Þjóðviljinn - 03.09.1976, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 03.09.1976, Blaðsíða 3
Föstudagur 3. september 1976 ÞJÓÐVILJINN — SÍÖA 3 Uppþot í Höfðaborg HÖFÐABORG 2/9 (Reuter) Lögregla Suöur-Afriku lenti I höröum bardaga viö kynblend- inga i miöri Höföaborg I dag, og réöst á þá meö kylfum og tára- gasi, en hvitir menn i innkaupa- feröum flýöu burt i skelfingu. Þetta eri fyrsta skipti sem kyn- þáttaóeirðir veröa i hvitum miö- hluta suöur-afriskrar borgar, siðan óeiröir hófust i landinu fyrir ellefu vikum. Hingaö til hafa bar- dagarnir alltaf geisaö i úthverf- um, sem svertingjar búa i. Um það bil 3000 kynblendingar, sem hafa sérstaka réttarstöðu i Suður-Afriku, og einstaka svert- ingi, söfnuðust saman i miðhluta Höfðaborgar. Þetta er annar dag- urinn I röð, sem kynblendingar efna til mótmælagöngu á þessum stað og leyfði lögreglan þeim að Þjófnaðir ájarð- skjálfta- svœðum ganga um óáreittum i gær, en i dag réðst hún skyndilega gegn þeim með kylfum og táragasi og sundraði kynblendingunum, sem flestir voru stúdentar, i smáhópa. Að sögn sjónarvotta fleygði lög- reglan fyrst táragassprengjum um allt hverfið, svo að búðar menn urðu að loka búðunum og skrifstofumenn urðu að loka sig inni i skrifstofubyggingunum. Siðan réðst lögreglan fram með kylfur á lofti og barði alla sem fyrirurðu, jafnvel gamlar konur i innkaupaferðum, og aðra sak- lausa vegfarendur. Samkvæmt óstaðfestum fréttum var fjöldi manna hand- tekinn og nokkrir stúdentar höfðu særst i kylfuárásinni. 1 kvöld var allt með kyrrum kjörum i miðri Höfðaborg, en allar götur voru mannlausar. Óstaðfestar fréttir sögðu hins vegar að til uppþota hefði komið i borgarhverfum svertingja og kynblendinga umhverfis Höfða- borg. Mikil ólga hefur verið á þessum slóðum alla vikuna. Ekki hefur veriö skýrt frá orsök mótmælagöngunnar i dag, en óánægja kynblendinga i Suður-Afriku, sem eru tvær og hálf miljón að tölu, yfir kynþátta- stefnu stjórnarinnar hefur aukist mjög mikið aö undanförnu. Þaö vakti mikinn óhugnaö þegar hermenn frá Ródesiu geröu árás á þorp i Mósambik og myrtu þar um 300 menn. Stjórn Ródeslu hélt þvi fram aö þorpiö heföi veriö bækistöö „hryöjuverkamanna” og hcföi á'~ rásin veriö lofsamlegt framlag .ródesiumanna til baráttunnar gegn hryöjuverkum I heiminum. En starfsmaöur Sameinuöu þjóðanna, sem kom á staöinn skömmu siöar, staöfesti þaö hins vegar aö þorpiö hafi veriö flóttamannabúðir, og þar hafi búiö flóttamenn frá Ródesiu, sem oröiö höföu aö flýja undan ógnarstjórn Smiths. Þessi mynd var tekin af fjöldagröf hinna myrtu. Samkvæmt siðari fréttum bendir ýmislegt til þess,að þeir hafi veriö mun fleiri en fyrst var sagt, eöa um þúsund. Enn barist 1 Líbanon BEIRUT 2/9 — I dag var enn skothríö i Beirut og í f jöllunum fyrir ofan höfuöborgina, og var skýrt frá því i dag aö átta súdanskir hermenn úr gæslusveit arababanda- lagsins/ sem áttu að vera á verði við markalínuna milli hverfa sem vinstri sinnaðir menn og hægri sinnaðir menn hafa á valdi sinu/ hafi orðið fyrir skot- um og særst. Heimildum ber ekki saman um það hvaðan skotin komu. Þrátt fyrir þessa bardaga er sagt að Elias Sarkis, sem hefur verið kosinn forseti Libanons og á að taka við völdum 23. septem- ber, sé að reyna að ræða við alla aðila um það hvernig hann geti tekið við embætti sinu. Hann hefur þegar átt viðræður við Assad forseta Sýrlands, en aö sögn palestinuaraba tókst honum ekki að ná neinu samkomulagi um brottflutning sýrlénska hers- ins, sem nú hefur að sögn 60 af hundraði af landi Libanons á sinu valdi. En sagt er að Sarkis ætli að fara aftur til Damaskus til við- ræðna við stjórnvöld þar, áður en hann tekur við embætti. Peking 2/9' — Alþýöublaöið i Peking minntist i fyrsta skipti i dag á þjófnaöi i rústum ihéruöum þeim sem uröu fyrir jarðskjálft- anum mikla i noröausturhluta Kina fyrir fimm vikum. Stóð I leiðara blaösins aö nauösynlegt væri aö berja niöur alla skemmdarverkamenn, gagnbylt- ingarmenn og þá sem stunduðu þjófnaöi i rústum. Ifréttatilkynningum, sem áður höfðu verið birtar, var það gefið i skyn að „stéttaróvinir” hefðu hindrað björgunarstarf. Hua Kuo-feng forsætis- ráðherra, gaf einnig I skyn að af- brot og þjófnaöir hefðu verið framin, þegar hann talaði I ræðu i Framhald á bls. 14. SUÐUR-ÍRLAND: Neyðarlög samþykkt DUBLIN 2/9 — Rory O’Brady, stjórnmálaforingi hins opinbera hluta irska lýöveldishersins IRA var handtekinn á heimili sinu i Roscommon á Suöur-lrlandi I dag. Er þó sagt aö þessi handtaka standi ekki i sambandi viö neyöarástandiö, sem irska þingiö lýsti yfir i gær til aö auðvelda baráttuna gegn hryöjuverka- mönnum. Sagöi talsmaöur Sinn Fein flokksins að O’Brady hefði verið TÖLVARI Staða tölvara við tölvudeild Borgarspllalns er laus til umsóknar. Laun samkv. kjarasamningum borgarstarfsmanna. Frekari upplýsingar gefur yfirmaður deildarinnar. Umsóknir á þar til gerðum eyðublöðum, skulu sendar sama aðila fyrir 15. sept. n.k. Reykjavik 1. sept. 1976 Borgarspitalinn. ( BLAÐBERAR óskast í eftirtalin hverfi Kapplaskjólsveg Skipasund Löndin Barðaströnd (Fossvogi) (Seltj.) Mela Lyngbrekku Laufásveg Viðihvamm Ennfremur vantar blaðbera víðsvegar um bæinn til afleysinga. Vinsamlegast haf ið samband við afgreiðsluna — simi 17500. ÞJÓÐYILJINN V J handtekinn fyrir að hafa ekki borgað 30punda sektfyrir að hafa tekið þátt i ólöglegri mótmæla- göngu IRA i Dublin i april. Ráðherrar írlandsstjórnar eiga nú i höggi við sivaxandi gagnrýni stjórnarandstöðunnar gegn neyðarlögunum. Telja þingmenn stjórnarandstöðuflokksins Fian- an fail, að stjórnin hafi borið fram þessi neyðarlög, sem gefa lögreglunni heimild til að fang- elsa i sjö daga alla þá sem grun- aðir eru um þátttöku i samtökum skæruliða, tU þess eins að berja niður óánægju landsmanna vegna efnahagsástandsins. Einn af þingmönnum sjórnarandstöð- unnar sagði að „stjórnin væri að sá drekatönnum og mundi hljóta hræöilega uppskeru”. Neyðarlögin voru samþykkt i neðri deildinni i gær með 70 at- kvæðum gegn 65 og i öldunga- deildinni með 35 atkvæðum gegn 18. Mannréttindanefnd Evrópu komst aö þeirri niöurstöðu i dag að bretar hefðu gert sig seka um 25 mílur handa bretum Sérfræöinganefnd Efnahags- bandalagsins hefur lagt til aö bretar og irar fái 25 milna einka- landhelgi sem svo er nefnd. Hefur nefndin unniö heildartillögur um stefnu EBE i landhelgisinálum, en þær hafa ekki verið birtar. t þessum tillögum mun vera gert ráö fyrir þvi hversu bandalagiö telur æskilegast aö koma fyrir hugsanlegum fiskveiöisamning- uin .aöildarlandanna andspænis islendingum. Þær tillögur hafa heldur ekki veriö birtar. Stjórnarstofnanir bandalagsins munu fjalla um þessi mál á næstunni. pyndingar i Norður-írlandi, á ár- unum 1971-72. Var þaö stjórn irska lýðveldisins sem kærði þá fyrir nefndinni. Breska stjórnin tók þessari niðurstöðu nefndar- innar mjög illa og gagnrýndi irsku stjórnina fyrir kæruna. Þó var það viðurkennt að bretar hefðu beitt mjög „hranalegum” yfirheyrsluaðferðum, en þær hefðu verið bannaðar þegar árið 1972. Mjög sterkur orðrómur er uppi um það að sýrlendingar ætli að hefja nýja stórsókn til að binda endi á borgarstyrjöldina i Libanon og kom þar á þeirri skip- an, sem þeir kjósa helst, áður en Sarkis taki við völdum, nema þeir geti komist að samkomulagi við deiluaðila áður. isi ípulagnir Nýlagnir, breytingar hitdveitutengingar. Sími 36929 (milli kl. 12 og 1 og eftir kl. 7 á kvöldin) Gerið góð kaup! Leyft Okkar verð verð Epli ný frönsk pr. kg 160,- 137.- Vilko ávaxtasúpur pr.pk 177.- 158.- Siríus suðusúkkulaði 200 gr.pk...272 - 245.- Paxo rasp pr.pk 65. 58.- Cheerios pr.pk 195. 174.- Egils appelínusafi 3 1/2 1.... 716. 641.- Möndluís-perufs 1 1 230,- 207.- Coca-Cola 1 1. án glers 130,- 120.- Nýreyktir hangifram partar 677,- 610.- Rækjur 1 kg ....1438, 1290.- Opið til kl. 10 Vörumarkaðurinn hf. ARMULA IA. SIMI 8611^. REVKJAVÍK. Árinúla 1A. Húsgagna- og heiinilisd. S-86-112 Matvörudeild S-86-111 Vefnaöarv.d. S-86-113 J

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.