Þjóðviljinn - 23.07.1976, Side 7

Þjóðviljinn - 23.07.1976, Side 7
Föstudagur 23. júll 1976. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 7 NESKAUP- STAÐUR Nú eru þeir Tryggvi ólafsson listmálari og Jörgen Bruun Hansen sér- fræðingur í skreytingar- tækni að vinna við list- skreytingar við Fjórðungs- sjúkrahúsið í Neskaupstað. Komu þeir frá Danmörku um síðustu mánaðamót og hófu þá verk sitt. Þótti tfðindamanni rétt að fræð- ast um verk þeirra félaga og spjalla örlitið við þá. Eins og áöur hefur veriö sagt frá i Þjóöviljanum hefur veriö i byggingu 10.000 rúmm. viðbygg- ing viö Fjóröungssjúkrahúsiö i Neskaupstað. Nú er þessi nýja viðbygging fokheld, og er hún um 3 sinnum stærri en eldri hluti sjúkrahússins. Akvöröun um listskreytingu var þvi miöur ekki tekin fyrr en húsiö var aö fullu hannaö og að mestu uppsteypt. Hins vegar viröist listskreytingin, sem er vel á veg komin og er einföld og hóg- vær, en þó fersk, fara mjög vel á þessu myndarlega húsi. Þegar farið var aö athuga fjármögnun þessa verks, kom i ljós að sú furðulega gloppa er i lögum um byggingu sjúkrahúsa, að engum eyri má eyða af opin- beru fé til listskreytinga þeirra. Þó finnst liklega flestum að sjúkrahús ættu að hafa forgang i slikum efnum svo margra hluta vegna. Hins vegar viröist ekkert vera þyitil fyrirstöðu aö skreyta raf- ! ‘orkfiver og tollstöö i bak og fyrir. Skreytingin verður þvi algerlega kostuð af heimamönnum og verð- ur i þvi sambandi leitað til félaga- samtaka i bænum. Hinsvegar þurfti að fá leyfi opinberra aðila til þess að mega skreyta bygging- una! Tryggvi ólafsson er vel kunnur hér á tslandi, sérstaklega fyrir myndlist sina. Hann er fæddur i Neskaupstað og alinn þar upp að mestu, en hefur dvalið i Dan- mörku við nám og liststörf i 15 ár. Tryggvi hefur áður fengist við að skreyta hús i danska bænum Brande. Félagi hans Jörgen Bruun Hansen er sérfræðingur i skreyt- ingartækni við Konunglega lista- háskólann i Kaupmannahöfn og hefur hann sett upp skreytingar fyrir fjölda danskra listamanna um alla Danmörku. t heimalandi sinu er Jörgen þekktur sem ljóð- skáld og hefur hann sent frá sér 8 ljóðabæur auk fjölda greina um ýmis efni i bókmenntarit. Þriveg- is hefur hann lesið upp i Norræna Húsinu og einnig hefur hann hald- ið námskeið i Myndlista- og hand- iöaskólanum. Tiðindamaður blaðsins truflaði listamennina við vinnu sina og rabbaði viö þá góða stund. — Tryggvi, getur þú sagt mér forsögu þessa máls? — Það var haustið 1974 að Stef- án Þorleifsson, forstöðumaður sjúkrahússins minntist á þetta við mig. Ég var þá staddur hér á landi vegna sýningar, sem ég setti upp I Norræna Húsinu. Hins- vegar var það fyrst i vetur, sem ég fór að vinna úr hugmyndunum að þessari skreytingu og i vor skilaði ég svo af mér teikningum, sem voru samþykktar bæði af arkitektum og bygginganefnd bæjarins. Siðan komum við hing- að um siðustu mánaðamót og hóf- um að vinna verkið. — Nú er myndefnið þrjár hend- ur i mismunandi stellingum, hvers vegna valdir þú höndina i þessa skreytingu? — Hendur hafa verið notaðar i myndlist öldum saman tii þess að túlka athafnir fólks. Það þarfnast engra skýringa við hverju hlut- verki hendur gegna i mannlifinu. Ein ástæða þess að hafa hendurn- ar þrjár er sú að skreytingin verður m.a. notuð til þess að tengja saman eldri bygginguna og nýbygginguna og stuðla að Komið upp skýli fyrir listamennina svo að veður hamli ekki vinnu og skemmi ekki skreytinguna. Listskreytingar við Fjórðungssjúkrahúsið ættum við að ljúka þessu siðari hluta þessa mánaðar. Til þess að fræðast um tækni- lega hlið þessa máls snúum við okkur að Jörgen Bruun Hansen. — Jörgen getur þú lýst fyrir okkur i stuttu máli hvernig þetta verk er unnið? — Já það skal ég gera. Mynd- irnar þrjár, sem koma á norður- hlið hússins, eru skornar i stein- steypuna með þar til gerðum raf- knúnúm tækjum. Grópin sem myndast er siðan höggvin út og fyllt með lituðum sandi. Sandinn höfum við sótt og sigtað i Rauðu- björgum, liparitklettum út með Norðfirði. Litur sandsins verður gulur vegna liparitsins og sér- staks litarefnis. Þessi steinefni eru siðan bundin með svissnesku bindielni, sem er með herslu- vökva og gerir sandinn grjótharð- an. Við höfum verið dálitið óheppn- ir með veður upp á siðkastiö þvi efnið þarf að harðna við 20 gr. hita og veggurinn þarf að vera þurr, þessvegna höfum við þurft að byggja yfir okkur plastskýli. Þetta er i fyrsta skipti sem myndir eru skornar i steypu á tslandi, en ég held að þessi aðferð henti sérstaklega vel islensku veðurfari, þvi hér þarf sterkt efni i slik verk sem þetta. Ég hef verið að gera tilraunir með þessa tækni i Kaupmanna- höfn og hefur hún þar gefist mjög vel. — Hvernig finnst þér vera að dvelja á Islandi? — Þó ég þekki ekki marga hér i bænum þá likar mér sérstaklega vel hér. Ég og kona min höfum notið mikillar gestrisni Norðfirð- inga og hingað er þægilegt að koma úr stórborg. Þvi miður verð ég að fara út aftur i byrjun ágúst, þvi ég á að vinna að skreytingu með sömu aðferð og hér er beitt i Lundi i Sviþjóð. Aður en blaðamaöurinn hvarf á brott og hætti að trufla þá félaga kom það fram að mikill áhugi er hjá fleiri aðilum i Neskaupstað að listskreyta byggingar. Létu þeir félagar i ljós mikinn áhuga á þvi að koma hingað aftur na sta sum- ar og halda áfram samvinnu sinni. S.G. Jörgen Bruun Hansen og Tryggvi óiafsson á vinnupöllum vegna skreytingarinnar á sjúkrahúsinu i Neskaupstað. Þeir félagar standa hér við eina höndina I skreytingunni, en þrjár hendur munu prýða húsið og tengja saman nýju áimuna og gamia húsið. bættum heildarsvip. Ein mynd- — Að lokum Tryggvi, hvenær anna kemur á eldra húsið en tvær reiknið þið með að ljúka verkinu? á nýbygginguna. — Ef veðriö verður hagstætt Þarna sést hvernig nýja álman tengist gamla sjúkrahúsinu.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.