Þjóðviljinn - 23.07.1976, Page 14
14 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 23. júli 1976.
Verðtrygging
Frarahald af bls. 1.
bindingin var ákveöin án þess aö
nokkrar ráöstafanir væru gerðar
til þess að milda þaö ranglæti,
sem hún hefur i för meö sér.
Þegar séö var fram á, aö stórfé
vantaöi til þess aö fullnægja þeim
lánsumsóknum, sem fyrir lágu
var farið fram á aö Stofnlána-
deildinni yröi útvegaö fjármagn,
sem geröi henni kleift að lána 300
milj. kr. til viðbótar þeim lánum,
erhún gaf loforö um. Niöurstaöan
varö sú, aö 150 milj. kr. fengust
gegn þvi, að öll lán Stofnlána-
deildarinnar yröu visitölubundin
að þessu marki. Rikisstjörnin
vildi, að 40% lánanna yrðu visi-
tölubundin, og ef hún situr áfram
við þann keip, þá er þaö alvarlegt
mál I meira lagi.
Kn sem sagt, — og þaö verður
mitt siöasta orö um þetta nú, —
höfuöatriöið er, aö mönnum sé
ekki mismunað, þannig aö biliö
breikki milli þeirra, sem betur
eru settir og hinna, sem minna
mega sin. Akvarðanir, sem leiða
til þess, eru hvorttveggja í senn:
ranglátar og hættulegar.
— mhg
Vegið
Framhald af bls. 2
fulla grein fyrir afleiöingunum.
Auövitaö leiöir þetta til þess, aö
bændur leggja ekki i aörar
framkvæmdir en þær, sem
óhjákvæmilegar eru með öllu,
ef þeir þá treysta sér einu sinni
til þess. Og hvaö áhrærir unga
menn, sem eru aö byrja búskap
eöa hafa hug á þvi, þá sé ég ekki
annað en þetta sé algjört rot-
högg á þá. Hér er enn vegiö aö
þeim.sem verrihafa aðstöðuna
og var þó sist bætandi á mis-
réttiö. Vera má aö þessi
ákvöröun eigi aö vera eitthvert
bjargráö fyrir Stofnlánadeild-
ina en gagnvart fjölmörgum
bændum eru þetta hrein Loka-
ráö. —mhg.
Hækkun
Framhald af bls. 2
i verðlagsgrundvöllinn. Hins-
vegar eru hér ekki meðtaldar
nýleg verðhækkun á bensini og
ýmsar hækkanir á opinberri
þjónustu.
Freyr lýkur athugunum sin-
um með þessum orðum:
,,A s.l. ári jukust stofnlán til
sjávarútvegs um 90%. Stofnlán
til iðnaðar voru aukin um tæp
70% en til landbúnaðarins juk-
ust stofnlánin um 32%. Þess ber
þó að geta, að i tölunni yfir
stofnlán til landbúnaðarins eru
lika lán til ibúðarhúsa i sveitum,
þar á meðal ibúöarhúsa ýmissa
annarra en bænda, en eins og
kunnugt er eru fjárfestingar til
ibúöarhúsabygginga ekki tiund-
aðar hjá hinum atvinnuvegun-
um.” —mhg
Lögreglumenn
Framhald af bls. 16
eins og kjaranefnd, sem á aö vera
hlutlaus úrskurðaraðiii, getur
gengið fram hjá slikum stað-
reyndum.
Við þetta bætist, að úrskurð-
aðar launabætur til lögreglu-
manna eru með þvi lélegasta,
sem finnst i úrskurðum kjara-
nefndar, og munu varla ná þvi
1,8%, sem rikiö þó bauö I upphafi.
Það er þvi augljdst, að
úrskuröur kjaranefndar er óhæfa
og algerlega óviöunandifyrir lög-
reglumenn.
Oskar
Framhald af bls. 16
inguna verða kvikmyndasýn-
ingar á Kjarvalsstöðum i næstu
viku, en þá verða sýndar myndir
Óskars „Reykjavikurævintýri
Bakkabræðra” og „Siðasti
bærinn i dalnum”, en hún hefur
ekki verið sýnd hér I nokkur ár.
Sagðist Óskar hafa ágætt eintak
af myndinni, en „Siöasti bærinn i
dalnum” hefur verið ein vinsæl-
asta barnamynd sem hér hefur
verið sýnd frá upphafi. Ljós-
myndasýningin er opin frá kl. 14-
22 til 3. ágúst.
—þs.
Uganda
Framhald af bls. 3.
lýst stuöningi viö fimm umbóta-
kröfur og kröfur um endurskipu-
lagningu hersins og rikisstjórnar-
innar.
Þá er allt efnahagslif landsins
að falli komið vegna skorts á
eldsneyti. Engin olia berst til
landsins eftir aö stjórnvöld i
Kenýa séttu fram þá kröfu að all-
ur innflutningur semferi gegnum
Kenýa til Uganda veröi greiddur i
gjaldeyri. Amin hefur biðlað til
rikra oliulanda úr röðum Araba-
rikja um aö þau aðstoöi hann.
Eldsneytisskorturinn hefur að
sögn stöðvað iðnaöinn að mestu
leyti og i dag bannaði Amin
einkabilisma i landinu. Hér eftir
fá einungis rikisbilar, strætis-
vagnar og sjúkrabilar eldsneyti.
Amin tók enn eitt furðuskrefið i
utanrikismálum i dag er hann
kallaði sendiherra breta i landinu
á sinn fund og bað hann að gera
grein fyrir þvi hvernig hann
komst inn i landið. Jafnframt á-
sakaði hann bresku stjórnina um
að(breiða út rakalausar illgirnis-
lygar um Uganda.
Þetta nýjasta tiltæki Amins
kemur m jög á óvart eftir aö hann
reyndi að friömælast við Kenýa
og Frakkland i gær.
Guðmimdur
Haraldsson
hefur tapað brúnni tösku með
tveim smellum, einnig hvitum
pakka með þvotti, og göngu-
staf. Mun þetta hafa átt sér
staö einhversstaöar á leiðinni
frá Hvassaleiti niður á
Skeiðarvog, mánudaginn 12.
júli.
Vinsamlega skilið þessum
hlutum til auglýsingadeildar
Þjóðviljans, eða til Guðmund-
ar að Skeiðarvogi 9.
* ........ ^
Aiúöarþakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og útför
Kristjáns Halldórssonar,
kennara frá Patreksfirði,
Laufásvegi 36, Reykjvik.
Jóhanna ólafsdóttir,
Ólafur Baröi Kristjánsson, Hanna Karen Kristjánsdóttir,
Guöriöur Kristjánsdóttir, Helgi Geir Vaidimarsson,
Gunnar Kristjánsson, Helga Loftsdóttir,
Kristján Halldórsson, Gestur Gunnarsson,
Ingibjörg ólafsdóttir, Elin Jónsdóttir.
Neskaupstaö — Gönguferö sunnu-
daginn 25. júlí
Alþýðubandalagið i Neskaupstað efnir til gönguferðar i Fannardal og
á Fönn sunnudaginn 25. júli, ef veður leyfir.
Lagt verður upp frá Egilbúð kl. 9 um morguninn og ekiö inn i Fannar-
dal á einkabilum og meö rútu fyrir þá sem þess óska með fyrirvara, og
eru þeir beðnir að hafa samband við Kristinu Lundberg eðaSigrúnu
Þormóðsdóttur. öllum er heimil þátttaka, en börnum þó aðeins i fylgd
fullorðinna. Vanir leiðsögumenn stjórna ferðinni og miðlað verður
ýmsum fróðleik.
Muniö nesti, hlifðarföt og góöan göngubúnað!
Stjórn Alþýðubandalagsins
i Neskaupstað.
Nadia
Framhald af bls. 9.
nitján ára aldurs. Siðar meir muni hún vinna sem
þjálfari.
Sigurför Nadiu Comaneci hefur verið mjög hröð.
Fyrir tveimur árum aðeins þótti hún ekki nógu góð
til að komast I landsliðiö, en i fyrra sló hún
Túrisjévu heimsmeistara og sigurvegara frá
MUnchen út á Evrópumeistaramótinu. Ljúdmila
Túrisjeva er nú 24 ára, og það þykir of hár aldur
fyrir fimleika — forskot hafa táningar meö litil
brjóst og mjaðmir. Og Nadia, sem er 1.53 sm. á hæð
og 38 kg. að þyngd, hefur mun betri möguleika en
þroskuð kona.
Annað mál er, að sumir þjálfarar einkum á Vest-
urlöndum hafa sfnar efasemdir um að það sé skyn-
samlegt að leggja byrði ólympiukeppni og alþjóöa-
frægðar á hálfgerð börn. Til dæmis taugaóstyrkur-
inn sem Olga Korbut sýnir nú I keppni er rakinn til
þess að hún hafi svo skyndilega orðið heimsfræg
sjónvarpsstjarna.
Bella Karolyi þjálfari rúmensku fimleika-
stúlknanna vill ekkert um þetta mál segja. En hún
telur að Nadia og Theodora Ungureanu (sem varð
fjóröa i fjölkeppni) séu fullþroska sem fimleikakon-
ur. Vegna þess, segir hún, að átta ár i fimleikasal
jafngildir fullum þroska.
Rússar eru sagðir mjög óhressir yfir að missa
„sina” grein þannig út úr höndum sér. Þeir hafa
fundið að þvi hvaða einkunnir Nadia hefur fengið,
en áhorfendur eru ekki á sama máli.
V ERSLUN ARM ANN AHELGIN
Athygli skal vakin á þvi,að áfengisbann er
á neðangreindum hátiðum. Þeir sem hafa
i hyggju að sækja neðangreindar hátiðar
n.k. verslunarmannahelgi, mega búast
við þvi að áfengisleit verði gerð i farangri
þeirra.
Sumarhótiðin i Húsafelli
Bindindismótið i Galtalœk, og
Rauðhetta ’76
Ekiö verður um Mývatnssveit og vloar.
Sumarferð AB á Norðurlandi vestra 24,-25, júli:
Vesturdalur
Sprengisandur —
Bárðardalur—Krafla
óllum er heimil þátttaka i
þessari sumarferö Alþýðu-
bandalagsins á Norðurlandi
vestra. Farið verður frá
Varmahlið laugardaginn 24. júli
n.k. kl. 10. Þátttakendur koma
til Varmahliðar að morgni laug-
ardags,ýmist i einkabilum eða
' langferðabilum og veröur það
skipulagt, þegar meira er vitað
um þátttöku.
Fyrsti áfangastaðurinn er
eyðibýlið Þorljótsstaöir i Vest-
urdal, en þar verður haldiö upp
á hálendið og ekiö um Reyöar-
fell og Orravatnsrústir að sælu-
húsi við Laugafelt og sfðan
noröur Sprengisandsieið niður i
Báröardal þar sem gist er I
tjöldum aðfaran. sunnud. og
cfnt til kvöldv. i Halldórsst. sk.
A sunnudag liggur leiðin um
Mývatnssveit, þar sem margt
eraö skoða og þaðan til virkjun-
ar og jarðeldasvæðis við Kröflu,
en siðan veröur ekið um Akur-
eyri til Varmahliðar, þar sem
leiðir skilja á sunnudagskvöld.
Allir þátttakendur i ferðinni
þurfa aö hafa með sér viölegu-
búnar og nesti til tveggja daga.
Þátttökugjald verður kr.
5.000,-, en þátttakendur yngri en
12 ára borga hálft gjald.
Væntanlegir þátttakendur
láta skrá sig og fá nánari upp-
lýsingar hjá eftirtöldum:
Hvammstangi:
Þórður Skúlason, Hvamms-
tangabraut 19, sfmi 1382.
Blönduós:
örn Ragnarsson, kennarabú-
stað Kvennaskólans, slmi 4249.
Skagaströnd:
Eövarð Hallgrimsson, Fella-
braut 1, simi 4685.
Varmahlfð:.
Hallveig Thorlacius, Mánaþúfu,
simi 6128.
Sauöárkrókur:
Svava Hjaltadóttir, Ægisstig 10,
slmi 5237.
Hofsós:
Glsli Kristjánsson, Kárastig 16,
simi 6341.
Siglufjörður:
Sigurður Hlöðversson, simi
71406.
Kjördæmisráð Alþýðubanda-
lagsins á norðurlandi vestra.