Þjóðviljinn - 22.07.1976, Síða 14

Þjóðviljinn - 22.07.1976, Síða 14
14 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 22. júll 1976. Fjölmennt norrænt endurskoðendaþing Á mánudaginn hefst i Reykja- vik fjögurra daga þing norrænna endurskoðenda, sem á 4 hundrað manns sækja. Þetta er ellefta norræna þingið og það fyrsta sem haldið er hér. islenskir þátttak- endur verða 55 og er það um helmingur starfandi löggiltra endurskoðenda hér á landi. Umræðuefni þingsins veröa tvö: Góö endurskoðunarvenja i nútið og framtlð og áritun og skýrsla endurskoðanda. Tveir fyrirlestrar verða um hvort efnið og verða þeir fluttir að Hótel Sögu. Bertil Edlund frá Sviðþjóð og Stig-Erik Schaumburg-Muller frá Danmörku hafa framsögn um fyrrnefnda efnið en Erik Amund- sen frá Noregi og Tagi Andersen frá Danmörku umhið siöara. Að loknum framsöguerindum fyrir- lesara fara fram hópumræður og á siðasta degi þingsins verða al- mennar umræður. Starfsemi löggiltra endurskoð- anda hefur tekið mikium breyt- ingum á síðari árum með breytt- um viðskiptaháttum og aöstæöum i þjóðfélaginu. Til að mynda hefur tölvuvinnsla bókhalds leitt til breyttra starfshátta og nýrrar tækni við könnun bókhalds og reikningsskila. Bæði þau efni sem rædd verða á þinginu eru ofarlega á baugi með- al endurskoðenda um þessar mundir. Fyrra efnið, góð endur- skoðunarvenja, fjallar um hvern- ig endurskoðanda ber að haga endurskoðuri sinni og hvaða aö- gerðum og tækni hann skuli beita til þess endanlega að geta látið i ljósi álit sitt á áreiðanleika árs- reiknings. En siðara efnið, áritun endurskoðanda, fjallar um hvernig eða meö hvaða hætti endurskoðandi kemur á framfæri til lesanda (notanda) ársreikn- ings áliti slnu. Nú um nokkurt skeið hefur ver- ið unniö að samræmingu laga um hlutafélög á Norðurlöndunum og hafa reyndar ný lög þegar verið samþykkt I Danmörku og Noregi um þetta efni en I þeim er m.a. nánar kveðið á um starf endur- skoðenda en áður var. Gera má ráð fyrir að væntanleg ný lög um hlutafélög hér á landi veröi mjög svipuð þeim dönsku og norsku. Hin nýja hiutafélagalöggjöf mun koma til umræðu á þinginu enda hefur hún haft og mun hafa veru- leg áhrif á störf endurskoðenda. fþróttir Framhald af bls. 9. við dómgæsluna. Það likaði Grétari ekki sem vonlegt er. Eftir þennan leik er greinilegt að það er aðeins Fram sem getur veitt Valsmönnum keppni um efsta sætið. Þó gætu akurnesing- ar erin blandað sér i baráttuna, þvi að þeir eiga eftir heimaleiki bæði gegn Val og Fram. —Hj.G. Víkingur 11 6 1 4 15-14 13 Breiðablik 10 4 2 4 12-13 10 Fjárveitingar Framhald af bls. 1. Raunvisinda- stofnun 3459 1791 5250 Veðurstofan 716 500 1216 Samtals 5954 3656 9610 Til þess að samræma rann- sóknir og sjá um túlkun og birt- ingu á niðurstöðum hefur verið komið á samstarfshópi með ein- um fulltrúa frá hverri stofnun. Er gert ráð fyrir að hópurinn sendi frá sér skýrslu um gang mála eigi sjaldnar en á þriggja mánaða fresti. Hópinn skipa: Karl Grön- vold, formaður, Bragi Guð- mundsson, Eysteinn Tryggvason og Ragnar Stefánsson. Með hópn- um starfar Guðmundur Pálma- son vegna samræmingar þessara rannsókna við rannsóknir Orku- stofnunar. Á1 Framhald af bls. 16 (460.7) milj. kr., til Kröflu 415,0 (0) milj. kr. Þau skip sem flutt hafa verið inn á fyrra helmingi ásins er sem hér segir eftirtöldum (verð I milj. kr.) 1 skuttogari frá Noregi 516,9. 1 vöruflutningaskip frá Spáni 185,8. 1 vöruflutningaskip frá V- Þýskalandi 281,7. 1 skipsskrokkur frá Noregi 210.6. 10 flotaprammar frá Noregi 14.1. 5 þangskurðarprammar frá Bandarikjunum 53.6. Flugvélainnflutningurinn er þessi: 1 þyrla frá Bandarikjunum 35.9 milj. kr., 3 litlar flugvélar 9.7 milj. kr. og 2 svifflugur 0.9 milj. kr. Harðorð Framhald af bls. 16 rýmkun verkfallsréttarins er brýnt viðfangsefni. Nú má öllum vera ljóst að leiðrétting fæst ekki á kjörum félagsmanna ef ekki er hægt að setja þunga verkfalls- vopnsins á bak við kröfurnar. 1 þessu tilviki ber að undirstrika að kröfugerð félagsins var hógvær og langt frá því að nálgast þær viðmiðanir, er félagsmenn hafa út á hinn svo nefnda frjálsa vinnumarkað. Þó er niðurstaða Kjaranefndar langt frá þvi að mæta kröfugerðinni. í 4. tbl. Félagstiðinda starfs- mannafélagsins segir: „Niðurstaða Kjaranefndar mun væntanlega gefa vlsbend- ingu um, hvernig haga verði kjarabáráttu I komandi samning- um. Ef ekki verður gengið veru- lega til móts við kröfur SFR, hlýtur að verða litið á „dóminn” sem hvatningu til að hefja um- fangsmikinn undirbúning fyrir beitingu verkfallsréttar að ári.” Niðurstaðan liggur nú fyrir og hún felur I sér að undirbúningur fyrir næstu samninga eé hafinn. Nú reynir á samtakamátt og virkni rlkisstarfsmanna, þar sem viö hljótum að stefna að þvi að brúa það bil, sem er á kjörum okkar og annarra, sem þó hafa slst við of góð kjör að búa.” Seinni ályktun fundarins er á þessa leið: „Trúnaðarráð SFR felur stjórn félagsins að leita nú þegar eftir samstöðu og samvinnu við önnur félög innan BSRB til undirbún- ings aðalkjaraasamningi á næsta ári, þá með verkfallsréttinn að bakhjarli, og fá á þann hátt leið- réttingu þá sem nú var hafnað.” Nánar verður sagt frá trúnaðarmannaráðsfundi SFR á siðunni Vinnan og verkafólk I Þjóðviljanum á laugardag. —GFr. Pabbi Framhald af 17. siðu. bara eki hafa börnin of lengi þar. Margir virðast ekki skilja þörf barnanna fyrir að vera á slikum stofnunum og lita bara á þær sem geymslustað, fyrir börn t.d. ein- stæðra mæðra, sem verða að vinna úti.” „Hafa samt ekki orðið gifurleg- ar breytingar I Sviþjóð á undan- förnum árum hvað snertir dag- vistunarmál?” „Jú, en þó vantar mikið á að þörfinni sé fullnægt. Það hefur mikið verið rætt um þörfina á að lögbinda 6 tima vinnudag fyrir foreldra ungra barna, en það hef- ur þó ekki verið samþykkt enn, þar sem margir vilja krefjast 6 tima vinnudags fyrir alla, en á þvi höfum við ekki efni ennþá. Nú fá foreldrar allt að 8 mánaða barneignarfri og er þá bundið við að faðirinn taki einhvern hluta frisins. Það bætir um leið stöðu konunnar á vinnumarkaðinum, þar sem barneignarfri eru ekki lengur eingöngu fyrir konur, heldur verða vinnuveitendur I öll- um greinum að vera tilbúnir að veita slik fri fyrir starfsmenn sina, hvort sem þeir eru konur eða karlar. 3ja mánaða barneign- arfri, eins og er t.d. hér er allt of litið, en með þvi að veita 8 mán- aða fri sparar hið opinbera sér lika að byggja vöggustofur.” „Að lokum, Inger, hvað ferðu að fást við þegar heim kemur?” i.Mig langar mikið til að skrifa meira um vanþróuðu lönd- in og vonast til að komast til Kashmir og skrifa bók þaðan.” sagði Inger Brattström að lokum. Hærri laun Framhald af 13. siðu. hjá rikinu um rúm 20%. Sem dæmi um launakjör há- skólamanna má nefna, að byrjun- arlaun háskólamenntaðra gagn- fræðaskólakennara., miðað við 1. júli 1976 voru kr. 92.788 á mánuði, byrjunarlaun presta kr. 109.091 og menntask. kenn. 95.636 og sérfr. á visindastofnunum 92.788. Staö- reyndin er að um 70% allra há- skólamanna i rikisþjónustu hafa byrjunarlaun lægri en 113.000. Auk þess bera opinberir starfs- menn mun þyngri skattabyrðar en almennt gerist vegna mikils undandráttar tekna og skattsvika og átelur BHM harðlega aðgerða- leysi stjórnvalda i þessum efnum. Afstaða fjármálaráðuneytisihs I viöræðum við BHM i lok sl. árs sem yfirleitt áður var með þeim hætti, að BHM telur sig ekki geta tekið þátt i slikum sýndarviðræð- um á nýjan leik, en samn. nefnd rikisins virðist hvorki hafa umboð tilsamninga né tima til samn.við- ræðna. Mikil óánægja rlkir nú i röðum rikisstarfsmanna og virðist nú þrautreynt að nauðsynleg leið- rétting mun ekki ná fram að ganga án verkfalls eða annarra aðgerða, Ekiö verOur um Mývatnssveit og viOar. Sumarferð AB á Norðurlandi vestra 24.-25. júli: Vesturdalur Sprengisandur Bárðardalur—Krafla öllum er heimil þátttaka i þessari sumarferð Alþýöu- bandalagsins á Norðurlandi vestra. Farið verður frá Varmahllð laugardaginn 24. júli n.k. ki. 10. ÞátUakendur koma til Varmahliðar að morgni laug- ardags,ýmist i einkabflum eða langferðabilum og verður það skipulagt, þegar meira er vitað um þátttöku. Fyrsti áfangastaðurinn er eyðibýlið Þorljútsstaðir i Vest- urdal, en þar veröur haldlð upp á hálendið og ekið um Reyöar- fell og Orravatnsrústir að sælu- húsi við Laugafell og siðan noröur Sprengisandsleið niður I Bárðardal þar sem gist er I tjöldum aöfaran. sunnud. og efnt til kvöldv. I HaUdórsst. sk. A sunnudag liggur leiöin um Mývatnssveit, þar sem margt er að skoða og þaðan til virkjun- ar og jarðeldasvæðis við Kröflu, en siðan verður ekið um Akur- eyri til Varmahliðar, þar sem teiðir skilja á sunnudagskvöld. Allir þátttakendur i ferðinni þurfa að hafa með sér viðlegu- búnar og nesti til tveggja daga. Þátttökugjald veröur kr. 5.000,-, en þátttakendur yngri en 12 ára borga hálft gjald. Væntaniegir þátttakendur láta skrá sig og fá nánari upp- lýsingar hjá eftirtöldum: Hvammstangi: Þóröur Skúlason, Hvamms- tangabraut 19, sfmi 1382. Blönduós: örn Ragnarsson, kennarabú- stað Kvennaskólans, slmi 4249. Skagaströnd: Eðvarð Hallgrimsson, Fella- braut 1, sfmi 4685. Varmahlið.:. Hailveig Thorlacius, Mánaþúfu, simi 6128. Sauðárkrókur: Svava Hjaltadóttir, Ægisstig 10, simi 5237. Hofsós: Gisli Kristjánsson, Kárastig 16, simi 6341. Siglufjörður: Sigurður Hlöðversson, simi 71406. Kjördæmisráð Alþýðubanda- iagsins á norðurlandi vestra. Skrifstofan Grcttisgötu 3 Skrifstofan að Grettisgötu 3 veröur þennan mánuð opin daglega frá kl. 11 til 13 og frá kl. 16-19. Siminn er 28655. Neskaupstað — Gönguferð sunnu- daginn 25. júlí Alþýðubandalagið I Neskaupstað efnir til gönguferðar I Fannardal og á Fönn sunnudaginn 25. júli, ef veöur leyfir. Lagt verður upp frá Egilbúð kl. 9 um morguninn og ekið inn i Fannar- dal á einkabilum og með rútu fyrir þá sem þess óska með fyrirvara, og eru þeir beðnir að hafa samband við Kristinu Lundberg eðaSigrúnu Þormóðsdóttur. öllum er heimil þátttaka, en börnum þó aðeins I fylgd fulloröinna. Vanir leiösögumenn stjórna ferðinni og miðlað verður ýmsum fróðleik. Muniö nesti, hliföarföt og góöan göngubúnað! Stjórn Alþýöubandalagsins i Neskaupstaö.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.