Þjóðviljinn - 06.08.1976, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 06.08.1976, Blaðsíða 6
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 6. ágúst 1976. Minning Ragnhildur Þórarinsdóttir frá Efrimýrum Fœdd: 21. 10. 1900 - Dáin: 27.7. 1976 Mikils er endurminningin megnug. A þeim stundum er dauðinn grfpur inn i gang tilver- unnar hið næsta okkur og harm- urinn sest að i hugskotinu þá er sem bregði blæ yfir hið liðna og endurminningar flykkjast að. Þá er mikils um vert ef yfir þeim er slik birta að nái að lýsa upp það myrkur er seytlar inn i sálina. Ég hygg lfka að það sem mér er rikast i huga i dag, þegar amma min er til moldar borin, sé ekki sorg heldur þakklæti, þakklæti fyrir allar þær björtu minningar sem ég á um hana og eiga eftir að ylja mér um ókomin ár. Amma, Ragnhildur Þórarins- dóttir, fæddist að Jórvik i Hjalta- staðaþinghá 21. október árið 1900. Hún var næst elst fimm barna þeirra Þórarins Jónssonar, bónda og sýslunefndarmanns, og konu hans Guðrúnar Magnúsdóttur og hlaut sitt uppeldi i foreldra- húsum. Nitján ára tók hún þá ákvörðun er mótaði ævi hennar i grundvallaratriðum upp frá þvi. Hún hleypti heimdraganum og fór til náms að Kvennaskólanum á Blönduósi, sem veitti ungum stúlkum hina bestu menntun á þeirra tima visu. Þann vetur kynntist hún afa minum, Bjarna Ó. Frimannssyni, sem nú stendur frammi fyrir þeirri nöturlegu staðreynd að hans dyggasta stoð og stytta um tæplega sex áratuga skeið er burt kvödd 'úr þessum heimi.— En þess er ég fullviss að skynsemi hans og æðruleysi hjálpa honum til að sigrastá sár- asta treganum og sætta hann við orðinn hlut. — Eftir kvennaskólanámið vist- aðist amma að föðurgarði afa, Hvammi i Langadal. Þau felldu hugi saman og gengu i hjónaband 8. desember árið 1921. Þeir sem til þekkja segja að þar hafi farið sérlega glæsileg ung hjón. Timabilið sem nú fór i hönd var saga landnemans, sú saga sem hefur endurtekið sig óaflátanlega Ragnhiidur Þórarinsdóttir um aldir, saga islenska bóndans. Þau festa kaup á litt ræktaðri og illa hýstri jörð en viðlendri og hefja þar búskap sinn. Hér stóðu rætur þeirra alla tið siðan, á Efri- mýrum i Engihliðarhreppi. Þeim ungu hjónunum kann i fyrstu að hafa þótt berangurslegt landslagið á jörðinni sinni i samanburði við hinar skjólsælu jarðir á grundunum meðfram Blöndu,en með samstilltum stór- hug og elju auðnaðist þeim að breyta mýrinni i gróin tún, reisa myndarleg hús og gera þarna öndvegisjörð, sem varð að nokkru leyti er fram liðu stundir miðdep- ill sinnar sveitar. Það stafaði meöfram af þvi að afi gerðist for- vigismaður sveitarinnar i félags- legum efnum og gegndi þvi hlut- verki um áratuga skeið, en þó hefði það útaf fyrir sig aldrei gert heimilið að þeirri miðstöð sem það var ef ömmu hefði ekki notið við. Hún rak heimilið af mikilli rausn og myndarskap sem hefði ekki verið gerlegur nema vegna þess að hún var i rikum mæli gædd þeirri dyggð, sem hús- móður á stóru heimili er flestum dyggðum nauðsynlegri, en það er nýtni og ráðdeildarsemi. Stjórn- unarhæfileikar hennar nutu sin vel bæði innan húss og utan og létt var að vinna undir hennar stjórn. Ég hygg að hvergi sé á afa hallað þótt ég segi að stjórn búsins hafi oft verið i hennar höndum og ákvarðana hennar hafi viða gætt utan húss. Það stafaði af þvi hve mikill timi fór oft og einatt i óeigingjarnt starf hans á félags- legum vettvangi, sem stundum jaöraði við að færi út fyrir þau mörk erheppileg gátu tahst.Ekki má þó skilja þetta svo að henni hafi verið raun að þessu hlut- verki, heldur varhún upp með sér af aukastörfum bónda sins og lét þvi ekki sinn hlut eftirliggja til þess að hann mætti sinna þeim sem best. Var honum og alltaf mikill styrkur i trausti því og Viðröingu sem hún bar til hans. Heimili þeirra að Efrimýrum var lengst af mannmargt. Þeim varð þó ekki nema einnar dóttur auðið, en að auki ólu þau upp að verulegu leyti fjögur börn og komu þeim til manns. Til viö- bótar vpr svo fjöldi vinnufólks, þar til ér þau komust á efri ár. Siðustu búskaparár þeirra urðu þeim einkar mótdræg. Þau fóru ekki varhluta af þeirri hlálegu stáðreynd að öldin gerist æ frá- hverfari lifshugsjón þeirra og annarra slikra landnema. Véla- menningin og pappírsbáknið soga alla inn i sinar viöjar, fólkiö flykkist úr sveitunum til þétt- býlisins og loks er svo komið að eftir standa gömul og þreytt hjón sem reyna eftir mættí að vera hugsjón sinni trú, uns öll slik við- leitni virðist einber timaskekkja á öld klukkunnar og kapphlaups- ins ógurlega. Hér er þó við engan aö sakast þvi allir eru börn sins tima. Stöðugt varð erfiðara að fá vinnufólk og heilsan tók að gefa sig hjá ömmu. Þvi var ekki um annað að gera en bregöa búi og svo hlutaðisttil að þau fluttu fyrir tveimur árum suöur til Kefla- vikur til að geta eytt ævikvöldinu samvistum við dóttur sina og fjöl- skyldu hennar. Okkur öllum var það fagnaðarefni I sjálfu sér, en það eitt skyggöi á aö þar með var lifstré þeirra rifið upp meö rótum og sett niður viðsfjarri átthög- unum. Sú varð raunin á að afa gekk betur að aðlagast hinum breyttu aðstæðum, en það vareins og smá dofnaði yfir henni þegar hún hafði minna umleikis, þótt þau væru búin að koma sér upp hlýlegu heimili i Keflavík. Þar hefur skert heilsahennar eflaust valdið mestu þótt nærkomnir yrðu þess litt varir. Hún var fáorð um allt slikt og þvi fannst okkur brottför hennar vera með skyndilegum hætti. Af eðlilegum ástæðum man ég ömmu mina ekki fyrr en hún var orðin nokkuð við aldur. Hún er sögð hafa verið afar falleg sem ung stúlka og þess máttí vel sjá stað fram á hinsta dag. Hún var litil vexti en hnellin og kvik i hreyfingum, handsmá og fótnett. Hún var ennibreiðog sviphrein og yfir andliti hennarvar alltaf mjög bjart. Vitnaði það vel um lund hennar sem var hlý og góðviljuð. Henni lá gott orð tíl fólks og var hún varkár i dómum og full- yrðingum. Hún var glaðsinna og man ég vel að hún átti það til að bregða á leik og ærslast með okkur krökkunum, enda hændi hún mjög að sér börn. En lag hennar á að laða málleysingjana að sér var þó enn meira. Var þar sama hvaða dýr áttu i hlut. Hún fór ekki svo erinda sinna utan húss að henni fylgdi ekki hin sundurleitasta skrúðfylking góð- vina: þar fóru kálfurinn og heimaalningurinn, hundar og kettir og stundum jafnvel púdd- urnar hennar. Hjálpsemi var mjög áberandi þáttur i fari hennar, hún lét sinn hlut ekki eftir liggja hvar sem hún kom þvi við. Hún starfaði mikið með félagsmálum kyn- systra sinna, eins og þau voru i pottinn búin áður en rauðsokkar komu til. Hénnar starf á þeim vettvangi fólst fyrst og fremst i vinnusemi og framkvæmdum en alls ekki i ræðuhöldum. Til sliks var hún litt hneigð þvi hún var engin hávaðakona heldur afar dul að eðlisfari og fáorð um það er hana varðaði eina. Amma min! Mér verður oft hugsað til þess hve ómetanlega dýrmæt reynsla og minninga- sjóður þau verða mér þessi fimmtán sumursem égdvaldi hjá ykkur i sveitinni. Ég sé skýrt fyrir mér mynd þina úti á bæjar- hellunni vor eftír vor er þú tókst fagnandi á móti dóttursyni þinum sem var að mæta til sumardval- arinnar, i fyrstu lágur i loftinu en siðan lengri með hverju vorinu, uns hann var orðinn þaðlangur-að hann fór að sækja reynslu sina á önnur mið. Enn man ég hráslaga- legan haustmorgun fyrir ellefu árum. Kveðjustund. Þið afi stóðuð á hlaðinu. Ég sá tár blika á hvörmum og siðan var höndum veifað af hlaðinu meðan billinn brunaði niður afleggjarann. Einnig þessi ungi var floginn. En yngri dóttursonurinn tók við hlutverki bróður sins og gegndi þvi þau sumursem þið áttuð eftir að búa á Efrimýrum. .Minningar minar um þig eru bjartar. Þær sætta mig við það sem orðið er og leyfa mér að gera orð skáldsins að minum er það segir: „Þegar tregans fingurgómar styðja þungt á strenginn rauða mun ég eiga þig að brosi.” Blessuð sé minning þin. Bjarni Fr. Karlsson. Handavinnu- og vefnaðarkennara vantar við Húsmæðraskóla Þingeyinga, Laugum. Ný, glæsileg ibúð fylgir starfinu. Upplýsingar veitir skólanefndarformaður i sima 96-43545 eða skólastjóri i sima 96- 43135. Skólanefnd. Lögtaksúrskurður Að beiðni bæjarsjóðs Kópa- vogs úrskurðast hér með lögtak fyrir úrsvörum, aðstöðugjöldum og sjúkra- tryggingargjöldum til Kópavogskaup- staðar, álögðum 1976, sem gjaldfallin eru skv. d-lið 29.gr., 39.gr. laga 8/1972 og 1. mgr. 3.gr. laga 95/1975. Fari lögtök fram að liðnum átta dögum frá bitingu úrskurðar þessa til tryggingar ofangreindum gjöldum, á kostnað gjald- enda, en á ábyrgð bæjarsjóðs Kópavogs, nema full skil hafi verið gerð. Bæjarfógetinn i Kópavogi 4. ágúst, 1976. blaðið sem vitnað er í Áskriftarsími 175 05 Mikið úrval bóka Marx, Engeis, Lenin, tækni, visindabæk- ur, skáldsögur, listaverkabækur, einnig nótur og hljómplötur frá Sovétrikjunum, Tékkóslóvakiu, Póllandi og Ungverja- landi. ERLEND TÍMARIT Hverfisgötu 50 v/Vatnsstig, 2. hæð. Simi 28035.- Kmmmmmmmmmmmmmmmm^mimmmmmmmmf' B Blikkiðjan Garðahreppi ^ I Önnumst þakrennusmíði og S uppsetningu — ennfremur hverskonar blikksmíði. Gerum föst verðtilboð. I SÍMI 53468 ÚTSALA ÚTSALA Látið ekki verðbóiguúlfinn gleypa peningana ykkar i dýr- tiðinni. Allar vörur verslunarinnar seldar með miklum af- slætti. Allt nýjar og fallegar vörur á litlu börnin. Barnafataverslunin Rauðhetta Iðnaðarmannahúsinu Hallveigarstig 1. Blómabúðin MÍRA Suðurveri við Stigahlið 45—47, simi 82430 Miðbæ við Háaleitisbraut simi 83590 Blóm og gjafavörur i úrvali

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.