Þjóðviljinn - 22.07.1976, Blaðsíða 6
6 StÐA — ÞJÓDVILJINN Fimmtudagur 22. júll 1976.
IBM-SKÁKMÓTIÐ í AMSTERDAM FRÁ GSP
,Allt i járnum hjá
íslendingunum”
Hvorugum tókst að finna vinningsleiðir
Amsterdam, miðvikudag 21. júli
— frá Gunnari Steini Pálssyni:
Guðmundur og Friðrik höfðu
báðir svart I dag og sömdu um
jafntefli eftir tiltölulega átakalitl-
ar skákir. Þeir eru enn i miöjum
hópi keppenda á IBM mótinu og
eru að eigin sögn ekki ánægðir
með frammistöðuna.
Guðmundur tefldi i dag við hol-
lenska stórmeistarann Donner og
lauk skákinni með jafntefli eftir
34 leiki.
— Við reyndum báðir töluvert i
þessari skák, sagði Guðmundur i
dag eftir skákina. — Donner tefldi
byrjunina heldur ómarkvisst og
ég náði fljótlega þægilegri stöðu
og trúlega nokkuð betri. Senni-
lega hef ég þó gert nokkur mistök
er ég lék. 23... Rh5. Ég hefði betur
leikið 23.Dc7. 24...Db6. En á
þeim stað er drottningin vel stað-
sett. Sóknarmöguleikar hefðu
oröið miklu meiri en samt er lik-
legt að Donner hefði alltaf tekist
að halda i jafntefli, þótt þetta
heföi reynst honum nokkuð erfið
staöa.
— Eftir uppskipti á drottning-
um missti ég það frumkvæði sem
éghaföi náð og i endataflinu hafði
Donner heldur betri stööu. Peðið
mitt á B-5 var veikt og ég þurfti
að binda mannskapinn við að
valda þaö. Mér tóksthinsvegar að
loka taflinu kóngsmegin og gat
eftir það labbað meö kóng eða
riddara til þess aö valda peðið.
Hann komst ekki inn i mina stööu
eftir þetta og ég ekki inn i hans
svo ekki var um neitt annaö að
ræða en að semja.
Hvítt: Donner.
Svart: Guömundur
Kóngs-indverskvörn.
l.d4 Rf6
2.C4 g6
3. g3 Bg7
4. Bg2 0-0
5. Rc3 d6
6.Rf3 Rbd7
7.0-0 e5
8. e4 c6
9. h3 Db6
10.d5 Rc5
ll.Hel Bd7
12.Bfl a5
13.b3 Hfc8
14.Hbl Dd8
15. Rd2 Hcb8
16. a3 cxd5
17. cxd5 b5
18. b4 axb4
19.axb4 Ra4
20.Rxa4 Hxa4
21.Hb3 Dc8
22. Kh2 ‘ Bh6
23. Bb2 Rh5
24.Rbl Dd8
25.BC1 Bxcl
26. Dxcl Db6
27.De3 Dxe3
28.Hexe3 Kf8
29.Hec3 Ke7
30. Bd3 f5
31. f 3 Hb7
32.HC2 f4
33. g4 Rg7
34. Rc3 Haa7
Jafntefli.
Skák júgóslavneska stórmeist-
arans Ivkovs og Friöriks var
sömuleiðis nokkuö snubbótt.
— Þetta tefldist nokkuð ó-
venjulega ibyrjun, sagði Friörik.
— Ég var manni undir I eina þrjá
leiki og ég dró það svo lengi að
taka mann af Ivkov f staöinn að
félagi Guðmundur kom til min og
spurði hvort ég væri búinn að
gleyma þvi að hann væri alltaf
með einn mann i dauðanum.
— Annars er litið um þessa
skák að segja. Það skiptist upp á
öllum mönnum nema hrókum og
drottningum og staðan var þvi ó-
sköp jöfn. Ekki bætti það úr skák
að upp kom sú staða að hvorugur
aðili gat eiginlega hreyft sig án
þessað gefa á sér höggstað. Fyrir
mitt leyti kom ekki annað til
greina en að biða og sjá hvað and-
stæöingnum dytti i hug. Ivkov
hafðivissamöguleika.Hann hefði
getað sótt upp á b-linu en um leið
hefði komiðhjá honum veikleiki á
a-3, og það leist honum litið á. Þá
hefði hann getað ólmast e-ð á
miðboröinu, en einnig það bauð
hættu á veikleikum heim. Úr þvi
að hann vildi ekki sprella var ekki
um annað að gera en að semja
jafntefli.
Hvitt: Ivkov
Svart: Friörik.
Rakosinafbrigöi
bragöi:
1. d4
2. C4
3. Rf3
4. Rc3
5. cxd5
6. Bg5
7. Bxf6
8. Da4+
9. Re5
10. Rxc6
11. e3
12. Be2
13. Dc2 —
14. a3
15. Bd3
16. Dxc3
17. Dxd3
18. 0-0
19. Habl
20. Hfcl
21. Hc3
22. h3
23. g 3
af drottnmgar-
Rf6
e6
d5
Bb4
exd5
h6
Dxf6
Rc6
Bd7
a5
0-0
Bxc6
Bd7
Bf5
Bxc3
Bxd3
c6
a4
Ha6
De7
g6
Kg7
jafntefli.
Kortsnoj leggur
Boehm lið
Baráttan um efsta sætið i IBM
mótinu er farin að harðna veru-
lega, og eftir óvænt tap Szabo i
dag, eru það einkum sovét-
maðurinn Kortsnoj og englend-
ingurinn Miles sem bitast um
það.
Ungverjinn Sax hefur einnig
teflt vel i mótinu og haft mögu-
leika á efsta sætinu.
I dag lauk hörkuskák hollend-
ingsins Boehm, sem er aðeins 25
ára, við Miles meöþvi að hún fór i
bið og á að tefla hana áfram i
kvöld. Skákin er fremur jafn-
teflisleg, en Boehm veittist
óvæntur liöstyrkur þegar hann
settist hér niður i Rai-bygging-
unni til þess að kanna möguleik-
ana i stöðunni. Kortsnoj hefúr
nefnilega setið við hlið hans þegar
þetta er sent i rúman klukkutima
og lagt honum lifsreglurnar fyrir
endarimmuna við Miles. Sýnir
það hvaö sovétmanninum er
mikið i mun að hann finni vinn-
ingsleið, þannig að Miles nái
honum ekki á toppnum aftur. Tap
Kortsnojs gegn Friðrik á tima var
mikið áfall fyrir hannyen sigur
Behams yfir Miles yrði kær-
komin sárabót.
Ungverjinn Szabo missti alla
von um efsta sætið i dag er hann
tapaði fyrir landa sínum Farago i
skák sem var sannkallaö bræðra-
vig, en ekki vinsamleg bræðra-
bylta, eins og i skákum sumra
landa hér áður. Skákin var einkar
mikilvæg fyrir báða. Szabo
barðist fyrir möguleika á efsta
sætinu, en Farago fyrir að ná
stórmeistaraárangri i fyrsta sinn.
Leikinn var enskur leikur.
Szabo tók mikla áhættu i 19. leik
er hann drap peð á Ara 7. með
drottningu sinni. Fyrir vikið lenti
hann i miklum vandræðum, og
varð að lokum i 26. leik að láta
drottninguna af hendi fyrir hrók
og riddara. Staða Szabo var engu
að siður eldci töpuö, þar eð hann
átti peð á A-linu, sem var mjög
sterkt. En Farago átti möguleika
á sterkri kóngssókn með drottn-
inguna I broddi fylkingar, og I fer-
tugasta leik tókst honum að koma
henni innfyrir varnarmúr Szabo
og þrengja aö kóngi hans. Eftir
hróksfórn Farago i 42. leik var
ekki um annað að ræða fyrir
Szabo en að gefast upp. Skák
þessi var tefld af míkilli list og
baráttuhug og bauð upp á marga
skemmtilega möguleika eins og
þegar skákir gerast bestar.
Hvitt: Szabo Svart: Farago.
Enskur leikur.
l.c4 Rf6
2.g3 e6
3. Bg2 d5
4. Rf3 Be7
5. 0-0 0-0
6.b3 b6
7. Bb2 Bb7
8.cxd5 exd5
9.d4 Re4
10. Rc3 Rd7
ll.Hcl Rdf6
12. Re5 c5
13.dxc5 Rxc3
14. Hxc3 bxc5
15. Hc2 Db6
16.Dcl Hac8
17.DÍ4 De6
18.Da4 Bd6
19.Dxa7 Hc7
20. Db6 Ha8
21. Bh3 De7
22.Rd3 d4
23. Bg2 Rd5
24.Db5 Bc6
25. Dxc4 . Rb6
26. Bxc6 Rxc4
27.Bxa8 Rxb2
28. Hxb2 h5
29.BÍ3 h4
30.Hcl f5
31. Hbc2 g5
32.g4 h3
33.gxf5 g4
34. Bxg4 De4
35. f 3 De3+
36. Khl Hg7
37. Hgl Kf8
38. f6 Hg6
39. Rxc5 Df2
40. f 4 Bxc5
41.HXC5 Hxg4
42. Hxg4 Dxe2
Hvitur gefst upp.
Guðmundur er ekki ánægöur meö frammistööu sina á IBM-mótinu
Mynd: GSP.
„Nú er að
brýna vopnin”
Amsterdam, miövikudag, 21.
júli, frá Gunnari Steini
Pálssyni:
Guðmundur Sigurjónsson var
ekki yfir sig hrifinn eftir
skákina gegn Donner i dag.
Hann hefur nú sex og hálfan
vinning eftir 13 umferðir, og
margt bendir til þess að hvor-
ugur islendinganna nái stór-
meistaraárangri aö þessu sinni,
þe. niu vinningum.
— Eina skýringin sem ég hef
á þessari slælegu frammist.,
sagði Guðmundur i dag, er
þreyta. — Ég er búinn að tefla
nær látlaust siðan i desember á
siðasta ári og það virðist vera
kominn timi til að setjast niður
og fara að brýna vopnin sem eru
hætt að bita eftir langa notkun.
Það má segja að þessi törn hafi
byrjað hjá mér þegar ég tefldi i
Hastings um jólin og i byrjun
janúar. Eftir strangt mót þar
fór ég til Spánar og kom þaðan
heim til Islands eftir tveggja
mánaða útivist i lok febrúar.
Skömmu siðar kom langt mót i
Las Palmas og svo Cabablanca
mótiö á Kúbu, mánaðarlangt.
Að þvi loknu fékk ég tveggja
vikna fri fyrir IBM mótið hér i
Amsterdam og i raun og veru sé
ég ekki fram á langt og gott fri
fyrr en i október.
Framundan er á tslandi
alþjóðlegt mót i ágúst og að þvi
loknu tefli ég með Friðriki i
Júgóslaviu.
— Það verður þvi komið fram
i október þegar ég get sest niður
til þess að stúdera svolltið. Ekki
er vanþörf á og ég held ég þurfi
talsverðan tima til þess að
reyna aö drifa mig upp aftur.
A morgun, fimmtudag, teflir
Guðmundur við ungverjann
Szabo, en Fr'.ðrik við júgó-
slavann Velimirovic.
Urslit og staða
Orsliti 13. umferð IBM-mótsins 2.Sax— 8
i Amsterdam: 3. Miles —- 7 1/2
Gipslis — Kortsnoj 1/2-1/2 + biðskák.
Ivkov —Friðrik 1/2-1/2 4. Farago 7 1/2.
Velimirovic — Kurajica 1/2-1/2 5.-6. Velimirovic, Szabo — 7
Sax — Langeweg 1-0 7.-11. Guðm. Kurajicia,
Donner — Guðmundur 1/2-1/2 Friðrik ogGipslis 6 1/2
Szabo — Farago 0-1 12. Boehm — 6+biðskák.
Ligterink — Ree 0-1 13. Ivkov — 6.
Boehm — Miles Staðan eftir 13. umferð. Biðskák 14.-15. Donner — Ligterink 16. Langeweg — 4 1/2
1. Kortsnoj — 8 1/2 4