Þjóðviljinn - 14.07.1976, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 14. júli 1976 1>J(4DV1I.JINN — SÍÐA 3
Aftökur í
Eþíópíu
Nairobi 13/7 reuter ntb — Eþi-
ópiskur hershöföingi var skot-
inn til bana i átökum viö örygg-
issveitir og 18 herforingjar og
óbreyttir borgarar teknir af lifi
sl. laugardag i Addis Ababa aö
þvi er segir i fréttum frá
Eþfópiu i dag.
I yfirlýsingu frá stjórninni i
Addis Ababa segir að hershöfð-
inginn Getachew Padew hefði
fengið það hlutverk að brjóta
uppreisnina i Eritreu á bak aft-
ur en siðan hefði hann svikið
byltinguna og verið kallaður
heim til höfuðborgarinnar.
Getachew hefur stjórnað
Eritreu með harðri hendi und-
anfarna 17 mánuði. Hann lenti
siðan i andstöðu við þjóðnýting-
arstarfsemi að þvi er segir i yf-
irlýsingunni. Hann var skotinn i
átökum sem urðu eftir að hann
neitaði handtöku. Meðal þeirra
18 sem teknir voru af lifi fyrir
aðild að samsæri Getachews
var formaður utanrikisnefndar
byltingarráðs hersins, Sisay
Habte majór, en hann var löng-
um álitinn einn valdamesti
maður landsins.
LOKSINS
RIGNDI!
London, Frankfurt 13/7 reuter
ntb — 1 dag gerði rigningu og
þrumuveður viöa i
Vestur-Evrópu og telja menn
sig nú sjá fyrir endann á verstu
hitabylju sem gengið hefúr yfir
álfuna i hálfa þriöju öld. Hún
hefur viöa staöiö i hartnær tvo
mánuöi.
í Belgiu fögnuðu menn rign-
ingunni ákaft og sama máli
gegndi um bændur i vestan- og
sunnanverðu Vestur-Þýska-
landi. Sérfræðingar segja þó að
regnið hafi komið of seint til að
afstýra uppskerubresti á korni
og kartöflum. 1 Bretlandi er
talið að kornuppskeran verði 13
milljónum tonna undir meðal-
lagi og óttast menn að verð á
matvælum kunni að hækka
vegna þessa.
1 Bretlandi hefur það lika
gerstað viða ber nú á skorti á
bjór þrátt fyrir það aðbjórverk-
smiðjur starfi dag og ótt. Veld-
ur þvi að bretar hafa skipt frá
sterkum bjór yfir i veikan og
hafa verksmiðjur ekki undan að
framleiða þann veikari. Ein
miljón „pints” (rúmlega hálfur
litri) af bjór er drukkin á hverri
klukkustund sem bjórkrár eru
opnar.
1 görðum Lundúnaborgar
baða stúlkur sig i tjörnum og
gosbrunnum naktar að beltis-
stað. Þó þetta varði við lög seg-
ist Scotland Yard ekki getað
fengið sig til að gera neitt i mál-
inu nema það verði kært.
Boris Volinof og Vitali Zjolobof heita geimfarar þeir tveir, sem á dögunum
fóru á loft i sovéska geimskipinu Sojús-21 og vinna nú að ýmislegum rann-
sóknum eftir sovéskri áætlun um könnun geimsins næst jörðu. Myndirnar
sýna þá Volinof (t.v.) og Zjolobof i fullum skrúða.
Libanon
Barist í Baalbek
Beirut 13/7 reuter — Talsmaður
palestinumanna i Beirut sagöi i
dag aöharðir götubardagar geys-N
uðu nú i borginni Baalbek i
austurhluta Libanon. Ættust þar
við hersvcitir sýrlendinga vopn-
aðar skriödrekum, hersveitir
palestinumanna og ibúar borgar-
innar sem slegist hafa i liö meö
þeim siöarnefndu.
Hann sagði einnig að mikið
mannfall hefði orðið meðal ibúa
borgarinnar sem er fræg fyrir
rómverskar rústir sem i henni
eru. Fyrir þrem dögum visaði
Verkamannanefndir Spánar
Stjórnin ræðir við
andstöðuöflin
Paris 13/7 reuter — Hinn nýi
forsætisrá ðherra Spánar,
Adolfo Suarez, kom i dag i
óvænta skyndiheimsókn til
Parisar og átti hálfrar annarrar
klukkustundar fund með starfs-
bróður sinum Jacques Chirac.
Eftir fundinn sagði Suarez að
þettaværifyrsta heimsóknhans
af mörgum sem hann myndi
fara í til Evrópulanda á næst-
unni. Frakkarhafa löngum ver-
ið helstu stuðningsmenn spán-
verja innan Efnahagsbandalags
Evrópu en spænska stjórnin
hefur lengi litið aðild að EBE
hýru auga.
Blaðamenn spurðu Suarez
hvort hann hygðist taka upp við-
ræður við stjórnarandstöðu-
flokka heimafyrir. Hann svar-
aði: — Ég ætla mér að ræða við
alla spánverja, hvar svo sem
þeir eru I pólitik. Hann kvaðst
mundu gefa út stefauyfirlýsingu
stjórnar sinnar á föstudaginn.
Franskir embættismenn
sögðu að ráðherrarnir hefðu
rætt samskipti rikjanna og al-
þjóðamál. Virtust þeir báðir
ánægðir með niðurstöður við-
ræðnanna.
ítalskir sósialistar
Forystan sagði af sér
Róm 13/7 reuter — Fram-
kvæmdanefnd italska sósialista-
flokksins sagöi af sér i dag.
Ástæöan er sú hve flokknum gekk
illa i þingkosningunum á dögun-
um en þá fékk hann sama at-
kvæöahlutfall og i kosningunum
1972 en mun minna en i sveitar-
stjórnarkosningunum i fyrra.
Þetta gerðistá skyndifundi sem
boðað var til á miðjum fundi mið-
stjórnar flokksins en þar er aðal-
umræðuefnið léleg frammistaða
flokksins i kosningunum. Fyrst
sögðu sex vinstrimenn sig úr
framkvæmdanefadinni, þá aðal-
Samið í Kröflu
í gærmorgun náðist samkomulag I vinnudeil-
unni á Kröflusvæðinu. i gærkvöld greiddu að-
ildarfélög atkvæði um samningana. Þeir voru
samþykktir og átti vinna að hefjast aftur við
Kröfluvirkjun kl. 8 i morgun.
ritari flokksins, Francesco de
Martino, og loks þeir sem eftir
voru.
Miðstjórnin á eftir að fjalla um
afsögnina en ef hún fellst á hana
er talið liklegt að Giacomo Man-
cini verði kjörinn leiðtogi flokks-
ins. Það gæti haft mikil áhrif á
möguleikana á stjórnarmyndun i
landinu. Sósialistar hafa bæði
fyrir ogeftir kosningar staðið fast
á þvi að ganga ekki til stjórnar-
samstarfs við kristilega demó-
krata nema haft verði samráð við
kommúnista. Sásem búist er við
að verði falin stjórnarmyndun er
Giulio Andreotti úr flokki kristi-
legra en hann og Mancini eru
aldavinir.
Búist er við að Leone forseti
kalli Andreotti á sinn fund í kvöld
og feli honum að reyna stjórnar-
myndun.
upplýsingáráöherra Sýrlands á
bug ákærum palestinumanna um
að sýrlendingar tækju þátt i bar-
dögum i Libanon. Libanskir
hægrimenn hafa engar hersveitir
i Baalbek sem er á svæði undir
stjórn vinstrimanna.
Talsmaðurinn sagði að ibúar
flóttamannabúðanna Tel Al-zaat-
ar sem hægri menn hafa setið um
i þrjár vikur hefðu endurheimt
um 100 metra breiða landræmu
vestan við búðirnar úr höndum
hægrimanna. Sjónarvottar kváð-
usthafa séð 35ibúa búðanna gefa
sig á vald hægrimönnum sem af-
hentu þá Rauða krossinum.
Otvarpsstöð hægrimanna sagði
i dag að sveitir hægrimanna sem
sækja i norður um Koura hérað
væru nú við suðurjaðar Tripoli
sem vinstrimenn ráða.
Palestinumenn kváðust hafa
söðvað sókn hægrimanna á þess-
um slóðum en þeir bjuggust við
að þorpið Dedde sem er sex km
fyrir sunnan Tripoli félli á hverri
stundu.
Eldar loga enn glatt i oliu-
hreinsunarstöð nærri hafnar-
borginni Sidón i suðurhluta iands-
ins en hún varð fyrir sprengju- og
eldflaugaárás fyrir fjórum dög-
um. Stöð þessi sér Beirut og
Suður-Libanon fyrir öllu elds-
neyti.
t Kairó sitja ráðherrar Araba-
bandalagsins enn á fundi og ræða
hugsanlega lausn á deilunni i
Libanon. I dag þóttust þeir hafa
komist niður á lausn en sú von
brást stuttu siðar.
Kínverjar
Afhenda Tan-
zam-j árnbraut
Lusaka 13/7 reuter ntb — A
morgun, miövikudag, taka
stjórnir Tansaniu og Sambiu
formlega við járnbrautinni frá
ParesSalaam til Kapiri Mposi i
Sambiu úr höndum kinvcrja
sem lögðu hana. •
Brautin hefur hlotið nafnið
Tanzam-járnbrautin. Hún er
1.860 km löng og hefur verið sex
ár i lagningu. Þegar mest var
um að vera við gerð hennar unnu
við hana 15 þúsund kfaverjar og
36 þúsund innfæddir. Lagning
þessarar brautar er langstærsta
þróunaraðstoðin sem kinverjar
hafa veitt þjóðum þriðja heims-
ins.
Þegar stjórnir Tansaníu og
Sambiu orðuðu lagningu þessarar
brautar fyrst og óskuðu eftir
stuðningi við hana sagði Alþjóða-
bankinn að hún væri óarðbær.
Fyrirbragðið neituðu bæði bretar
og bandarikjamenn aðtaka þátt i
verkinu. Kinverjar buðust til að
leggja fram sinn skerf þegar
Sambia lokaði landamærum
Ródesiu árið 1973/en þar með
lokaðist helsta útflutningsleið
Sambiu.
Auk þess að fjármagna
brautina hafa kinverjar veitt
Tansaniu og Sambiu vaxtalaust
lánað að upphæð 415 miljónir
dollara sem á að endurgreiðast i
erlendum gjaldeyri á 30 árum
og hefjast endurgreiðslur á
næsta áratug. Kinverjar taka
einnig að sér að greiða 45 miljón
dollara kostnaðarauka sem
varð við lagningu brautarinnar.
Loks sjá kinverjar löndunum
fyrirþúsund tæknimönnum sem
eiga að annast rekstur brautar-
innar fyrstu árin.
Jarðskjálftar
í Júgóslavíu
Ljubljana, Júgóslaviu 13/7 reut‘
er — öflugur jarðskjálfti varp i
héraðinu Nova Mesto i norð-
vesturhluta Júgóslaviu i dag og
olli hann nokkrum skemmdum.
Ekki var getið um manntjón i
fyrstu fréttum. I gær urðu þrir
minniháttar jarðskjálftar á
sama svæði. miðja vegu milli
Ljubljana og Zagreb.