Þjóðviljinn - 14.07.1976, Qupperneq 4
4 StÐA — ÞJÓDVILJINN Miövikudagur 14. júli 1976
D/OÐVIUINN
MÁLGAGN SÓSÍALISMA,
VERKALÝÐSHREYFINGAR
OG ÞJÓÐFRELSIS.
tJtgefandi: Ctgáfufélag Þjóöviljans.
Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann
Ritstjórar: Kjartan Ólafsson
Svavar Gestsson
Fréttastjóri: Einar Karl Haraldsson
Umsjón meö sunnudagsblaöi:
Árni Bergmann
Ritstjórn, afgreiösla, auglýsingar:
Skólavöröust. 19. Sfmi 17500 (5 linur)
Prentun: Blaöaprent h.f.
HERMDARVERK OG SAMÚÐ HEIMSINS
Þegar vikingasveitir ísraels leystu úr
haldi um hundrað gisla á flugvelli i Ug-
anda á dögunum, lét mestur hluti fjöl-
miðla i okkar héimshluta i ljós hrifningu á
snarræði þeirra, og fylgdu fordæmingar á
þeim palestinumönnum sem höfðu rænt
fólkinu. Þessi viðbrögð voru ekki nema
eðlileg. Hitt er liklegra, að menn hafi
gleymt að skoða hug sinn um það, hvað
þeir sjálfir hafa fallist á að kalla skæru-
hernað eða blátt áfram striðsrekstur og
hvað hermdarverk við hinar ýmsu að-
stæður.
Þvi miður er það svo, að hliðstæð verk
hafa reynst ýmist hetjudáð eða glæpur
eftir þvi hvar menn standa i tilverunni. Á
striðsárunum beittu andspyrnuhreyfingar
gegn þýsku hernámi aðferðum, sem i öðr-
um tilvikum hafa verið kölluð hermdar-
verk; t.d. reyndu þær að koma i veg fyrir,
að hernámsliðið gæti komið upp innlendu
stjórnkerfi með skipulögðum morðum á
þeim, sem vildu þjóna sliku kerfi. Þetta er
það sem kalla mætti markviss hermdar-
verk að þvi leyti, að þau beinast ekki gegn
„hverjum sem er”, heldur gegn mönnum
sem hafa tekið sina ákvörðun i átökum.
Svipað gerðu t.d. borgarskæruliðar i
Uruguay, Tupamaros, sem handtóku og
tóku af lifi m.a. bandariska lögreglufor-
ingja sem voru þeim til höfuðs settir. ísra-
elsmenn, sem hamast mjög gegn
palestinskum hermdarverkaflokkum,
þeir áttu sér mjög svipaða flokka þegar
þeir voru að koma bretum úr Palestinu og
stofna israelsriki. Ég minni á Irgún og
Stern, en foringjar þeirra eru nú áhrifa-
menn ilsrael. Forseti írlands hefur lengst
af verið fyrrverandi „hermdarverkamað-
ur” i IRA, Eamon de Valera.
Og jafnvel þótt menn gætu lýst nokkurri
samúð með markvissum hermdarverkum
en andúð á þeim „blindu” hermdarverk-
um, sem algjörlega saklaust fólk verður
fyrir, þá kemur á daginn, að samviska æði
margra er mjög ruglingsleg einnig að þvi
er slik verk varðar. Hinar miklu loftárásir
striðsáranna voru taldar sjálfsagður hlut-
ur, a.m.k. meðan þær stóðu yfir. Menn
mótmæltu ekki gifurlegri og blindri slátr-
un eins og i Dresden og Hirosjima fyrr en
þá löngu siðar. Mjög margir virtust ekkert
hafa lært þegar að þvi kom að leggja mat
á hliðstæðar loftárásir á Indókina; þeir
sögðu sem svo, að slikar árásir væru eðli-
legur partur af striðsrekstri. Þó var að þvi
leyti um framför að ræða, að i fyrsta sinni
vöktu aðferðir hinna blindu hermdar-
verka við styrjaldarrekstur veruleg mót-
mæli hjá sjálfri þeirri þjóð, sem fyrir loft-
hernaðinum stóð, bandarikjamönnum.
En hverju væri helst til að svara, ef við
værum nú og hér beðin að koma okkur nið-
ur á einhverja sæmilega trausta viðmiðun
i mati á þeim blindu hermdarverkum sem
á okkar dögum eru framin — einkum i
Austurlöndum nær og á Norður-írlandi?
Liklega er skynsamlegast að strika yfir
sem mest af samúð eða andúð með þeim
aðilum sem til slikra baráttuaðferða gripa
— hvort sem þau eru i mynd flugvélarána
með gislatöku eða handahófsskothriðar
eða sprengjutilræða við fólk af tilteknu
þjóðerni eða trú, sem tilviljunin sendir á
vettvang. Árangurinn af slikum aðferðum
verður fyrr en siðar fyrst og fremst nei-
kvæður, hann stuðlar að hnignun og for-
dæmingu einnig á þeim sem annars gætu
gert tilkall til nokkurrar samúðar og
skilnings—lika vegna þess, að i vitund al-
mennings rennur t.d. gislataka saman við
hliðstæðar aðferðir hreinna glæpaflokka
til fjárkúgunar. Hitt er svo ljóst, að það
eru fórnarlömb hinna blindu hermdar-
verka sem eiga það tilkall til samstöðu og
samúðar, sem hafið er yfir efasemdir.
Hvort það eru ibúar flóttamannabúða i
eldregninu i Libanon, israelskir gislar
umkringdir sprengiefni i landi Idi Amins,
eða norðurirskt barn sem verður fyrir
byssukúlu i móðurkviði. Við skulum
spyrja fyrst: Hvernig reiðir þeim af? Sið-
an getum við spurt um aðra hluti. —
Vinnuveitandinn heitir málgagn atvinnurekendasamtakanna. Þar
birtast andiegar afurðir forustuklfku atvinnurekenda, og viðhorf
þeirra koma jafnvel f Ijós I svokölluðum „skrýtlum” þar á bæ.
Þessa leiftrandi fyndni gaf að Hta þar I blaði nýveriö. Sýnir hún
vafalaust viöhorf ákveöinna einstaklinga I forustu atvinnurekenda
til verkafólks I Iandinu.
Utúrsnúningar
Vandi islenskrar stjórnmála-
umræðu felst ekki sist i þvi að
jafnan eru til stjórnmálafrétta-
menn sem hirða ekki um
rökrétta umræðu, og skirrast
ekki viö að snúa út úr orðum til
þess að fá þá útkomu sem þeim
er hentugust. Sem betur fer
hefur þessi óheiðarleiki is-
lenskrar stjórnmálablaða-
mennsku farið minnkandi á
hinum siðari árum, en hinir
æföu stjórnmálamenn eru þó si-
fellt við sama heygarðshornið.
Fremstur i þeim flokki er Þórar-
inn Þórarinsson ritstjóri Tim-
ans.
Ferskt dœmi
Skal nú nefnt ferskt dæmi til
þess aö sanna það sem við er
átt:
Þjóðviljinn hefur greint ýtar-
lega frá kosningunum á Italiu
hér i blaðinu. Hefur Árni Berg-
mann skrifað fjórar skilmerki-
legar greinar um itölsk stjórn-
mál i blaðiö, enda fylgdist hann
einn islenskra blaðamanna með
kosningaslagnum á ftaliu á
staönum.
I Þjóöviljanum á sunnudaginn
greinir Arni frá ummælum
Berlinguers um Nató og
Þórarinn Þórarinsson tekur
þessa frásögn Arna upp í leiðara
Timans i gær. Þar gefur meöal
annars að lita þessar máls-
greinar úr grein Arna Berg-
manns:
„Berlinguer var að þvi
spurður (einnig i sjónvarpi),
hvort hann teldi, að þaö að vera
i Nató gæti orðið honum nokkur
hlff, skjöldur i viðleitni til að
byggja upp sósialisma I frelsi?
Hann taldi að vísst Öryggi væri i
þvi íólgið aö vera þar, enda þótt
hann vissi vel að einnig i hinu
vestræna bandalagi væri uppi
alvarleg viðleitni til að skerða
möguleika Italiu á aö ráða
örlögum sinum. Þá var hann
spurður að þvi hvort hann héldi
að auðveldara væri að
framkvæma frjálsan sósialisma
innan hins vestræna kerfis
heldur en hins austur-evrópska
(hér er nb. ekki talað um
hernaðarbandalög heldur sam-
félagskerfi). Hann sagði: „Já,
vissulega, i hinu vestræna kerfi
er um minni hömlur að ræða (il
sistema occidentale offre meno
vincoli)”.
Þannig lýkur tilvitnun i frá-
sögn Arna Bergmanns og út-
legging Þórarins Þórarinssonar
er á þessa leið:
„Hann (Berlinguer) telur
siðast en ekki sist, að Nato geti
orðiö „nokkur hlif, skjöldur i
viöleitni til að byggja upp
sósialisma i frelsi.” Með þessari
útleggingu gerir Þórarinn
Þórarinsson spurningu blaða-
mannsins að orðum Berling-
uers!
Þessi vinnubrögö stjórnmála-
skrifara Timans eru þvi miður
ekkert einsdæmi, en dæmið hér
aö ofan ætti að nægja til að sýna
fram á hversu réttmæt hún er
fullyrðingin fyrst i þessum pistli
um útúrsnúningana i blaða-
mennsku hinna eldri stjórn-
málaskrifara hér á landi.
Andvíg
lýðrœði
Innan Sjálfstæöisflokksins eru
ýmis öfl sem eru beinlinis and-
vig lýðræði og lýðræðislegri
skoðanamyndun. Þetta kemur
iðulega fram i heiftarpistlum I i-
haldsmálgögnunum, þá sést að
lýðræðishjalið er aðeins hræsni
til þess aö breiöa yfir ólýðræðis-
lega ásjónu peningafurstanna.
Einkum sést þessi óhugnaður
skýrt þegar almenningur hefur
aðrar skoðanir en ihaldið og
gripið er til einhvers konar mót-
mælaaðgerða. Þá atyrða ihalds-
blöðin þá sem fyrir mót-
mælunum standa heiftarlega.
Nýjasta dæmið um þetta er
grein I Visi i fyrradag, en þessi
grein er skrifuð á ábyrgð rit-
stjórans Þorsteins Pálssonar og
stundum af honum sjálfum.
Þorsteinn er jafnan dagfars-
prúður og þægilegur piltur, en
stundum kemur fyrir að hann
froðufellir eins og naut i flagi i
greinum sinum. Þá er hann aö
reyna að vinna sig i álit i Heim-
dalli.
„Slefandi
lýður” i
„hundakofa”
í grein Visis er sagt frá þvi er
námsmenn lásu alþingis-
mönnum pistilinn af á-
heyrandapöllum þinghússins
fyrir nokkrum vikum, nokkru
áöur en þinghaldi lauk. Þá voru
námsmenn að sögn Visis „aö
puðraeinhverju yfir þingheim”.
Þá er vitnað til greinar eins
þeirra sem stóðu fyrir að-
gerðunum á áheyrendapöll-
unum, en hann sagði sig og sina
i rétti þar sem þingfyndi hefði
verið slitið áður en hann hóf mál
sitt. Um þessa lögskýringu
námsmannsins segir Visir: ,,Að
hans áliti var þingið orðið að
hvaða hundakofa sem verða
vildi um leið og fundi var slitið.”
1 framhaldi af þessum hunda-
kofaþætti segir greinarhöfundur
aö á siðustu árum hafi háskó(ar i
Evrópu orðið að bráð allskonar
hérvillingum, sumir voru ,,af-
hentir einhverjum slefandi póli-
tiskum lýð.” Og: „Háskóli Is-
lands virðist einnig á góðri leiö
að verða samskonar málfunda-
klúbbur og fyrrgreindir
evrópskir háskólar, enda er
betra að málfundakláðinn fái
útrás i háskólanum en að hópur-
inn gangi til alþingis hvenær
sem þeir þurfa aö sinna þörfum
sinum.”
Þá höfum við það á hreinu.
Lýðræðisleg umræða breytir al-
þingi þegar i stað i hundakofa,
æskufólk sem hefur áhuga á
stjórnmálum — og er ekki i
Heimdalli — er „slefandi lýður”
og þátttaka i pólitiskri umræðu
jafngildir þvi að ganga örna
sinna.