Þjóðviljinn - 11.07.1976, Qupperneq 7
Sunnudagur II. júll 1976 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 7
Xtil hnífs
og skeidar
Umsjón: Þórunn Sigurðardóttir
Hvað kostar að
kveikja á perunni?
Ljósapera, sem logar í 150 klst. eyðir jafn
miklu rafmagni og hraðsuðuketill í 5 klst.
Á timum stöðugra verðhækkana, verðbólgu og
kreppu eykst verðskyn almennings gjarnan, og svo
hefur einnig verið að undanförnu. Fólk er jafnvel
farið að leggja á i miðju simtali, sagði einhver, til
þess að spara, en það hefur raunar ekkert að segja
innanbæjar, hvað simtalið er langt. Teljarinn flyst
um eitt skref, óháð lengd simtalsins, segir i leiðar-
visi fremst i simaskránni. Nú hefur rafmagnið
hækkað nýlega, en hversu margir skyldu vita
hvernig rafmagnseyðslan dreifist á hin ýmsu tæki
heimilisins? Eða svo við höldum áfram i léttum
dúr, hversu margir skyldu fara svipað að og konan,
sem á aðfangadag ætlaði að sýna meðbræðrunum
tillitssemi og spara rafmagn (samkvæmt beiðni
rafveitunnar) og tók jólatrésseriuna úr sambandi
og fór svo að baka!?
Við ræddum stuttlega við Ivar
Þorsteinsson, deildarverkfræðing
hjá Rafmagnsveitu Reykjavikur
og lét hann okkur fá töflu, sem
sýnir hversu miklu rafmagni hin
ýmsu heimilistæki eyða. Til Ut-
skýringar eftirfarandi: Aflið eða
vöttin sem gefin eru upp er lág-
mark og hámark, en meðaltalið
sem gefið er, er ekki meðaltal á
milli þessara t.veggja talna, held-
ur af þvi sem algengast er. Því
fæst ekki alltaf út talan mitt á
milli. Reiknað er með ákveðinni
meðaltalsnotkun á dag og reiknað
út yfir mánuðinn hversu margar
kilówattsstundir það gerir. Fölk
getur auðveldlega gert sér grein
fyrir, hvort talan sem upp er gef-
in er i ramræmi við þess eigin
notkun með þvi að reikna dæmið
á sama hátt og þarna er gert.
Þess skal þó getið að þessi út-
koma er talin vera heldur i hærra
lagi. Uppþvottavélin og þvotta-
vélin, sem hér eru á töflunni taka
inn á sig kalt vatn, en langmestur
hluti slikra véla gerir það. Sjón-
varpið i dæminu er svart/hvitt, en
litsjónvarp eyðir um helmingi
meira rafmagni.
ísskápurinn
eyðir meiru,
ef loftrúm
vantar
á bak við
hann
lengur i gangi I einu, yrði að vera
góð loftræsting bak við og fyrir
ofan tækin, annars eyddu þau
miklu meira rafmagni. Hefur
viljað brenna við I nýrri Ibúðum,
að of mikið væri hugsaö um útlit
eldhúsinnréttingarinnar og tækin
lokuð of rækilega inni. Er unnt að
láta mæla, hvort rafmagnseyðsla
Isskápsins og frystikistunnar sé
eðlileg.
Til þess að reikna dæmið á enda
þarf að margfalda kilóvattstund-
irnar sem hér eru gefnar upp með
verðinu sem rafveitan gefur upp,
en það er nokkuð mismunandi á
hinum ýmsu stöðum á landinu.
Nýlega hefur rafmagnsverðið hér
I Reykjavik hækkað og kostar
kllówattsstundin nú 11,97 krónur
með mælaleigu og öllu inniföldu.
Rafmagnsveitur rikisins, sem
selja rafmagn t.d. til sveitanna á
suð-vesturlandi selja kilówatts-
stundina nú á 12,00 krónur til
heimilisnotkunar en gert er ráð
fyrir hækkun á þvi verði fljótlega.
Að öðru leyti þarf hver að fá upp-
gefið verðið hjá sinni rafveitu, en
stærstu kaupstaðirnir hafa flestir
eigin rafveitu.
Ekkert fastagjald er á raf-
magni hér i Reykjavik, nema
hvað ákveðið lágmarksgjald er á
ársfjórðunginn, 598,89 krónur.
Þvottavélin
eyðir
rafmagni
fyrir 1077
kr. á mánuði
að hafa kveikt á 60 watta peru i
150 klst. verða 107,7 krónur, en
þvottavélin, sem starfar i 24 tima
á mánuði kostar i rafmagns-
eyðslu 1077,30 krónur á mánuði,
eða tvöfalt yfir timabilið, sem
reikningurinn nær yfir hverju
sinni.
Við getum einnig reiknað út
hvað eldavélahella eyðir miklu,
sem kveikt er á 1 1 klst. á dag.
Þessi hella kostar okkur nærri 600
krónur á mánuði. Þannig gætum
við til dæmis séð, að það getur
borgað sig að kaupa einnota um-
búðir i stað þess að sjóða (t.d.
verður jafnvel ódýrara að nota til
þess gerða plastpoka fyrur ung-
barnamjólk en að sjóða pela dag-
lega). Sömuleiðis getum við
reiknað út notkun á þvottavélinni,
sem þvegið er 13 svar til 4 sinnum
i viku. Hún kostar okkur rúmar
þúsund krónur á mánuði. Þar við
bætist þvottaefni, ef til vill mýk-
ingarefni. Og þannig má t.d.
reikna út hvort það borgar sig aö
kaupa þvottavél eða láta þvottinn
I þvottahús.
Straujárnið
og sjón-
varpið eyða
Til skýringar á timanum, sem
frystikistan og isskápurinn eru i
sambandi, skal þess getið, að ekki
er ætlast til að tækin séu tekin úr
sambandi, — þau eyöa ekki raf-
magni nema i 5 klst á sólarhring,
þess á milli slökkva þau á sér
sjálf. Reyndar sagði ívar aö til
þess að þau þurfi ekki að vera
(24 klst.
notkun)
Ef við reiknum eitt einfalt
dæmi á enda, samkvæmt þessari
töflu, sjáum við að kostnaöur við
svipuðu á
mánuði
Við sjáum lika að straujárnið
eyðir miklu meira rafmagni en
Nú heldur siðan áfram göngu sinni eftir stutta hvlld, hress og
endurnærð,og biður menn sem fyrr að taka sér penna I hönd, eða slá
á þráðinn(símtalið kostar bara 7.50!). Allar hugmyndir um
heimilishald og neytendamál eru vel þegnar, svo og kvartanir og
sparnaðarhugmyndir. Og við fjöllum sem fyrr einnig um ýmislegt
sem hvorki er til hnlfs eða skeiðar, svo sem uppeldismál, jafnrétt-
ismál og margt fleira. Og verið þið nú dugleg að láta frá ykkur
heyra!
Aætluö notkun heimi1ist*kja klukkustund = h
mí núta = min
Afl (W )
T«ki mi n . max . meða 1 Meðalnotk jnartími Meðalnotkun
Hitaketi11 800 2500 1800 10 min/dag 5 h / m á n 9 kWh/roán
Brauórist 400 1 300 850 10 5 - 4
Hitapúði 60 100 80 1 h/dag 30 - 2
Hitateppi 50 70 60 1 30 - 2
Eldav. : he1 la 1000 2000 1600 1 30 - 48
Uppþvottavél Ótvarp 700 3000 1850 40 2 3 60 - 90 - 111 4
Sjónvarp 140 160 150 3 90 - 1 4
Vi f ta 15 60 40 3 90 - 4
Kcliskápur 250 350 300 5 1 50 - 45
Frystikista 300 500 400 5 150 - 60
Glópe ra 15 100 60 5 1 50 - 9
Hr«rivél 200 650 425 1 h/viku 4 2
Hárþurrka 350 450 400 1 4 - 2
Eldav.: ofn 1 500 2000 1 750 2 8 1 4
Ryksuga 200 300 250 2 8 - 2
Straujárn 735 1 1 75 1000 3 1 2 - 1 2
Saumavé1 65 90 75 3 1 2 - 1
Þvottavél 1 500 6000 3750 6 24 90
Tafla þessi er byggð ú tölum, sem Rafmagnsveita Reykjavíkur hef-
ur notaðum nokkurt skeið (úrdráttur úr töflu frá dönsku stofnuninni
ELRA og þvi niiðuð viö danskar aðstæður). Minnstu tækjum, svo
sem rakvél, kaffikvörn og þeytara er hér sleppt. Hækkaö er upp og
lækkað niður I heilar tölur.
saumavélin, útvarp og vifta eyða
sáralitlu rafmagni, en rafmagns-
kostnaður við sjónvarp er að
meðaltali aðeins örlitlu hærri en
kostnaðurinn við straujárnið, þótt
sjónvarpið sé i notkun 90 klst á
mánuði en straujárnið I aðeins 12.
Flestir nota 2-3 eldavélahellur á
dag, og er þar trúlega drýgstur
hluti rafmagnseyðslunnar. Það
má þvi velta þvi fyrir sér hvort
það borgi sig að kaupa að stað-
aldri matvæli, sem þarf að sjóða
lengi og þannig má t.d. reikna út
hvað það kostar að sjóða kartöfl-
ur daglega I mánuð o.s.frv.
Tómatar
lækka
Nú hafa tómatar lækkað I verði
og kostar kilóið nú 673 krónur i
stað750áður. Grænmetið er jafn-
an dýrast fyrst þegar það kemur
á markaðinn, en siðan lækkai
verðið. Þá er um að gera að nota
tækifærið og frysta eða sjóða niö-
ur. Tómata er ekki hægt að frysta
frekar en annað vatnsmikið
grænmeti, en tilvalið er að sjóða
þá niður.
Betri
aðstöðu í
laugarnar
Það gæti verið miklu skemmti-
legra að fara i laugarnar. Það er
kannski fáránlegt að tala um sól
og sumar, eins og veðrið hefur
verið að undanförnu, en það kem-
ur þó fyrir að veðrið er gott og þá
eru allar laugar troðfullar af fólki
Það sem ég auglýsi fyrst og
fremst eftir er betri aðstaða fyrir
fjölskyldur, t.d. þyrfti að vera
hægt að fá sér nestisbita inni i
Laugardalslaug. Þarna gæti
maður hugsaði sér borð og stóla,
gjarnan yfirbyggt, þar sem hægt
er að tylla sér, og svo á auðvitaö
að gera meira fyrir börnin en
gera einn litinn poll, sem alltaf er
troðfullur. En það er vist of langt
þangað til minstu börnin fá kosn-
ingarétt og á meðan fá þau að
troðast öll I nokkurra fermetra
polli.
Blikkiðjan Garðahreppi
Önnumst þakrennusmíði og
uppsetningu — ennfremur
hverskonar blikksmíði.
Gerum föst verðtilboð.
SÍMI 53468