Þjóðviljinn - 12.06.1976, Side 9

Þjóðviljinn - 12.06.1976, Side 9
SH$ LEIKUST Á LISTAHÁTÍÐ: Grænlensk hátíð MIK-söngflokkurinn hélt fyrstu tónleika sfna aö Kjarvalsstööum á fimmtudagskvöldiö fyrir troö- fullu húsi og viö frábærar undir- tektir áhorfenda. Þessi 12 manna hópur er afar geöþekkur og kem- ur vel fyrir, og dagskráin sem hann flutti i söng og dansi var um margt hiö athyglisveröasta. Þaö sem einkanlega vakti til umhugs- unar var hversu mikill hluti af henni virtist eins konar evrópsk útþynning á grænlensku efni, eöa evrópskt efni meö grænlenskum viöbótum. Þetta átti viö um hinar mörgu raddsetningar á græn- lenskum lögum sem hóDurinn söng, þar sem hin danskættaöa margröddun viröist i hrópandi ósamræmi viö hiö upprunalega lag sem greina má i gegnum Ivaf- iö. Hópurinn dansaöi einnig all- marga hópdansa, sem byggjast upp á hinum sigildu „gömlu dönsum”, polka í.s.frv., en eru meö sérkennilegum græn- lenskum viöbótum, einskonar traöki, sem geriö þá mjög skemmtilega. Nokkur atriöi f dagskránni skáru sig úr og vöktu óöara þá til- trú aö hér væru upprunalegir hlutir á feröinni. Ung stúlka söng vögguljóö, ein, og þá var öll danska sykurkvoöan á bak og burt og þjóölagiö kom til manns sterkt og hreint. Ungur maöur söng einsöng meö kórviölagi um manninn sem er útskúfaöur úr þorpi sinu og veröur aö hverfa á vit hinnar óbliðu náttúru. Þetta var sungið áf krafti og drama- tiskum tilþrifum sem greip mann föstum tökum. En hápunktur dagskrárinnar var þó tvfmæla- laust trumbudansinn. Þessar sér- kennilegu grænlensku danshreyf- ingar (sem islendingar þekkja liklega best úr Inúk), seiðmagn- aöur trumbuslátturinn, undar- lega sönglandi laglinan og siðast en ekki sist hin ósvikna glettni i andliti trumbudansarans: allt verkaöi þetta saman til aö gera stundina ógleymanlega. Þegar trumbudansarinn stökk úti salinn til aö reka burt illa anda úr áhorf- endum stóö salurinn á öndinni, og þegar hann sýndi okkur hvernig á aö vekja konur meö trumbudansi ætlaöi allt aö rifna af kátinu. Ég hef þvf miöur ekki nafn þessa trumbudansara, þar sem engin skrá var fáanieg, en hann er ómótstæðilegur snillingur, ósvik- inn náttúrukraftur sem heims- menningin hefur ekki náö aö spilla. Þaö var mjög eftirtektarvert hvaö þau atriði sem virtust hvaö upprunalegust vöktu mesta hrifn- ingu áhorfenda. Slíkt finnst mér mætti vera lærdómur fyrir MIK- flokkinn. Hann mætti gjarnan leggja meiri rækt viö þau atriöi en minni viö danskan kórsöng. Aö lokum vil ég þakka hópnum komuna hingað og ágæta skemmtun, og forráöamönnum listahátíöar fyrir aösjá til þess aö hátíöin hefur loks gefið okkur tækifæri til aö kynnast list næstu nágranna okkar, grænlendinga og færeyinga, sem hefur veriö skammarlega vanrækt fram til þessa. Sverrir Hólmarsson. Híbýli alþýöu á kreppuámnum — 5 Aö þessu sinni birtum viö mynd úr Sögusafni verkalýöshreyfingarinnar sem tekin var I Glerárþorpi á Akureyri á árunum 1930-1940. Eins og fyrr er þaö Siguröur Guttormsson sem tók myndina en hann eyddi sumarleyfum sinum á þessum árum f aö feröast um landiö og taka myndir af þeim húsakynnum sem aimúgafólk varö aö láta sér lynda. Þetta ibúöarhús á Akureyri þætti a.m.k. ekki upp á marga fiska nú til dags. Laugardagur 12. júni 1976. ÞJÓÐVILJINN — StÐA 9 ' m&íw Olíuverzlun íslands hefur Á næstunni mun nýtt, íslenskt einkenni Vináttufélag íslands og Kú|bu auglýsir VINNU FERÐTIL KÚBU (Brigada Nordica 1976) Vinnuferð verður farin til Kúbu i ár eins og undanfarin ár. Að þessu sinni verður farið um miðjan desember nk. og dvalið á Kúbu um mánaðartima, þ.e. til miðs janúar 1977. Umsóknir um þátttöku i ferðinni sendist til stjórnar VIK, sem velur þátttakendur úr umsækjendum. Umsóknarfrestur er til 1. ágúst nk. Umsóknir sendist til: Vináttuféiag tslands og Kúbu, pósthólf 318, Reykjavik. Bensíntankar, birgöageymslur, bifreiðar og tæki félagsins veröa m.a. þannig merkt framvegis. Olís hefur þó áfram vörur þessara framleióenda. OLÍUVERZLUN ÍSLANDS HF.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.