Þjóðviljinn - 22.07.1976, Page 1

Þjóðviljinn - 22.07.1976, Page 1
múDviuiNN Fimmtudagur 22. júli 1976. —41. árg. —159. tbl. Eftirlitsmenn Þeir 5 heppnu af 86 \_____________________J Nýlega auglýsti sjávarútvegs- málaráðuneytið stöður eftirlits- manna með fiskveiðum. Eins og áður hefur verið sagt frá i Þjóð- viljanum sóttu 86um þessar stöð- ur. Nú hafa fjórir úr hópi um- sækjenda verið ráðnir i stöðurn- ar. Þeir eru Skafti Jónsson, Hafnarfirði, Guðmundur Grettir Jósefsson, Hafnarfirði, Gunnar Hjálmarson, Reykjavik og Garð- ar Sveinsson, Reykjavik. Einnig mun búið að ákveða að Markús Guðmundsson, Reykjavik verði ráðinn i fimmtu stöðuna, en hann er úti á sjó og þvi hefur ekki verið hægt að ganga frá ráðningar- samningi við hann enn. Eftirlitsmennirnir eru allir þekktir og reyndir skipstjórar. Þeir munu taka til starfa mjög fljótlega og fara fyrst á námskeið hjá Hafrannsóknarstofnuninni, þvi að auk eftirlitsstarfanna er þeim ætlað að vinna rannsóknar- störf um borð i skipunum, taka sýni úr aflanum og mæla lengd og aldursgreina. Hj.G. Fjárveitmgar samþykkt ar í rannsóknir jarð- hræringanna Krafla, Kelduhverfi, Axarfjörður Ot hefur verið gefin sameigin- leg rannsóknaráætlun fimm stofnana vegna umbrota við Kröflu og i sprungum i Keldu- hverfi og Axarfirði. Rannsóknir þessar hófust i desember sl. þeg- ar eldur kom upp við Leirhnjúk og skjálftar fóru um land þar nyrðra. Athugunum hefur siðan verið haldið áfram,i sumar hefur verið lagt kapp á að kanna öll verksummerki sem komu undan snjó en veðrast fljótt i burtu. Þar sem ekki hafði verið gert ráð fyrir þessum verkefnum á fjárlögum rituðu forstöðumenn stofnananna fimm bréf til þriggja ráðuneyta og báðu um fjárhags- fyrirgreiðslu til þess að sinna rannsóknum þessum. Hefur rikis- stjórnin nú ákveðið að fallast á að ráðist verði i þau verkefni sem rannsóknaráætlunin tekur til og verður varið til þeirra sérstakri fjárveitingu. Skiptist fjár- veitinganefndin þannig á stofnanirnar eftir árum: Stofnun 1976 1977 AUs Landmælingar 935 1365 2300 Norr. eld- fjallastöðin 844 844 Framhald ú 14. siðu. Nú er unnið af kappi við að koma fyrir raflögnum undir gosbrunninn sem á að vera úti i Tjörninni, en gosbrunnurinn er gjöf fyrrverandi sendiherra Bandarikjanna, Replogle.til landsmanna. Gerð hefur verið þurrkvi úti I tjörninni svo að hægt verði að athafna sig og er búið að grafa upp býsn af leðju og óþrifnaði úr Tjarnarbotninum. kennara- 40% án réttinda — vegna lakra launakjara grunnskóla kennara 1 dómi kjaranefndar á dögun- um er staðfest sú rótgróna skoð- un að barnakennsla sé minna virði i peningum en unglinga- kennsla. 1 frétt frá Samninganefnd Sambands isl. barnakennara segir að nefndinni séu það mikil vonbrigði að eftir úrskurð kjaranefndar skuli enn vera verulegur kjaramunur hjá kennurum grunnskólans þrátt fyrir sömu menntunarkröfur. Kennarar yngri nemenda munu starfa við kjör, er meta má 12% lakari en þeir hefðu við kennslu eldri nemenda. Þá segir að fjöldi kennara- menntaðs fólks velji sér önnur og betur launuð störf en kennslu. Afleiðingin sé veruleg- ur kennaraskortur. 1 þvi sam- bandi megi benda á að um 40% þeirra er ráðnir voru til kennslu við grunnskóla haustið 1975 var fólk án kennararéttinda. Nefnd- in varar eindregið við þeirri stefnu sem stjórnvöld virðast fylgja að nægjanlegt sé að „manna” skólana, og starfs- menntun sé ekki úrslitaatriði i kennslu æskunnar i landinu. Schtitz ráðinn til Saka dóms Forsvarsmenn BHM, Banda- lags háskólamanna, boðuðu blaðamenn á sinn fund i gær út af birtingu kjaradóms 17. júlí sl., sem þeir telja að hafi sniðgengið lagaákvæði í úrskurði sbium, og liti nú nánast út eins og deild i fjármáiaráðuneytinu. Telja þeir laun á almennum vinnumarkaði vera a.m.k. 30% og allt upp i 65% hærri en hjá sambærilegum starfshópum háskólamanna i rikisþjónustu. Einsýnt sé að leið- rétting fáist ekki nema með verk- föllum eða öðrum aðgerðum. Skv. lögum um kjarasamninga opinberra starfsmanna skal Kjaradómur viö úrlausnir sihar hafa hliðsjón af: 1. Kjörum launþega er vinna við sambærileg störf hjá öðrum en rlkinu. 2. Kröfum, sem gerðar eru til menntunar, ábyrgðar og sérhæfni starfsmanna. 3. Afkomuhorfum þjóðarbúsins. Háskólamenn segjast áður hafa lýst þvi yfir, að þeir séu fúsir til aö taka á sig til jafns við aðra þær kjaraskerðingar sem nauðsyn- legar kunna að reynast vegna timabundinna efnahagsörðug- leika en sjái hins vegar engin haldbær rök fyrir þvi aö rikis- starfsmenn eigi aö liða meiri kjararýrnun en sambærilegir starfshópar á almennum vinnu- markaði, svo og launþegar al- mennt, en þróunin hefur verið sú sl. tvö ár. —GFr. 30 til 65% hærri laun Sjá siðu 13 Vestur-þýski rannsóknarlög- reglumaðurinn Schutz sem hing- að kom að frumkvæði dómsmála- ráðherra til þess að kynna sér málavöxtu i Geirfinnsmálinu og sakamálum, sem tengst hafa þvi, hefur nú verið ráðinn til Saka- dóms um óákveðinn tima. Herra Schutz sem er þekktur lögreglu- maður i heimalandi sinu er nú kominn á eftirlaun og hyggst beina sér að rannsókn þeirra mála, sem islensk rannsóknaryf- irvöld hafa ekki megnað að leysa enn. Schutz hefur verið ráðinn til Sakadóms svo lengi sem þurfa þykir i sambandi við rannsókn- ina, en I starfi hans á einnig að felast kennsla i nýjungum og nútimavinnubrögðum fyrir Isl. starfsmenn Sakadóms. Nokkrir af forsvarsmönnum BHM á blaðamannafundinum I Norræna húsinu I gær. Þeir eru taldir frá vinstri Elfa Björk Gunnarsdóttir bóka vörður, ritari launamálaráðs BHM, dr. Jónas Bjarnason frm. BHM, Jón Ha inesson ir enntaskólakennari, forr-í. launamálaráðs BHM, Arni Konráðsson frá Verkfræðingaféiaginu og Hólmgeir Björnsson frá Fél. Isl. náttúrufræðinga (Ljósm:eik) vegna afstöðu fjármálaráðuneytis og kjaradóms Sjómenn stoltir af starfi sinu SJÁ BAKSlÐU BMH HÓTAR HÖRÐU

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.