Þjóðviljinn - 23.07.1976, Side 2
2 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 23. júll 1976.
Skrifið
eða
hringið.
Sími: 17500
Hœkkun
rekstrar-
vara
Neytendum þykja
hækkanir á verði búvara
sjaldan nein gleðitiðindi,
enda eru þær það ekki.
Verðhækkanir búvara eru
ávallt afleiðingar ann-
arra hækkana, sem á
undan eru farnar og bera
því vott um verðlagsþró-
un, sem engum er í hag
þegar til lengdar lætur
nema verðbólgubröskur-
um.
Tiðum verður þess vart, að
neytendur géra sér ekki fulla
grein fyrir orsökum búvöru-
hækkananna og mættu blöðin,
aðrir fréttamiðlar og forsvars-
menn bænda gjarnarn skýra
þær betur en stundum er gert.
Fátt er nauðsynlegra i þessu
þjóðfélagi en góð samvinna
framleiðenda og neytenda en
forsenda hennar er gagnkvæm-
ur skilningur og þekking á hög-
um og aðstööu hvors aðilans um
sig.
Verðlag rekstrarvara land-
búnaðarins hefur að sjálfsögðu
veruleg áhrif á verð búvara. 1
búnaðarblaðinu Frey, júnihefti
þessa árs, er frá þvi skýrt, hvað
þær rekstrarvörur landbúnað-
arins, sem áhrif hafa á verð-
lagsgrundvöll búvara hafa
hækkað frá þvi i byrjun s.l. árs.
Litur sá „reikningur” þannig
út:
Gjaldaliðir Hækkun I %
Kjarnfóður...............42,2
Áburöur..................141,0
Timbur................... 38,7
Þakjárn................. 70,1
Málning................. 79,1
Annað................... 61,1
Girðingastaurar.......... 67,5
Gaddavir.................181,5
Flutningskostnaður....... 28,7
Aðkeypt viðgerðavinna
v/véla.................. 46,0
Varahlutir............... 81,0
Bensin................... 30,8
Disilolia................ 77,3
Smurningsoliur,
frostlögur,.............129,7
Skuldavextir............. 42,2
Fasteignaskattur......... 80,2
■Rafmagn................. 80,2
Laun .................... 41,7
Ýmislegt................. 63,9
Vegið meðaltal:.......... 57,0
Þessar hækkanir nema hvorki
meira né minna en kr.
1.363,930.- á ári fyrir grundvall-
arbúið, eða 7 milljarða út-
gjaldaauka fyrir bændastéttina
i heild, sé reiknað með að bænd-
ur i landinu séu 5000 að tölu.
Ofangreindar hækkanir eru
þegar, að undantekinni áburð-
arverðshækkuninni, komnar inn
Framhald á 14. siðu.
Að umgangast landið
ísland er á góðum
vegi með að verða
mikið ferðamanna-
land. Er þá ekki ein-
vörðungu átt við ferðir
útlendinga hingað, en
þeir hafa streymt til
landsins i sifellt aukn-
um mæli á undanförn-
um árum, heldur koma
og til ferðir okkar is-
lendinga sjálfra, vitt og
breitt um landið.
Yfirleitt eru það sömu
staðirnir á landinu, sem fastast
eru sóttir af ferðamönnum. Og
ekki skal að þvi fundið að
erlendir gestir jafnt og landar
sjálfir njóti islenskrar náttúru-
feguröar, en „aðgát skal höfð i
nærveru” landsins. Islensk
náttúra er viðkvæm eins og feg-
urð yfirleitt er og henni er þvi
auðspillt ef umgengnin við hana
mótast ekki af hógværð og
lotningu. Þvi miður skortir þar
stundum all nokkuð á hjá
sumum ferðamönnum og ýmsir
óttast að til örtraðar dragi af
þeim sökum sumsstaðar þar,
sem átroðningurinn er hvað á-
kafastur.
Herðubreiðarlindir eru einn
þeirra unaðsreita þar sem
fullrar aðgæslu er oröin þörf,
eigi ekki verr að fara. Að þvi
vikur Eyþór Einarsson, grasa-
fræðingur i siðasta hefti Nátt-
úrufræðingsins. Þar segir Ey-
þór m.a.:
„Það var ekki fyrr en bil-
ferðir hófust i Herðubreiðar-
lindir, sumarið 1937, að ferða-
fólk fór að sækja þangað að ráði
og þö einkum eftir að sæluhús
Ferðafélags Akureyrar þar var
fullgert árið 1960. Siðan má
segja að fjölgað hafi jafnt og
þétt þeim feröalöngum, sem
þangað sækja, þvi slóðin þangað
er nú oröin aö akvegi, sem
flestir bilar komast um. Auövit-
aö er gott til þess aö vita aö sem
flestir geti notið feguröarinnar
og öræfakyrröarinnar á þessum
slóöum og þeir sprækari spreytt
sig á Herðubreiöargöngu. En
kyrröin er ekki eins djúp og var
ogfeguröin i Lindunum er farin
aö láta á sjá þvi átroöningurinn
er þegar oröinn of mikill. Viö-
kvæmur staður eins og Heröu-
breiöarlindir þolir ekki umgang
nema ákveöins fjölda fólks, rétt
eins og hver afréttur þolir aö-
eins beit ákveöins fjölda fjár.
Viö þessu þarf að sporna i
tæka tiö og liklega verður þaö
ekki gertnema meö þvi aö fly tja
sæluhús og tjaldstæöi frá þeim
viökvæma staö þar sem þaö er
nú og norður undir Lindahom,
þar sem aðstaöan er ágæt, og
skipuleggja betur og takmarka
bilaumferö um svæöiö allt. Meö
þvimóti er von til þess aö takast
megi að varöveita Heröu-
breiöarlindir aö mestu ó-
skemmdar um ókomin ár og
hver vill ekki eitthvað á sig
leggja til að svo megi verða t.d.
ganga nokkur hundruð metra
vegalengd siöasta spölinn aö
uppsprettunum i staö þess aö
aka hann i bil”. _ mhg.
Vegið
að þeim,
sem ver
eru settir
— Hér gengur heyskapurinn
alveg þokkalega. AUnokkuð er
slðan þeir fyrstu byrjuðu aö slá
en segja má, að sláttur sé nú
þe ssa dagana að fara i fullan
gang almennt, Egilsstaöamenn
eru auðvitað komnir vel á veg
miðað viö þaö, hvaö ekki er þó
orðiö áliðnara sumars en þeir
eru nú lika alltaf I fararbroddi.
Svo mælti Jón Arnason, bóndi
á Finnsstöðum i Eiðajnnghá er
blaðið ræddi við hann á þriðju-
daginn.
— Siðustu tvo til þrjá daga
hefur verið óþurrkur en annars
hefurheyskapartib veriö góöog
spretta aö ég held yfirleitt
prýöileg. Veröur ekki undanþvi
vikist aö fara slá af fullum
krafti eigi taöan ekki aö spretta
úr sér. Nú er hinsvegar útlit
fyrir vestanátt og þá er naum-
ast að efa þurrka hér eystra,
þótt sumsstaðar annarsstaðar á
landinu kunni hún aö vera
bændum minni aufúsudagur.
En i þessari hægstæðu hey-
skapartiö hér veröur manni nú
hugsaö til sunnlendinga, ef þeir
eiga nú yfir höfði sér annað
hörmungarsumarið til. Ætli það
gæti ekki fariö svo, aö þaö ríöi
sumum bændum þar fjárhags-
lega aö fullu? Sem betur fer er
þó enn of snemmt aö slá neinu
föstu um þaö. Bændur eru
hvattir til aukinnar votheys-
geröar til þess aö standast
óþurriiana. En hrekkur hún til
— Grasspretta er i betra lagi
hér við Djúpið, enda hefur veð-
urfar verið mjög milt og gott.
Byrjuðu hlýindin um 20. mai i
vor eða einmitt um það leyti,
sem sauðburður var að hefjast,
en hér láta menn yfirleitt ekki
bera fyrr en það, sagði Jón Guð-
jónsson, bóndi á Laugabóli við
isafjarðardjúp, er blaöið ræddi
við hann á þriðjudaginn.
— Dálitið ber á kalskellum i
túnum en þó ekki i verulegum
mæli, svo ég viti til. Segja má,
að sláttur sé að hefjast. Sumir
byrjuðu fyrir rúmri viku, aðrir I
vikunni sem leið og svo loks ein-
hverjir nú um siðustu helgi:
Góður þurrkir hefur verið hér
þessa siðustu daga og eru menn
bjartsýnir á að heyfengur verði
bóður.
Reykjanes við isafjarðardjúp
Kyrrstaða þýðir
afturför
Hengifoss á Héraði,
». >
þegar sifellt rignir vikumi
saman, allt kaffærist i vatni og
vélum verður ekki komið um
túnin fyrir for?
Og þá eru þeir nú búnir aö
visitölubinda hluta af stofnlán-
unum til bænda. Ekkieru þaö nú
fallegar fréttir og sannast aö
segja dregur maöur næstum i
efa aö þeir, sem fyrir slikum
ákvöröunum standa, geri sér
Framhald á 14. siöu.
Votheysverkun er tiltölulega
litil hér viö Djúpið, miklu minni
en á Ströndunum og i Vestur-
sýslunni.
Fremur litið er hér um bygg-
ingaframkvæmdir i ár og mun
minna en tvö s.l. ár. Lánsfjár-
kreppan setur ýmsum stólinn
fyrir dyrnar i þeim efnum. Þó er
veriðaðbyggja fjárhús á tveim-
ur bæjum. Ræktunarfram-
kvæmdir hygg ég að séu með
liku móti og verið hefur undan-
farin ár.
Eins og kunnugt er þá hefur
verið unniö að framkvæmd svo-
nefndrar Inndjúpsáætlunar að
undanförnu en tilgangurinn með
henni var sá, að rétta hlut
þeirra bænda, sem hér búa og
freista þess að koma þannig i
veg fyrir að byggð eyddist hér
umfram það, sem orðið var. Nú
hefur orðið uppihald á þessum
áætlunarframkvæmdum. Mun
lánsf járskorturinn þar enn
segja til sin. Við trúum þvi þó
ekki, að við það verði látið sitja,
sem búið er að gera. Inndjúpsá-
ætlunin kemur þvi aðeins að þvi
gagni, sem henni er ætlað, að
hún verði framkvæmd að fullu
og á ekki alltof löngum tima.
Kyrrstaða þýðir oftast afturför
og hætt er við að allt hik við
framkvæmd áætlunarinnar
verki illa á menn.
Mikill ferðamannastraumur
hefur verið hér i Djúpinu að
undanförnu og jafnvel með
meira móti. Þar munaði ekki
litið um þingeyingana, sem hér
voru I bændaför rétt fyrir mán-
aðamótin, 130 manna hópur,
heldur en ekki. Fóru þeir um
alla Vestfirði og hafa áreiðan-
lega hvarvetna þótt ánægjulegir
gestir. —mhg