Þjóðviljinn - 12.06.1976, Page 1
Líbanon
Laugardagur 12. júni 1976 — 41. árg. —126. tbl.
OLJOST
ÁSTAND
BÓKUIS 6:
F r estur
á frest
ofan
Nú til máriudags
Gkki eru samningarnir viö
breta i landhelgismálinu
skýrari en það, að þaö vefst
fyrir Ráði fastafulltrúa
Efnahagsbandalagsins að
samþykkja bókun 6. Fundi
ráðsins lauk i fyrrakvöld án
þess að ákvörðun væri tekin
og segir i fréttum frá Brössel
að málið verði tekið aftur
fyrir á fundi ráösins á mánu-
daginn.
Mismunandi bókanir Cros-
lands og Einars Agústssonar
um hvort bókun sex falli
endanlega úr gildi með sam-
komulaginu i fiskveiðideil-
unni eða einungis meðan á
gildistima samkomulagsins
stendur, valda miskliðinni i
ráðinu, að þvi er búast má
við, en fundir þess eru lok-
aðir.
Liðsfundur
herstöðva-
and-
stœðinga
t dag kl. 10.00 árdegis hefst
liðsfundur herstöövaand-
stæðinga i Glæsibæ (á
mótum Álfheima og Suður-
landsbrautar). Rætt verður
sumarstarfið, drög að lögum
fyrir heildarsamtök her-
stöðvaandstæöinga, sem
stofnuð veröa i haust og drög
að stefnuskrá.
Allir andstæðingar her-
stöðva og Nató eru hvattir til
að taka þátt i liðsfundinum.
BEIRCT 11/6 NTB-Reuter — 1
frétt frá Damaskus segir að Sýr-
landsstjórn hyggist ekki i bráð
kalla her sinn frá Libanon, þar eð
ástandið þar sé enn óljóst, og I
Beirút er sagt að sýrlendingar
hafi i viðbót sent um 500 hermenn
til landsins.
Sex liðsforingjar, tveir sýr-
lendingar, tveir libiumenn og
tveir palestinumenn, hafa opnað
bækistöð i Beirút i þvi skyni að
stjórna viðleitni Arababanda-
lagsins til að koma á friði i
Libanon. Makmúd Raid, aðalrit-
ari Arababandalagsins, fór frá
Damaskus til Kairó i dag til að
undirbúa stofnun friðargæslu-
sveitaiLibanon, sem ætlast er til
að Arabarikin standi sameigin-
lega að.
Lkki er ljóst hve samstarf Ara-
barikjanna um þetta stendur á
traustum grunni. Gaddafi leiðtogi
libi'umanna sagði i dag að þar eð
sýrlendingar hefðu gert innrás i
Libanon i þvi skyni að mola bar-
^áttuhreyfingu palestinumanna
*yrðu önnur Arabariki að snúast
gegn sýrlendingum. 1 gær fréttist
að yfir 1000 alsirskir libiskir og
súdanskir hermenn væru komnir
til Libanon, væntanlega til friðar-
gæslu, en nú hefur það verið boriö
til baka að Súdan hafi sent nokkra
menn. útvarpsstöð nokkur i Bei-
rút tilkynnti i dag að fjöldi manns
hefði látið lifið i Beirút I nótt,
þegar störskotaliðssveitir áttust
þar viö. Þá tilkynnti útvarpið i
Beirút að sýrlendingar hefðu
styrkt aðstöðu sina i fjalllendinu
með þvi að senda þangað
þungvopnað stórskotalið
Sunnudagsblaðið er
helgað sjómannastéttinni
A morgun fylgir sunnudagsblaði Þjóðviljans efni i tilefni Sjó-
mannadagsins. Er þar að finna viðtöl við sjómenn um lif þeirra og
starf, kaup og kjör og annað það sem heitast brennur. Meðal efnis er
spjall viðfyrrverandi skipstjóra, varðskipsmenn á Óðni, skipverja
á togbátnum Sæhrimni, auk viðtala við Gest Kristinsson frá Suður-
eyri um Samstarfsnefndina, Jón Timóteusson um sjómanna-
samtökin og siðast en ekki sist viðtal við Magnús Magnússon fyrrv.
, skipstjóra sem nú gerir út á grásleppuna frá Hafnarfirði.
Myndina tók —gsp af Magnúsi í grásleppuróðri.
Dauft atvinnuástand:
BIÐLISTAR I STAÐ
EFTIRSPURN AR
lýsa ástandinu betur en flest annað, sagði
Guðmundur J, Guðmundsson formaður
Verkamannasambands Islands
— t stað þess, sem verið hefur
undanfarin ár að fólk vantaði I
flest störf er ástandið nú þannig
að biðlistar eftir atvinnu eru hjá
flestum fyrirtækjum og þar er
helst um að ræða ungt verkafólk
og svo skólafólk sem erfiðlega
gengur að fá vinnu um þessar
mundir, og segir þetta meira um
atvinnuástandið en flest annað,
sagöi Guðinundur J. Guðmunds-
son formaður Verkantannasam-
bands islands er við spurðum
hann um atvinnuástandið uin
þessar mundir.
Hann sagði að hér i Reykjavik
gengju verkamenn ekki atvinnu-
lausir sem stendur, en skólafólk
Framhald á bls. 14.
Flotakapphlaup USA og Sovét:
Floti USA hefur í sjö
árvaxið miklu hraðar
Sovéskur kjarnorkubátur af gerðinni Viktor.
Sovéski flotinn
mun ganga
úr sér
Hvenær sem deilt er um útgjöld
til hermála I Washington eða þá
herstöð i Keflavík hér heima eru
hafðar á lofti tölur um mikinn og
ógnvekjandi og sivaxandi mátt
sovéska flotans og látiö að þvi
liggja að bandarfski flotinn hafi
senn ekki roö við honum.
Það vekur þvi athygli, að i
skýrslu sem gerð hefur verið
fyrir fjarveitinganefnd öldungar-
deildar bandariska þingsins kem-
ur i ljós, að:
— um tima fjölgaði skipum örar
i sovéska flotanum en hinum
bandariska, en bandarfsku skipin
voru alltaf miklu stærri og
öflugri.
— undanfarin sjö ára hafa
Bandarikin haft vinninginn bæði
að þvi er varðar fjölda nýrra her-
skipa og stærð þeirra, meöan
sovétmenn hafa ekki við að smiða
i staðinn fyrir þau skip sem
ganga úr sér. Allar likur benda
þvi til að sovéski flotinn sé að
skreppa saman.
1 skýrslunni, sem byggir á
heimildum frá leyniþjónustu
bandariska hersins. segir, að á
árunum 1958-69 hafi sovéska
flotanum aö visu bæst miklu fleiri
skip en þeim bandariska. En
mörg þeirra hafi veriö litil skip,
frekar til strandvarna en úthafs-
siglinga, en slik skip hafi Banda-
Bandariskur kjarnorkukafbátur af gerðinni Poiaris
rikin hætt við að smiða og nota
um 1963.
Siöan 1969 hafa sovéska flotan-
um bæst 17,4 skip á ári, og er það
meira en helmings niðurskurður
á uppbyggingu flotans frá þvi að
hún var mest. Bandariski flotinn
hefur hinsvegar fengið 19 skip á
ári, eða 12% fleiri. Og þau eru að
meðaltali 71% stærri en hin
sovésku.
1 þennan samanburö vantar aö
Sovétrikin eru eina umtalsveröa
flotaveldiö i Varsjárbandalaginu,
en Bandarikin njóta styrks af
breskum, frönskum, vestur-þýsk-
um, og itölskum flota.
Nánarer gerögrein fyrir
þessum samanburði í grein
i sunnudagsblaðinu.