Þjóðviljinn - 23.07.1976, Síða 8
8 StÐA — ÞJOÐVILJINN Föstudagur 23. júlí 1976.
Kornelia
Ender enn
með nýtt
heimsmet
Kornelia Ender,
sunddrottningin frá A-Þýska-
landi setti enn eitt heimsmetiö
er hún synti 100 m flugsund á
1:01,03 min. i milliriölakeppn-
inni á ÓL i fyrrinótt,og viröist
engin sundkona getaö ógnaö
sigri hennar þegar i úrslitin
kemur. t 2. sæti i milliriöla-
keppninni var önnur a-þýsk
stúlka, Andrea Pollack synti
á 1:01,39 min. en þriöja besta
timanum náöi Wendy Quirk,
Kanada, 1:01,54 min.
Olympiu-
metið féll
fyrir pól-
verjanum
Heimsmetiö stóöst átökin aö
vlsu, en ólympiumetiö fauk,
þegar pólverjinn Zbigniew
Kaczmarek sigraöi i léttvigt I
lyftingum IMontreal. Og sigur
pólverjans var mjög glæsi-
legur, hann lyfti 2 kg. meira
samanlagt en næsti maöur,og
er þaö mikill munur i lyft-
ingum á stórmóti. Annars
urðu úrslitin sem hér segir:
1. Zbigniew Kaczmarek,
Póll.
307,5 kg.
2. Piotr Korol, Sovétr.
305,00 kg.
3. Daniel Senet, Frakkl.
300.00 kg.
4. Kazimierz Czarnecki, Pól.
295,00 kg.
5. Gunter Ambrass, A-
Þýskal.
295.00 kg.
Þess má til gamans geta, aö
pólverjinn Kaczmarek átti
þritugs afmæli einmitt þennan
dag sem hann vann til gull-
verölauna á ÓL; sjálfsagt
hefur hann ekki getaö óskaö
sér neins betra i afmælisgjöl
Heims
met í
4x100 m.
f j órsundi
í gærdag setti bandariska
sveitin nýtt heimsmet I 4x100
m fjórsundi karla, synti á
3:47,28 min. I undanrásum
boösundsins. Bandariska
sveitin, sem keppti á ÓL. I
Milnchen 1972 átti eldra metið
3:48,16 min.
t bandarisku sveitinni nú
voru þeir Peter Kocca, C'hris
Woo, Joe Bottom og Jack
Babashoff. Þaö er nærri eins
vist og tvisvar tveir eru fjórir
aö bandarikjamenn vinna
þessa karlasundgrein, eins og
ailar hinar; þeir eru i algerum
sérflokki i karlagreinunum.
Einn f yrir alla og
allir fyrir einn
— sagði Ulrike Richter vera óstæðuna fyrir velgengni a-þýsku
sundmannanna eftir að hún hafði sigrað i 100 m. baksundinu
Ulrike Richter, átti ekki i
neinum erfiöleikum meö aö sigra
I 100 m baksundinu á ÓL i
Montreal, hún og landa hennar
Birgit Treiber, sem varö i 2. sæti
voru I sérflokki. Á blaöamanna-
fundi eftir sigurinn var Ulrike
spurö aö þvi hver væri ástæöan
fyrir velgengni a-þýska sund-
fólksins og hún svaraði þvi til, aö
liösandinn innan hópsins væri
meö eindæmum góöur. ,,t
hópnum vinna allir fyrir einn og
einn fyrir alla, þetta held ég að sé
ástæöan."Ulrike sem er aðeins 17
ára, sagöist vonast til aö geta
veriöiisundkeppni nokkur ár i viö'
bót, en þegar hún hætti keppni
sagðist hún ætla aö gerast snyrti-
sérfræöingur.
Úrslitin i 100 m baksundinu
urðu þessi:
1. Ulrike Richter, A-Þýskal.
1:03,03 min.
2. Birgit Treiber, A-Þýskal.
1:03,41 min.
3. Nancy Garapick, Kanada
1:03,71 min.
4. Wendy Hogg, Kanada 1:03,93
min.
5 Cherly Gibson, Kanada
1:05,16 min.
c*'.
Jbb
Ulrike Richter,
■ ■
Gull, silfur og brons
tíl bandaríkj amanna
í ÍOO m. flugsundi, og einnig í 4x200 m. skriðsundi karla
Ekki tókst a-bióð- sveit Sovétrikjanna á 7:27,97, og i mlin. Takið eftir hve yfirburðir
verjanum Roger Pyttel, 3. sæti sveit Bretlands á 7:32,11 bandarikjamanna voru miklir.
sem náði bestum tíma í 100
Tvisvar fékk
Nadia litla
einkuninalO
— og engin stúlknanna átti minnstu
möguleika gegn þessu
rúmenska undrabarni i fimleikum
m flugsundi karla í milli-
riðlakeppninni að blanda
sér í toppbaráttuna þegar í
úrslitin kom, þar var um
þrefaldan bandarískan
sigur að ræða. Það var
Matt Vogel, sem sigraði,en
honum tókst ekki að bæta
heimsmet Mark Spitz frá
Mönchen 1972, og er það
eina metið sem enn
stendur af þeim 7 heims-
metum sem Spitz setti þá.
Úrslit i 100 m flugsundi urðu
þessi:
1. Matt Vogel, USA
54,35 sek.
2. Joe Bottom, USA
54,50.
3. Gary Hall USA
54,65 sek.
4. Roger Pyttel A-Þýskal.
55,09 sek.
5. Roland Matthes A-Þýskal.
55,11 sek.
1 4x200 m skriösundi sigruðu
bandarikjamenn með yfirburðum
á nýju heimsmeti, 7:23,22 min. I
sveitinni voru þeir Mike Bruner,
Bruce Furniss, John Naber og
Jim Montgomery. 1 2. sæti varð
Ný drottning er sest í hásætið i
fimleikum kvenna; hin 14 ára
gamla Nadia Comaneci frá Rúm-
eniu ber höfuð og herðar yfir allar
aðrar fimleikakonur heims i dag.
Tvisvar fékk hún einkunina 10
fyrir æfingar sinar i flokkakeppn-
inni og tvisvar i einstaklings-
keppninni, þar sem hún sigraði
með yfirburðum. Ludmila Tour-
ischeva, sem veriö hefur ó-
sigrandi i fimleikum kvenna um
langtárabil, er greinilega búin að
vera. Hún hafnaði i 3. sæti, en i 2.
sæti varö litil stúlka frá Sovét-
rikjunum, Nelli Kim. Og eftirlæti
allra frá þvi i Munchen 1972, Olga
Korbut, varð að sætta sig viö 5.
sætið að þessu sinni og var svo á-
ánægð með þessa útkomu að hún
gekk úr salnum áður en verð-
launaafhendingin fór fram, ein
allra keppenda.
Nadia Comaneci fékk alls 79,275
stig, Nelli Kim fékk 78,675 stig,
Tourischeva fékk 78,625 Teodora
Ungureanu, frá Rúmeniu var 4.
með 78,375 st. og Olga Korbut 5.
með 78.025 st.
Nadia Comanesi.
Drottning
Olympíu-
leikanna
í Kanada
INadia Comanesi
Fjórtán ára gömul skólastúlka frá Rúmeniu,
j Nadia Comaneci, er vafalaust yndi og eftirlæti
Ólympiugesta I Montreal. Hún hefur tekiö viö af
| hinum mikilhæfu rússnesku stúlkum eins og Olgu
Korbut, sem átti hug manna á Ólympiuleikunum i I
|MUnchen. Nú er Olga 21 árs og má bita i þaö súra
epli aö sjá vinsældirnar safnast aö hinni grönnu
| rúmensku skólastúlku.
A hverjum degi hefur hún fengiö hæstu einkunnir
| fyrir fullkomna frammistööu og fylgja henni
persónutöfrar og sjálfstraust. Nadia er greind og
| dálitiö fcimin stúlka I viöræöu, og hún neitar þvi
meö öllu aö hin mikla þjálfun sem hún leggur á sig
|muni spilla eölilegu lifi hennar.
— Þaö finnst mér alls ekki, segir hún viö blaöa- I
|menn, ég hefi heilmikla ánægju út út tilverunni.
Hún sagöi aö hún fyndi ekki til taugaóstyrks þótt
| hún væri aö keppa viö stórstjörnur, og hrifningar -
hrópin frá áhorfendum trufluöu hana ekki heldur.
En samt kemur þessi frægö henni nokkuö á óvart.
Ég var auövitaö undir þaö búin aö koma hér og
jkeppa, sagöi hún, en ekki undir þessi viötöl öll. Ég
er hálfringluö yfir þessu öllu.
Nadia er dóttir vélaviögeröamanns i bænum
Gheorghiu-Dej. Hún var uppgötvuö sem efnileg
| fimleikastúlka þegar hún var sjö ára. Ég byrjaöi að
iöka leikfimi þegar á dagheimilinu, segir hún. Svo
| var prófaö og ég var valin. Fyrst eftir aö ég var val-
in var þetta meira eins og leikur. En brátt varö
) þjálfunin mjög alvarleg, og nú æfir Nadia sig I þrjár
stundir daglega, en fimm stundir fara I venjulega
j skólavinnu.
Hún kveöst standa sig vel I skóla, hefur mestan
jáhuga á erlendum málum og mælir nokkur orö bæði
á ensku og frönsku. Eftirlæti hennar er franski
jleikarinn Alain Delon og glæponamyndir sem hann
, leikur I.
Nadia hefur ekki áhyggjur af framtiðinni. Hún
Lsegir ósköp rólega, aö henni muni fara fram til
Framhald á bls. 14
Föstudagur 23. júli 1976. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 9
Sovésku
stúlkurnar
rufu sigur-
göngu þeirra
þýsku í 200 m.
bringusundi
16 ára gömul stúlka, Marina
Koshevaia, sigraöi i 200 m.
bringusundi kvenna á ÓL i
Montreal, öllum á óvart og ekki
bara aö þessi unga súilka hreppti
gullið. sov. stúlkurnar rööuöu
sér I þrjú efstu sætin, hirtu öll
verölaunin. Þær a-þýsku komu
svo I 4., 5. og 6. sæti. Og timi
Marinu var nýtt heimsmet (aö
sjálfsögðu) 2:33,35 mln. Þessi úr-
slit eru áreiöanlega mikil von-
brigöi fyrir a-þjóöverja, sem bú-
ist var viö aö myndu sigra i þess-
ari grein eins og öllum öörum
kvennagreinunum i sundi.
Þessi 16 ára gamla stúlka sagði
við blaðamenn eftir sundið að
sigurinnhafiveriðsætur, keppnin
heföi aðeins staðið gegn a-þýsku
stúlkunum; þær eru okkar keppi-
nautar og viö komum fram viö
þær sem slikar. Hún sagðist nú
stefna að þvi að tryggja sér sæti á
OL i Moskvu 1980; þar ætla ég aö
keppa og sigra, sagði hún.
Crslitin i 200 m. bringusundinu
uröur þessi:
1. Marina Koshevaia, Sovétr.
2:33,35 min. (heimsmet)
2. Marina Iurchenia, Sovétr.
2:36,08 min.
3. Liubov Rusanova, Sovétr.
2:36,22 min.
4. Hannelore Anke, A-Þýskal.
2:36,49 mm.
5. Karla Linke, A-Þýskal.
2:36,97 min.
Vilborg Sverrisdóttir.
Vilborg setti
nýtt Isl. met
í 200 m. skriðsundi i gær
Vilborg Sverrisdóttir setti nýtt
tslandsmet i 200 m skriðsundi i
gær, synti á 2:14,27 min. en eldra
metið sem hún átti sjálf var 2:14,9
mln.
Þaö verður ekki annað sagt en
aö islenska sundfólkiö hafi sett
islandsmet i hverri grein, þótt sá
árangur dugi skammt i hinni
höröu keppni ólympiuleikanna.
Vilborg varö að sjálfsögöu
siðust i sinum riöli, mættitveimur
sekúndum á eftir næst siöustu
menneskju i riðlinum.
Montreal ’76
GULL, SILFUR
OG BRONS
G S B
Bandarikin 8 7 3
A-Þýskaland 6 4 4
Sovétrikin 4 2 3
V-Þýskaland 1 1 1
Búlgaria 110
Rúmenia 110
Japan 102
PóIIand 0 2 0
Ungverjaland 0 10
Portúgal 0 10
Belgia 0 10
Bretland 0 10
Kanada 002
Danmörk 0 0 2
Ástralia 0 0 i
íran 0 0 1
ttalia 0 0 1
Holland 0 0 1
KYNNING Á ÍSLENSKU ÓLYMPÍUKEPPENDUNUM
Minn tími er ekki kominn ennþá
Rætt við Yiðar Guðjohnsen júdómann
Viöar Guðjohnsen i Glimu-
félaginu Ármanni keppir i milli-
vigt i júdó á Olympíuleikunum.
Viðar er 18 ára gamall reykvik-
ingur og stundar nám i iöndeild i
Fjölbrautarskólanum Breiö-
holti, en i sumar hefur hann
starfaö hjá Hrafni Jónssyni
fyrrverandi hnefaleikakappa.
Fyrstu kynni min af júdói-
þróttinni eru þau, að ég sá júdó-
keppni I sjónvarpinu fyrir fjór-
um árum. Mig langaði strax að
reyna þetta og fór á æfingu hjá
júdódeild Armanns, en áður
hafði ég verið i fótbolta i 4. og 5.
fiokkihjá Armanni.en var alveg
hættur i fótboltanum.
Aðalþjálfari f deildinni var þá
jaþaninn Y. Moto og kenndi
hann mér undirstöðuatriðin, en
össur Torfason var aðstoðar-
þjálfari. Arið eftir kom hingað
skoskur þjálfari, E. Mulen. og
var hann hjá okkur i sex
mánuði. Hann þjálfaði mig sér-
staklega og um haustiö 1973 fór
ég með honum út til Skotlands.
Þar æfði ég og keppti i einn
mánuð. Þar með var þessu öllu
hrundið af stað og byrjað að
æfa af alvöru, en áður hafði ég
tekið þátt i tveimur mótum hér
heima. Ég náði 1. sæti á nokkuð
stóru móti i Edinborg og var
þessi keppni mikil og góð
reynsla fyrir mig.
Næsta vetur var ég i lands-
prófsdeild og æfði þá ekki nógu
vel. Um sumarið fór ég svo
aftur til Skotlands og var þar i
sex mánuði. Ég fékk þar vinnu
við brotajárnssöfnun en æfði
jafnframt og keppti með
ýmsum klúbbum. Á opna
skoska meistaramótinu varð ég
i þriðja sæti.
É g kom heim aftur um ára-
mtoin, og besti árangur sem ég
náði hér heima þennan vetur
var, að ég náði 2. sæti i opnum
flokki, næstur á eftir Svavari
Carlsen, hann var i þungavigt
en ég i millivigt, svo að ég mátti
vel við una.
Sumarið 1975 fór ég i æfinga-
búðir i V-Þúskalandi og i Tékkó-
slóvakiu. Við háðum lands-
keppni gegn tékkum þetta sum-
ar en fengum allir matareitrun
oggekk að sjálfsögðu mjög illa I
keppninni.
Um haustið náði ég þeim
árangri að verða Norðurlanda-
meistari unglinga fyrstur is-
lenskra júdómanna. Þetta kom
mérekkialvegáóvænt, ég haföi
ástæðu til að halda að mér
tækist þetta og ætlaði mér það.
A Evrópumeistaramóti ung-
linga i Finnlandi i nóvember
komst ég aðeins i 2. umferð,
rússarnir voru þarna langsterk-
astir.
Nú var ég farinn að stefna að
þvi að komast á Olympiuleik-
ana, en var svo óheppinn að
handleggsbrotna á æfingu rétt
fyrir áramótin og var frá æf ing-
um i tvo mánuði. Þar meö
virtist Olympfudraumurinn úr
sögunni, en ég gaf þó aldrei upp
vonina. Ég fór i landskeppnina
gegn norðmönnum seinast i
janúar alveg æfingalaus. Þar
vann ég báðar minar glimur og
þá vaknaði aftur vonin úr þvi
mér gekk svona vel i lands-
keppninni. Nokkrum dögum
áður hafði ég sigrað i millivigt á
móti Júdósambands tslands.
A tslandsmótinu i mars vann
ég i fyrsta sinn meistaratitil
fullorðinna i millivigt. Þetta var
nokkuð erfitt þvi að þarna voru
margir sterkir keppinautar og
handleggsbrotið háði mér enn.
Á Norðurlandamótinu i
Gautaborg i april náði ég 3.
verðlaunum i millivigt ogsilfur-
verðlaunum i sveitarkeppninni.
í mai fórum viö Gisli Þorsteins-
son á Evrópumeistaramótið i
Kiev. Viðvorum báðir slegnir út
i 1. umferð, en þetta var mikil
reynsla að taka þátt i svona
sterku móti. Égglimdi við finna
sem ég hafði áður glimt við á
Norðurlandamótinu i Gauta-
borg. Þá vann hann mig létti-
lega en nú veitti ég honum
miklu meiri mótspyrnu og þetta
var hörkuviðureign. Þetta var
siðasta stórmótið fyrir
Olympiuleikana.
Ég hef æft fimm daga i viku,
að undanförnu tvisvar á dag og
nýt þess að Hrafn hefur skilning
á þessu og* hefur gefið mér fri
frá vinnu til þess að ég geti búið
migsem bestfyrir Olympiuleik-
ana. Einnig vorum við Gisli i
vikutima i æfingabúðum á
Laugarvatni með fleiri júdó-
mönnum.
Á Ólympiuleikunum verða
rússar og japanir sjálfsagt
sterkastir, en frakkar gætu
einnig látið þar að sér kveða. Ég
stefni að þvi fyrst og fremst að
komast i gegnum fyrstu um-
ferðina og vitaskuld að komast
svo enn lengra i keppninni.
Þetta er útsláttarkeppni og
mikil tilviljun hvað maður lend-
ir á móti sterkum andstæðingi
fyrst. Ég lit á þessa keppni aðal-
lega sem reynslu fyrir ólympiu-
leikana i Moskvu 1980, minn
timi er ekki kominn enn.
Þjálfarinn okkar, Naoki
Murata, sem hefur verið hjá
okkur i Armanni og i landsliðinu
i tvö ár, fer héöan heim til sin
um áramótin. Ég vonast til að
geta farið með honum til Japans
og langar til að dveljast þar i
eitt til tvö ár ef ég get fengið
eitthvert starf þar. Ég finn að ég
er að staðna hér i iþróttinni, við
erum svo fáir hér að maður
þekkir orðið alla mótstöðu-
mennina út og inn, mig vantar
meiri fjölbr. og þá er.hvergi
betra en að leita til japana, þeir
eru frumkvöðlar að þessari i-
þrótt og ennþá langbestir, unnu
flest gullverðlaun á siðustu
Olympiuleikum. Enn er þó ekki
endanlega gengið frá hvort af
þessari ferö getur orðið, en
þetta verð ég að gera ef ég á að
ná lengra i þessari iþróttt sem
ég heillaðist af.
Margir hafa rangar hug-
myndir um júdóiþróttina og
halda að þetta sé eitthvað fyrir
slagsmálahunda sem gott sé að
kunna til að beita jafnvel á
götum úti. Mig langar til að taka
það skýrt fram að þetta er alger
misskilningur, og þeir sem
koma með þessu hugarfari og
breyta því ekki eru strax reknir
frá, en að sjálfsögöu er alltaf
gott að fá stráka með keppnis-
skap, það er allt annar hlutur.
Það er einmitt margt i þessari i-
þrótt sem stuðlar að góðum
félagsskap og það fyrsta sem
við lærum er að sýna andstæð-
ingi okkar vissa virðingu, það
felst i eðli júdóiþróttarinnar.
—Hj.G.