Þjóðviljinn - 11.07.1976, Page 9

Þjóðviljinn - 11.07.1976, Page 9
Sunnudagur 11. júli 1976 ÞJÓÐVILJINN — SIDA 9 ÆYINTÝRI EFTIR VALDÍSI ÓSKARSDÓTTUR Einu sinni var konungsriki sem var bæði stórt og litið. Ykkur furðar ef til vill á þvi hvernig kon- ungsríki getur verið stórt og litið en það var til skýring á þvi einsog öllu öðru. Þegnar rlkisins álitu konungsrikið stórt og voldugt en ráðamenn konungs sögðu rikið litið og fátækt. Þar sem konungsrikið var lýð- ræðisriki — þrátt fyrir kónginn — var bókað I rikisbókina: Lands- menn álita heimskulega (heimskulega var innskot frá rit- ara rikisins sem var konunghöll- ur með afbrigðum enda hefði hann aldrei fengið ritarastöðuna ef svo heföi ekki verið) að landið sé stórt og voldugt en ráðamenn konungs segja landið litið og fátæklegt. Þegnarnir höfðu litiö af kóngi sinum að segja nema á tyllidög- um. Þá kom hann útá svalirnar og hrópaði: Við bræður — við bændur — við sjómenn — við við við. Og þegnarnir sem stóðu þús- undum saman á torginu fyrir framan höllina tóku undir: Við við við. Inni salnum bak við svalirnar sátu ráðamennirnir, neru saman höndum, kinkuðu kolli og tuldr- uðu: Við við við. Þegar kóngurinn átti afmæli var haldin veisla fyrir alla lands- menn. Viku fyrir veisluna streymdu þegnarnir til konungs- hallarinnar með fulla vagna af veislugóssi og allir létu þeir sitt af mörkum. Þegar afmælisdagurinn rann upp klæddust allir sinu feg- ursta skarti, gengu um göturnar og sungu ættjarðarsöngva. Há- mark hátiðarinnar var þegar þegnar og ráðamenn söfnuðust saman i stærsta sal hallarinnar og hylltu konung sinn. Slðan var sest að borðum, étið og drukkið þar til ekkert var eftir og áður en þegnar og ráðamenn fóru heim voru þeir leystir út með gjöfum. Svo bar þaö við eitt árið á af- mæli konungs að þrengslin i saln- um urðu svo mikil aö sex ráöa- menn tróðust undir. Það var mikið reiðarslag fyrir ráðamenn að missa svona sex menn á einu bretti en þeir bættu sér upp missinn og fengu tólf nýja I staðinn. Þeir sáu frammá að svona hátiðar gætu ekki gengið lengur og til einhverja ráða yrði að gripa og þeir gripu til þess ráðs að halda ráðstefnu. I fimm daga ræddu þeir málin fram og til baka og komust loks að niðurstöðu. Ritari rikisins skrifaði niðurstööur ráðstefnunn- ar i rikisbókina: Vegna þrengsla sjáum við ekki annað fært en að takmarka að- gang að afmælisveislu hans há- tignar konungsins sem fer fram árlega i stærsta sal hallarinnar. Fimm fulltrúar voru kjörnir til að ganga á fund konungs og skýra honum frá niðurstöðu ráðstefn- unnar. Þeir þurftu aö leita hans um alla höllina og að lokum fundu þeir hann uppi turni þar sem hann sat og las I Grimsævintýrum. Það verður að takmarka að- gang i afmælisveislu yöar hátign- ar, sögðu fulltrúarnir fimm. Æ æ, sagði kóngurinn Er það nauðsynlegt? Það er lifsnauðsynlegt, svöruöu fulltrúarnir. Þá verður svo að vera, and- varpaði kóngurinn og hélt áfram að lesa. Nú var úr vöndu að ráða fyrir ráðamenn: Hverjir áttu að fá að- gang að veislunni og hverjir ekki. Einn stakk uppá sjómönnum af- þvi þeir væru svo duglegir aö veiða fisk. Annar stakk uppá bændum þvi þeir væru svo dug- legir að rækta landiö. Sá þriðji stakk uppá aö efnt yrði til happ- drættis og þeir sem ynnu fengju aðgang, en ekkert af þessu féll ráðamönnum vel I geö. Þá tók aldursforseti hópsins til máls: Það verður að vanda valið og velja rétta fólkið, sagöi hann. Að sjálfsögðu erum viö efstir á lista sem ráöamenn konungsins og sem ráðamenn hljótum við að ráða hverjir eru boönir. Ég sting uppá að við bjóðum vinum okkar og vándamönnum. Heyr, heyr, hrópuðu allir ráða- mennirnir og klöppuðu þangað til þá sveið i lófana. Ritari rikisins skrifaði I rikisbókina: Vegna þrengsla I afmælisveislu hans hátignar konungsins hafa Ráðamenn ákveðið að veislugest- ir takmarkist við ráðamenn rikis- ins, vini þeirra og vandamenn. Fulltrúarnir fimm lögðu aftur af stað i leit að konunginum og I þetta skiptiö fundu þeir hann i geymslu innaf þvottahúsinu þar sem hann sat og las Bangsimon. Við höfum komist að niðurstöðu um veislugestina yðar hátign, sögöu ráðamennirnir. Við bændur — við sjómenn — viö við við, sagði kóngurinn. Við höfum ákveðið að einungis ráðamenn, vinir þeirra og vanda- menn fái aðgang, sögöu ráða- mennirnir. En hvað um þegnana — við bræöur, spurði kóngurinn. Þeir leggja sitt af mörkum, svöruöu ráðamennirnir. Þá verður svo að vera, and- varpaði kóngurinn og hélt áfram að lesa. Leið nú að þeim degi er afmæl- isveisla konungsins yröi haldin. Vikuna fyrir streymdu þegnar konungs til hallarinnar með veislugóss á vögnum. Svo rann upp sú stund er kon- ungur átti að fara útá svalirnar og ávarpa mannfjöldann en þá bar svo við að hann fannst ekki. Það varð uppi fótur og fit i höll- inni og ráðamennirnir hlupu um i leit að konunginum. A meðan fór sá elsti af ráðamönnunum út á svalirnar og hrópaði: Við bræður — I ár hefur þjóðar- búið ekki verið rekið sem skyldi og er nú svo komið að veisluföng- in duga ekki fyrir okkur öll. Þar sem ég veit að þið eruö réttvis þjóð þá munu þið vera sammála mér um það, að við ráðamenn, sem berum hita og þunga dagsins njótum uppskerunnar I ár. Kurr heyrðist frá þegnunum en I þvi birtist konungurinn á svölum hallarinnar — hágrátandi. Ráöa- menn höfðu fundiö hann uppá hesthúslofti niðursokkinn i Rauö- hettu og úlfinn. Kóngurinn, sem hafði viðkvæma lund, hafði farið að gráta þegar úlfurinn gleypti Rauðhettu en einmitt þá gripu ráðamenn konunginn og drifu hann útá svalirnar. Þegnarnir héldu að konungur- inn tæki ástandið svona nærri sér og þar sem þeim þótti vænt um kónginn sinn — tóku þeir undir grátinn. Konungurinn var nú leiddur inn og sá elsti af ráðamönnunum tók til máls: Við bræður — við bræður. Ekki láta hugfallast nú skulum við fara heim og leggja ennþá harðar aö okkur. Að ári liðnu höldum við aðra veislu. Þegnarnir héldu hver til sins heima og ákváðu að bregðast ekki trausti konungs sins. Ráðamenn, vinir þeirra og vandamenn slógu upp veislu sem stóð I viku en kóngurinn fór uppá hlöðuloft og lauk við Rauðhettu og úlfinn. Arið leið. Þegnarnir þræluðu og púluðu, daga jafnt sem nætur þvi ekki ætluöu þeir að valda konungi sinum vonbrigðum. Ráðamenn- irnir bættu við ráðamönnum, vina og vandamannahópurinn varö stærri og stærri en kóngurinn sat I felum og las ævintýri. Svo rann upp afmælisdagur konungsins. Aldrei — hvorki fyrr né siðar — hafði slikt magn af veisluföngum borist til einnar hallar. Ráðamenn gengu um, neru hendur sinar og hugsuöu með gleði til veislunnar sem hægt væri aö halda i heilan mánuð, þrátt fyrir fjölgun i liði þeirra. Þegnarnir söfnuðust saman á torginu, uppáklæddir i sitt besta skart þvi nú ætluðu þeir aö skemmta sér. Inni höllinni gengu ráðamennirnir um æstir — kóng- urinn fannst ekki. Hans var leitað i dyrum og dyngjum en það sást ekki tangur né tetur af kóngsa. Við getum ekki beðið eftir hon- um, maturinn skemmist, sagöi sá elsti af ráðamönnunum. En hvað um þegnana, spurði einn. Ég skal sjá um þá, sagði sá elsti og fór útá svalirnar: Kæru bræður — ég hef sorgar- fréttir að færa ykkur. Konung- urinn finnst ekki. Við getum ekki byrjað fyrr en hann finnst. Þið skuluð fara heim til ykkar og við látum ykkur vita þegar konung- urinn er kominn I leitirnar. Hann fór innl salinn en þegn- arnir settust niður á torgið og ákváðu að biða eftir konungi sin- um. Ráðamennirnir, vinir þeirra og vandamenn héldu aö þegnarn- ir hefðu farið heim og settust að veisluborðinu. Alla nóttina sátu þegnarnir og biðu eftir konungi sinum en inni var étið og drukkið. Um morguninn heyrðist háreysti mikil útá torgið. Þegn- arnir litu hver á annan: Hvað get- ur þetta verið? Einn klifraði uppá svalirnar og gægðist innum gluggann. Hon- um varð svo mikiö um þá sjón er hann sá, að hann hrapaði niður. En það kom ekki að sök þvi mannfjöldinn var svo þéttur á torginu: Ráöamennirnir sitja inni og éta og drekka allt það sem við höfum stritað og púlað við siöastliðið ár, hrópaði hann til þegnana. En hvar er konungurinn, hróp- uðu þegnarnir. Það er enginn kóngur, svaraði hann. Losum okkur við ráðamennina, vini þeirra og vandamenn — þessi snikjudýr, hrópaöi sá sem klifraði uppá svalirnar. Heyr heyr, hrópuðu þegnarnir og klöppuðu. Við verðum að igrunda máliö, sagði sá sem klifrað hafði. Förum úti skóg að hugsa. Þegnarnir hurfu af torginu en sá elsti af ráðamönnunum sem hafði staðið I felum bak við gluggatjöld og fylgst meö, hróp- aði til veislugestanna: Þegnarnir eru farnir heim — þeir hafa gefist upp. Veislugestirnir lustu upp fagn- aðarópi nú gátu þeir haldið áfram veislunni en úti skógi, undir stærsta trénu, sátu þegnarnir og hugsuðu. Best væri að við fyndum kóng- inn, sagði einn af gömlu þegnun- um og hinir umluðu samþykkj- andi. ' Satt best að segja var kóngur- inn svo til mitt á meðal þegnanna. Honum hafði leiöst svo ónæöið sem ráðamennirnir bökuðu hon- um i tima og ótima að hann haföi stungiö Lisu i Undralandi I vas- ann, laumast úti skóg og klifrað uppi tré. Það var einmitt sama tréð og þegnarnir sátu undir. En nú var kóngurinn búinn með bókina og neyddist til að fara aftur heim i höllina til að ná i aðra bók. Hann mjakaði sér útá neðstu greinina og lét sig falla niður á jörðina. Mikiö lifandi skelfing urðu þegnarnir undrandi eða þá kóng- urinn. Algjör ringulreið skapaðist. Allir töluðu i einu og hringsnérust um sjálfa sig. Kóngurinn snerist einsog skopparakringla og öll æv- intýrin sem hann hafði lesið fóru i einn hrærigraut i höföinu á hon- um. Bangsimon át Rauöhettu, Mjallhvit beit bita af úlfinum en dvergarnir sjö og amma Rauð- hettu f*ru i teboð til LIsu I Undra- landi. Þá varð kóngurinn reiður þvi nú þurfti hann að byrja á öllum ævintýrunum uppá nýtt. Hann rauk af stað i átt til hallarinnar og þegnarnir fylgdu fast á eftir. Inni hallarsalnum voru ráða- mennirnir, vinir þeirra og vanda- menn i óðaönn að skemmta sér þegar hallardyrnar opnuðust og kóngurinn skálmaði inn. Veislu- gestirnir urðu felmtri slegnir og hrökkluðust úti horn. Sumir hlupu i felur og þó nokkrir týndust. Konungurinn settist i hásætiö og hvessti augun yfir salinn en áður en hann gat sagt nokkuð voru ráðamenn búnir aö opna all- ar dyr og glugga og bera veislu- borðin útá torgið: Gerið svo vel — gerið svo vel. Étið og drekkið og verið glaðir. Við höfum einmitt verið að biöa eftir yðar hátign, sagöi sá elsti af ráðamönnunum og það var ekki laust við að hann væri örlitið skjálfraddaður. Þegnarnir, ráðamennirnir, vin- ir þeirra og vandamenn slógu nú upp allsherjar-veislu og eftir þvi sem ég best veit stendur hún enn — en kóngurinn sem laumaöist bak við hásætið strax og hann sá sér færi, situr þar sjálfsagt enn og les ævintýri.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.