Þjóðviljinn - 12.06.1976, Síða 6
(> SÍÐA — ÞJÖÐVILJINN Laugardagur 12. júní 1976.
LANDHELGISMÁLIÐ
Samkomulagið
Rikisstjórnin er ánægð með
samkomulagið, sem gert var i
Osló, um veiðar breta i islenskri
fiskveiðilandhelgi næstu 6
mánuði. Hún heldur þvi fram, að i
samkomulaginu felist ,,viður-
kenning breta á 200 milunum”,
mikill niðurskurður á aflamagni
þeirra og i rauninni fullnaðar
sigur islendinga i deilunni.
Það er rétt að athuga nokkru
nánar þessar fullyrðingar ráð-
herranna.
Hvað um
viðurkenningu breta
á 200 mílunum við
ísland?
í Morgunblaðinu þ. 4. júni sl.
segir i frétt frá Osló, að Evensen
hafréttarráðherra norðmanna
hafi sagt um samkomulagiö:,,..,.
aö þótt bretar hefðu ekki form-
lega viðurkennt islensku 200 mil-
urnar, væri um viöurkenningu að
ræða á 200 mllna grundvallar-
hugtakinu.”
Þessi dómur Evensens er hár-
réttur. Bretar viðurkenndu ekki
formlega islensku 200 milurnar,
en þeir sömdu um veiðar breskra
skipa innan 200 milna markanna
við fsland og viðurkenndu þannig
á óbeinan hátt 200 milna grund-
vallarhugtakið.
I samningunum, sem gerðir
voru við breta i nóvember 1973
um veiðar innan 50 milna mark-
anna kom fram samskonar óbein
viðurkenning þeirra á 50 milna
reglunni. A það var bent á sinum
tima og mikið úr þvi gert af
sumum aðilum. Sú óbeina viður-
kenning kcun þó ekki i veg fyrir að
bretar tígkju deiluna upp aftur i
lok þess samningstima.
„Viðurkenning” breta nú á 200
milunum er hliðstæð „viður-
kenningunni” frá 1973. Þá neituðu
beir þvi, að islensk lögsaga næði
ótvirætt yfir breska fiskimenn á
íslandsmiðum. Af þeim ástæðum
var tekin upp sú regla að kalla
ætti til breskt eftirlitsskip, ef
breskur togari yrði staðinn að
landhelgisbroti og siðan mátti
strika viðkomandi skip út af
skipalista en um annan dóm var
ekki að ræða.
1 samkomulaginu frá Osló er
þetta sama fyrirkomulag tekið
upp til þess að undirstrika að ekki
er um formlega viðurkenningu
F ræðsluskrif stof a
Reykjavíkur
óskar eftir að ráða eftirtalið starfsfólk frá
1. sept. n.k.:
Við fjölskyldu- og með
ferðarheimilið að Kleifarvegi 15:
a. Forstöðumann með búsetu á staðnum,
til greina kemur að ráða hjón til starf-
ans.
b. Aðstoðarfólk
Við skólaathvörfin:
a. Gæslukonu (húsmóður).
b. Gæslumenn (kennara).
Við grunnskólana:
Ýmsa sérkennara, þ.á.m. talkennara.
Nánari upplýsingar um störf þessi og væntanleg launakjör
gefur Fræðsluskrifstofa Reykjavikur (sérkennslufulltrúi)
simi: 28544.
Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf,
skuiu hafa borist Fræðsluskrifstofu Reykjavikur fyrir 1.
júli n.k.
RITARI
óskast til vélritunarstarfa i 3^1 mánuði.
Góð vélritunar- og islenskukunnátta
nauðsynleg.
Dóms- og kirkjumálaráðuneytið
11. júni 1976.
Verslumn hættir
Nú er tækifærið að gera góð kaup. Allar vörur seldar meö
miklum afslætti. Allt fallegar og góðar barnavörur.
Barnafataverslunin Rauðhetta
Iðnaðarhúsinu v/Hallveigarstlg
Eftir
Lúðvík
Jósepsson
breta að ræða á 200 milna fisk-
veiðilögsögu við ísland.
Það atriði I samkomulaginu frá
Osló, sem á að fela i sér „viður-
kenninguna”, er orðrétt þannig:
„Eftir að samningurinn fellur
úr gildi, munu bresk skip aðeins
stunda veiðar á þvi svæði, sem
greint er i hinni islensku reglu-
gerð frá 15. júli 1975, i samræmi
við það sem samþykkt kann aö
verða af Islands hálfu.”
Sú viðurkenning sem i þessari
grein felst er harla sérkennileg.
Tekið er fram beinum oröum, að
eftir að samningstiminn er liðinn,
muni bresk skip stunda veiðar á
þvi svæði innan 200 mílnanna,
sem samþykkt kunni að verða af
tslands hálfu.
Það er ekki sagt að samnings-
timanum loknum muni bresk skip
ekki stunda veiðar innan 200
milnanna nema leyfi islendinga
komi til.
Þess i stað er augljóslega gefið
til kynna að bresk skip muni
veiða innan 200 milnanna i sam-
ræmi við reglur sem islendingar
kunni að setja.
Þessi grein samkomulagsins er
vægast sagt Ioðin. Og hætt er við
að bretar túlki hana á annan veg
en islensku ráðherrarnir gera.
Hvað tekur við
1. desember?
Það sem mestu máli skiptir
varðandi Oslóar-samkomulagið
er að sjálfsögðu, hvað tekur við i
deilunni við breta 1. desember
n.k., eða þegar samkomulagið
rennur út.
Ljóst er á yfirlýsingu, sem
utanrikisráðherra breta gaf,
strax að samkomulaginu gerðu,
að það er hans skoðun að eftir 6
mánuði taki við nýtt samkomulag
um veiðar breskra togara við
Island. Hann segir, að þá taki
Efnahagsbandalag Evrópu við
samningsgerðinni fyrir breta og
allar bandalagsþjóðirnar.
Hann segir ennfremur, að
bretar muni leggja til að tolla-
lækkun samkv. bókun 6 verði ekki
látin gilda, nema á meðan sam-
komulagið um veiðar breta við
Island sé i gildi.
Utanrikisráðherra breta til-
kynnir með öðrum orðum, að
áfram eigi að þæfa i samningum
og aö af þeirra hálfu eigi að nota
efnahagslegar þvinganir gagn-
vart islendingum.
En hvað segir islensk rikis-
stjórn um þessi atriði málsins?
Hún segir harla litið, sem
nokkru máli skiptir, um þetta
þýðingarmikla atriði málsins.
Islenska rikisstjórnin hefir enn
ekki fengist til að lýsa þvi yfir, að
eftir 1. desember vcrði alls ekki
um neinar veiöiheimildir breskra
skipa i islenskri fiskvciðiland-
helgi að ræða.
Þess i stað fjasa einstakir ráð-
herrar um, að þá komi til greina
samningar á gagnkvæmisgrund-
frá Osló
velli, þannig að Islensk skip fái þá
að veiða i Norðursjó og ef til vill
við Grænland.
Allt tal um þessi atriði er mark-
laust bull út i loftið. Bretar 'geta
ekki samið við okkur um neina
veiði I Norðursjó fyrr en þeir hafa
sjálfir tekið sér 200 milna fisk-
veiðilandhelgi og hið sama er að
segja um dani varðandi Græn-
land. Og þegar slikt liggur fyrir
þá er heldur ekki lengur til staðar
neinn ágreiningur um óskoraðan
rétt okkar til 200 milna við Island.
Óvissan um það hvað gerist
eftir 1. desember er vissulega
mikil.
Bretar munu sækja á, eins og
áður. Efnahagsbandalagið mun
einnig pressa og hóta. Og hvað
gerir núverandi rikisstjórn á
Islandi?
Hún sem hefir sifellt viljað
semja. Hún sem bauð samninga
til tveggja ára. Hún sem klifar á
þvi sýknt og heilagt að við
verðum að tryggja okkur bókun
nr. 6, við verðum að tryggja
okkur markað i Efnahagsbanda-
laginu og halda frið við banda-
lagsþjóðir okkar i Nató.
Baráttan gegn
undanhaldinu
Baráttan gegn undanhaldi i
landhelgismálinu hefir staðið
lengi. Hún hefir staðið óslitiö
siðan núverandi rikisstjórn settist
i valdastóla.
Hver man ekki tilraunir núver-
andi sjávarútvegsráðherra og
meirihluta rlkisstjórnarinnar til
þess að koma á samningum við
vestur-þjóðverja rétt eftir að
stjórnin var mynduð? Þá voru
samningar full-gerðir og efni
þeirra var birt i stjórnarblöðum.
Vegna mjög sterkra mótmæla
almennings tókst þá að stöðva þá
samninga.
Siðan var allt samningamakkið
við breta og tilboðið til þeirra um
samning til tveggja ára, 65
þúsund tonn á ári: Upplýsing-
arnar um tilboðið bárust frá
London og var i fyrstunni neitað
af rikisstjórninni.
Og muna menn ekki för
forsætisráðherra á fund Wilsons
og tilboðið sem hann kom með
heim um 70-80 þúsund tonn af
þorski á ári? Samningar þá voru
einnig stöðvaðir af almennings-
álitinu i landinu, en ekki vegna
skilnings eða staðfestu rikis-
stjórnarinnar.
Og varla eru samningarnir við
vestur-þjóðverja gleymdir enn.
Þeir voru knúðir i gegn á þeim
fölsku forsendum, að þeir ættu að
gefa betri stöðu i baráttunni við
breta, þvi við breta yrði aldrei
samið úr þvi sem komið væri.
En nú liggur fyrir, að samning-
arnir við þjóðverja hafa beinlinis
verið notaðir til þess að koma á
samningum við breta.
Og nú sitjum við uppi með
veiðar við þjóðverja til 1.
desember 1977.
Og hvernig hefir ekki undan-
haldspólitik rikisstjórnarinnar
verið allan timann varðandi land-
helgisgæsluna?
Opinberlega héldu ráö-
herrarnir þvi fram, að við gætum
ekki varið landhelgina og þvi
yrðum við að semja.
Það tók langan tima og mikla
baráttu að knýja það fram, að
skuttogarar yrðu teknir i
gæsluna. Og lengst af var það svo
að eitt til tvö varðskip voru i einu
átökunum við bresku freigát-
urnar, en reynslan hafði þó sýnt
að þegar 4-5 gæsluskip okk-
ar gátu unnið saman þá
var ailt i uppnámi hjá bretum og
fiskveiði-árangur þeirra enginn.
Það var mikil og sifelld barátta
fólksins um allt land, sem kom i
veg fyrir algjöra uppgjöf rikis-
stjórnarinnar i landhelgismálinu.
Það voru samþykktir skips-
hafna, féiagasamtaka, sveitar-
stjórna og annarra, og sifelld bar-
átta stjórnarandstöðunnar á
Alþingi sem kom i veg fyrir hið
versta i málinu og bjargaði þvi
sem bjargað var.
Gallar
samkomulagsins
Um það er ekki að villast að
miklir gallar eru á þvi samkomu-
lagi sem nú hefir verið gert við
breta.
Þessir gallar eru verstir:
1. Formleg viðurkenning fékkst
ekki.
2. Mikil óvissa rikir um það hvað
við tekur að samningstimanum
loknum.
3. Bretar fá leyfi til að veiða 30-40
þúsund tonn af fiski á næstu 6
mánuðum og samningurinn við
vestur-þjóðverja, sem átti að
réttu lagi að falla niður, verður
áfram i gildi og þar með fá
þjóðverjar leyfi til að veiða hér
er>n um 90 þúsund tonn til 1.
des. 1977.
Þessir gallar eru svo miklir, að
samkomulagið átti ekki að gera.
Bretar voru komnir að þrotum i
deilunni. Þeir voru sjálfir búnir
að lýsa yfir stuðningi við 200
miina regluna á Hafréttarráð-
stefnu sameinuðu þjóðanna og
vildu að Efnahagsbandalagið
tæki upp þá stefnu sem fyrst. Við
gátum þvi auðveldlega haldið
deilunni áfram þann stutta tima
sem eftir var, og losað okkur
þannig við ógæfusamninginn við
þjóðverja. Við þurftum þvi
sannarlega ekki að láta neitt
undan bretum eins og málin
stóðu.
Hitt er svo lika rétt, að
samkomulagið sem gert var i
Osló, er miklu skárra en þeir
samningar, sem rikisstjórnin
gerði áður við þjóðverja og hafði
áður boðið bretum og hafði hvað
eftir annað gert tilraun til að
knýja i gegn í aliri sinni undan-
látspólitik i málinu.
En þó að samkomulagið sé
skárra en marg-yfirlýst stefna
rikisstjórnarinnar, þá breytir það
ekki þvi, að það heföi ekki átt að
gera.
-
Sovéskar bækur
og tímarit
(á ensku), hljómplötur og nótur. Opið frá
kl. 10—12 og 14—18 föstudaga til kl. 19,
laugardaga kl. 10—12.
ERLEND TÍMARIT
Hverfisgötu 50 v/Vatnsstig 2. hæð.
- - ---------------------------------