Þjóðviljinn - 03.09.1976, Qupperneq 10
10 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 3. september 1976
Syngja
á Haust-
sýningu
FÍM
Söngflokkurinn Hljómeyki
verður á Haustsýningu FIM að
Kjarvalsstöðum laugardagana 4.
og 11. september. Mun flokkurinn
syngja nokkrum sinnum á timá-
bilinu frá kl. 15-17 báða dagana,
og verður ný efnisskrá flutt
hverju sinni. Hljómeyki mun
flytja tónlist eftir: Maurice
Ravel, Claude Debussy, Benja-
min Britten, Mayas Seiber, svo
islensk og erlend þjóölög.
„V onley sis
gætir hjá
bændum”
Eins og kunnugt er þá
er aðalfundur Stéttar-
sambands bænda nýaf-
staðinn. Blaðið kom að
máli við Gunnar Guð-
bjartsson, formann Stétt-
arsambandsins og spurði
hann hvaða umræðuefni
hefðu borið hæst á fund-
inum að þessu sinni.
— Segja má, að það hafi verið
fjórir málaflokkar, sagöi Gunn-
ar: Lánamálin, framleiðslu- og
markaðsmál, verðlagsmál og-
svo óþurrkarnir og afleiðingar
þeirra. Um öll þessi mál fóru
fram langar og ýtarlegar um-
ræður, um þau var fjallað i
nefndum og siðan samþykktar
um þau ýtarlegar ályktanir.
Það hefur nú verið horfið að
þvi ráöi að visitölubinda stofn-
lánin að einum fjórða hluta. Ég
tel þaö mjög varhugaveröa
stefnu og rangláta. Það er aug-
ljóst, að hún mismunar bændum
með þeim hætti, að þeir, sem
afturúr hafa dregist með fram-
kvæmdir af ýmsum ástæöum,
sem þeim verður ekki um kennt,
veröa einkum fyrir barðinu á
þessari ákvörðun. Ég hef ekki
trú á að fært þyki að halda þess-
ari visitölubindingu til fram-
búðar. 1 vor var skipuð nefnd til
þess að fjalla um lánamál land-
búnaðarins og er Stefán Pálsson
formaður hennar. Von er á til-
lögum frá nefndinni með haust-
inu.
— Nú vildir þú fara aðra leið
til þess að tryggja hag stofn-
lánadeildarinnar en þá, sem
valin var?
— Já, ég taldi réttara að lagt
yrði sérstakt gjald á heildsölu-
verð búvöru, 1 til 1,5 % og það
yrði notað til þess að greiða
halla Stofnlánadeildarinnar af
töku verðtryggðs lánsfjár. Ég
tel, að yrði sú leið farin, mundi
framþróun i landbúnaðinum
verða með svipuðum hætti og
veriö hefur undanfarið en visi-
tölubindingin skapar hinsvegar
stórhættu á stöðvun fram-
kvæmda.
— Ef við vikjum þá að mark-
aösmálunum.
— Já, það horfir nú svo með
þau, öndvert þvi, sem var fyrir
fáeinuní árum, að nú er útlit
fyrir skort á mjólk og mjólkur-
vörum en aftur á móti má segja,
að offramleiðslu gæti á kjöti.
Útlit er fyrir að nú i byrjun slát-
urtiðar verði til i landinu tals-
verðar birgðir af dilkakjöti.
Óþurrkarnir sunnan- og vestan-
lands nú annað árið i röð valda
þvi, að kúm fækkar á þvi svæði.
Þegar fækka þarf á fóðrum fella
menn heldur kýrnar en sauðféð
þvi um þær munar meira. Svo
viröist sem ýmsir bændur hall-
ist fremur að sauðfjárbúskap en
kúa-. bykir hann frjálsari og
skemmtilegri.
Ágúst Petersen sýndi í Noregi
Rœtt við Gunnar
Guðbjartsson
um lánakjör,
óþurrka og
önnur helstu
mál á þingi
Stéttarsambands
bœnda
— Hvað sjá menn helst til úr-
bóta?
— Það var nú talað um til-
færslu á verði milli framleiðslu-
greina og svo að reyna að koma
upp einhverri afleysingaþjón-
ustu, svo að mjólkurframleið-
endur geti fremur en nú er svif-
að sér frá stöku sinnum.
— En hvað um verðlagsmál-
in?
— Um þau er nú litið að segja
á þessu stigi. Það náðist ekki
samkomulag i sex-
manna nefndinni og málið er
nú hjá sáttasemjara. Ég skal
ekki um það segja hvenær það
leysist. í fyrra fór þvi fjarri að
verðlagsgrundvallarverð næðist
á gærum. Verksmiðjurnar eru
tregar til að hækka þaö, en þar
skakkaði mörgum milljónatug-
um. Nú, sama er að segja um
dilkakjötið. Viða skorti á að
sláturleyfishafar gætu greitt
grundvallarverð fyrir það.
Astæðurnar til þess voru m.a.
þær, að kostnaður við slátrun og
sölu fór langt fram úr þvi, sem
búist var við þegar gengiö var
frá verðlagsgrundvellinum.
— Og þá erum við komnir gð
óþurrkunum.
— Já, það er náttúrlega aug-
ljóst mál, að þeir koma til með
að valda mörgum bændum hér
sunnanlands pg vestan ómæld-
um búsifjum og má gera ráð
fyrir að koma þurfi þeim til að-
stoðar á einhvern hátt. Með
hverju móti það verður gert
skal ég ekki um segja, og enn
getur ástandið eitthvað breyst
til batnaðar frá þvi, sem var
þegar verst horfði. Þessa dag-
ana hefur verið þurrkur og
verði svo enn um sinn ná menn
inn heyjum, en auðvitað eru þau
orðin stór skemmd og meira og
minna lélegt fóður. Það hefur nú
verið stöðvuð sala úr landi á
heyi og graskögglar verða held-
ur ekki seldir út af óþurrka-
svæðinu, i bili a.m.k. Til álita
kemur einnig, að Bjargráða-
sjóður komi hér til skjalanna
með auknum lánveitingum. En
til þess þarf lagabreytingu.
Sjóðinn skortir lika fé til þess að
mæta verulega auknum útgjöld-
um. Hrein eign hans var 280
millj. kr. um siðustu áramót og
þar af voru i Búnaðardeildinni
138 millj.
— Hefurðu orðið þess var, að
vonleysis gæti hjá bændum á
óþurrkasvæðinu?
— Já, ég get ekki neitað þvi
og það er i raun og veru engin
furða eins og árað hefur til hey-
skapar bæði nú og i fyrra. Það
þarf töluvert sterk bein til þess
að þola slik áföll hvert árið eftir
annað. Vonandi láta þó sem
fæstir hugfallast en reyna að
þrauka þar til séð verður hvern-
ig úr rætist um aðstoö, sagöi
Gunnar Guðbjartsson að lokum.
— mhg
Agúst F. Petersen, listmál-
ara, var boðið að halda mál-
verkasýningu á Peter Gynt há-
tiðinni i Vinstra i Noregi dag-
ana 4,-15. ágúst. Sýndi hann þar
ásamt norsku listamönnunum
Astri Eidseth Rygh og Einar
Aarö. Agúst tók einnig þátt i
lista- og menningarhátið þessa
byggðarlags og rómar 'héim-
kominn menningar- og myndar-
braginn þar. Hátið þessi er
haldin ár hvert i bænum Vinstra
i Guðbrandsdal og er hún i
tengslum við Ibsen og skáldverk
hans Pétur Gaut. Pétur Gautur
var ættaður frá Vinstra og var
uppi um 1700. Þetta hefur verið
árviss hátið frá 1967, en þaö ár
voru 100 ár liðin frá þvi að Ibsen
gaf út Pétur Gaut.
Auk málverkasýningarinnar
voru á hátiðinni margskonar
skemmtiatriði, svo sem hljóm-
leikar allskonar, leiklist,
söngvar, listdans:, ferðalög um
nágrennið, veislur og ræðuhöld.
Fyrir utan fjölda norskra lista-
manna komu fram á hátiðinni 15
manna list- og þjóðdansaflokkur
frá Sovétrikjunum, 6 hljóm-
listarmenn frá Sviþjóð, ballett
og látbragðsleikarar o.fl. Þetta
er i fyrsta sinn sem islendingi
hefur verið boðin þátttaka i Per
Gynt hátiðinni.
Agúst F. Petersen.
Mynd- og
handmennt
verði sýndur
sómi
A námskeiði mynd- og hand-
menntarkennara, sem haldiö var
á vegum Kennaraháskóians i
Reykjavik dagana 23. til 31.
ágúst, voru geröar nokkrar álykt-
anir um kennslugreinar þessar.
Koma þar fram ýmsar ábending-
ar og kröfur. Þjóöviljinn birtir
hér að neðan ályktanir kennar-
anna:
Ágæt námskrá
„Mynd- og handmenntarkennar-
ar lýsa yfir ánægju sinni vegna
nýrrar námskrár i mynd- og
handmennt og þakka námskrár-
nefnd velunnin störf. Jafnframt
vilja mynd- og handmenntar-
kennarar benda á að eigi nokkur
möguleiki að vera á þvi að fram-
kvæmda þær góðu hugmyndir og
tillögur sem i námskránni eru
þarf verulega umbyltingu i flest-
um skólum landsins hvað varðar
aöbúnaö, nemendafjölda, stunda-
fjölda, efniskaúp hverskonar og
launakjör kennara.
Ýmsir ráðamenn þjóðarinnar
hafa oft talað fagurlega um að
auka beri verkmennt hjá is-
lenskri þjóð. Vissulega hefur
margt áunnist,en margt er ógert.
Það er eindregin krafa mynd-
og handmenntarkennara að hug-
myndum og tillögum i nýrri og á-
gætri námskrá verði sýndur full-
ur sómi af hálfu ráðamanna skóla
og þeirra sem ráða fjárveitingum
til skólamála”.
Nauðsynleg sem
kjarnagrein.
„Samkvæmt gildandi lögum er
sérhverjum heimilt aö innritast i
Kennaraháskóla Islands og hljóta
þaðan réttindi til kennslu i mynd-
og handmennt eftir eins vetrar
nám i þeim greinum, enda þótt
þær séu ekki kenndar i skólum er
útskrifa stúdenta. Augljóst er hve
nauðsynlegum undirbúningi
hlýtur oft að vera mjög áfátt.
I dreifbýli, þar sem fagkennslu
verður ekki við komið sökum fá-
mennis, eru almennir bóknáms-
kennarar tiðum látnir kenna
mynd- og handmennt þó að verk-
leg þjálfun þeirra sé sömuleiðis ó-
fullnægjandi.
Með aukinni tækni fjölgar trú-
lega tómstundum almennings,
þar gæti mynd- og handmennt
orðið til gagns og ánægju.
Höfuðatvinnuvegir þjóðar-
innar: sjávarútvegur og land-
búnaður virðast þegar full-
nýttir. ört vaxandi fólksfjöldi
hlýtur þvi æ meir að byggja af-
komu sina á sem fjölþættustum
iðnaði. I hráefnasnauðu landi eru
forsendur iðnaðar fyrst og fremst
listrænn og fágaður smekkur
samfara vandvirkni, verkmennt-
un og tækniþjálfun. Þvi telja
mynda- og handmenntarkennar-
ar óhjákvæmilegt að mynd- og
handmennt verði kjarnagrein i
mennta- og fjölbrautaskólum.”
Með samkennsiu kynja,
en á móti f jölgun.
„Við viljum taka það fram að i
inngangsorðum hinnar nýju nám-
skrár er gert ráð fyrir að greining
nemenda eftir kynjum i hann-
yrða- og smiðanámi verði úr sög-
unni eins fljótt og aðstæður leyfa.
Við erum þvi hlynntar að sam-
kennsla komist á, en þá með
þeirri tilhögun að kennslutimum
fjölgi i samræmi við aukinn
nemendafjölda og námsefni en
samkennslan verði ekki til þess
að nemendum fjölgi um helming,
en timafjöldi óbreyttur og með
þvi námstimi hvorrar greinar
skertur um helming. Þess eru þvi
miður dæmi i nokkrum skólum.
Við teljum algera nauðsyn að
verknám i grunnskólanum verði
þannig skipulagt að nem-
endur geti tileinkað sér til hlýtar
undirstöðuþætti hverrar greinar
fyrir sig og þeir nái þeirri kunn-
áttu og hæfni að örugg undirstaöa
náist, sem verði þeim til aukins
frumkvæðis við verkefnaval, sem
-siðar má byggja á og tengja til
hinna ýmsu atvinnugreina.”