100 og tvöhundruð m. skriðsundi og i fyrrakvöld stal hún tæplega ársgömlu meti Ulrike Richter í 100 m. baksundi. Timi Ender varð 1.01.62 mín. sem er einni sekúndu betra en eldra metið. Árangur þessarar ljóshærðu skólastúlku hefur vakið mikla at- hygli en féll þó að nokkru i skugg- ann i gær fyrir heimsmeti Rogers Pyttel i 200 m. flugsundi. Hann varð fyrstur allra til þess að rjúfa tveggja metra múrinn i þeirri grein og synti á timanum 1.59.63 min. Pyttel haföi i undanrásunum fyrr um daginn slegið fjögurra ára gamalt heimsmet Mark Spitz og fékk þá timann 2.00.21 en timi Spitz var 2.00.70. Þar með hafa átta ný heimsmet litið dagsins ljós i A-Berlin á þremur dögum og vafalaust verður langt að biða þess að jafn sterkt eða árangursrikt sundmót einnarþjóðar verði haldið. Aðeins eitt heimsmet i kvennagreinum hefur ekki veriö bætt á þessu móti og er það met þó a-þýskt. Methaf- inn er Karla Lunke, sem synti 200 m. bringusundið á betri tima en nokkur hefur getað leikiö eftir henni. Barbara Krause bætti i fyrra- dag heimsmet bandarisku stúlkunnar Shirley Babashoff i 400 m. skriðsundi og fékk timann 4.11.69 en bandariski árangurinn var 4.14.76. 1 ööru sæti á a-þýska meistaramótinu varö Petga Thuemer sem einnig synti undir eldra heimsmetinu á timanum 4.12.71. Metin hans Mark Spitz, sem tók sjö gullverðlaun á siðustu Ol-leik- um, falla hvert af öðru og aðeins eitt heimsmet hans stendur óhaggað eftir fjögurra ára tima- bil. Roger Pyttel, sem sló met hans i 200 m. flugsundinu sagði að enginn vafi væri á þvi að met bandarikjamannsins hefðu verið frábær, ekki sist i 100 m. flug- sundinu, sem enn hefur staðist al- ar árásir og stendur óhaggað. — Annars datt mér aldrei i hug að ég næði þvi að rjúfa tveggja metra múrinn á þessu móti. Vissulega var það á dagskránni, en ekki svona fljótt, sagði Pyttel og gat ekki dulið gleði sina yfir árangri.ium, —gsp Blakþingi frestað Arsþingi Blaksambands ts- lands sem fram átti að fara I dag, hefur verið frestað til laugar- dagsins 19. júni nk., en þá verður það haldið að Hótel Loftleiðum og hefst kl. 13.30. Golfkeppni kvenna hjá Keili Opin golfkeppni kvenna verður haldin hjá Golfklúbbnum Keili, Hvaleyri, á annan dag hvita- sunnu, og hefst hún kl. 1.30. Halídór Jónsson, WELLA- umboðið hf, hefur gefið glæsileg verðlaun með og án forgjafar. Eru allar golfkonur hvattar til þess að mæta. Fyrstu stórátök in í 1. deildinni í dag þegar Valur og ÍA mætast á Laugardalsvelli — ÍBK og UBK mætast í Keflavík Fyrstu stórátökin i 1. deild- arkeppni islandsmótsins i knattspyrnu veröa i dag þegar topplið deildarinnar. Valur og iA mætast á Laugardalsvelli. Þessi tvö lið hafa tapaö fæsi- um stigum i deildinni. einu stigi hvort liö, en Valur er meö leik meira en ÍA og hefur þvi 7 stig en skagamenn 5. Það liöið sem sigrar i dag hefur náö mjög góðu forskoti, sein erfitt verður eflaust fyrir hin liöin aö vinna upp. enda hafa Valur og IA sýnt bestu leikina þaö sem af er mótinu og veröa eflaust bæði með i toppbaráttunni i sumar. Þaö vekur athvgli aö eftir leikinn i dag hefur Valur leikiö 5 leiki þar af 4 á heimavelli, en lA 4 leiki. þar af 3 á útivelli. Og þegar Valur hefur leikiö 5 leiki hefur L'BK aöeins leikiö 2 leiki. Skrýtin niðurrööun þetta. Annars bætir l'BK sinum 3ja leik viö i dag, þegar liðiö f'er til Keflavikur og leikur þar gegn heimainönnum. Leikur Vals og ÍA liefst kl. 14.00 en leikur- inn i Keflavik kl. 16.00.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.