Þjóðviljinn - 06.08.1976, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 06.08.1976, Blaðsíða 8
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 6. ágúst 1976. ÍÞRÓTTABÖLIÐ Eins oft og iþróttaskrif á Is- landi ber á góma, er þess háttar skriffinnum legió mjög á hálsi fyrir tilfinnanlegan ókost. Sá ljóð- ur verður siðan undirstaða mis- viturra andsvara, og er einkum lýst i verklegu reynsluleysi þess er skrifar, þ.e.a.s., iþróttablaða- menn hafa sjaldnast nálgast iþróttirnar sjálfar nema i besta falli á pappirnum. Einkum hefur and-iþróttasinnuðum greinahöf- undum veriö reynsluleysinu núið um nasir, og þannig mörg gagn- rýnin I garð fþróttalifsins verið afgreidd skjótlega. t þessari grein er ætlunin að beir.a spjótum gegn iþróttum i framkvæmd nútimans. Kannski verður komið við kaun einhverra og fyrirfram er augljóst að mikill fjöldi manna verður undirrituð- um ósammála i einu sem öliu. Rétt er þó að geta þess i upphafi að meginstoðir þeirrar rök- semdafærslu er hér birtist, eru fengnar fyrir áralanga ánetjun iþróttabölsins, utan vallar sem innan; einlæga og ákafa keppnis- iþróttamennsku sem siðan snérist upp i andstæöu sina. Hér verður þvi lýst reynslu og skoðunum frelsaðs iþróttamanns, studdum eigin afskiptum af einni vinsælustu grein af hinum mikla meiði iþrótta hér á lnadi: hand- knattleiknum. Þó að mestu verði stuðst við þá grein, er nokkuð augljóst að hið mesta af þessu máli má heimfæra upp á velflest- ar aðrar iþróttagreinar þær sem hér eru iðkaðar, og reynsla er af. Orðskviðurinn gamli Sem fyrr segir er hér ætlunin að veitast með vopni reynslunnar að iþróttaframkvæmd nútimans. Þá fyrirætlan ber þó i engu að skilja sem illvilja i garð iþrótta sem slikra, hverjar vissulega má rekja til hins góða. Enn einu sinni, þó ekki án talsverðra feimni vegna ofnotkunar, skal minnt á máltækið góða um heil- brigða sál og hraustan likama; ágæta hugsjón alhliða heilsu- gæslu. Jafnframt skal fúslega játað, að félags- og uppeldislegt ágæti er kjörið að virkja undir fána iþróttanna. Sömuleiðis skal minnt á að varla finnst betra tóm- stundagaman fólkiá öllum aldri; holl hreyfing og útrás sköpunar- gleði sem ella fengist trauðla eða ekki. 1 öllu þessu og jafnvel meiru flest trú min á blessun iþrótta. Sama viðhorfs skundar fjöldi fólks i skiðabrekkur og sundstaði, iðulega þó hornreka af þvi sem er annars og verra eðlis: brenglun keppnisiþróttanna. I framhaldi þess sem fyrr er sagt felst gildi iþróttanna i mann- rækt, gera fólk á ýmsa lund hæf- ara til fyllra lifs. Þvi má með nokkrum rétti likja iþróttunum við listina. Astundun lista i ein- hverju formi er flestum nauðsyn. Þegará hinnbóginn er fengist við iistina listarinnar vegna, hún slit- in úr samhengi við uppruna sinn og tilgang, er ljóst að farið er villtur vegar. Sama máli gegnir um iþróttirnar. Þegar iþróttirnar öðlast inntak sjálfra söi vegna, veröa takmark i sjálfu sér, er gefiö sértækt giidi, þá eru iþrótt- irnar Iþróttanna vegna jafn fáranlegar og listin listarinnar vegna. A þann hátt tapa iþróttirn- ar fyrra gildi sinu, öðlast nýtt sem er fals, allt með sorglegum afleiðingum. Ein þessara afleiðinga er að hugsjónin um sálina og likamann hrynur. Myndin af hinum hug- stillta iþróttamanni er gengur til leiks, og mætir úrslitum með jafnaðargeði hinnar heilbrigðu m 2 K Æ i jt MgmgB mA sálar, þá mynd getur æ sjaldnar að lita á iþróttasiðum dagblað- anna. Það sem fyrrum hét leikur, heitur nú keppni, og hefur sýkt andrúmsloft iþróttamannsins. Það tekmark sem iþróttunum hefur verið ljáð sjálfra sin vegna er undirrótin þar sem afrekið er unnið fyrir afrekið eitt. Þegar svo er komið skiptir engu hvernig að málum er staðið. T.d. má til sanns vegar færa, aö næst á eftir stjórnmálamönnum komi i- þróttamenn hvað varöar klögu- mál, brigslyrði og róg. Hin heil- brigða sál er sannarlega sjúk. Ekki sleppur hinn hrausti llk- ami né heldur viö skakkaföll. Ohófleg áreynsla og iðuleg meiðsl eru uppskeran i akri keppnisiþróttanna þar sem af- reksmennskunni var til sáð. Raunar er trúlegt að meiðsl og kvillar ýmis konar hrjái iþrótta- menn mest allra þjóðfélagshópa, þó að gamalmennum og fóstum vistmönnum sjúkrahúsa liklega undanskildum. Auðvitað er iþróttafólk að öllu jöfnu betur á sig komið likamlega en þeir sem aldrei hreyfa sig neitt,en verðið sem þessi tviræðá hreysti er keypt, er sannarlega uppsprengt á markaði afreksmennskunnar. Niðurstaðan verður þvi ótvirætt sú að orðskviðurinn gamli er i dag fjarstæðan uppmáluð. Félags- og uppeldis- starf. Iþróttahreyfingin skákar oft i skjóli félags- og uppeldisstarfs- semi, sérstaklega til að kria út •peninga vegna skuggalegra áforma i anda afreksmennskunn- ar. Eins og Iþróttahreyfingin rækir þessa tvo þætti, er þó ljóst að réttast væri að svipta hana öll- um fjárveitingum á þeim for- sendum einum. Þessir mála- flokkar eru nefnilega gjörsam- lega forsmáðir af Iþrótta- hreyfingunni, og uppeldismálin á þann hátt að hrein vanvirða er af. Með örfáum undantekningum er félagsstarf innan Iþróttafélaga i þvi lágmarki sem hægt er aö komast af meö þegar tveir eða fleiri hittast undir sama þaki. Iþróttaiðkunin sjálf veitir mjög takmarkaða félagslega fróun. Þau félagslegu samskipti sem fram faraer 14 manns berjastum bolta, eða sundfólk buslar hlið við hlið svo sem 20 kilómetra eöa meir, eru ekki mikið til að byggja á. En samt sem áður er það þess konar félagsstarfssem i sem iþróttafélögin hafa uppá að bjóöa, og búið spil. Sá hjalli sem flest félagsstarfs- semi strandar á, þ.e. að safna fólkinu saman, er að baki innan iþróttafélaganna. Þeir möguleik- ar sem við þetta opnast eru þó áð litlu nýttir. Svo kynduglega bregður við að þau mannlegu samskipti sem einkum er lögð rækt við, eru af hreintrúarmönn- um talin sist eiga samleiö með iþróttum, en iþróttafólki hug- leiknust. Þá kann einhver að spyrja: Hvers vegna nýtir iþróttahreyf- ingin ekki augljósa möguleika sina til blómlegs félagslifs? Fyrir þeim sem til þekkja er svarið augljóst: tþróttahreyfingin er ekki samtökþarsem maður hittir mann til þess að báðir geti orðið betri menn, sem er jú æðra gildi allrar félagsstarfssemi, heldur lætur hún sér nægja það sem af- reks- og keppnismennskan hefur upp á að bjóða og einvörðungu það og ekkert meira. Þannig verða fundir samkomur og skemmtanir ýmiskonar óþarfar, enda fullnægja keppnir og æfing- ar kröfum gerðum til iþrótta- fólks. Þarsem iþróttahreyfingin telur fyrst og fremst æskufólk innan sinna vébanda, hefur hún ábyrgð að axla i uppeldislegu tilliti. (Fullorðið fólk hefur að öllu jöfnu öðrum hnöppum að hneppa en að sinna kröfum afreksmennskunn- ar, og hrekst þvi frá iþróttum.) Þar sem áður var talað um heim- ilvskóla og kirkju sem helstu upp- eldisstofnanir þjóðfélagsins, er hreint ekki út i hött að hafa örlitil umskipti þar sem kirkjan og iþróttafélagið eru. tþróttahreyf- ingin er i dag þar sem þróttlitið æskulýðsstarf kirkjunnar hefur vikiö. Enda er nú svo komið að postularnir heita ekki lengur Pét- ur Jóhannes Páll, heldur sanni nær: Ólafur Axel Geir. Föstudagur 6. ágúst 1976. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 9 Þvi fer þó fjarri að innan iþróttahreyfingarinnargeri menn sér þetta ljóst með viðeigandi ábyrgðartilfinningu. Meöan skól- ar gera á hendur iþróttakennur- um sinum menntunarkröfur til að kenna kollhnis og valhopp, veljast til sömu starfa hjá iþróttafélög- um valinkunnir pótintátar ein- hvers staöar aö. Vissulega eru þar sumir hinir mætustu menn: þjóðkunnir fyrir ágæt störf á þessum slóöum. Á hinn bóginn er að störfum mikill meirihluti manna sem ekkert hefur til kenn- arastarfa að bera, utan misjafn- lega mikla tæknilega getu i iþróttinni. Einmitt i Iþróttahreyf- ingunni, þar sem mestur hluti starfsins nær til barna og ungl- inga á viðkvæmu þroskaskeiði, skipuð mennskum mönnum verð- ur seint algjörlega sem vél. En hin tæknileg fullkomnun er þó markmiðið sem æ meira er lagt i sölurnar fyrir. Þar sem tæknilega fullkomnun þrýtur, taka fyrst leikur og sköpunargáfa við. Þar sem hið fyrrnefnda sækir stöðugt á, verður æ minna fyrir hitt. Si- fellt meiri timi fer til að fuli- komna tæknina, æ minni fyrir iþróttamanninn til að þroska með sér og félögum sinum það sem i upphafi hétu leikur og sköpunar- gleöi. Allt er fyrir afrekið. bjóðrembingur og kyn- þáttahroki. I grein sem hefur að markmiði afhjúpun afreksmennskunnar ber sem hleypur á 10.3? Hafði sá fyrri meir meðvind? Og þó einhver kasti spjóti 90 metra? Segja af- rekin til um það hver er besti iþróttamaðurinn ireyndog hverj- um hefurbest tekist að höndla hið sanna ágæti leiksins? Unnendur afreksmennskunnar telja stjörnur sinar ákaflega mik- ilvægt fólk. Þær eru- nefnilega einkar vel til þess fallnar að laða nýliða til fylgis við sig: innræt- ingu afreksmennskunnar. En látum það liggja milli hluta að sinni og spyrjum : Má ekki fólk vera afreksfólk ef það vill? Ef einhver er svo vitlaus að vilja eyða bestu árum æfi sinnar, og afskræma likama sinn, i þeim fróma tilgangi að geta lyf t nokkur hundruö kilóum i lóörétta stefnu harðari kostum: veröa eign fyrir- tækjanna sem kallast iþróttafél- ög. A þessum stóra markaði eru iþróttirnar aðeins ein grein skemmtanaiðnaðarins. Þegar svo er komið eru það aðeins fáir út- valdir sem stunda æfingar og keppnir: fjöldinn er áhorfandi úr fjarlægö. Sönnun þess aö iþrótt- irnar eru markaðsvara og lúta þeim lögmálum sem slikum eru sett, er auðvelt að sýna: nú ti! skamms tfrna hefur aðsókn aö knattleikjum minnkað til muna: áhugi neytandans á vörunni dvin- að. Þá þegar er rætt um hvernig auka megi aðsóknina: seija vör- una áfram. Lausnina telja menn liggja i meiri markaskorun: þ.e. aukin vörugæöi geri vöruna sam- keppnishæfari þar sem barist er Eftir Stefán Jón Hafstein einmitt þar þyrfti að vanda val leiðbeinenda sérstaklega. Þann þátt forsmáir iþróttahreyfingin þó algjörlega. Slikt er utan og of- an við anda keppnismennskunn- ar. Þar sem takmarkið er tómiö sjálft eða verra, er innrætingin á sömu lund Leikurinn og sköpunar- gleðin. Ein af perlum hinna sönnu iþrótta er leikgleðin og útrásin fyrir sköpunargleðina. Einmitt þessi atriði laða fólk i upphafi til iþrótta: leikur sem bæði reynir á efni og anda; veitir svölun frum- stæðum en mannlegum þörfum : i upphafi var leikurinn og sköpun- argáfan. Iðulega fer þó svo, að upphaf er eitt, endalokin annað. Sikt getur gerst fyrir rökrétta þörf: eitt rek- ur annað i eðlilegu samhengi. A annan hátt geta hlutir fjarlægst uppruna sinn með þvi einfaldlega að slitna úr samhengi við hann. Slikar eru iþróttir nútimans. Af- reksmennskan lætur sig engu varða upphafið: i leit að tækni- legri fullkomnun afrekanna vegna verða leikur og sköpunar- gáfa að vikja. Dæmi um þetta er handknattleikslið. Til þess að komast í fremstu röð reynir það aö leika kerfisbundinn leik, þar sem hver sóknaraðgerð er fyrir- fram utanaðlærð. Þjálfun ermið- uð við það að við hverri taflstöðu er upp kunni að koma þekki leik- maður fyrirfram hið rétta svar. Handknattleiksmenn læra að skora mörk eins og simpansar læra að snikja banana. Mesta hrósyröi sem um handknattleiks- lið er að finna á siðum dagblað- anna kemur einmitt að kjarna málsins: „Að liðið leiki eins og vél”. Vél þarf jú hvorki leik né sköpunargelði, hugsar ekki og notar ekki ibyndunarafl. Vél er fjarstýrð. Vissulega er svo að liðsheild brýna nauðsyn til að slá fölva á hetjuljómann sem smurt er um höfuð Iþróttadýrlinganna. Fylgj- endur afreksmennskunnar dá af- rekið ofar öllu og þarnæst þann sem vinnur þaö. Auðvitað að ófyrirsynju. Ekki verður fjallað hér um gagnsemi eða nauðsyn svokallaðra stjarna. Ekki er þó ótrúlegt að þær séu mikilsverður þáttur i þeim framgangi að gera iþróttirnar að söluvöru á hinum viða markaði. Staða iþróttanna á þvi sviði verður reifuðsiðar. Hins vegar notast hetjur iþróttaafrek- anna einnig á annan hátt. A jólum afreksmannanna, Ólympiuleik- unum, birtist eðli hetjuljómans ákaflega skýrt. Á slikum leikum árið 1936 sýndi þáverandi kansl- ari Þýskalands þann kynþátta- hroka sem a.m.k. æ siðan hefur lifað undir niðri á afreksmótum manna af mismunandi kynþátt- um og þjóðerni. Á slikum mótum er stjarnan persónugervingur yf- irburðakynþáttaeða þjóða. leinu 100 m. hlaupi á ólympiuleikum má e.t.v. finna allan þann skemmandi þjóðernishroka og kynþáttametnað sem rúmast i heiminum yfirleitt. Þvi furðulegri verður aödáunin á afrekinu, sem ljósara verður, að þess á milli og peningavaldsins má setja jafnað- armerki. Afrekið. Sem fyrr hefur komið fram er gildi iþróttanna i sinni sönnu mynd fólgið i mannrækt bæði til likama og sálar. Sömuleiðis hefur fram komið hvernig iþróttirnar hafa fjarlægst þetta gildi sitt, þai; sem takmark þeirra er nú afrek- ið, það lengsta sem hægt er að ná þegar iþróttirnar eru stundaðar iþróttanna vegna. En hvert er raunverulegt gildi afreksins, og hvar kemur það inn i myndina af mannrækt til likama og sálar? Aö hvaða leyti stendur maður sem hleypur 100m. á 10,2 framar þeim upp, oghenda svo öllu i gólfið aft- ur, er honum það of gott? Svarið er: auðvitað ekki. Ef til er svo vit- laus maður að gangast undir það af sjálfsdáðum, þá hann um það. Hitt er svo sýnu verra, þegar maðurinn er borinn á höndum aö- dáenda fyrir slikan fádæma aula- hátt, hrósað I hástert og hvattur áfram meðráðum ogdáð. I fram- haldi af þvi er svo reynt að hvetja fleiri til sömu forheimsku, reynt að innræta sem flestum sama hugsunarhátt og stofnuð til þess félög og varið til þess fémunum. Þá er mælirinn fuliur. Sá sem tal- irjn hefðj veriö smáskritinn verð- ur hetja! Iþróttirnar eru mark- aðsvara. Með þvi sem fram hefur komið er ljóst að iþróttirnar hafa glatað eiginlegu gildi fyrir afreks- mennskuna. Iþróttirnar eru ekki lengur heUsubót likama og sálar. Þær bregðast þeim möguleikum að halda uppi öflugu félagsstarfi og forsmá sina uppeldislegu skyldu. Vegna afrekanna hafa þær varpað fyrir róða leikgleði og sköpunargáfu, ánægjan er smám / saman að vikja fyrir hinni hörðu- keppni: iþróttirnar eru slitnar úr samhengi við hið eiginlega eðli sitt og tUgang: þær eru firrtar. En hvers vegna? Hvers vegna glata þær öllu sem var svo ágætt fyrir hið þokukennda afrek? I heimi þar sem allt er falt, er af- rekið lika selt. Afrek er söluvara. tþróttir eru firrtar. 1 stað þess að vera n.k. mannrækt eru þær framleiðslugrein afreka sem seld eru á markaðnum. Þar sem markaðurinn er stærstur og mest er f jármagniö hefur þessi firring náölengst: atvinnumennska ver- ið sett á laggirnar. Þar eru iþróttamenn ráðnir til að vinna afrek, oft fyrir meiri laun en gengur og gerist meðal annara verkamanna, en einnig gegn um hylli aimennings i skemmt- anaiðnaðinum. Iþróttirnar eru aðeins hlutur á markaðstorgi hégómans. Hvað er orsök og hvað afleiðing er ekki innan þessar greinar að skilgreina. Hver er undirrót þessa alls og hvort og hvernig þá sé hægt aö breyta þessu er efni i aðra. En rétt er að staldra við og athuga hve langt Islendinga hefur borið i þessa átt. Þar sem i þessari grein var komistað þvi að iþróttirnar væru firrtar var miðað við islenskar forsendur að málinu, trúlega þær sömu og annars staðar. A hinn bóginn er vandséð að h.á.l. hafi iþróttirnar náð þeirri fullkomnu vörumynd sem þekkist erlendis. Það er þó ekki vegna þess að iþróttahreyfingin sem slik sé ekki að sönnu reiöubúin. Smæö mark- aðarins er hinn sanni Þrándur i Götu. Um leið og markaðurinn kemstyfir nægt fjármagn er ekki að sökum að spyrja. Raunar hafa nokkrir aöilar fyrir öng'u upp- götvað sölugildi afrekanna. Þar er átt við dagblöðin sem sum hver byggja álitlegan hluta af sölunni á iþróttaféttum. Sömuleiðis virð- ast fyrstu angar atvinnumennsk- unnar vera að skjóta hér rótum i frjósaman jaröveg. Niðurstaða. Fyrir utan það tjón sem afreks- andinn vinnur þrælum sinum, berast áhrif hans viðar. Fyrir alla þá mörgu er gjarnan vildu stunda iþróttir sér til ánægju og heilsu- bótar með afrekið milli hluta, er afreksandinn sannur óvinur. Þar sem iþróttahreyfingin með af- reksmennskuna á stefnuskrá ein- okar svo gott sem a’.ia aöstöðu tii iþróttaiðkana, til dæmis iþrótta- hús reist fyrir almannafé, fælir hún fjölda manns frá iþróttum. 1 stað þess að fólk fer á stúfana til hollrar hreyfingar, verður þaö láta sér nægja að horfa á aðra gera það sem það hefði betur gert sjálft, reyndar með heldur minna offorsi. Smám saman er afreks- mennskan að leiða til þess að fjöldinn verður óvirkur neytandi, en iþróttirnar atvinna fáeinna út- valinna. Að visu eru margir sem ekki láta sér það lynda að stunda iþróttir gegnum fjölmiðla og á áhorfendastæðum. En þar sem iþróttahreyfingin rúmar ekki slika, umfram þá sem gefast af- rekinu á vald, verða þeir að leita annað. Og að sjálfssögðu er það kaupsýslan sem bjargar þvi. Leikfimi nudd og jógismi ýmis konar fæst keypis i stöðvum einkaaðila, sem hlaupa i sakrð iþrótta’nreyfingarinnar. Þannig hefur markaðinum tekist að sölsa undir sig allt iþróttalif, hvernig sem á það er litið. Ef þessi við- burðarás er fyrir mannleg mis- tök, t.d. innan iþróttahreyfingar- innar, er vitað hvert skal leitað fanga um úrbætur. Ef um er að kenna lögmálum okkar mannlega samfélags, er sömuleiðis vitað hvar úrbóta er vant. Eitt er þó vist: þeirra er vant. Niðurlag. Föng þessarargreinar eru sótt i reynslu af og skoðun á iþrótta- hreyfingunni, að utan sem innan. Ofter tekinn hluti fyrir heild, oft má finna undantekningar orðum minum. Hvað sem þvi liður er greinin eins sönn og ég mögulega gat. Frambærileg rök gegn ein- stökum efnisliðum kunna aö vera til, ekki þekki ég þau. En rök sem kollvarpað gætu greininni I heild og þar með skoðunum minum á iþróttahreyfingunni hygg ég eng- in, hversu grannt sem leitað er. Reykjavik, mars-júni 1976 Stefán Jón Hafstein.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.