Þjóðviljinn - 09.09.1976, Side 3
Fimmtudagur 9. september 1976. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 3
Frétt Seðlabankans i gœr um útlánatakmörkun
Utlánaaukning verði
ekki meiri en 20%
Eins og skýrt var frá á sinum
tima, geröu Seölabankinn og
viöskiptabankarnir meö sér
samkomulag i upphafi þessa árs
um hámark útlánaaukningar
viöskiptabankanna á árinu. Var
samkomulagiö i samræmi viö
lánsfjáráætlun rikisstjórnar-
innar, sem lögö var fram i
desember sl. Samkomulag þetta
var endurskoöaö i mai sl. meö
hliösjón af almennri verölags-
þróun frá áramótum. Var þá
ákveöiö aö stefna aö þvi, aö
aukning annarra útlána en endur-
seljanlegra birgöalána til
atvinnuveganna og reglulegra
viöbótarlána til sömu greina yröi
ekki meiri en 16% á árinu. Aö
meötöldum birgöalánum til
atvinnuveganna skyldi útlána-
aukningin ekki veröa meiri en
20%. Formaöur Sambands
islenskra sparisjóöa tók þátt i
fundum Seölabankans og
viöskiptabankanna og Seölabank-
inn beindi þeim tilmælum til
allra sparisjóöa, aö þeir fylgdu
þeirri útlánastefnu, sem aö
framan greinir.
Útlánaaukning bæöi viöskipta-
banka og sparisj. hefur, þaö sem ■
af er ánnu, veriö verulega mein
en aö var stefnt meö framan-
greindu samkomulagi. Sú þróun
hefur aö nokkru ráöist af árstiöa-
bundinni aukningu útlána yfir
sumarmánuöina, en ljóst er þó
oröiö, aö gera þarf mikiö átak I
stjórn útlánamála til aö takast
megi aö ná settu marki i þessum
efnum á árinu.
Samkvæmt tölum, sem nú
liggja fyrir, hafa heildarútlán
viöskiptabankanna aukist um
riimlega 20% fyrstu átta mánuöi
ársins. Eru útlán bankanna þvi
þegar komin fram úr þvi
hámarki, sem sett haföi veriö
fyrir áriö i heild. Birgöalán til
atvinnuveganna munu aukast
verulega siöustu mánuöi ársins
og veröa bankarnir þvi aö draga
úr öörum útlánum á næstu
mánuöum til aö settu marki veröi
náö. Strangt aöhald I útlánamál-
um er jafnframt nauösynlegt til
aö bæta mjög erfiöa lausajfar-
stööu viöskiptabankanna.
Framangreind viöhorf hafa
veriö rædd siöustu daga á fundum
Seölabankans og innlánsstofn-
ana. Hafa viöskiptabankarnir
þar lýst þeim ásetningi sinum aö
gera þær ráöstafanir, sem til-
tækar eru, til aö tryggja, aö
útlánin veröi i árslok innan þess
ramma, sem markaöur er i láns-
fjáráætlun og meö samkomu-
laginu viö Seölabankann. Jafn-
framt mun Seölabankinn nú
itreka tilmæli sin i þessum efnum
til einstakra sparisjóöa.
A fundum Seölabankans og
viðskiptabankanna voru menn
samdóma um þaö, aö áfram-
haldandi aöhald i útlánum inn-
lánsstofnana sé nauösynleg for-
senda þess, að unnt veröi aö ná
þeim bata i viðskiptajöfnuði, sem
aö hefur veriö stefnt á þessu ári.
Þótt bætt viðskiptakjör hafi þegar
létt nokkuö róöurinn i þessu efni,
er enn útlit fyrir nálægt 12 milj-
aröa króna viöskiptahalla á
árinu. Auk þess munu afborganir
af erlendum lánum nema rúmum
8 miljörðum króna á árinu. Þetta
hvort tveggja veröur aö jafna
með nýjum erlendum lántökum
aö óbreyttri gjaldeyrisstöðu. Enn
frekari bati i viðskiptajöfnuði er
þvi nauðsynlegur, ef stööva á
sivaxandi skuldasöfnun viö
útlönd. Aö þessu marki hefur
veriö reynt aö stefna á þessu ári
meö samræmdum aðgeröum i
rikisfjármálum og peninga-
málum innan lánsfjáráætlunar.
Útlit er níi sem betur fer fyrir
bættan hag rikissjóös á árinu eftir
mikinn hallarekstur undanfarin
tvö ár. Til þess að sá bati skili
árangri veröur stefnan i útlánum
bankanna og annarra lánastofn-
ana aö miöa aö sama marki.
Suður-Afrika:
Mótmæli og óeirðir
yíða um land
HÖFÐABORG 8/9 Reuter — Lög-
regla réðist meö kylfum oghagla-
byssum aö um 200 kynblönduðum
unglingum, sem fóru i dag I mót-
mælagöngu inn i miðborg Höföa-
borgar og sungu sálminn: Drott-
inn er minn hiröir. Nokkrir ungl-
ingar voru handteknir. t nótt
skaut lögreglan til bana fjóra
menn i hverfum kynblendinga
umhverfis Höföaborg, samkvæmt
tilkynningu lögregluyfirvaldanna
sjálfra. Var mótmælagangan inn
i miöborgina farin vegna þessara
atburöa, og i aö minnsta kosti
tveimur útborgum kynblend-
inga.Ravensmead og Elsiesriver,
kom einnig til mótmælaaögerða
vegna drápanna. Kynblendingar
eru mjög fjölmennir á Höföa-
borgarsvæðinu, en alls eru þeir
um 2.250.000 I Suöur-Afriku.
Snemma i morgun var kveikt i
gistiheimili i Soweto, þar sem
fjöldi blakkra verkamanna,
margir þeirra súlúar, býr, og
brann nokkur hluti byggingarinn-
ar. Lögreglan segir að tveir menn
að minnsta kosti hafi farist i
brunanum. Verkamenn, sem
þarna bjuggu, eru sagðir hafa
ráðist á aðra blökkumenn i
Soweto fyrir tveimur vikum i
mótmælaskyni viö verkfall
svartra verkamanna, en i þeim
óeiröum voru aö sögn 35 blökku-
menn drepnir.
Sigriður
Framhald af bls. 16.
ins i ávarpi sfnu I gær frekar en
svo oft áöur.
Sagöi hann, aö árangur af
umtali iönrekenda viö stjórn-
endur landsins vegna aöstööu-
leysis islensks iönaöar heföi ekki
oröiö sem skyldi og spuröi siöan
hvort tregöan i kerfinu væri slik
oröin, aö leiötogar, sem segjast
vilja vel, fái ekki viö neitt ráöiö?
Sagöist formaöurinn þó leyfa sér
aö halda aö nú hillti undir skilning
meö ráöamönnum og sifellt fleiri
ráöamenn sæju hvar skórinn
kreppti.
Sagði Daviö siöan, aö þaö væri
slæmt fyrir islenskan iönað og
viðgang hans, aö útlendingar
nytu forréttinda hérlendis íyrir
framleiðslu sina fram yfir
islenska framleiöendur. Fullyrti
hann, að enginn erlendur iönrek-
andi myndi vilja setja á stofn
fyrirtæki hér ef hann ætti aö búa
viö sömu aöstæöur og islenskur
iönaöur býr við.
Nefndi Daviö i þessu sambandi
aö sama útlánaþak væri hjá lána-
stofnunum varðandi peningalán
til islensks iönreksturs og til inn-
flutnings fullunninnar vöru og aö
vextir af fé, sem lánað væri til
iönreksturs væru 1/3 hærri en
þeir vextir, sem greiddir eru af
lánum sem veitt eru til annarra
höfuöatvinnugreina landsmanna.
Skoraöi Daviö loks- á næsta
alþingi aö taka til athugunar
vandamál islensks iönaöar og sjá
svo til, aö hann nyti sambæri-
legra kjara og aöstööu viö aörar
höfuöatvinnugreinar og sitji ekki
viö lægra borö en erlendir aöilar
á íslenskum markaöi, og fuilyrti
hann aö isl. iönaöur gæti lyft
Grettistaki fengi hann aöstööu til
þess.
islenskt þjóðarstolt
Þessu næst ávarpaöi Sigrlöur
Skarphéöinsdóttir, verkakona,
gesti sýningarinnir og opnaöi
hana formlega. Sagöi hún þá
sögu, aö hún heföi séö hér I fata-
búö fallega kápu, sem hún ætlaöi
að kaupa. Heföi hún spurt hvort
kápan væri ekki islensk, en fengiö
það svar, aö hún væri dönsk.
Siðar heföi þó komiö I ljós aö
kápan var islensk.
— Hvers vegna var mér sagt
aö kápan væri útlensk, spuröi
Sigriöur. — Ef verk okkar eru svo
góö að hægt er aö selja þau sem
útlensk þvl þá ekki aö nota
þjóðarstolitiö og selja fram-
leiösluna sem Islenska gæöa-
vöru?
Loks mælti Sigriöur eitthvaö á
þessa leiö:
— Hér væri engin sýning nú ef
ekki væri islenskt iönverkafólk,
iönverkafólk, sem þó fær lægst
laun verkafólks á íslandi I dag.
islensk föt '76
Aö lokinni ræöu Sigriöar hófst
ein viöamesta tlskusýning, sem
hér hefur verið haldin. Mátti af
henni sjá, aö Islenskur fataiön-
aöur stendur á háu stigi, og varö
ekki annaö séö með ófagmanns-
legum augum blaðamanns, en
framleiösla þessi stæði fyllilega
jafnfætfs þvi, sem til landsins er
flutt af þessu tagi, og selt er I
verslunum.
Rétt er aö geta þess, aö tlsku-
sýningar veröa daglega á meðan
á fatasýningunni stendur og
frekar tvær hvern dag en ein.
Að lokinni tiskusýningu gekk
blaðamaöur um sýningarsvæðiö.
tók hann tali framkvæmdastjóra
og aöaleiganda önnu Þórðar-
dóttur hf. prjónastofu, eins og
firmaö heitir, Hörö Sveinsson.
Sagöi hann aö fyrirtæki sitt
hefði einvörðungu selt á innan-
landsmarkaöi til þessa, en nú yröi
reynt á erlendum markaöi og eru
til sýnis peysur úr isl. ull, sem
fyrirtækiö ætlar aö reyna aö selja
úti I hinum stóra heimi, en þar
verður einnig reynt aö selja jakka
og kápur.
Sagöi Höröur aö aöstaöan á
innanlandsmarkaöi væri aö veröa
mjög erfiö fyrir Islenska fram-
leiöendur. Astæöan er sú, aö til
landsins eru flutt fullunnin föt frá
Ausut-Evrópu, sem eru ódýr
svo og frá láglaunasvæðum Asiu.
Mun Island vera eina landið
viðloöandi Efnahagsbandalagiö,
sem ekki hefur reist sér tolla-
múra vegna Aslufatnaðarins til
verndar sinni eigin framleiöslu.
Hvaö er þá til ráöa? spuröi
blaöamaöur.
Jú, aö gengiö sé rétt skráö,
svaraði iönrekandinn að bragöi.
Taldi hann aö islenska krónan
væri skráö I of háu veröi nú miöaö
viö erlendan gjaldeyri.
— Verðbólgan hér innanlands
vex svo mikið meöan gengi
stendur nærri þvi i staö, sem
þýöir aö viö veröum aö taka á
okkar sifelldar verðhækkanir hér
en erlenda varan hækkar ekki i
neinu samræmi viö aukinn til-
kostnaö hjá okkur. Þetta veikir að
sjálfsögöu samkeppnisaöstööu
okkar, sagöi Höröur aö lokum.
—úþ
Erlendar
fréttir í stuttu
máli
Carter biðlar til atvinnuleysingja
SCRANTON, Pennsylvanlu
8/9 Reuter — Jimmy Carter
hét I dag aö beita áhrifum
sinum sem forseti til þess aö
ráöa fram úr vandræöum
atvinnuleysingja i Banda-
rikjunum, ef hann yröi
kosinn. Bandariskir atvinnu-
leysingjar eru nú hálf áttunda
miljón talsins eða nærri átta
af hundraöi vinnuaflsins I
landinu. Carterkom fram meö
þessi loforð i viöræöum viö
atvinnulausan múrara, af-
greiöslustúlku á veitingahúsi,
sem aöeins hefur vinnu
nokkurn hluta dags, og starfs-
mann vindlaverksmiðju sem
hefur verið lokaö.
Carter gæti haft fulla þörf
fyrir stuöning atvinnuleys-
ingja, þvi aö kaþólikkar
viröast honum margir gramir
sökum þess aö hann hefur
neitað aö koma banni viö
fóstureyöingum inn i stjórn-
arskrá Bandarikjanna. Þegar
hann kom til Scranton i gær-
kvöldi, sóttu að honum
reiöir kaþólskir mótmæla-
menn, og varö hann aö fá
Bandariskir forsetaframbjóö-
endur bregöa sér i ýmissa
kvikinda liki til aö skemmta
kjósendum. Hér er Carter meö
dátahúfu á samkomu uppgjaf-
arhermanna.
aöstoö lögreglu til að komast
frá þeim inn I hótel þaö, sem
hann býr I þar i borg.
Nató vill fá að skoða þotuna
TóKtó 8/9 Reuter — Kó
Marújama, aöstoöarvarnar-
málaráöherra Japans, skýröi
svo frá I dag aö Nató-rfki
hefðu mælst til þess aö fá aö -
skoöa sovésku orrustuþotuna
af gerðinni MIG-25, sem enn
er á flugvellinum viö Hakó-
date i Norður-Japan eftir aö
sovéskur flugmaöur, sem
leitaö hefur hælis i Banda-
rikjunum, flaug henni þangaö
á mánudag. Marújama sagöi
að tilmælin frá Nato heföu
veriö óformleg og er ekki enn
vitaö hvernig japanir bregöast
við þeim.
Um 20 japanskir sér-
fræðingar eru þegar farnir aö
skoöa flugvélina, sem hefur
verið sögð hraöfleygasta
orrustuflugvél heims. Allt
varðandi flugvélartegund
þessa var algert hernaöar-
leyndarmál, og þykjast jap-
önsk heryfirvöld þvi þarna
hafa komist i feitt. Búist er viö
að flugmaðurinn fari fljótlega
til Bandarikjanna.
Borges hælir herforingjaklikum
MADRID 7/9 Reuter —
Argentinski rithöfundurinn
Jose Luis Borges, sem
nokkrum sinnum hefur verið
talinn standa nærri Nóbels-
verðlaunum, hældi i dag her-
foringjastjórn lands sins á
hvert reipi og sagöi að
ástandiö i landinu færi stöðugt
batnandi undir leiðsögn
hennar. Hann sagbi frétta-
mönnum einnig að hann væri
hollur herforingjakliku Pino-
chets i Chile ogkvaöst álitaaö
lýöræði væri ekki nema
hjátrú. Borges, sem er 77 ára,
lét sér þessi ummæli um munn
fara i Madrid, en þangað er
hann kominn til þátttöku i
sjónvarpsdagskrá.
Solsénitsin til Bandarikjanna
WASHINGTON 8/9 Reuter —
Sovéski rithöfundurinn Alex-
ander Solsénitsiiv hefur flutt
ásamt fjölskyldu sinni frá
Sviss til Bandarikjanna, aö
sögn bandariskra yfirvalda
um innflutning fólks. Ekki er
vitaö hvar hann hyggst setjast
að i Bandarikjunum til fram-
búðar. Blað i Ziirich hélt þvi
fram i dag aö rithöfundurinn
heföi fengið hótunarbréf á
rússnesku, og hafi til-
gangurinn með bréfunum
verið aö fá Solsénitsin til aö
láta af áróöri gegn Sovét-
rikjunum. Svissneskur
embættismaður hefur upplýst
að rithöfundurinn hafi aldrei
veriö undir lögregluvernd,
meðan hann dvaldi i Sviss.
Solsénitsin
Tass véfengir einlœgni Kissingers
MOSKVU 8/9 Reuter — Sovét-
ríkin sökuöu i dag Henry Kiss-
inger, utanrikisráðherra
Bandarikjanna, um aö vinna
að þvi að styrkja stjórnir
kynþáttahyggjumanna I
sunnanveröri Afriku og
vernda fjárfestingar banda-
riskra aðila þar. Sagði Tass-
fréttastofan i Moskvu aö þótt
svo væri látið heita aö Kiss-
inger vildi koma á friði milli
kynþátta af óeigingjörnum
ástæðum, þá gengi Banda-
rikjunum það fyrst og fremst
til aö þau óttuðust um efna-
hagsleg Itök áin i Afriku.