Þjóðviljinn - 22.07.1976, Page 11

Þjóðviljinn - 22.07.1976, Page 11
Fimmtudagur 22. júlí 1976. ÞJÓÐVILJINN — StÐA 11 QOG3 D©QO[pODQODin] Nýr skatt- rannsóknastj óri Fjarmálaráöherra hetur skipað Garöar Valdimarsson i embætti skattrannsóknastjóra við embætti rikisskattstjóra frá og með 1. október 1976. Garðar Valdimarsson er fæddur 19. ágúst 1945. Hann lauk stúdentsprófi frá Verslunar- skóla Islands vorið 1966 og em- bættisprófi i lögfræði frá Há- skóla Islands árið 1972. Garðar hlaut löggildingu sem endur- skoðandi á árinu 1975, en námi löggiltra endurskoðenda lauk hann sumarið 1974. Siðan haustið 1974 hefur Garð- ar stundað framhaldsnám i skattarétti við Kaupmanna- hafnarháskóla, og er nú að ljúka ritgerð um tekjuhugtak is- lenskra tekjuskattslaga og þró- un þess frá 1921-19 71. Ritgerð þessi er unnin fyrir Nordisk Skattevidenskabligt Forsk- ningsraad, sem veitt hef- ur Garðari sérstakan styrk til þeirra rannsóknarstarfa, sem ritgerðin byggist á. Garðar Valdimarsson er kvæntur Brynhildi Brynjólfs- dóttur. . Helgi Skúli ritar Fræðimenn samvinnusögu í húsi Jóns Aðalfundur Sambands isl. samvinnufélaga samþykkti nú i vor að fela Sambandsstjórn að láta rita sögu samvinnu- hreyfingarinnar á Islandi. Nú hefur verið ráðinn sérstakur starfsmaður til þessa verks, i samráði við Sagnfræðistofnun Háskóla Islands. Er það Helgi Skúli Kjartansson B.A., en hann lýkur kandidatsprófi i íslands- Sögu nú i haust og mun eftir það koma til starfa hjá Sam- bandinu, þar sem hann mun vinna að þessu verki. Á þessu stigi er stefnt að þvi að hér verði um að ræða minnst þriggja binda verk, sem út komi árið 1982 á aldarafmæli elsta kaupfé- lags landsins, Kf. Þingeyinga, og þar með samvinnustarfs á íslandi. Sigurðssonar Stjórn húss Jóns Sigurðssonar hefur samþykkt að veita eftir- töldum aðilum kost á afnotum af fræðimannsibúð hússins á timabilinu 1. september 1976 til 31. ágúst 1977: 1. Ólafur Bjarnason próf., dr. méd., frá 1. september 1976 til 30. nóvember 1976. 2. Þór Magnússon þjóðminja- vörður, frá 1. desember 1976 til 28. febrúar 1977. 3. Páll A. Pálsson yfirdýralækn- ir, frá 1. mars 1977 til 31. mai 1977. 4. Ari Gisl'ason fræðimaður og kennari, frá 1. júni 1977 til 31. ágúst 1977. Að þessu sinni sóttu alls 21 aðili um dvöl i fræðimannsibúð hússins. Plöntu- greiningar- ferð í kvöld Saga Hallgríms Kristinssonar Hinn 6. júli voru eitt hundrað ár liðin frá fæðingu Hallgrims Kristinssonar. Hallgrimur var fyrsti forstjóri Sambands isl. samvinnufélaga og einn mesti brautryðjandi samvinnustarfs hér á landi fyrr og siðar. A aðalfundi Sambands isl. samvinnufélaga áriö 1962 var samþykkt að Sambandið skyldi láta rita sögu Hallgrims. Páll H. Jónsson frá Laugum, sem þá var ritstjori Samvinnunnar, var ráðinn til þessa verks, og lauk hann þvi fyrir um það bil tveimur árum. Nú er ráðið, að rit þetta komi út á næsta hausti hjá Bókaforlagi Odds Björns- sonar á Akureyri. Bókin mun bera heitið „Úr Djúpadal að Arnarhóli, saga Hallgrims Kristinssonar”, og verður hún allmikið rit, á fimmta hundrað blaðsiður. Er þar rakin ævi Hallgrims og gerð ýtarleg grein fyrir afskiptum hans að við- skipamálum, þar á meðal störf- um hans fyrir Kf. Eyfirðinga og Sambands isl. samvinnufélaga. Þá er einnig rækilega greint frá þeim erfiðleikum, sem steðjuðu að á árunum kringum 1920, og einnig þeim árásum, sem sam- vinnufélög og forsvarsmenn þeirra urðu fyrir. 10% afsláttur hjá Interrent Félag islenskra bifreiða- eigenda hefur gert samning við bilaleigufyrirtækið Interrent um afslátt fyrir fálagsmenn F.I.B. Nemur afsláttur þessi 10% af allri leigu. Interrent er ein af stærstu bilaleigum heimsins og á um 8000 bila, sem leigðir eru út i flest öllum löndum heims. Þar sem mjög margir is- lendingar taka bil á leigu erlendis, ætti samningur þessi að stuðla að auknum gjaldeyris- sparnaði þjóðarinnar, jafn- framt þvi að minnka útgjöld ferðamanna erlendis. Samningur þessi tekur gildi 1. ágúst 1976. íslensk sj ávarútvegsmál i World Fishing. I lok mai dvöldu hér á landi tveir blaðamenn frá timaritinu World Fishing i London til að safna efni i ágúst-hefti timarits- sins, sem helgað verður íslandi og Færeyjum. Meðal annars áttu þeir viðtöl við forsvars- menn islenskra fyrirtækja, sem hafa sýnt áhuga á að flytja út tæki'til fiskveiða og fiskiðnaðar, og er að vænta greina um þessi tæki i heftinu. Þess má geta að World Fish- ing er annað tveggja stærstu fiskveiðitimarita sem gefin eru út i dag. (Frá ÚI) Markaðskönn- unarferð til Alaska Dagana 12.-28. júni fóru þeir Þórður Magnússon frá Útflutningsmiðstöð iðnaðarins og Tómas Holton i Hildu h.f. til vesturstrandar Bandarikjanna og Alaska til markaðsathugana fyrir Max h.f. Reykjavik, á regnfatnaði. A siðatliðnu ári voru tilraunir i smáum stil hafnar með út- flutning kvenregnfatnaðar og báru þær tilraunirþann árangur að tilraunapantanir bárust á þessu ári frá Kanada og austur- strönd Bandarikjanna. 1 þessari ferð var lögð aðalá- hersla á markaðskönnun fyrir sjó- og vinnufatnað og voru vesturströnd Bandarikjanna og Alaska valin með tilliti til likra ytri aðstæðna i samanburði við Island. þ.e. veðurfar og útgerð. Ingólfur Daviðsson Skógræktarfélag Hafnar- fjarðar efnir til plöntu- greiningarferðar i kvöld kl. 20. Farið verður stundvislega frá tþróttahúsi Hafnarfjarðar við Strandgötu. Ætlast er til að þátttakendur sjái sér sjálfir fyrir farkosti. Farið verður að girðingum félagsins fyrir ofan Hafnarfjörð og plöntulif skoðað i girðingun- um og nágrenni þeirra. Leið- beinandi verður Ingólfur Daviðsson, grasafræðingur. Gott er ef þátttakendur hafa með sér bók meö stifum spjöld- um ef þeir óska eftir þvi að safna plöntum i ferðinni og skrá heiti þeirra. Ollum er heimil þátttaka. P. F. málning í Færeyjum Nýstofnuð málningarverk- smiðja i Færeyjum P/F Málning sem keypt hefur fram- leiðsluréttindi af H/F Málningu i Kópavogi, gengur mjög vel að sögn forsvarsmanna fyrirtækis* ins. Er áætlað er framleiða um 150.000 litra af oliumálningu á þessu ári og er hér um að ræða skipamálningu og Þol. Meðal stærstu hluthafa i P/F Málningu eru skipasmiöstöðvar og dráttarbrautir i Færeyjum og nota þær nú eingöngu þessa málningu. Sparar þetta stöðvunum birgðahald, þvi áður var málning keypt inn frá verk- smiöjum i Danmörku. Fær- eysk/islenska málningin er mun ódýrari en danska málningin, þar eð ekki er greiddur inn- flutningstollur af hráefni i Fær- eyjum, en innflutningsgjald af fullunninni málningu er 13%). (Frá ÚI) A. Jóhanna meðal mynda sinna I sýningarsai Súm. Jóhanna sýnir i Eyjum Jóhanna Bogadóttir opnar sýn- ingu I Félagsheimilinu i Vest- mannaeyjum, laugardaginn 24. júli, kl. 15. Sýningin stendur i fjóra daga. A henni eru grafik- myndir og teikningar. Þetta er sölusýning. Eg vildi óska að þú létir þér nægja að stilla bara kraftinn i skellinöðrunn: þinni.... Heyröu elskan, ég held að hr. Möller vilji fara að fá sláttuvélina sina aftur....

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.