Þjóðviljinn - 11.07.1976, Side 6

Þjóðviljinn - 11.07.1976, Side 6
6 SÍÐA — ÞJÖDVILJINN Sunnudagur 11. júll 1976 Lúðvík Jósepsson: Hvert er stefnt í atvinnumálum þjóðarinnar? Þaö hefir vist ekki fariö fram hjá neinum, aö núverandi rikis- stjórn hefir mikinn áhuga á er- lendri stóriöju. Hún samdi viö auöfyrirtækiö Union Carbide um járnblendi- verksmiöju I Hvalfiröi og ákvað aö ráöstafa um helmingi af raf- orku Sigölduvirkjunar til þeirrar verksmiðju. Þegar Union Carbide siöan snerist hugur og dró sig út úr Járnblendifélaginu, brá rikis- stjórnin fljótt viö og leitaði aö nýjum erlendum auöhring til að taka viö af þeim bandariska. Rikisstjórnin hefir þegar tryggt sér samstarf viö nýjan auðhring um byggingu og rekstur járn- blendiverksmiðju og hún hikar ekki hið minnsta þó að stofn- kostnaður verksmiöjunnar hafi stórhækkaö og þó aö útvegun á lánsfé sé nú örðugri en áður, né heldur þó að sérfræöingur Union Carbide segi að markaður fyrir járnblendi sé nú óhagstæður og á- hættusamur. Núverandi rikisstjórn vinnur af miklum áhuga að ath. á fleiri stóriöju-fyrirtækjum i félagi viö erlenda aðila. Þannig hefir hún rætt um stóriöju á austurlandi og við Eyjafjörð og ýmsir möguleik- ar hafa verið ræddir um ný stór- iðju-fyrirtæki á suövesturlandi. Rikisstjórnin gerði fyrir skömmu samning við álverið i Straumsvik um stækkun verk- smiðjunnar þar og verulega aukna raforkusölu til þess. Trú rikisstjórnarinnar á er- lenda stóriðju hefir komið skýrt fram i áróðri einstakra ráöherra og i skrifum helstu stuðnings- blaða stjórnarinnar um ágæti stóriðjustefnunnar. Ráðherrarnir segja að skjóta verði fleiri stoðum undir islenskt efnahagslif þar sem augljóst sé að hinir gömlu atvinnuvegir geti ekki fullnægt þörfum þjóðarinnar á komandi árum, og blöðin segja að stóriðja verði að koma til þess að skapa efnahagslegt öryggi i þjóðarbúskapnum. Reynslan af stóriðju Nokkra reynslu höfum viö þeg- ar fengið af stóriðjurekstri og samstarfi við erlenda auðhringa. Alverið i Straumsvik hefir verið rekið i nokkur ár. Reynslan af þeim rekstri er sú, aö verksmiðj- an hefir verið rekin meö tapi nær öll árin. Verðlag á áli hefir reynst mjög óstöðugt og stundum hefir verksmiöjan orðiö að framleiða svo mánuðum skipti, án þess að geta selt framleiðsluna. Það furöuiega við þessa bágu afkomu álverksmiðjunnar er sú staðreynd að hún greiðir mjög lágt raforkuverð — verð sem nú er ekki lengur deilt um að er all- mikiö undir framleiðslukostnaö- arveröi. Þá liggur nú fyrir, að álverið hefir þvi sem næst engan skatt greitt, en auk þess hefir það notið þeirra friðinda að greiða ekki tolla af byggingarkostnaði né heldur rekstrarvarningi. Álverið hefir greitt 500—550 starfsmönn- um allgott kaup fyrir störf sin. Þaö kaup er þó lágt sé það borið saman við launagreiðslur erlend- is. Eftir þá reynslu sem fyrir ligg- ur er það ljóst mál, að stóriðju- reksturinn i Straumsvik hefir ekki haft áhrif til meira öryggis, eða festu i islenskum efnahags- málum. Hið sanna er þetta: Islendingarhafaþurftað taka á sig verulegar hækkanir á raf- orkuverði vegna hins lága raf- orkuverðs til álversins. íslendingar hafa einnig orðið að taka á sig hærri tolla og meiri skatta vegna þess að stórrekstur- inn þar syöra hefir ekki verið lát- inn greiða eins og aðrir til sam- eiginlegra þarfa. Og ljóst er að sveiflur i verðlagi á áli og i eftir- una. Landhelgisdeilan hefir ekki aðeins staðið við útlendinga. Hún hefir einnig verið innanlands- deila, — deila milli flokka og hagsmunahópa. Rikisstjórnarflokkarnir i við- reisnarstjórninni árið 1970 og 1971 — Sjálfstæðisflokkurinn og Al- þýðuflokkurinn vildu ekki ráðast i útfærsluna þá. Og siðan hafa ýmsir stjórn- málamenn og hagsmunahópar alltaf viljað semja við breta og vestur-þjóðverja, alltaf viljað sýni, ef ekki annað verra, að ætla að nota þá tímabundnu erfiðleika varðandi stöðu fiskistofnanna, sem við stöndum frammi fyrir i dag, til þess að draga kjark úr þjóðinni með sifelldu tali um „rányrkju okkar” á fiskimiðun- um um „ofveiði okkar” og að fiskiskipastóll okkar sé orðinn alltof stór og afkastamikill, og að selja eigi skipin úr landi, og að eytt hafi verið of miklu fé i fisk- iðnað landsmanna o.s.frv., o.s.frv.. t beinu framhaldi af þessum afturhaldsboðskap kemur svo á- róðurinn fyrir erlendri stóriðju, fyrir hinum „nýju stoðum” sem eiga að bjarga islensku efnahags- kerfi. Þeir erfiðleikar sem koma fram i veikum þorskstofni sem stafa bæði af náttúrulegri sveiflu og gifurlegri sókn útlendinga jafnhliða mikilli sókn okkar, mega ekki blinda okkur á þá gifurlega miklu möguleika sem einkaréttur okkar yfir fiskimið- unum viö landið veitir okkur. Það er með öllu voniaust verk- efni að ætla að tvöfalda aflann, frá þvi sem verið hefur, með gamaldags fiskiskipaflota og illa útbúnum fiskiðnaði i landi. Það þarf þvi aö halda áfram framþró- un á sviði sjávarútvegsmála. Fiskiskipin þurfa að vera af ýmsum gerðum og stærðum, en öll búin nýjasta og besta útbún- aði. Og fiskverkunarstöðvarnar þurfa að vera eins og nýtisku matvælaverksmiðjur með at- vinnuöryggi og nútima aðbúnaði. Stóriðjuframleiösla okkar islend- inga mun verða á sviði matvæla- framleiðslu þar sem margvisleg- ar vörur úr sjávarfangi verða helstu útflutningsvörurnar. Landbúnaður og iðnaður Jafnhliöa þvi mikla verkefni að fullpýta á skynsamlegan hátt auðlindir fiskimiðanna við landið, verður að efla landbúnað fyrir vaxandi þarfir landsmanna og i sambandi við útflutningsiðnað úr landbúnaðarvörum. Umtalið nú um of stóran fiski- skipastól og of dýr fiskiðjuver, er af sama toga og áróður ýmissa hagfræðinga hér áöur um offram- leiðsluvandamál landbúnaðarins. Þá var sú kenning uppi að aðal- vandi efnahagsmáianna stafaði af þeim dragbit sem landbúnað- urinn væri á hagvextinum. Og þá var talið nauðsynlegt að draga úr mjólkurframleiðslu landbúnað- arins. Hið rétta er aö nú þarf að auka landbúnaðarframleiðslu á ýms- um sviðum og nú þarf að gæta þess vandlega aö landbúnaðar- störf dragist ekki saman. Þjóðin þarf fjölbreyttari landbúnaðar- framleiðslu og iðnaður til útflutn- ings úr landbúnaðarvöru gengur nú næst sjávarafurðum að gildi fyrir þjóðarbúið. Iðnaö landsmanna þarf lika að efla á mörgum sviðum, þvi á þann hátt er hægt að spara gjald- eyri og draga úr ýmsum sveifl- um, sem stafa af erlendum verð- breytingum. Stefnan i iðnaðar- málum hefur verið alltof fálm- kennd. Hún hefur i of rikum mæli einkennst af smárekstri og van- getu. Ljóst er að koma þarf upp iðnaðarframleiðslu i ýmsum greinum sem tekur yfir landið allt, þ.e.a.s. sem bindur saman framleiðslu iðnfyrirtækja i sÖmu grein á mörgum stöðum á landinu þannig að komið verði við sem mestri verkaskiptingu. Stefnan í atvinnumálum Marka þarf skýra stefnu varð- andi þróun atvinnumála þjóðar- innar á næstu árum. Segja má að i stórum dráttum sé um tvær meginstefnur að ræða, sem velja þarf á milli. önnur er stóriðjustefnan i fé- lagi við útlendinga, sem miðar við að atvinnuvegir þjóðarinnar sem verið hafa sjávarútvegur, landbúnaður og iðnaður, geti ekki tekið við meira vinnuafli en nú er og geti ekki veitt þjóðinni at- vinnulegt og efnahagslegt öryggi. Hin stefnan miðar að þvi, að landsmenn treysti á sjálfa sig og á gæði lands og sjávar. Sú stefna miðar að stóraukinni matvæla- framleiðslu — tvöföldun sjávar- afla og margföldun á vinnsluverði aflans, á auknum landbúnaði og fjölbreyttari og stórauknum iðn- aði landsmanna sjálfra og stór- iðjufyrirtækjum aðeins i eign Is- lendinga einna sem fallið geta eölilega aö þörfum þjóðarbúskap- arins á hverjum tima, eins og sementsverksmiðja og áburðar- verksmiðja hafa gert svo dæmi séu nefnd. Stefna okkar alþýðubandalags- manna er siöari stefnan. Við höfnum erlendri stóriðju og höfn- um kenningunni um getuleysi is- lenskra atvinnuvega. Við teljum að möguleikar þjóð- arinnar á sviði sjávarútvegs, landbúnaðar og iðnaðar og með nýtingu innlendrar orku fyrir is- lendinga séu svo mikiir mögu- leikar aö þar þurfi engu að kviða. Þar skiptir öllu máli að vel sé á málum haldið og hagsmunir lands og þjóðar einir látnir ráða. li!ip 1 '' —.......... “ — - ►•-vV - i '• . < Við höfum nú reynslu af stóriðju I samvinnu við útlendinga. spurn i markaðsiöndum eru sist minni á áli en þeim vörum sem is- lendingar framleiða til útflutn- ings. Og hver er reynslan af járn- blendiframleiðslu? Verðlagið sveiflast til og eftirspurnin einn- ig. Og þeir sem áður voru taldir vita allt um járnblendi, fram- leiðslu þess og sölu, þ.e. sérfræð- ingar Union Carbide, telja nú ó- ráölegt að ráðast i slika fram- leiðslu. Hvað er fram- undan í ís- lenskum sjávar- útvegsmálum? t dag er mikiö rætt um þann vanda, sem okkur er á höndum vegna veikrar stöðu fiskistofn- anna við landið. Rætt er um að- varanir fiskifræðinga og svörtu skýrsluna svonefndu. Það er rétt aö staða Islenska þorskstofnsins er veik eins og nú standa sakir. Astæðan til þess er fyrst og fremst sú, að okkur hefir ekki tekist að losna við sókn út- iendinganna á miðin fyrr, eða meir en orðið er. Baráttan fyrir útfærslunni i 50 milur og síðar i 200 milur hefir staðið óslitið siðan 1970, en þá voru miklar deilur um hvort og hvenær ætti að ráðast I útfærsl- bföa.eða viljað varpa málinu fyr- ir Alþjóðadómstól o.s.frv., og þannig hefir málið dregist og dregistmeð tilheyrandi afleiðing- um fyrir fiskstofnana við landiö. t svörtu skýrslunni er lagt til að dregið verði úr sókninni i fiski- stofnana og fullri varúð beitt. Þar er lagt til að ekki verði veitt ij^eira af þorski á árinu 1976 en 23Ö þus. tonn og 290 þús. tonn á næsta ári og 376 þús. tonn á árinu 1978. íslendingar hafa veitt um 230—240 þús. tonn af þorski á ári I nokkur ár og aðeins einu sinni náð 300 þús. tonna þorskafla. Væri farið eftir varúðarstefnu fiskifræðinganna þyrfti ekki að vera um neitt verulegt vandamál fyrir okkur að ræða, ef ekki kæmu til veiðar útlendinganna. Og þessi vandi er fyrst og fremst á þessu ári. Siðan mun stofninn smám saman jafna sig og vaxa. Fiskifræðingar telja lika að þorskstofninn eigi að geta gefið um 500 þús. tonn á ári, þegar stofninn er kominn upp, eða með öðrum orðum að þá verði hægt að tvöfalda þorskafla isiendinga. Miklir möguleikar Möguleikar til að stórauka fisk- afla og til að margfalda verðmæti hverrar einingar sem unnin er til útflutnings eru vissulega miklir. Það er þvi furðuleg skamm-

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.