Þjóðviljinn - 12.06.1976, Page 12

Þjóðviljinn - 12.06.1976, Page 12
12 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 12. júní 1976. i austursal Kjarvals- staða stendur yfir þessa dagana sýning á 40 gvass- myndum eftir franska málarann Gérard Schneid- er og lýkur sýningunni 16. júní. óheft tjáning Sú tegund óhlutlægrar mynd- gerðar, sem einna mest var ráð- andi á sjötta áratugnum hefur verið heimfærð undir mörg stil- heiti. 1 Bandarikjunum var hún gjarnan nefnd abstrakt expressi- onismi og i Evrópu tassismi eöa art informel. Þó þessi stilheiti séu i senn yfirgripsmikil og óná- kvæm, þar eð þau ná yfir lista- menn, sem um margt eru ólikir innbyrðis, má segja að sameigin- legt þessari myndgerð sé öðru fremur óheft tilfinningaleg tjáning.t Bandarikjunum var súr- realisminn einn helsti bakhjari þessa expressionisma, sem þar spratt fram eftir striö, en margir helstu listamenn súrealismans i Evrópu höfðu flúið þangað vegna skriftin verður auðgreinanleg og áherslumikil, felur i sér ákveðiö tjáningargildi og leggur áherslu á hrynjandi og meginhreyfingu formanna. Schneider gengur yfirleitt nokkuð kerfisbundið til verks A skærlitan grunnflöt dregur hann upp snarpa pensildrætti, sem i einfaldleika sinum geta á stund- um minnt á kalligraf isk tákn, eða að lit er teflt gegn lit, gjarnan dreginn upp með breiðum pent- skúf. Hér skiptast á mjúk ávöl form og heilir kyrrstæðir lita- flekkir sem eru undirstrikaöir með snöggum áþreifanlegum pensilstrokum-, formgerð sem býr yfir kyrrð og jafnvægi. Þessi formgerð birtist einnig á þann hátt að liturinn verður að sam- felldri grind, sem spennist yfir allan myndflötinn þar sem ávalir og lóðréttir litaslóðar skera hver annan. I annan stað verður form- geröin samofnari heild, þar sem breiðir litaslóðar vefjast hver inn i annan, grisjast sundur, tengjast grunnlitnum og útkoman verður lifandi dýnamisk heild. Hér er hinum kyrrstæðari formheimi fullkomlega raskað, þar eð lita- slóðarnir hefjast á flug og svifa frjálst og mjúklega i óskilgreindu rými eða að hraðinn er aukinn með samspili heilla litaflekkja og snöggum leiftrandi pensilstrok- um, sem búa yfir snörpu hand- bragði og leiða hugann að flugi, hraða og árekstrum. Fágaö handbragð Enda þótt verk Schneiders búi yfir formrænum margbreyti- leika, sem hann yfirleitt útfærir af listrænu öryggi og leikni, þá felst i þeim vinnubrögðum, sem hann ástundar sú hætta að út- koman verði áreynslulitil endur- tekning frá mynd til myndar. En það sem ávallt er til staðar i verk- um Gérard Schneider og það sem aldrei bregst er tæknileg kunn- áttusemi og einstæð fágun i sjálfu handbragðinu. Forsiöa þýðinga Siguröar á ljóöum Brechts. ÓLAFUR KVARAN SKRIFAR UM MYNDLIST: Ólafur Kvaran striösins og höfðu djúpstæð áhrif á ameriska myndlist. Frá súrrealismanum er komin hug- myndin um óheft tjáningarflæði og hamslaus tilfinningaleg vinnu- brögð, sem þessir listamenn til- einkuðu sér. (Jackson Pollock, W. de Kooning o.fl.) Þeir tóku einnig upp nýja vinnuaðferð, þar sem pensillinn var oft lagður á hilluna. en þess I stað var litnum slett og hann skafinn og tilviljunin var stór þáttur i sköpunaraðferðinni. Hér kom fram kraftmikil og „malerisk” myndgerð sem setti tjáningu hugarástands og til- finningalifs höfundar ofar öllu öðru. Á margan hátt hliðstæð hreyfing i evrópskri myndiist á sjötta áratugnum og þá sér ilagi i Frakklandi hefur verið kölluð tassismi og með almennum or-ðum má segja að i samanburði við ameriska expressionismann, þá leggja hinir frönsku listamenn ekki jafn-rika áherslu á grófa og þróttmikla formgerð, heldur gefa þess i stað allri formgerðinni meiri fágun og skreytigildiFrönsk myndhefð er hér þung á metun- um. Af fulltrúum þessarar mynd- gerðar i Evrópu á nefna t.d Georges Mathieu ,Wols, Riopella og Gérard Schneider. Gérard Schneider fæddist i Sviss 1896, en hélt til Parísar 1916 og stundaði myndlistarnám viö École des Arts Décoratifs fram til ársins 1919 og um skamma hrið á árinu 1918 við École des Beaux- Arts. Hann fluttist þá aftur til Sviss, þar sem hann hélt sina fyrstu einkaýningu, en hélt aftur til Parisar 1922 og vann fyrir sér fyrst. um sinn við myndavið- gerðir jafnframt þvi sem hann málaði af kappi. Hann geröist brátt virkur þátttakandi i frönsku listalifi og á fjórða áratugnum sýndi hann oftsinnis á Salon des Surindépendants og árið 1946 skipulagði Galerie Denis René Ljóð um leikhús Nýlega var gefinn út bæklingur með þýðingum á nokkrum Ijóðum eftir leik- ritaskáldið Bertolt Brecht úr verki hans „Messing- kauf". Ljóðin fjalla um leikhúsið almennt og ýmis svið þess út frá sjónarhóli Brechts. Meðal ljóðanna má nefna: Um hversdagsleikhúsið. Leitið þess gamla og hins nýja. Lýsingin. Söngvarnir. Fortjöldin. eftir Bertolt Brecht komin út í íslenskri þýðingu Einnig er að finna i þessum bæklingi skrá yfir þýdd verk Brechts á islensku, hvort sem eru leikverk, ljóð, sögur eða greinar. Getið er nafna á frummálinu sem islensku, þýðenda og hvar þau hafa birst á prenti. Þýðandi og útgefandi er Sigurður Skúlason. Bæklingur þessi kostar innan við átta hundruð krónur og er hægt að fá hann m.a. i Bókabúð Máls og menningar, Bókaverslun Isafoldar, Bókabúðinni Rauöa Stjarnan, Bóksölu stúdenta og i Bókabúð Braga Brynjólfssonar. sýninguá verkum hans vfðs vegar i Paris 1947 vöktu verk hans verulega athygli.en hann hafði þá þróað myndgerð sina tii meiri óhlutlægni sem einkenndist af frjálslegum og tilfinningarlkum vinnubrögðum. Frá þeim tima hefur Schneider sýnt reglulega viðsvegar um heim og hlotið margvfslegar viðurkenningar fyrir list sina. Schneider hefur sjálfur látið svo um mælt að óhlutlæg mynd- gerð hans sé fullkomíega óháð ytri áhrifum og að listamaðurinn leysi alltúr læðingi sem býr innra með honum og leggi það i verk sitt. Schneider hefur ennfremur komist svo að orði um myndgerð sina:” Ég reyni ekki að greina sundur þátt undirmeövitundar- innar og vitundarinnar i verkum minum. Tjáning er innri nauðsyn, sem vitundin gefur áþreifanlegt form.” Jafnvægi og flug. Hér á sýningunni að Kjarvals- stöðum eru sýndar 40 gvass- myndir, sem spanna yfir tima- bilið allt frá 1960 fram til ársins 1974 og er meirihlutinn frá þvi ári. Vinnumáti Schneiders virðist ekki hafa tekið neinum grund- vallarbreytingum á þvi timabili, sem hér um ræðir, og við fyrstu sýn virðist myndgerð hans vera nokkuð einhæf. Við nánari athug- un kemur samt sem áöur i ljós að innan þeirra marka, sem Schneider vinnur er mikil form- ræn breidd og aö hann virkjar tjáningarform sitt á margbreyti- legan hátt. Hér má með vissri einföldun skilja að tvenns konar myndgeröir, annars vegar þar sem formgerðin einkennist af samfellingu heilla litaflíta, sem eru gjarnan undirstrikaðir með snöggum pensildráttum og hins vegar verk þar sem sjálf pensil- GERARD SCHNEEDER að Kjarvals- stöðum

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.