Þjóðviljinn - 06.08.1976, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 06.08.1976, Blaðsíða 14
H SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 6. ágúst 1976. Leiðrétting Þau mistök uröu i blaðinu i gær að gæsalappir féllu niður i fyrir- sögninni „Barnamorðinginn Nestlé”. Eins og fram kom i greininni sjálfri var þetta ekki fyrirsögn Þjóðviljans.heldur titill bókar, sem málaferli hafa orðið af i Sviss, og fjallaði greinin um þau máiaferli og ástæður þeirra. Nú eru rædd Framhald af bls. 10. kommúnistaflokkur, hefðu farið fram talsverðar umræður milli kommúnista og kristinna manna þar f landi, en þær heföu þó ekki fengið neitt fast form. Norskur biskup skýrði síðan frá þvf, að umræður milli kristinna manna og róttækra vinstri manna hefðu hafist þar i landi af á- kveðnu tilefni, lögum um fóstur- eyöingar. Þegar frumvarp kom fram um fóstureyðingar, voru vinstri menn þvi fylgjandi, en kirkjan hélt fast við sina hefð- bundnu afstöðu og fordæmdi það. 1 þvi sambandi heföu sprottiö upp miklar umræður um það hvað kristnir marxistar ættu að gera, og hvort þeir fylgdu fremur kirkjunni en öðrum róttækum mönnum. Þessar umræður voru óformlegar og fjölluðu mest um grundvallaratriði. Ekki væri vist að allir heföu haft sama viðhorf til viðræðnanna, sagði biskupinn, en þær hefðu veriö hreinskilnis- legar, og stæöi til að gefa Ut hin ýmsu sjóna’rmiö i bók. Að lokum tóku erlendu biskuparnir það sérstaklega fram að þeim heföi veriö sýnd mikil gestrisni á lslandi, og heföi þeim þótt vænt um að fá tækifæri til að kynnast islensku kirkjunni nánar. Víkingur Framhaldaf bls. 11. til Óskars Tómassonar sem lék laglega á varnarmenn og skaut föstu skoti að marki sem Magnús réði ekki við. Eftir þetta sótti Vikingur öllu meira og skapaði sér tækifæri sem ekki nýttust. Undir lokin munaði þó litlu er Helgi Helgason sendi fallegan bolta til Lárusar Jónssonar sem skallaði fast að marki, en i netið vildi boltinn ekki. 2-1 sigur KR varð ekki um- flúinn. Bestu menn Vikings voru þeir Diðrik i markinu og Óskar Tómasson á meðan hann gekk heill til skógar i fyrri hálfleik, en hann meiddist er á leíð. Hjá KR bar einna mest á Ottó Guðmunds- syni i vörninni og Jóhanni Torfa- syni...einnig á meðan hann var heill á báðum fótum! * — gsp Gils Framhald af bls. 1. um nokkur og sum býsna mikil- væg. Trúlega verður haldið áfram framan af þessari lotu við að reyna samkomulagsleið um þær greinar, sem ágreiningur er um, en einhverntima hlýtur að koma að þvi að atkvæði skeri úr, þvi fá- ir eru svo bjartsýnir að gera ráð fyrir, að allt falli i ljúfa löð án þess að til atkvæðagreiðslu komi. — tjm hvað er mestur á- greiningur nú? — Um alþjóða hafsbotnssvæðið og þá stofnun sem ætlunin er að koma á fót til að stjórna vinnslu þeirra auðæfa, sem þar kunna að finnast. Einnig verður sjálfsagt deilt á- fram um 200 milna auðlindalög- sögu. Ekki þó svo mjög um hug- takið sjálft, þvi nú vilja nær allir þá Lilju kveðið hafa og eru bretar sagðir þar hvað ólmastir, en landlukt riki og landfræðilega af- skipt, sem svo kalla sig, halda vafalaust til streitu þeirri kföfu sinni að fá einhver itök innan 200 milna hjá strandrikjum. Þeim tókst ekki að fá þessu framgengt i siðustu lotu og er þess að vænta að sú lausn, sem þarna kann að verða fundin bitm ekki á hags- munum okkar islendinga. Það kemur þvi æ betur i ljós, hversugeysimikilvægtþað var að fá þegar tekin inn i fyrstu gerð hafréttarfrumvarpsins ákvæði, sem eiga að tryggja rétt okkar til þess að ákveða leyfilegan há- marksafla einhliða, og einnig hitt hvort við getum sjálfir veitt það, sem leyfilegt er á hverj’um tima. — Heldurðu að i þessari lotunni muni takast að ljúka endanlegri gerð frumvarps til hafréttarlaga? — Þessu er mjög erfitt að svara. Hætt er við að togstreitan um ágreiningatriði haldi áfram enn um sinn. Þó ætti það að reka nokkuð fast á eftir, að hvert strandrikið á fætur öðru er að undirbúa einhliða útfærslu, sem kemur til framkvæmda á næstu mánuðum og misserum hvað sem ráðstefnulokum liður. Það er þvl ekki óeðlileg bjart- sýni að gera ráð fyrir þvl að haf- réttarlög liggi fyrir nokkurn veg- inn fullsmiðuð þegar þessum áfanga lýkur. Vmsir telja þó rétt aö gera ráð fyrir einum fundi enn, og þá llk- lega I byrjun næsta árs, áður en ráðherrar og aörir „flnir ” menn flykkjast til Caracas I Venesúela til að undirrita væntanlegan haf- réttarsáttmála. — úþ 19. júní Framhald af bls. 5. K.S.F.Í. svo eitthvað sé nefnt. Ritstj. er Erna Ragnarsdóttir og vitnar hún m.a. i ritstjórnar grein i orð Brietar Bjarnhéðins- dóttur sem sagði er hún likti honum við vængstýfðan fugl i réttleysi þeirra: „Enginn getur sagt hve langt flug hann hefði getað þreytt, ef hann hefði verið látinn laus”. Að blaðinu unnu einnig þær Asthilur ólafsdóttir, Björg Einarsddttir, Edda Svavars- dóttir, Elfa Björk Gunnarsdóttir, Gerður Steinþórsdóttir, Guðrún Stephensen, Hlédis Guðmunds- dóttir, Ingibjörg Rafnar og Sig- riður Anna Valdimarsdóttir. Blaðið fæst á eftirtöldum stöðum: Blaðsölunni hjá Eymundsson, Nesti, Eden i Hverag. og á skrifstofu K.R.F.I. — þs. Gæslukonur Framhald af bls. 16 Sóknartaxta og hafa mun minni tekjur. Að lokum má getta þess, að nýtt starf var smiðað i þessum samn- ingaviðræðum og heitir það „For- staða aldraðra”. Sömu laun verða greidd fyrir það og fyrir forstöðu dagheimila. Að áliti bæjarstjórnarmeirihlutans hef- ur þegar verið ráðið i starfið en minnihlutinn er ekki á sama máli og krefst þess, að nýja starfið verði auglýst eins og lög gera ráð fyrir áður en tekið er til við mannaráðningar. —gsp. Heiðasel á Slðu. — Tjaldað veröur við Fjarðará, skammt frá bænuiú. SUMARFERÐ AÐ LAKAGÍGUM Árleg sumarferð Alþýðubandalagsins I Kópavogi verður farin 13. til 15. ágúst. Lagt verður af stað frá Þinghól Hamraborg 11 föstudaginn 13. ágúst kl. 18 og ekið að Heiðar- seli á Siðu og tjaldaö þar. Laugardaginn 14. ágúst veröur lagt af stað árla morguns og ekið að Laka og eldstöðvar Skaftáreldanna skoðaðar eftir þvi sem tlmi vinnst til. Um kvöldið verður komið aftur I sama tjaldstað, en tjöldin verða látin standa I umsjá bóndans I Heiðarseli. Sunnudaginn 15. ágúst verður haldið heim á leið með viðkomu i Hjörleifshöfða, ef veður verður hagstætt. Fargjald verður kr. 4500 fyrir fullorðna, en hálft gjald fyrir 14 ára og yngri. Allir eru vel- komnir I ferðina. Allir þátttakendur þurfa að vera vel búnir til fjallaferða og hafa viðeigandi viðlegubúnað og nesti til tveggja daga. Farmiða má panta i slma 40831 — 41279 — 40471. Farmiðar verða afhentir I Þinghól föstudag- inn 6. ágúst kl. 17 til 21. Sækið miðana kl. 5-9 í kvöld í Þinghól Alþýðubandalagið í Kópavogi Aðalskoðun bifreiða 1976 í Hafnarfirði, Garðakaupstað og Bessastaðahreppi fer fram við bifreiðaeftirlitið Suðurgötu 8, Hafnarfirði, kl. 8.45-12 og 13-16.30 eftirtalda daga sem hér segir: Mánudagur 9. ágúst G-1 til G-150 Þriðjudagur lOágúst G-151 til G-300 Miðvikudagur 11. ágúst G-301 til G;-450 Fimmtudagur 12. ágúst G-451 til G-600 Föstudagur 13.ágúst G-601 til G-750 Mánudagur 16. ágúst G-751 til G-900 Þriðjudagur 17. ágúst G-901 til G-1050 Miðvikudagur 18. ágúst G-1051 til G-1200 Fimmtudagur 19. ágúst G-1201 til G-1350 Föstudagur 20. ágúst G-1351 til G-1500 Mánudagur 23. ágúst G-1501 til G-1650 Þriðjudagur 24. ágúst G-1651 til G-1800 Miðvikudagur 25. ágúst G-1801 til G-1950 Fimmtudagur 26. ágúst G-1951 til G-2100 Föstudagur 27. ágúst G-2101 til G-2250 Mánudagur 30. ágúst G-2251 til G-2400 Þriðjudagur 31. ágúst G-2401 til G-2550 Miðvikudagur 1. sept. G-2551 til G-2700 Fimmtudagur 2. sept. G-2701 til G-2850 Föstudagur 3.sept. G-2851 til G-3000 Mánudagur 6. sept. G-3001 til G-3150 Þriðjudagur 7. sept. G-3150 til G-3300 Miðvikudagur 8. sept. G-3301 til G-3450 Fimmtudagur 9. sept. G-3451 til G-3600 Föstudagur 10. sept. G-3601 til G-3750 Mánudagur 13. sept. G-3751 til G-3900 Þriðjudagur 14. sept. G-3901 til G-4050 Miðvikudagur 15. sept. G-4051 til G-4300 Fimmtudagur 16. sept. G-4301 til G-4450 Föstudagur 17. sept. G-4451 til G-4600 Mánudagur 20. sept. G-4601 til G-4750 Þriðjudagur 21. sept. G-4751 til G-4900 Miðvikudagur 22. sept. G-4901 til G-5050 Skoðun bifreiða með hærri númer verður auglýst siðar. Við skoðunina skulu sýnd skilriki fyrir þvi, að bifreiða- skattur sé greiddur og lögboðin vátrygging. Ennfremur skal framvisa ljósastillingarvottorði og ökuskirteini. — Það athugist, að bifreiðaskattinn ber að greiða i skrifstofu embættisins Strandgötu 31 i Hafnarfirði. Vanræki einhver að koma bifreið sinni til skoðunar á réttum degi, verður hann látinn sæta ábyrgð samkvæmt umferðarlögum og bifreiðin tekin Ur umferð, hvar sem til hennar næst. Athygli skal vakin á þvl, að umdæmismerki bifreiða skulu vera vel læsileg og er þvi þeim, sem þurfa að endurnýja númeraspjöld bifreiða sinna, bent á að gera þaö nú þegar. Festivagnar, tengivagnar og farþegabyrgi skulu fylgja bifreiðunum til skoðunar. Eigendur léttra bifhjóla eru sérstaklega áminntir um að færa hjól sin til skoðunar. Þetta tilkynnist öllum, er hlut eiga að máli. Bæjarfógetinn i Hafnarfirði og Garðakaupstað Sýslumaðurinn i Kjósarsýslu. 3. ágúst 1976 UTBOÐ Tilboð óskast I jarðvinnu o.fl. vegna fyrirhugaðra byggingaframkvæmda við 3. áfanga Hvassaleitisskólans I Reykjavik. Ctboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri, Frikirkjuvegi 3, R. gegn 5.000,- kr. skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað, föstudaginn 13. ágúst 1976, kl. 11.00 f.h. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Fríkirkjuvegl 3 — Sími 25800 Bíla viðgerðamenn! Viljum ráða strax bifreiðasmiði og rétt- ingamenn, einnig aðstoðarmenn á málningarverkstæði. MIKIL VINNA. Bilasmiðjan Kyndill, Súðarvogi 36, simi 35051 og 85040. Miðstjórnarfundur Fundur er boðaður i miðstjórn Alþýðubandalagsins fimmtud. 12. ágúst nk. að Grettisgötu 3. Fundurinn hefst kl. 20.30. Rætt verður um flokks- starfið og undirbúning flokksráðsfundar I haust. Ragnar Arnalds.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.