Þjóðviljinn - 11.07.1976, Síða 20
Sunnudagur 11. júli 1976
Fyrir skömmu var hér á
ferð á vegum Alþýðuorlofs
ferðamannahópur frá
Sovétríkjunum, sem út af
fyrir sig eru engin sérstök
tíðindi á þessum miklu
túrismatímum. En ferða-
menn þessir, tæplega tutt-
ugu talsins, voru frá
Kasan, sem er aðalborgin í
sjálfstjórnarlýðveldi
tartara í evrópska hluta
Rússlands austanverðum.
Kasan er við Volgu á þeim
slóðum þar sem þessi
mikla móða beygir til suð-
Fararstjórinn, Kobelef, er hér lengst til vinstri
Tartarar sækja Island heim
urs, íbúar um miljón. Er
líklega óhættað fullyrða að
ekki hafi fyrr komið hing-
að til lands jafnstór hópur
úr þeim stað eða af þeirri
frægu þjóð törturum.
Heitið tartarar var lengi haft
sem samnefni yfir mongólska og
tyrkneska þjóðflokka, sem sóttu
vestur i Evrópu og nutu mikillar
skelfingarfrægðar, sem meðal
annars bergmálar i islenskum
rimum. En nú er sá timi löngu lið-
inn að nokkur þjóö telji sig þurfa
að óttast neitt af hendi tartara.
Tartarar þeir er búa i
tartariska sjálfstjórnarlýðveld-
inu munu vera afkomendur her-
skara afkomenda Gengis Kans
mongólakeisara, sem lögðu mest-
allt Hússland undir sig á
þrettándu öld.og voru flestir rúss-
neskir furstar siðan háðir þeim
um alllangt skeið. Þeir niðjar
Gengis Kans er Rússlandi réðu
höfðu höfuðborg sina nálægt þar
sem Volgograd (Stalingrad) er nú
Nýjar
loftþéffar umbúðir
og voru liðsmenn þeirra kallaðir
Gullnu herskararnir, Riki þetta
datt siðan sundur i nokkur smærri
og var Kasan höfuðstaður eins
þeirra. Það riki leið undir lok um
miðja sextándu öld, er Ivan
hræðilegi rússakeisari vann Kas-
an.
Tartarar eru sem sagt aust-
rænir að uppruna en bera þess nú
greinileg merki að þeir hafa lengi
lifað i blandi við evrópumenn oe
blandað við þá siðum og blóði, að
minnsta kosti treysti undirritaður
sér ekki til að þekkja tartara frá
rússum i umræddum feröa-
mannahóp. Mál tartara er af
tyrkneskum stofni.
Um helmingur ferðamanna
þeirra, sem hér um ræðir, voru
tartarar, hinir flestir rússar. Þeir
voru tæpa viku hér á landi og
skoöuöu ýmsa merka staði sunn-
anlands og norðan, skruppu með-
al annars til Akureyrar og Mý-
vatns. Þeir létu mjög vel af dvöl-
inni og allri fyrirgreiðslu, sem
þeir höfðu notið, og hörmuðu það
eitt að geta ekki verið lengur.
Fararstjóri hópsins var rússi,
Kobelef að nafni. Hann sagði að
hópurinn hefði verið viku i Finn-
landi, áður en haldið var til Is-.
lands, og frá Islandi yrði flogið til
Moskvu með viðkomu i Kaup-
mannahöfn og Helsinki. Hann
sagði að ibúar tartariska sjálf-
stjórnarlýðveldisins væru um
þrjár miljónir, þar af ein miljón i
Kasan. I Kasan væri rúmur helm-
ingur ibúanna rússar, hinir flestir
tartarar, en i lýðveldinu utan
Kasan væru tartarar i meirihluta. _
Blaðamaður náöi sem snöggv-
ast tali af tveimur i hópnum i við-
bót. Rósa Ginmatdinova er véla-
verkfræðingur og ritari Komso-
mol, æskulýðssamtaka Kommún-
istaflokks Sovétrikjanna, i einu
hverfanna i Kasan. Hún var sér-
staklega hrifin af litarafti is-
lensku náttúrunnar og kvaðst
varla muna eftir að hafa séð ann-
að eins. Það eina, sem henni þótti
á vanta, til að fegurð íslenska
landslagsins væri fullkomin, voru
tré. Rósa er tartari, en engu að
siður ljóshærð og bláeyg.
Slava Malkis er gyðingur,
stærðfræðingur að mennt og
starfar i Kasan eins og öll hin.
Hann var einnig mjög ánægður
með ferðina. Þetta var i fyrsta
sinn, sem hann hafði komið út
fyrir iandamæri Sovétrikjana, en
hinsvegar kvaðst hann hafa ferð-
ast víða innan þeirra, sem væri
allnokkuð, þvi að Sovétrikin eru
sem kunnugt er viðlendari en
sumar heimsálfurnar. Honum
leist einnig vel á Island, þótt svip-
ur landsins væri allt annar en á
hans heimaslóðum. Þar setur
Volga mikinn svip á landið, og i
hana falla fjölmargar ár smærri.
Landið umhverfis Kasan er yfir-
leitt heldur láglent og skógi vaxið.
Þess má að lokum geta að sjálf-
stjórnarlýðveldi tartara er eitt af
mestu oliuframleiöslusvæðum
Sovétrikjanna.
-dþ.
Ljósmyndari Þjóöviljans tók nokkrar myndir af feröafólkinu frá Kasan, er þaö sat aö snæöingi á Stúd
entaheimilinu viö Hringbraut. Slava Maikis er lengst til vinstri á þessari mynd.
Rósa Ginmatdinova, vélaverkfræöingur og forustumaöur I æskulýössamtökum, er til hægri á þessari
mynd.
Þrjár blómarósir frá Kasan hlusta á skraf eins karlmannanna I hópnum um daginn og veginn meöan
beöiö er eftir súpunni.