Þjóðviljinn - 09.09.1976, Page 2
2 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 9. september 1976.
Skrifiö
eða
hringið.
Sími: 17500
Svipa eða
uUarhnoðri
Fyrrum voru þing ungra
framsóknarmanna fjölmennar
samkomur og merkar aö
mörgu. Þar voru jafnan sam-
þykktar ályktanir, sem eftir var
tekiö, þvi forystumennirnir
voru löngum einbeittir og vitaö
var, aö þeir myndu leitast viö aö
fylgja eftir samþykktum þing-
anna.
En timarnir breytast og
mennirnir meö. Nú er nýafstaö-
iö þing hjá ungun framsóknar-
mönnum. Þaö var haldiö aö
Laugarvatni, svo sem stofnþing
samtakanna 1938. Bæöi kenndu
sig viö Framsóknarafl. Annaö
áttu þessi þing ekki
sameiginlegt.
Timinn á þriöjudaginn segir
frá þinginu, birtir ályktanir
þess, nokkrar nyndir og ávarp
formannsins. Þar segir m.a.:
„Allir hestamenn vita aö
svipan er nauösynleg og án
hennar er oft erfitt aö fá hestinn
til aö láta aö stjórn. En góöir
hestamenn beita svipu sinni
jafnan á mjög vægan hátt. Þá
leiö höfum viö reynt aö fara,
sem i forystusveit ungra fram-
sóknarmanna völdumst á
siöasta þingi SUF”.
Þegar reynt er að skyggnast á
bak viö þetta skáldlega likinga-
mál þá veröur ljóst aöklárinn er
Framsóknarflokkurinn, en hinn
hugreifi riddari meö svipuna er
formaöur SUF.
Já, þaö er vist mörgu meira
logið en þvi, ,,aö þá leiö höfum
viö reynt aö fara”.
Fyrir nokkrum misserum var
formaöurinn flestum mönnum
háværari i gagnrýni sinni á
Framsóknarflokkinn og for-
ystumenn iians. En honum
dapraöist fljótlega flugiö þegar
andstöðu tók aö gæta frá æöri
stööum. Formaöurinn mun
aldrei reynast neinn refsi-
vöndur. Hann er meira i ætt við
ullarhnoörann en svipuna.
Fyrrverandi félagi í SUF
Snjóboltinn veltur
Sagan af bláberjunum sem hœkkuðu i
verði um 300 krónur á hálfum mánuði
„Neytandi” hringdi i blaðið
og kvaðst vilja vekja athygii á
furðulegu verðlagi á bláberjum
i verslun einni hér I borginni.
Þarna væri um aö ræða blá-
ber i einhverskonar tágakörfu,
200-250 gr. að þyngd. Neytand-
inn spurði um veröiö. Jú, þaö
var 775 kr. Honum þótti þetta
kynlegt, þvi fyrir hálfum
mánuöi kostaöi sama magn
bláberja i' sömu verslun 475 kr.
Þegar spurt var um ástæðuna
fyrir þessari 300 kr. hækkun á
hálfum mánuði fékkstþaö svar,
aö fellibyl væri um að kenna. Nú
vildi svo til aö þarna i búöinni
var stödd kona, sem dvaliö hafö:
nýlega þar vestur á bláberja
landinu. Hún kannaöist ekki vii
aö neinn fellibylur hefði
þar yfir sem berin voru ræktuð
og væri þvi sá náttúrukraftu
hafður fyrir rangri sök.
— Dóttir mannsins, sem ætlaöi
aö kaupa bláberin, er flug
freyka hjá Loftleiðum. Að
hennar sögn kostar þetti
bláberjamagn nálægt 140 kr
þar úti. A leiðinni þaöan og
neytandans hér hlaöa þessar 14:
kr. utan á sig 635.kr.
Er þetta hægt, Matthias, va:
einu sinni spurt.
Ólafsf jörður
Steinsteypan
10% dy
aðeins
rari en malbik
Björn Þór Ólafsson, íþrótta-
kennari, fréttaritari Þjóðviljans
i Ólafsfirði, leit hér inn til okkar
s.l. fóstudag, og notuðum við
tækifærið til að inna hann frétta
frá heimabyggð hans.
— Það hefur verið talsvert
mikið um framkvæmdir i Ólafs-
firði I sumar, og standa ýmsar
þeirra yfir enn, sagöi Björn. —
Nefna má, að verið er að leggja
slitlag á aðalgötu bæjarins og
einnig á svæöi framan við hraö-
frystihúsiö. Ofaná varð aö nota
steinsteypu til þessa.fremur en
annaö slitlag.þvi fyrirtæki hér i
Ólafsfirði bauðst til þess að
veita bænum 20% afslátt á
steinsteypunni, ef hún yrði
notuð. Þótti ekki áhorfsmál að
sæta þviboði,enda kom i ljós, aö
steinsteypan reyndist ekki
nema 10% dýrari en malbikið,
en endingin hinsvegar ósam-
bærileg. Nokkuð af götum var
áöur búið aö leggja bundnu siit-
lagi.
Nokkuðer um byggingafram-
kvæmdir, en þó hafa þær dregist
saman frá þvi I fyrra. I bygg-
ingu eru bæði einbýlishús og
raðhús.og aö þeim standa ýmist
einstaklingar eða fyrirtæki.
Bæjarfélagiö er að byggja tvær
leiguibúðir og hefur fullan hug á
aö efna til byggingar á fleiri
leiguibúðahúsum ef til þess fæst
fyrirgreiðsla um fjármagn. Enn
má nefna að viö erum að koma
upp húsnæði fyrir heilsugæslu-
stöð og elliheimili og verða þær
stofnanir báðar i einni og sömu
byggingunni.
1 sumar hefur og verið unnið
að viðgerðum og endurbótum á
hraðfrystihúsi Ólafsfjaröar
m.a. til þess að fullnægja þeim
auknu kröfum um hreinlæti,
sem nú er farið að gera til slikra
húsa. Þegar þvi er lokið er i
raun og veru búið aö endurnýja
aö talsverðu leyti bæði hrað-
frystihúsin.
Yfir stendur stækkun á hús-
næði vélsmiðjunnar Nonna. Er i
ráöi, að þar veröi siðan farið aö
setja saman hollenskar bátavél-
ar, bæði af minni og stærri gerð-
um.
Miklar endurbætur hafa farið
fram á höfninni og gerum við
okkur vonir um að geta, aö ein-
hverju leyti a.m.k., tekið i notk-
un nýja höfn i vetur. En þvi
miður komu fram slæmir gallar
á stálþili, sem rammað var
niöur. Voru þeir meö þeim
hætti, aö göt duttu á þilið, og þvi
varð að verja töluverðu af þvi
fjármagni, sem annars átti að
fara til annarra framkvæmda
við hafnargerðina, til viögerðar
á þilinu. Erum viö, sannast
sagna, hreint ekkert ánægðir
yfir þvi.
Töluverður áhugi er hér á
iþróttamálum,og að undanförnu
hefur veriö unniö að gerð nýs
iþróttavallar. Var hann tekinn I
notkun i sumar, og hyggja
áhugamenn um iþróttir gott til
þeirrar bættu aðstöðu tii
iþróttaiðkana, sem hann veitir.
Þá eru og fyrirhugaðar fram-
kvæmdir við tvær nýjar skiða-
stökkbrautir, en hér eru góð skil-
yrði til iðkunar vetrariþrótta,
svo sem aikunna er.
Atvinna hefur verið næg i
sumar. Kemur þar bæði til fisk-
vinna hjá verkafólki og ungling-
um, — en þeir vinna hér mikið i
frystihúsunum, — og hjá iðn-
aðarmönnum hefur atvinna
einnig verið yfirdrifin.
Hvað aflabrögðin áhrærir þá
hefur Sólberg, sem er annar tog-
arinn okkar, fiskað mjög vel.
Mun lakar hefur gengið hjá hin-
um togaranum, Ólafi Bekk.
Trillubátunum, sem stundað
hafa færaveiðar, hefur gengið
mjög sæmilega i sumar og lik-
lega fullt svo vel sem i fyrra.
Félagslif liggur að mestu
niðri yfir sumarið; þá er I öðru
að snúast. Vertið þess hefst með
vetrarkomunni,ogþá er það lika
býsna blómlegt. Starfandi eru
iþróttafélög, kvenfélag og at-
hafnasamt Jeikfélag.svo að eitt-
hvað sé nefnt.
Barna- og unglingaskólarnir
fara nú að hefja störf. Litlar
breytingar verða á kennaraliði
þeirra að þessu sinni.
—mhg
Stéttarsamband bœnda
Tillögur um
verðlagsmál
i gær voru birtar hér á þessari
siðu tillögur nýafstaðins aðal-
fundar Stéttarsambands bænda
um framleiðslumál landbúnað-
arins. Hér verða nú birtar
nokkrar af þeim tillögum, sem
fundurinn samþykkti um verð-
lagsmál:
1) „Aðalfundur Stéttarsamb.
bænda 1976 leggur áherslu á
aukna söfnun gagna varðandi
alla þætti verðlagningar land-
búnaðarvara. Heimilar fundur-
inn stjórn sambandsins að verja
fé svo sem þurfa þykir til slikrar
gagnasöfnunar.”
2) Fundurinn „...felur stjórn
sambandsinsað vinna aðþvi'við
Búreikningastofu landbúnaðar-
ins að sem nákvæmastar upp-‘
lýsingar komi fram i búreikn-
ingumum vinnuframlag við bú-
rekstur. Fundurinn bendir á, að
ekki er talin innivinna húsmóð-
ur við búreksturinn og að nauð-
synlegt sé, aö glöggt komi fram
á vinnuskýrslum hvenær sól-
arhrings unnið er dag hvern og
hverjar ástæður séu fyrir
óreglulegum vinnutima. Enn-
fremur er nauðsynlegt að rétt
flokkun á vinnu fulloröins fólks
og unglinga komi fram”.
3) Fundurinn ... vekur at-j
hygli á, að upplýsingar um
flutningskostnað vegna bú-
rekstrar eru ófullkomnar i’ bú-
reikningum. Skorar fundurinn á
Framleiðsluráð að sjá svo um,:
að flutningskostnaður, svo sem
á fóðurvörum og sláturfénaði
komi glöggt fram i uppgjöri við
bændur”.
4) Fundurinn itrekar fyrri
samþykktir aðalfunda um nauð-
syn þess, að verðlagsgrundvöll-
ur landbúnaðarvara gefi sem
réttasta mynd af afurðamagni;
og kostnaði við búrekstur.
Fundurinn bendir sérstaklega á
eftirfarandi:
a) FjármagnskostnaðurinnJ
allir liðir hans eru stórlega van-
taldir.
b) Ymsir þættir i viðhaldi úti-
húsa.
c) Rafmagnskostnaður er
stóriega vantalinn.
d) Ymis rekstrargjöld eru
mjög vantalin svo sem trygg-
ingar, dýralækningar, bindi-
garn o.fl.
e) Mjólkurmagn er oftalið’
Umsjón: Magnús H. Gíslason