Þjóðviljinn - 23.07.1976, Qupperneq 4

Þjóðviljinn - 23.07.1976, Qupperneq 4
4 StÐA — ÞJ«M)VILJINN Föstudagur 23. júll 1976. DMÐVIUINN MÁLGAGN SÓSÍALISMA, VERKALÝÐSHREYFINGAR OG ÞJÓÐFRELSIS. (Jtgefandi: Útgáfufélag Þjóöviljans. Framkvæmdastjóri: Ei&ur Bergmann Ritstjórar: Kjartan ólafsson Svavar Gestsson Fréttastjóri: Einar Karl Haraldsson Umsjón meö sunnudagsblaöi: Árni Bergmann Ritstjórn, afgreiösla, auglýsingar: Skólavöröust. 19. Sfmi 17500 (5 linur) Prentun: Blaöaprent h.f. NORRÆNA HÚSIÐ 1 Visi á miðvikudag ræðst fastagestur blaðsins Svarthöfði, en i þessu tilviki benda allar likur til að á bak við það sé einn af þekktustu rithöfundum landsins, heiftarlega á Norræna húsið og starfs- menn þess. Eftir að hann hefur fimbul- fambað um að „Þjóðviljaliðið” hafi sem betur fer „hirt” þetta ómerkilega hús sem og um „kokteilvináttu” fyrirsvarsmanna þar við islenska vinstri menn segir hann: „Um Norræna húsið sem stofnun verður það eitt sagt, að ekki hefur tilvist þess eflt virðingu fyrir hinu skandinaviska menn- ingarprumpi. Og það mundi enginn hirða um að mótmæla þótt einu þátttökurikinu væri bætt við opinberlega með tilheyrandi stöng undir hinn rauða fána kreddunnar”. Það er i sjálfu sér ekki nýtt, að menn séu með nöldur út i norrænt samstarf, og oftar en ekki hefur Morgunblaðið verið að fitja upp á danahatri eða þó frekar sviahatri, sér i lagi þegar sænsk stjórnvöld hafa gagnrýnt stóra bróður i Washington. En skrif Svarthöfða Visis eru samt óralangt fyrir neðan allar þær hellur og staðfesta mjög eftirminnilega, að það er oft stutt i fullkominn andlegan aumingjaskap og volæði i islenskri menningarumræðu. Þau eru um leið hámark vanþakklætis i garð fólks sem hefur unnið stórmerkilegt og hressilegt starf. Þegar á heildina er litið má leiða góð rök að þvi, að norrænt samstarf, einkum á sviði menningarmála, hafi þróast mjög ánægjulega á undanförnum árum. Ein- mitt frá hástemmdum ræðuhöldum og samnorrænni tilfinningasemi til sýnilegra og áþreifanlegra verka, nýrra kynna milli fólks sem hefur svipuð áhugamál á Norð- urlöndum eða vinnur svipuð störf. Og Nor- ræna húsið i Reykjavik er einmitt það fyrirtæki sem glæsilegast hefur kveðið niður háðsglósur um það, sem nýbakað heiðurslaunaskáld kallar „prump” i Visi sinum. Norræna húsið var óráðin gáta þegar það tók til starfa, það var erfitt að spá um það hverju hlutverki það mundi gegna i PENINGAR OG LÝÐRÆÐI Vald auðsins er háskalegra lýðræðis- legu kerfi en flest annað. Þetta höfum við verið minntir á undanfarna daga, eftir að Helmut Schmidt, kanslari Vestur-Þýska- lands glopraði þvi út úr sér, að forystu- menn Bandarikjanna, Frakklands, Bret- lands og hann sjálfur hefðu komið sér saman um að beita itali efnahagslegum þvingunum ef þeir semdu við kommúnista um rikisstjórn. Með öðrum orðum: dollur- um og mörkum skal beitt gegn vilja kjós- enda. Stjórnmálamenn i Róm munu ekki fá kreppulán nema þeir taki tillit til þeirr- ar hótunar. Það er athyglisvert, að um leið og reynt er að setja efnahagslegar þumalskrúfur á ítaliu er stjórn Spánar að semja við fjár- málamenn Efnahagsbandalagsins um miljarð evrópudollara til láns. Þetta er menningarlifi okkar. En allar hinar betri vonir hafa ræst, húsið orðið lifleg miðstöð sem dapurlegt væri án að vera. Þetta hef- ur ekki sist verið að þakka þeim sem hús- inu hafa stjórnað, allt frá Ivari Eskeland og nú siðast Maj-Britt Imnander. Þau hafa stefnt á fjölbreytni með góðu hugviti og samstarfi við heimamenn. Menningar- tiðindi i Norræna húsinu hafa bæði verið af mörgum og ólikum sviðum og einhvern- veginn sniðgegnið þá skiptingu sem sumir menn vilja hafa i „fina” og „ófina” menn- ingu. Allir hafa haft eitthvað til hússins að sækja sér til upplyftingar, og það sem kynnt hefur verið hefur ekki aðeins verið tengt höfuðborgum Norðurlanda, heldur og afskiptari svæðum, minnihlutaþjóðum o.s.frv. Fyrir allt þetta kunna islendingar stjórnendum hússins mikla þökk. Maj- Britt Imnander, sem nú er á förum, fylgja bestu þakkir og árnaðaróskir — um leið og boðinn er velkominn til starfa Erik Sönderholm, einhver ágætastur þýðari is- lenskra bókmennta á dönsku. —áb. stærsta lán sinnar tegundar og með firna- góðum kjörum: vextir eru innan við tvö prósent. Gleymum þvi ekki, að spánska stjórnin verður ekki til með lýðræðisleg- um hætti, hún er skipuð af konungi, arf- taka Francos einvalds. Hún bannar enn marga stjórnmálaflokka. En hún er sem- sagt af réttum lit. Hún fær alla þá peninga sem hún þarf. —áb Svo mœlir svarthugi: Norrœnt menningarprump Hinir rauðu forstjórar Norrœna hússins Þjóðviljamenn (sá illþefjandi lýöur) standa nú hriktandi frammi fyrir andlegu stórmenni í hljóðvarpi. Rödd hrópandans I eyöimörkinn i, Hannes Gissurarson, hefur rofiö hinn austræna þagnarmúr meö þvi aö upplýsa vora afvegaleiddu þjóð um þá félaga og vini, Solsjenitsin og George Orwell, sem alltof lengi hafa setið óbættir undir fjörbaugsgaröi. Plötusnúöur Þjóöviljans, Arni Bergmann, gat auðvitað ekki unaö þessu og setti strax plöt- una á. Þá vöknuöu margir upp við vondan draum i Vaglaskógi. Sá slepjulegi kommúnistalýöur, sem þykist eiga rikisútvarpið og hafa þar einokun til að niöa niö- ur vondlegan vestrænan heim, kapitalisma og nasisma, brá hart við eins og hans var von og austræn visa. Þetta er svo sem ekkert til aö fjargviðrast út af. Rauðliöar hafa löngum þóst hafa einkarétt á hljóövarpi enda eru starfs- menn þess allir upp til hópa harðsviraðir kommúnistar. Yfirmenn hljóövarps hafa gefist upp fyrir þessum niðhöggum og láta undan hverri kröfu frekar en eiga þá yfir höfði sér, lykt- andi langar leiðir. Þjóðviljamenn lofa dýrðina í „sælurikinu” fyrir austan en kippa fótunum undan vestræn- um heimi. Já, það er engin furða þótt jafnágætur yfir- Ivar Eskeland. Jyrki Mantylá Maj-Britt Imnander Erik Sönderholm. aö fást viö bókmenntaverk. Kannski hann sé farinn að stunda samnorræna drykkju á einhverju túni og hver veit nema sjálfur THOR sé þar nærri? Ætli þeir séu ekki kokteilvinir? Hér um áriö var reistur sam- norrænn kumbaldi, öllum til ama og óþurftar (nema vitan- lega kommúnistum) og liklega runninn undan rifjum svia. Þar hefur farið fram ails konar lág- kúra allt frá þvi að laumu- komminn Kristján Eldjárn byrjaði feril sinn með þvi áð vigja það. (Ætli hann sé ekki vinur THORS lika?). Þetta hús átti að verða til mótvægis við svokallaða amerikaniseringu eins og voð- inn heitir á skandinavisku. En hvar er þessi amerikanisering? Vinur minn Agnar Bogason er nýkominn heim að vestan og mas. þar, sagði hann, ber furðu- litið á þessari amerikaniser- ingu, enda Bandarikin mesta lýðræöisriki i heimi. Þar dettur engum i hug að reisa neitt Nor- rænt hús. Þarna úti 1 mýrinni svifur andinn af Skólavörðustig yfir vötnunum. 1 forstjórasæti hefur verið hver rauð silkihúfan eftir aðra, sumar að visu fóðraðar I sænskar krataflikur en ekki er óþverrinn betri fyrir það enda skin alls staðar i rautt undir. Nú er laumukomminn og prófessorinn Eirikur rauði Sönderholm (umkringdur lýðn- um og THOR) kominn i for- stjórastól. Guðmundur Daniels- son, sem hefur gefið út margar svonefndar skáldsögur, (illu heilli fyrir islenskan bókamark- að) hefur ýmist tileinkað þær ástkonum eða kommum, nú sið- ast þessum Sönderholm, sem þýddi bók á dönsku fyrir hann. Húsið hét vist sú. (Var það kannski Norræna húsið, ha!?) En sú tileinkun mun litið stoða þvi þegar Sönderholm var hér á dögunum var hafin samnorræn sammenningardrykkja úti á túni hjá Norræna húsinu undir gráum listamannshaddi THORS hins eina og tilkvaddur ljós- myndari frá Þjóðviljanum til að mynda útreiöartúrinn. (Og öll- um þykist þeim veröa vel til kvenna þessum andskotum!) Kommúnistar, kommúnistar. Allt kommúnistar. Um Norræna húsið sem stofn- un verður það eitt sagt, að ekki hefur tilvist þess eflt virðingu fyrir hinu skandinaviska menningarprumpi. Og það mundi enginn hirða um að mót- mæla þótt Sovétrikjunum væri bætt við opinberlega með til- heyrandi stöng undir hinn rauða fána kreddunnar. Svarthugi burðamaður og Hannes Giss- urarson sé nú bókstaflega hund- eltur á siðum Þjóðviljans — og hver veit nema Andrés Björnsson láti hann fara I hund- ana. Lengi hef ég haft grun á Andrési. Hann er amk. hættur Thor Vilhjálmsson.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.