Þjóðviljinn - 05.06.1976, Side 16

Þjóðviljinn - 05.06.1976, Side 16
16 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 5. júni 1976.' Umferðarfræðsla Brúðuleikhús — kvikmynd Lögreglan i Reykjavik og Umferðarnefnd Reykjavikur efna til umferðarfræðslu fyr- ir 5 og 6 ára börn i Reykjavik, dagana 8.- 28. júni n.k. Börnin eiga þess kost að koma tvisvar, eina klukkustund i hvort skipti. Fræðslan fer fram sem hér segir: 6 ára 5 ára 8.-9. júni Melaskóli Kl. 9.30 11.00 Breiðholtsskóli — 14.00 15.30 10.-11. júní Hliðaskóli — 09.30 11.00 Austurbæjarskóli — 14.00 15.30 14.-15. júnl Hvassaleitisskóli — 09.30 11.00 Álftamýrarskóli — 14.00 15.30 16.-18. júni \ Laugarnesskóli — 09.30 11.00 Árbæjarskóli — 14.00 15.30 22.-22. júni Langholtsskóli — 09.30 11.00 Fossvogsskóli — 14.00 15.30 23.-24. júni Fellaskóli — 09.30 11.00 Vogaskóli — 14.00 15.30 25.:28. júni ölduselsskóli — 09.30 11.00 Breiðagerðisskóli — 14.00 15.30 Æskilegt er að börnin hafi með sér tösku eða poka undir verkefni. Lögreglan i Reykjavik. Umferðarnefnd Reykjavikur. Utboð Hreppsnefnd Bessastaðahrepps óskar eft- ir tilboðum i smiði skólahúss á Álftanesi. útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Ármúla 4, Reykjavik, frá og með föstudeginum 4. júni næstkomandi gegn 5000 kr. skilatryggingu. Tilboð verða opnuð á sama stað föstudag- inn 2. júli kl. 11 fh. Lögtök vegna ógreidds orlofsfjár Samkvæmt úrskurði uppkveðnum 21. mai s.l. og skv. heimild i 7. gr. 1. nr. 87, 1971 fara fram lögtök fyrir orlofsfé, sem gjald- fallið var og ógreitt hinn 30. april 1976, á ábyrgð Póst- og simamálastjórnar, en á kostnað gerðarþola, að liðnum átta dögum frá birtingu þessarar auglýsingar. Yfirborgarfógetinn i Reykjavik. 2. júni 1976. Verslunin hættir Nú er tækifæriö aö gera góö kaup. Aliar vörur seldar meö miklum afslætti. Aiit fallegar og góöar barnavörur. Barnafataverslunin Rauðhetta Iönaöarhúsinu v/Hallveigarstlg Minningarorð Björn Benediktsson prentari Huldukonur Kjarvals — hraun- breiöur — Reykjavik i rökkri — lyng og mosi. Þetta var fyrsta myndlistarreynsla min, og hana öölaðist ég i Tjarnargötu 47, heima hjá Birni og Bubbu. Sjómenn Schevings, einfaldar og sterkar teikningar, allt þetta orkaöi sterkt á hugarheim barns, sem litið sá af myndlist. Og Björn unni þessum myndum sinum og opnaöi hug minn fyrir töfrum þeirra. Björn unni bæöi tónlist og myndlist, og hann var góður vinur og hjálparhella þeirra lista- manna, sem vináttu hans nutu. Hann haföi áreiöanlega oft af litlu að taka, þegar hann keypti málverk af vinum sinum. Hlýr hugur hans og hjálpsemi brást aldrei, og fram á siðasta dag haföi hann óskertan áhuga á baráttumálum alþýöunnar. Mig langar ti aö þakka Birni allar góöar stundir meö honum og myndunum hans, sem fyrstar opnuöu mér sýn inn i heim mynd- listarinnar. Og ég þakka lika minni góðu móöursystur og dætrum þeirra Björns fyrir að ég hef alltaf átt annaö heimili i Tjarnargötu 47. Sigrún Guöjónsdóttir Ein mynd. Bara ein litil mynd getur breytt tilveru manns. Hann, sem samkv. stöðu sinni ætti aö helga sig brauðstriti og spari- sjóösinnleggi, er allt i einu orðinn þátttakandi i gildismati listrænna verömæta samtlöarinnar. Þannig orkaði Björn Benediktsson á mig, þegar ég kynnitist honum fyrst. Hann sýndi mér eina litla mynd eftir Kjarval, sem hann hafði keypt af þvi aö Kjarval vantaði peninga. Siðan varð myndlistin honum ástriöa og aldrei brást hann hæíileikann til aö meta list- giidiö. Hann átti fágætt safn lista- verka, sem hann naut i rikum mæli og hvað mest þegar hann fékk aöra til þess aö njóta þeirra meö sér. En B jörn átti fleira til að miöla vinum sinum en máiverkin góöu, hann var sjálfur meistari viöræðna og frásagna. Ég hef fáa heyrt segja betur frá liðnum at- buröum og einkenniiegu fólki og kom þar berlega i ljós sami hæfi- leikinn til að sjá þaö óvenjuiega og lýsti sér i vali hans á myndum og dálæti hans á frum- legum málurum. Björn var einn litríkasti persónuleiki sem ég hefi kynnst og ég mun sakna hans og minnast meöan ég heyri góðs manns getið. Gestur Þorgrimsson • • Björn Benediktsson var fæddur 3. júll 1894 að Eystrireyni á Akranesi. Hann fluttist ungur til Reykjavikur og bjó þar til ævi- loka. Prentnám hóf hann 1910 i prentsmiðjunni Gutenberg og starfaöi þar aö iön sinni i meira en hálfa öld. Árið 1923 kvæntist Björn Guöriöi Jónsdóttur frá Stokkseyri og eignuðust þau 4 börn, tvo syni, þá Jón Gunnar og Ingólf, og tvær dætur, þær Sig- r ± SKIPAUTGCRÐ RIKISINS M/s Esja fer frá Reykjavik fimmtudag- inn 10. þ.m. vestur um land i hringferö. Vörumóttaka þriðjudag og miðvikudag til Vestfjaröa- hafna, Noröurfjaröar, Siglu- fjaröar, Ólafsfjaröar, Akur- eyrar, Húsavikur, Þórshafnar og Vopnafjaröar. rúnu og Gunnvöru. Syni sína tvo misstu þau báöa i blóma lifsins. Guöriður Jónsdóttir lifir mann | sinn. Þaö varfyrir u.þ.b. sjö árum aö fundum okkar Björns Benedikts- sonar bar saman i fyrsta skipti. Atvikir höguðu málum þannig aö ég, sveitastrákur af Ströndum og hann þá roskinn maöur bundust böndum sem ekki urðu rofin. Marga góöa stund sátum viö saman og spjölluðufh, hann fræddi mig um menn og málefni hér sunnan lands, en ég sagði honum furðusögur úr minni heimabyggð. Björn var ættfróöur maður og fróðleikfús og hafði þann heilbrigða metnaö fyrir sjálfs sln hönd og sins fóks, sem einkennir oft óbrotiö alþýöufólk, þann aö reynast gegn, heiðar- legur og duglegur. Einlægni og faisleysi virtust mér áberandi þættir i skapgerð hans. Mér býöur i grun að Björn hafi hér fyrr á árum átt heitt geö,og aldrei eltist hugurinn svo að glóöin sem undir brann leyndi sér eða slokknaöi. Björn var aö eölisfari glaðlyndur maður og spaugsamur, en lifiö þyrmdi honum ekki viö and- streymi, þvi fátt sýnist manni hörmulegra en að horfa á eftir mannvænlegum börnum sínum i dauðann. Allt þaö bar hann af karlmennsku. Björn var trúaöur maður, ekki i þeim bænastafsskilningi sem margir aðhyllast, heldur skildi hann boðskap kristninnar þeim skilningi hjartans, sem kemur fram ilífssýn og breytni manna. í samræmi við þetta tók hann svari hins minni máttar gegn hinum sterka, svari þess fátæka gegn hinum rika. Hann var sóslalisti og þjóðernissinni, sem haföi þungar áhyggjur af framtlö íslands. Stéttvis var hann og vildi auka veg hins vinnandi manns. Þaö er dæmigert fyrir afstööu og lífs- skoðun hans aö þegar hann lá banaieguna hafði hann oft orö á áhyggjum sinum vegna land- helgismálsins og þeirra samninga er þá lágu i loftinu og nú hafa verið geröir. Slikt siöferöisþrek haföi hann til hinstu stundar. Nú að leiðarlokum er staldrað viö, heilli mannsævi er lokið. Eftirsjá og hryggð setur aö nán- ustu ættingjum og vinum. Hinn mikli græöari — timinn — mun þó leggja hönd sina á eymslin, svo að lokum lifir eftir I brjóstinu hlý minning. Hér má ekki undan vikjast. Eitt sinn skal hver deyja. Ég vottc aðstandendum öllum mina samúö. Sveinn Kristinsson Auglýsing Sjúkraliðaskóli íslands tekur inn nýja nemendur i byrjun september næstkom- andi. Umsækjandi skal hafa náð 17 ára aldri og lokið 5. bekk gagnfræðaskóla, 1. bekk fjölbrautarskóla, heilsugæslubraut eða hafa hliðstæða menntun. Umsókn skal fylgja: 1. Staðfest afrit af prófskirteini 2. Læknisvottorð 3. Sakavottorð 4. Meðmæli. Umsóknareyðublöð fást i skólanum að Suðurlandsbraut 6, IV. hæð, virka daga frá kl. 13—15. Simi skólans er 84476. Um- sóknarfrestur er til 31. júli 1976. Skólastjóri. Hús til sölu á Hornafirði Kauptilboð óskast i húseignina Skólabrú 1, (Brekkugerði) Höfn, Hornafirði, ásamt 400 fermetra leigulóð. Brunabótamat hússins kr. 3.555.000.00 Húsið verður til sýnis þeim er þess óska þriðjudaginn 8. júni n.k. kl. 5—7 e.h. og eru tilboðseyðu- blöð afhent á staðnum. Kauptilboð þurfa að berast skrifstofu vorri fyrir kl. 11.00 f.h. föstudaginn 18. júni n.k. INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS BORGARTÚNI 7 SÍMI 26844

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.