Þjóðviljinn - 11.07.1976, Síða 16

Þjóðviljinn - 11.07.1976, Síða 16
16 SIÐA — ÞJÖÐVILJINN Sunnudagur 11. júli 1976 MYS OG MENN Lewis Milestone var einn af þessum gömlu góðu Hollywood- leikstjórum sem stuðluðu að þvi að lyfta þeim stað á hærra plan þegar svo virtist sem talmyndin ætlaði að ganga af kvikmynda- listinni dauðri. Hann var einn af þeim sem uppgötvuðu að kvik- myndin þurfti ekki að „tala” allan timann, að áhorfandinn þurfti ekki endilega að heyra allt sem hann sá og sjá allt sem hann heyrði. Það þótti mikill viðburður á sinum tima (1930) þegar hann kvikmyndaði striðssenur i „Tiðindalaust á vesturvigstöðv- unum” með hreyfanlegri vél og bætti svo sprengjuregni og skot- hrið inni myndina seinna. Annars var venjan sú, að stilla leikurun- um upp fyrir framan mikið bákn, sem var kvikmyndavél i hljóðein- angruðum kassa,og Iáta þá leika, eða réttara tala þindarlaust. Taliö var svo mikið nýnæmi að áhorfendur tóku varla eftir þvi að kvikmyndavélin hreyfðist ekki. Þetta var á þeim timum.þegar kvikmyndir hétu „the talkies”. 1931 gerði Milestone mynd sem hét Forsiðan og var byggö á sama leikriti og sú mynd sem Laugar- ásbió hefur sýnt nú að undanförnu með sama nafni. Af öðrum mynd- um þessa kvikmyndastjóra má nefna t.d. Hallelujah, I’m a Bum (1931), A Walk in the Sun og Of Mice and Men — Mýs og menn, sem er mánudagsmynd i Háskólabió um þessar mundir. Mýs og menn (1940) er byggð á samnefndri skáldsögu eftir John Steinbeck og fjallar um tvo land- búnaðarverkamenn sem flækjast á milli búgarða i leit að vinnu. Annar þeirra, Lennie, er vangef- inn, hjartagóður kraftajötunn og risi, en hinn er lágvaxinn og klókur, George. Lennie þykir gott að strjúka litlum, loðnum og mjúkum dýrum en á það til að strjúka of fast og lendir þá einatt i vandræðum. George bjargar hon- um alltaf. Myndin hefst á þvi að þeir félagar eru á flótta undan vopnuðum flokki reiðra manna. Þeir komast undan með þvi að hoppa uppi vöruflutningalest. Næst koma þeir á búgarð einn og fá vinnu. Sonur landeigandans á fallega konu, sem hann er hræddur um. Híinn er slagsmála- hundur mikill. Útfrá þessu spinnast atburðir, sem ekki verða raktir hér aö ráði, nema hvað þeir enda með ósköpum. Þessir ytri atburðir eru rammi utanum það sem raunverulega gerist og skipt- ir máli. Georg og Lennie dreymir um að eignast litinn jarðarskika og setja upp bú með kaninúm og grisum og hænsnum... Mae, tengdadóttur landeigandans dreymir um að komast til Hollywood og verða fræg kvikmyndastjarna.. Candy gamli, einhenti sóparinn, á sér lika draum um litið hús með arni, þar sem hann geti hvilt lúin bein i ellinni. Allir þessir draumar eiga það sameiginlegt að rætast ekki. Myndin fjallar um einmanaleika og umkomuleysi. Þessvegna tal- ar hún til okkar enn i dag. Auðvitað finnst okkur hún barnaleg. Okkur finnst allt barnalegt sem ekki heyrir undir súperstæl okkar tima. Myndin er tæknilega gamaldags, bæði hvað snertir kvikmyndatöku og leik. En efni hennar — eða boðskapur — er svo einfalt og sterkt að áður en við vitum af erum við hætt að taka eftir þvi að útisenurnar eru falsaöar, teknar i stúdiói, að lýs- George (Burgess Meredith) og ingin er einsog á vinnustofu ljós- myndara, að aðalleikararnir of- leika ansi stift, osfrv. Við sitjum bara með öndina i hálsinum og reynum að halda I þá fánýtu von að Lennie standi sig og lendi ekki i vandræðum og að þeir láti nú loks verða af þvi að kaupa sér jarðarskikann og kaninurnar. Georg er leikinn af Burgess Meredith, sem ku hafa verið einn vinsælasti ungi leikarinn i banda- risku leikhúsi á þessum tima (1940). Leikur hans hæfir betur leikhúsi en kvikmynd, en allt um það nær hann góðum árangri. Lon Chaney leikur Lennie og er eng- inn stórleikari, en samt þykir okkur hálft i hvoru vænt um hann. Af öðrum leikurum þótti mér mest til Roman Bohnen koma, en hann leikur Candy gamla, sópar- ann einhenta sem óttast ekkert meira en að verða settur á elli- heimili fyrir fátæklinga þegar hann er hættur aö geta sópað. Ein Mae (Betty Field). minnisstæðasta senan i myndinni er þar sem segir frá hundi Candys. Hundurinn er orðinn gamall og fótafúinn og einum landbúnaðarverkamannanna, Carlson, þykir mál til komiö að skjóta hann. Hann fær loks dræmt leyfi eigandans til aö fremja verknaðinn, fer út með hundinn en Candy leggst fyrir i fleti sinu og biður eftir skothvellinum. Þeg- ar hann heyrist loksins er einsog Candy hafi verið skotinn, en ekki hundurinn. Annað ógleymanlegt atriði er þegar Lennie og Mae sitja i hlöðunni og tala um drauma sina. Lennie talar um kaninurnar, sem hann á að gæta þegar þeir George verða orðnir landeigendur, en Mae talar um Hollywood og falleg föt. Tvær ein- mana sálir gera einskonar tilraun til samtals en tilraunin endar með morði, sem hlýtur að vera hámark sambandsleysisins. Þetta er einföld mynd um ein- falda atburði og frumstætt lif. Lennie tekst ekki að uppfylla þær kröfur sem grimmt mannfélagið gerir til hans, hann hlýtur þvi að deyja. Vinur hans George skilur þetta og heldur en láta Lennie falla fyrir ó-vinakúlu tekur hann sjálfur að sér verkið. Satt að segja varð ég hissa á þeim aragrúa af fólki, sem kom- inn var saman i Háskólabió á mánudaginn var til að horfa á þessa gömlu mynd. En við nánari athugun er það ekkert undarlegt. Sjónvarpið er I sumarfrii, og i staðinn fyrirað nota sér þá auknu aðsókn sem sú staðreynd hlýtur að hafa i för með sér til að sýna nú einusinni almennilegar myndir, bjóða bióin uppá heimsins mesta rusl, með örfáum undantekning- um einsog Chinatown og Forsiða. Þetta kalla ég að þekkja ekki sinn vitjunartima. Aðsóknin að Músum og mönnum sannar mál mitt. Verðtilboð óskast i nokkurt magn af brotamálmum, eir, áli og blýi, fyrir Rafmagnsveitu Reykjavikur. Um er að ræða ónothæfa, pappirseinangraða jarðstrengi af ýmsum gildleikum með leiðurum úr eir eða áii og kápu GLENS Eg fer og kreisti filapenslana úr smettinu. Svo bursta ég tennurnar. Ég fer og hringi i menn sem eru ekki heima. —x— úr blýi. Tílboðin óskast miðuð við einingarverð pr. kg, annars vegar i jarðstrengi með eirleiðurum og hins vegar i jarð- strengi með álleiðurum. Miðað er við að kaupandi taki við strengjunum i birgða- stöð Rafmagnsveitunnar. Allar frekari upplýsingar veitir Jón Haukur Jóelsson verkstjóri hjá Rafmagnsveitu Reykjavikur, Ármúla 31, R. Réttur er áskilinn til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum, ellegar að skipta kaupum milli bjððenda. Tilboðin verða opnuð á skrifstofu vorri, Frikirkjuvegi 3, R. fimmtudaginn 22. júli 1976, kl. 14.00. e.h. INNKAUP'ASTOFNUN REYKJAVÍKURBOKGAF. Fríkirkjuveai 3 — Sími 25800 Mýrarhúsaskóli Seltjarnarnesi Kennara vantar að Mýrarhúsaskóla til kennslu 10-12 ára barna. Upplýsingar veittar hjá yfirkennara I sima 22569 kl. 10-11 fyrir hádegi til föstudags 16. júli. Skólastjóri Fyrst hlusta ég á barnatimann i útvarpinu. Svo hlusta ég á barna- tlmann i sjónvarpinu. —x— Ég fer út og ét dauða kind. Ég þakka fyrir mig og fer og greiði mér. Ég vigta mig og fer f bað. Ég les Vikuna i baði. Svo vaki ég alla nóttina til að missa ekki af neinu. Kaupið bílmerki Landverndar Kerndum W. líf Kerndum yotlendi m \i\ ii Til sölu hjá ESSO og SHELL bensinafgreióslum og skrifstofu Landvsmdar Skóiavöróustig 25 I BARUM BREGST EKK/ Fólksbíladekk Kynnið ykkur hin hagstæðu verð. TÉKKNESKA B/FRE/ÐAUMBOÐ/Ð Á ÍSLAND/ H/F AUÐBREKKU 44—46 KÓPAVOGI SÍMI 42606 Húsbyggjendur athugið: Eigum fyrirliggjandi steinrör til skolp- lagna 4ra til 16 tommu. Gangstéttarhellur litaðar og ólitaðar. Bjalli h.f., steiniðja, Hellu simi 99-5890.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.