Þjóðviljinn - 11.07.1976, Page 5

Þjóðviljinn - 11.07.1976, Page 5
Sunnudagur 11. júll 1976 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 5 NÍELS HAFSTEIN SKRIFAR UM MYNDLIST BARBARA ARNASON Vesturbærinn var einu sinni viöáttumikið flæmi túns og mela, óræktarmóa, hvanna- stóðs, djúpra skurða, vöruports og lágreistra húsa sem herinn skyldi eftir þegar hann fór úr bænum. Hvilikur ævintýra- heimur! Hvilikt athafnasvæði! Menn verða klökkir af til- hugsuninni og hrista hausinn yfir öfugþróun timans! Tökum sem dæmi vöruportið stóra sem stóð þar sem sundlaugin stendur nú: þar voru sekkja- stæður, trékassastaflar gaddá- vir og netarúllur og rafmagns- kaplar á stórum keflum. Yfir stæðurnar og staflana breiddu portmenn segl og mynduðust þá krókótt leynigöng sem börn léku sér i er þannig viðraði og mikið lá við að felast fyrir óvin- um. Ekki voru allir jafn hrifnir af ferðalögum þessum og voru menn á verði til að bæja frá ó- æskilegu aðkomufólki, myndaðist oft mikil og þrúgandi spenna i tjaldbúðunum þegar krakkarnir heyrðu þá nálgast, sumir göptu (augun voru starandi, fingurnir skulfu) aðr- ir snöktu alteknir óbærilegum æsingi. Þetta leyndardómsfulla umhverfi kynti undir i- myndunaraflið og hugdetturnar og var hluti ævintýraheims nætursvefnsins. í annan stað voru það skrúðgöngurnar þegar skýluklútur mömmunnar flags- aði á öxlunum og hatturinn pabbans hékk á ská aftur á hnakka. Kassafjalakastalar úti forarpollum. Njólaslagur, tappabyssur og trésverð. í hvaða álfum var frelsið ef það var ekki rikjandi i Vesturbæn- um á þessum árum? Það sem eyðilagði ánægjuna af tilver- unni, spenninginn i fram- kvæmdinni, það var skólinn og skipulagið innan veggja hans. >ar voru raðir, timatakmörk, farðu þetta, gerðu hitt, þrásetur og skammarkrókar, og bió. Drottinn minn, var það nú biió! Þessar náttúrlausu fjallkonu- myndir, þessar óhugnanlegu hrollvekjur úr iðrum mannsins þar sem gumsið i maganum veltist til og frá eða tilreykt lungun hreyfðust með harm- kvælum og djúpum sogum. Svo voru auðvitað samkomur með bjánalegum leikritum og fölskum söng sem skar i eyrun. Þegar börnin voru orðin leið á lifinu og nenntu ekki að fylgjast með lengur, þá skoðuðu þau með athygli skreytingarnar á veggjum salarins. Þetta voru figúrur búnar til úr snúrum og teygðu sig fimlega i formum og linum. Þeim var aldrei sagt frá höfundi myndanna, né held- ur fengu þau að vita hver gerði málverkið á norðurvegginn i anddyrinu, — en þetta skraut- lega málverk var órjúfanlega tengt skólagöngunni og margar voru þær stundirnar sem eyddust i skoðun þess. Hver hafði töfrað fram þessa mynd og hennar fugla og Iitlar verur? Hver hafði sett þennan bakgrunn fyrir hátiðlegar myndatökur við skólaslit og önnur merk tækifæri sem geymast i fjölskyldualbúmum? Það var ekki fyrr en árið 1975 að höfundur þessarar greinar vissi nafnið: Barbara Árnason Barbara fæddist hinn 19..april 1911, dóttir A. Moray Williams, visindamanns og fornfræðings i Peterfield i Hampshire á Eng- landi. Hún stundaði nám við listaskólann i Winchester, en sú borg er fræg frá fornu fari af byggingum sinum, kirkjulegum málverkum, liannyrðum og bókaskreytingum. Eftir þriggja ára nám þar fluttist hún i Royal College of Art i London þar sem hún stundaði nám i önnur þrjú ár, einkum með áherslu á málmristu og bókaskreytingu, — þaðan lauk hún prófi árið 1935. Barbara kom til Islands ári siðar og kynntist þá eigin- manni sinum Magnúsi Á. Arna- syni listmálara. 1 stuttu máli má segja að Bar- bara Arnason hafí komið við hjá flestum afbrigðum mndlistar- innar: hún teiknaði og litaði, óf og saumaöi, og hún var sileit- andi að nýjum tjáningarleiðum, og óx af hverri grein þroskaðri og frumlegri þar til yfir lauk, — er þar skemmst að minnast til- rauna hennar með vatnslita- þrykk, en sú tækni vakti mikla og verðskuldaða athygli kunn- áttumanna jafnt sem annarra listnjótenda og mun halda nafni hennar hátt á lofti meðal grafikera. 1 minningu Barböru Arnason hefur verið sett upp yfirlitssýn- ing á verkum hennar i mynd- listarskálanum á Klambratúni; eru þar samankomin verk frá vmsum skeiðum i sköpun hennar og leit. Athygli vekja barnamyndir Barböru, teikningar hennar af hvitvoð- ungum og stálpuðum krökkum. Er hér auðséð að listakonan hef- ur gengið til verks af alúð og næmleik,hún hefur gjörþekkt viðfangsefnið, unnað þvi og glætt lifi persónulegrar reynslu: barnabrek og leikir, lokkandi atvik, augnablikssýn. Einnig koma vel fyrir sjónir verk lista- konunnar i þráðum og vefnaði, en þar breytti hún frá hefð- bundnum aðferðum og óf i ný- stárlegum heildarformum sem sættu tiðindum á sinum tima. Barbara Arnason var viðförull heimsborgari og sótti heim fjarlæg lönd, hún drakk i sig áhrif menningar og þjóðlifs og má merkja þau viöa i verkun' hennar, einkum mexikönsk áhrif sem verða að teljast hafa haft mikla þýðingu i þróun hennar og þroska. Þessi áhrif birtast helst i linum sem af- marka stór form, og i einföldun efnisþáttanna, samanber snúrumyndirnar, vatnslita- þrykkjurnar og skreytingar i bókum. Aður var nokkuð minnst á skreytingar Barböru Arnason i Melaskólanum, en fleiri verk liggja eftir hana i vesturbæn- um: i apótekinu á horni Hofs- vallagötu og Melhaga eru verk hennar á veggjum, fagurlega samræmd arkitektúrnum. Vesturbæingar hafa þvi nokkur kynni af list þessarar fjölhæfu konu: i bernsku þegar lifið er leikur og ævintýr, og þegar á bj- átar i amstrinu dagsins.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.