Þjóðviljinn - 06.08.1976, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 06.08.1976, Blaðsíða 3
Föstudagur 6. ágúst 1976. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 3 Skýli á götum Peking. Pekingbúar snúa aftur til heimkynna Óeirðir áfram í Soweto JÓHANNESARBORG 5/8 — Nemendur úr skólum blökkumanna i borginni Soweto fóru i nýja mótmæla- göngu í dag til aö mótmæla þvi að nemendum sem hand- teknir voru I óeirðunum i júni, skuli enn haidið i fang- elsi án dóms. Lögreglan og sjónarvottar sögðu þó, að mótmæla gangan væri miklu minni en i gær, en þá reyndu 20.000 blökkumenn að ganga inn i „hvit” hverfi Jóhannes- arborgar. Lögreglan sagði i dag að tveir blökkumenn hefðu verið skotnir til bana og átján særðir, þegar lög- reglan skaut á mótmæla- gönguna i gær. Óeirðir hófust einnig i öðrum bæjum blökkumanna umhverfis Jóhannesarborg, og hafa þar verið mótmæla- aðgerðir til stuðnings við blökkumennina i Soweto. Lögreglan segir að ein- ungis fjórir nemendur séu i fangelsi eftir óeirðirnar i Soweto, en leiðtogar nem- endanna i Soweto halda þvi fram að þeir viti um þrjátiu menn, sem hafi setið i fang- elsi i meira en fimm vikur. Óþekkti sjúkdómur- inn er ekki inflúensa PHILADELPHIA 5/8 — Heilbrigðisyfirvöld i Phila- delphiu sögðu i dag að mjög óliklegt væri að óþekkti sjúk- dómurinn, sem hefur nú orðið 23 mönnum að bana i Bandarikjunum, væri inflú- ensa. Alitu þau aö hann staf- aði af einhverri óþekktri eiturtegund. Nú er vitað um 161 mann, sem hefur sýkst af þessum sjúkdómi á siðustu tveimur vikum. öll sjúkdómsein- kennin minna mjög á inflú- ensu. Þeir sem tekið hafa þennan sjúkdóm voru á þingi i Philadelphiu um 20. júli. 10.000manns voru á þinginu, og segja sumir að þeir hafi séð e.k. gufu koma út úr loft- blásurum. Dr. Leonard Bachman heilbrigðismála- ráðherra Pennsy lvaniu, sagði að hugsanlegt væri að einhver eiturefni hafi borist i gegnum loftblásarana, en engar niðurstöður hafa enn fengist af þeim rannsóknum sem gerðar hafa verið, og sagði dr. Bachmann, að sjúkdómseinkennin minntu ekki á neinar þekktar eitur- tegundir. Cunhal gagnrýnir LISSABON 5/8 — Alvaro Cunhal, formaður Kommún- istaflokks Portúgals gagn- rýndi harðlega i dag stefnu- skrá minnihlutast jórnar Sósialistaflokksins. Hann sagði að stefnuskráin gerði ráð fyrir þvi að hressa við efnahag iandsins á kostnað verkalýðsins. Formaðurinn lét svo ummælt I umræðum sem hófust I dag um stefnu- skrána i þinginu. Mið- og hægriflokkar munusitjahjá við afgreiðslu stefnuskrárinnar á þingi, en ekki er gert ráð fyrir þvi að kommúnistar muni þrátt fyrir gagnrýnina leggja til að stefnuskránni verði hafnað. Soares sagði að ekki væri stefnt að frekari þjóðnýtingu samkvæmt stefnuskrá þessari. PEKING 5/8— Eftir að hafa búið meira en viku á götum Peking fluttu nokkrar fjölskyldur inn i heimili sin að nýju i kvöld. Þótt þetta fólk enni nema litið brot af hinum sex miljónum ibúa höfuðborgarinnar, var þetta öruggt merki um að lifið i Peking væri nú smám saman að byrja að færast I eðlilegt horf aftur, eftir jarðskjálftann mikla. Virðist nú að yfirvöldin áliti að versta hættan sé liðinn hjá. SEVESO5/8 — í tölsk yfir- völd vöruðu í dag íbúa hér- aðsins umhverfis Seveso á Norður-Italíu/ þar sem eiturefni hefur mengað jarðveginn, við því að geta börn í a.m.k. sex mahuði. Aðeins fáum klukku- stundum eftir að þessi til- kynning var gefin út birti L'Unita, málgagn ítalska kommúnistaflokksins, við- tal við víetnamskan sér- fræðing í meðferð eitur- efna af þessu tagi, og hélt hann því sama fram. Hann sagði að þessi eitrun gæti aukiðbarnadauða um meir en fimmtíu af hundraði. JERÚSALEM 5/8.- Það kom til handaiögmála í Jerúsalem í dag, þegar heittrúaðir gyðingar reyndu að hindra íraelska þjóðernissinna i að biðjast fyrir á því svæði í borginni, þar sem musterið stóð áður. 1 dag er þess mlnnst að á þessum degi áriö 70 eyðilögðu rómverjar musteri gyðinga i Jerúsalem, og tilkynntu félagar i þjóðernissinaflokknum Betar að Útlendingar urðu enn að dvel jast i sendiráðum, en flestum þeirra var þó leyft að snúa til heimila sinna og sækja persónulegar eigur sinar. Starfsemi hófst i nokkrum verksmiðjum i dag, og vinnu- flokkar fóru um götur i fyrsta skipti siðan 28. júli, þegar jarð- skjálftinn varð, og hreinsuðu rusl. Ekki hafa verið birtar neinar nýjar viðvaranir við nýjum jarðskjálftum, og er meiri I viðtali sinu við L’Unita sagði Ton That Tung, próíessor viö háskólann í Hanoi, að barnadauði hefði aukist frá 30 upp i 47 af þús- und i borginni Hue vegna eitrunar frá efnum, sem bandarikjamenn notuðu til að eyöa gróðri i styrj- öldinni i Vietnam. Hann sagði að þessi eitrun gæti einnig ollið ófrjósemi og fósturlátum. Meöal þeirra 740 manna, sem fluttir hafa verið frá hinu meng- aða svæði, voru um 20 ófriskar konur, en enn fleiri voru i nær- liggjandi héruðum, og hafa margar þeirra verið látnar gangast undir rannsókn. Prófessor Tung, sem italska stjórnin hefur boðið að koma til héraðsins, þar sem eitrunin varð, varaði einnig við þvi að eiturefnin þeir myndu minnast þessa at- burðar með þvi aö biðjast fyrir þar sem musterið stóö áður, en þar stendur nú A1 Aqsa, bænahús múhameðstrúarmanna. En heit- trúaöir gyðingareru andvigir öllu bænahaldi á þessum stað, þvi að þar var áður „hiðallra helgasta,” þar sem æðsti presturinn einn mátti koma. Bænahald á þessum sama staö fyrr á árinu leiddi til mikilla óeiröa meöal araba i austur- hverfum Jerúsalem og á vestur- bakka Jórdan, þvi að þeim fannst það vera ögrun við helgistað múhameðstrúarmanna. sinna bjartsýni i yfirlýsingum yfirvald- anna en áður. Hua Kuo-feng forsætis- ráðherra er nú á ferðalagi um jarðskjálftasvæðið umhverfís iðnaðarborgina Tangshan, 160 km fyrir austan Peking, og virðist hann hafa tekið að sér yfirstjórn alls björgunarstarfsins. Frétta- stofan Nýja Kina skýrði frá þvi i dag að Hua og þrettán aðrir kin- verskir ráðamenn hafi verið að kanna héraðið siöan á föstudag. gætu borist viöar. Hann sagði að þegar eitrið væri komið i jarð- veginn gæti það komist út i vötn og læki og eitrað fisk og siðan önnur dýr. Ýmsir leiðtogar kristilegra demókrata i Róm, en sá flokkur hefur barist harðlega gegn þvi að fóstureyðingar yrðu leyfðar á ttlaiu, sögðu i dag að fylgismenn fóstureyðinga reyndu nú að færa sér i nyt eitrunina i Seveso til að knýja i gegn frjálslyndari lög um það efni. Áður hafði verið frá þvi skýrt að stjórnin vildi leyfa konum i Seveso fóstureyðingu, ef sannað væri að eitrunin hefði skaðað fóstur sem þær gengju með. Yfirmenn kaþólsku kirkj- unnar báru þegar i stað fram hörð mótmæli, en þeir eru and- vigir fóstureyðingum i öllum til- vikum. Þegar þjóðernissinnarnir komu i dag til að biðjast fyrir, voru þar komnir heittrúaðir gyðingar i svörtum frökkum og réðust þegar á þá. Rifu þeir úr höndum þeirra spjöld sem á stóö „Þetta er okkar réttur”. Lögregluvöröur stóð við dyr dænahúss múhameðstrúar- manna,og tókst honum að stöðva handalögmálin um leið og þau hófust. Yfirvöldin i tsrael hafa áhyggjur af þessum atburöum, þvi að þau óttast að þeir kunni að valda ólgu meöal araba. Engir arabar voru þó viöriðnir at- burðina i dag. Grikkir og tyrkir enn á sárs höfði: Deila nú um Eyia- hafið ANKARA SÆ — Tyrkneska leitarskipið Sismik 1., sem hefur verið að leita að oiiu i Eyjahafinu að undanförnu, sigldi af stað i nýja leitar- ferð, og virtist svo sem það kynni að fara inn á svæði, sem grikkir og tyrkir deila nú um. Grikkir og tyrkir eru mjög ósammála um eignarrétt á hafsbotni Eyjahafsinsog rétt til að vinna oliu, sem þar kynni aðfinnast, og hafa þeir gefiö mismunandi aðilum leyfi til að leita að oliu á' sömu stöðum. Ferðir tyrk- neska leitarskipsins Sismiks 1. hafa orðið til þess að deilurnar hafa orðið enn ill- vigarien áöur. Grikkir halda þvi fram að allt Eyjahafið, sem er þéttsett griskum eyjum, sé hluti af Grikklandi allt til þess staðar, þar sem landhelgi austustu eyjanna lýkur. Tyrkir álita hins vegar að landgrunn Anatoliu-skagans nái langt vestur fyrir margar grisku eyjarnar. Sismikl. hefurþegarfarið i eina oliuleitarferð og kom afturúrhenni igærkvöldi, en það hefur hingað til haldið sig á svæðum sem enginn vafi liggur á að eru innan tyrkneskrar landhelgi. Nú siglir skipið til svæða sem mjög eru umdeild, einhvers staðar fyrir austan grisku eyjuna Limnos, og óttast ýmsir að grikkir kunni að beita flota sinum ef skipiö kemur inn á svæöi sem þeir gera tilkall til. Kommúnistar sitja hjá á ítalska þinginu og gera Andreotti klei ft að stjórna RÓM 5/8 — italskir koinmúnistar ákváðu i gær að sitja hjá þegar atkvæða- greiðslan fer fram i italska þinginu um traustyfirlýsingu handa minnihlutastjórn Giulio Andreotti, og tryggja það þannig að traustyfirlýs- ingin verði ekki felld. En þeir iýstu þvi jafnframt yfir að stjórnin gæti ekki búist við þvi aö fá sjálfkrafa stuöning eða. hlutleysi kommúnista á þingi. Þessi stefna kommúnista kom fram i ræðu, sem einn helsti þingmaður þeirra Edoardo Perna, flutti i öldungadeild italska þings- ins í dag. Hann lýsti þvi yfir að hlutleysi kommúnista, og sú minnihlutastjórn, sem kemst þannig að völdum, sé aðeins bráðabirgöaástand, sem eigi að stuðla að sam- einingu allra lýðræðisafla i landinu. „Við viljum ekki gera þessa stjórn trúverðuga. Við gefum henni ekkert umboö”, sagði Edoardo Perna. Ræða Perna var talin boða það ótvirætt að kommúnistar myndu greiða atkvæöi gegn minnihlutastjóm Andreottis og fella hana þannig, ef Andreotti fylgdi stefnu, sem þeir væru ósammála. Mega ekki geta börn í a.m.k. sex mánuði Handalögmál milli gyðinga 1 Jerúsalem

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.