Þjóðviljinn - 22.07.1976, Síða 7
Fimmtudagur 22. jdlf 1976. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 7
,,Ég fékk styrk til þess að fara til islands og hef verið
hér í mánuð og kynnst íslenskum rithöfundum, en hvort
ég á eftir að skrifa eitthvað frá islandi er enn óvíst"
sagði sænski rithöfundurinn Inger Brattström, sem hér
hefur dvalistað undanförnu. Inger er þekktur rithöfund-
ur og hefur skrifað 45 bækur, mest unglingabækur, en
einnig barnabækur og ferðalýsingar, m.a. frá Indlandi.
Hún hefur hlotið margvíslega viðurkenningu fyrir rit-
störf sin, setiði stjórn sænska rithöfundasjóðsins, rithöf-
undasambandsins og einnig hefur hún verið í stjórn rit-
höfundamiðstöðvarinnar (Författarcentrum). Hún hef-
ur einnig verið í stjórn þess hóps innan rithöfundasam-
bandsins, sem skrifar fyrir börn og unglinga og i sam-
starfshópi kvenrithöfunda. Fyrstu bók sfna skrifaði Ing-
er aðeins 16 ára gömul, en flestar bækur hennar fjalla
um daglegt líf unglinga.
yáumingja pabbi’
sögðu börnin þegar ég sagðist
œtla að byrja á nýrri bók.
„Það eru ennþá raddir uppi
sem segja að barnabækur eigi
fyrst og fremst að vera ævintýri.
Börn eigi að fá að vera börn og
það eigi að hlifa þeim við öllum
vandamálum i bókum. En þessar
raddir heyrast þó æ sjaldnar, þvi
flestir sjá að það er ekki hægt að
ýta til hliðar þeim vandamálum
„Flestum karlmönnum leiöist
kvenréttindatal”
sem við eigum við að striða i dag
og geta verið bæði mikil og þung-
bær, þó’tt við eigum að búa i vel-
ferðarþjóðfélagi. Og þessar bæk-
ur höfða oft ekki siður til imynd-
unarafls og þær verða að vera
spennandi og skemmtilegar. Ég
hef lika skrifað töluvert um van-
þróuðu löndin og lýst lifinu þar
„Barnabækur verða að spegla
veruleikann”
eins og ég hef kynnst þvi t.d. á
Indlandi. Mér finnst full ástæða
til að sýna börnum aðra mynda af
þessum fjarlægu löndum, en bara
ævintýralega frumskóga með
spennandi dýrum og brúnum
börnum. Þess i stað hef ég reynt
að draga fram i minum bókum
daglegt lif og vandamál þessara
„Ekki hægt að ýta vandamálun-
um til hliðar”
Rœtt við sœnska rithöfundinn
Inger Brattström,
sem hefur skrifað 45 bœkur
fyrir börn og unglinga.
barna, á sama hátt og ég hef
reynt að spegla raunveruleika
velferðarþjóðfélagsins i öðrum
bókum.”
„Geturðu sagt okkur eitthvað
frá sænsku rithöfundamiðstöð-
inni?” „Já, hún hefur bætt mjög
stöðu rithöfunda i Sviþjóö og auk-
ið tengsl þeirra við lesendur, báð-
um hópunum til góða. Viö förum i
skóla, fyrirtæki og ýmsar stofn-
anir, kynnum bækur okkar og e.fni
þeirra, ræðum við fólk og ræðum
saman innbyrðis. Þannig fáum
við stöðuga umræðu um allt sem
rithöfundum dettur i hug að setja
á prent. Sem dæmi má nefna að
nú fyrir stuttu var haldin Chile
vika, þar sem rithöfundar kynntu
efni bóka, sem ritaðar hafa verið
um Chile og ástandiö þar. Þá hafa
rithöfundar sérstakan sjóð, sem
greiðir öllum rithöfundum, sem
gefið hafa út nokkrar bækur og
sýnt hæfni, ákveöin mánaðarlaun
sem tryggingu og hefur þessi
sjóður bætt mjög aðstöðu rithöf-
unda i Sviþjóð.”
„Og nú vinnur þú með hópi
kvenrithöfunda innan rithöfunda-
sambandsins?” „Já, við ætlum
að reyna að komast að þvi hvort
það sé einhver mismunur ferður á
kynjum i rithöfundastéttinni. Þar
er fyrst og fremst um að ræða
hvort stjórnendur útgáfufyrir-
tækja og aðrir aðilar sem rithöf-
undar þurfa að eiga mikil sam-
skipti við mism'uni kynjunum.
Það hefur nefnilega viljað brenna
við að útgefendur hafi meiri
áhuga á fjarlægum vandamálum,
striði og heimspólitik en svo nær-
tækum hlut sem jafnrétti kynj-
anna i þeirra eigin heimalandi.
Karlmönnum finnst gjarnan að
barátta kvenna fyrir jafnrétti sé
bara leiðinleg en margir kvenrit-
höfundar hafa fjallað um þá bar-
áttu. Auðvitað eru svo aðrar hlið-
ar á þessu sem erfitt verður að
kanna. Sjálf á ég 5 börn og varð
að skrifa margar minar bækur á
nóttunni, á meðan börnin voru lit-
il. Þá var ekki tii umræðu að karl-
mennirnir hugsuðu um börnin
eins og konan. Ég man t.d. þegar
ég sagði eitt sinn við matarborðið
heima að nú yrði ég að fara að
koma mér til að skrifa bók, sem
ég hafði samið um við útgefanda,
en ekki getað gefið mér tima til að
byrja á. Þá sagði eitt barnanna
minna: „Aumingja pabbi”. En nú
er þetta sem betur fer allt að
breytast. Ungt fólk i dag hugsar
yfirleitt öðru visi en við gerðum
þegar við vorum ung.”
„Hverju þakkarðu þessar
breytingar fyrst og fremst? Hefur
skóíinn átt stóran þátt i þessari
breytingu?
„Nei, ég er hrædd um að skól-
anum verði litið þakkað i þessu
sambandi. 1 raun og veru hefur
þetta fylgt aukinni þátttöku
kvenna i atvinnulifinu. Konur
hafa kannski ekki endilega fariö
út á vinnumarkaðinn af þvi að
þær vildu fara að heiman og fara
út að vinna heldur frekar af þvi að
velferðarkapphlaupið hefur náð
tökum á þeim og þær orðið að fá
sér vinnu til að geta staðist sam-
anburð við aðra i efnahagslegri
velferð. Oft hefur gleymst að taka
börnin inn i umræðuna um jafn-
rétti kynjanna. Aðrir segja: „Já,
en börnin eru mikilvægust. Að ala
upp börn er þýðingarmesta starf-
ið sem hægt er að velja sér”. En
einhverra hluta vegna er þetta
ekkert sérstaklega mikilvægt fyr-
ir karlmenn, heldur bara fyrir
konur. Þvi má ekki gleyma þvi að
i nútimaþjóðfélagi er oft hægt að
skapa börnum miklu þroskavæn-
legra og öruggara uppeldi á dag-
vistunarstofnunum, en það má
Framhald á 14. siðu.
Sigurður A.
í „opnuhúsi”
Bindindismót í Galtalækjarskógi
Umdæmisstúkan nr. 1 og um-
dæmisráð islenskra ungtemplara
halda mót i Galtahekjarskógi um
verslunarmannaheigin;a, og er
þetta niunda mótið, sem haldið er
á þessum stað.
Tilgangur bindindismótanna er
sá, að gefa fólki kost á að njóta
fagurs umhverfis og góðrar
skemmtunar án áfengis um
verslunarmannahelgina.
Eins og að undanförnu, verður
fjölbreytt dagskrá alla mótsdag-
ana. Hljómsveitirnar Mexikó og
Næturgalar leika fyrir dansi á
stórum danspalli og i stóru sam-
komutjaldi öll kvöldin.
Auk þess skemmta Baldur
Brjánsson, Gisli Rúnar Jónsson,
Edda Þórarinsdóttir, Jörundur
Guðmundsson, Kristinn Hallsson
og Magnús Jónsson. Inga og Silja
frá Akranesi syngja og dansa i
barnatimanum kl. 15 á sunnudeg-
inum.
Ýmislegt fleira verður til
skemmtunar, svo sem flugelda-
sýning, góðaksturskeppni og
hátiðaræða. Kl. 13.30 á sunnudeg-
inum verður flutt messa undir
stjórn sr. Bjöns Jónssonar prests
á Akranesi.
Dagskráin i heild verður aug-
lýst siöar.
„Sumarsýning99 opnuð á laugardag
Frá Galtalækjarskógi
tilefni 1100 ára afmælis Islands-
byggðar, sýnd. Með myndinni er
norskur texti.
llúsið verður opið frá kl. 20:00-
23:00.
I bókasafninu veröa til sýnis
nokkrar bækur um Island á norð-
urlandamálunum, og ennfremur
islenskar bækur, sem þýddar
hafa verið á hin noröurlandamál-
in, svo og ýmist annað efni, sem
varðar Island.
1 anddyri hússins hefur verið
komið upp sýningu um islenska
torfbæinn. Forsagan er sú, að
hópur nemenda i byggingarlist
við Arósarháskóla ferðaðist i
fyrrasumar um Skagafjörð og
rannsakaði og gerði uppdrætti af
gömlum skagfirskum torfbæjum,
og er árangur þess hér til sýnis.
Fimmtudagskvöldið 29. júli
verður Hörður Agústsson, list-
málari, i „opnu húsi”. Ræðir
hann um forna islenska bygging-
arlist og sýnir skuggamyndir til
skýringar máli sinu.
Að lokum má geta þess, að
laugardagurinn 24. júli verður
opnuð „Sumarsýning” i sýning-
arsölum Norræna hússins. Þar
sýna Hjörleifur Sigúrðsson,
Ragnheiður Jónsdóttir Ream og
Snorri Sveinn Friðriksson oliu- og
vatnslitamyndir. Verður sú sýn-
ing opin daglega kl. 14:00-22:00 til
15. ágúst.
Siguröur A. Magnússon, rithöf-
undur, spjallar um islenskar
nútimabókmenntir i „opna hús-
inu” fimmtudagskvöldið 22. júli
kl. 20:30. Flytur hann mál sitt á
sænsku.
Siðar um kvöldið verður kvik-
myndin „Þrjú andlit Islands”,
sem Magnús Magnússon gerði i
Siguröur A. Magnússon