Þjóðviljinn - 09.09.1976, Blaðsíða 10
10 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 9. september 1976.
50 ára
Skúli Alexandersson
Hellissandi
1 dag 9. sept. eru rétt 50 ár siöan
i heiminn var borinn drengstauli
nokkur norður i Reykjafirði við
samnefndan fjörð norður á
Ströndum. Foreldrar hans voru
hjónin Sveinsina Agústsdóttir og
Alexander Arnason, sem þar
bjuggu. Er Sveinsina móðir hans
enn á lifi, en faðir hans, Alexand-
er, er látinn fyrir nokkrum árum.
Drengur þessi var svo skirður
Skúli.og segir hér ekki frá hans
æsku né uppvaxtarárum þar
nyrðra. Ot af fyrir sig gæti það
verið kapituli i sögu þeirra tima
er athafnalif og umsvif voru hvaö
mest á Ströndum. Ekki er það
heldur ætlan min að skrá hér ævi-
sögu þessa heiðursmanns, það er
engan veginn timabært; en fyrst
ég á annað borð sting niður
penna, verður ekki hjá þvi komist
að geta ýmissa atriöa úr 50 ára
sögunni.
Ungur að árum hóf Skúli nám
við Héraðsskólann i Reykjanesi,
og siðan við Samvinnuskólann,og
lauk námi i framhaldsdeild hans
árið 1951. Sama ár ræðst hann til
starfa við Kaupfélag Skag-
firðinga á Sauðárkróki, er þar
ekki nema eitt ár.og árið 1952 flyt-
ur hann til Hellissands og starfar
þar við Kaupfélag Hellissands til
ársins 1955. Um það leyti fer
hann i útgerð i félagsskap við
staðarmenn og stofnar Jökul h.f.
sem nú er fiskverkunarstöð, og
hefir Skúli frá byrjun til þessa
dags verið framkvæmdastjóri
þessa fyrirtækis. Þessi starfsaga
hans er hér hjá mér i ártölum
mæld. Saga baráttunnar, sem að
baki liggur ártölunum, verður hér
ekki færð i letur; biður það fram-
tiðarinnar að fjalla þar um.
Skúli hefir aldrei látið sér
nægja daglegt strit við fyrirtæki
þau sem hann hefir unnið við, þau
fylltu engan veginn upp i þann
stóra ramma starfslöngunar og
athafnavilja, sem hann myndaði
sér og gerði til sjálfs sins kröfu
um að fylla út i. Félags- og þjóð-
mál hefir hann ætið látið sig
miklu skipta og unnið að þeim af
einlægni og ósérhlifni. Ungur að
árum varð hann form. Verkalýðs-
félags Arneshrepps og ennfremur
stjórnarmaður I ungmennafélagi
sömu sveitar. Er hann flyst til
Hellis^ands, lét hann málefni
sveitarfélagsins st^rax til sin taka
ásamt pólitiskri baráttu. Frá ár-
inu 1954hefir hann óslitið átt sæti
i hreppsnefnd Neshrepps utan
Ennis og þar af oddviti I 16 ár.
Málefni ungmennafélaganna á
Snæfellsnesi hefir hann stutt vel
og átt sæti i stjórnum og verið for-
maður, bæði i Umf. Reyni og
Héraðsambandi Snæfellsness og
Hnappadalssýslu. 1 Rifshafnar-
nefnd hefir hann átt sæti siðan
1959. Skúli hefir nokkrum sinnum
setið á Alþingi sem 1. varamaður
Alþýðubandalagsins I Vestur-
landskjördæmi en það sæti hefir
hann skipað siðan árið 1970. Þessi
upptalning talar sinu máli og sést
á henni að maðurinn hefir ekki
setið auðun höndum um dagana.
Hér eru þó hvergi nærri upptal-
inmöll hans félagsmálastörf, þvi
svo viða hefir hann verið manna á
meðal, þegar hann hefir álitið að
málefnið væri byggðarlagi sinu til
vegs á einhvern hátt.
Hér að framan hafa verið settir
fram punktar úr starfs- og
félagsmálasögu Skúla
Alexanderssonar, en hvergi
ennþá getið þess sem gert hefir
hvern mann meiri og verið hjá
svo mörgum gæfuþráðurinn i
heildarmyndinni.
Arið 1955 giftist Skúli Hrefnu
Magnúsdóttur frá Hellissandi,
hinni mestu myndarkonu, sem
búið hefir manni sinum og börn-
um myndarlegt heimili og staðið
við hlið manns sins i þvargsamri
önn dagsins. Eiga þau þrjú mann-
vænleg börn, Ara, sem stundar
nám við Háskóla tslands, Huldu
sem stundar nám við Mennta-
skólann i Hamrahlið og Drifu við
skyldunám i sinni heimabyggð.
Hefir heimili þeirra hjóna að
Snæfellsási 1 ætið staðið opið öll-
um, sem talið hafa sig þurft að
deila geði við húsbændurna, Ieita
ráðlegginga þeirra og fyrir-
greiðslu.
Ég tel mér það til ávinnings að
hafa átt þess kost að starfa með
Skúla, en við sátum saman i
sveitarstjórn i Neshreppi i 4 ár,
og þó hvor um sig stæði á and-
stæðum pólitiskum meiði, virtist
það aldrei koma að sök; hags-
munir byggðarlagsins voru ætið
látnir sitja i fyrirrúmi, en flokka-
pólitik látin lönd og leið. Skúli
getur þó verið harður og jafnvel
óvæginn málafylgjumaður og er
ósýnt um að láta hlut sinn og
berst til þrautar. Hann er ákafa-
maður.ör I lund, en fús til sátta og
virðir ætið andstæðing sinn, ef
málefninu er drengilega fylgt.
Mikill er hann bjartsýnismaður,
sér alltaf grænt ljós, þegar öðrum
kann að virðast útlitið svart og
leiðin ófær. Hann sér alltaf leið
fram hjá stærsta vandanum.
Fáir trúi ég að fyrirhitti hann I
leiðu skapi. Hispursleysi hans og
léttlyndi er smitandi, og ákafi
hans og áhugi á málefnunum
kemur honum jafnvel til að
gleyma stund og stað, og er ekki
fyrir það að synja, að um hann
hafa myndast ævintýralegar
sagnir, sem lifa munu eins og
þjóðsagan og verða e.t.v. gull-
korn siðari tima.
Skúli, ég reiknaði nú reyndar
með þvi að heimsækja þig á þess-
um merkisdegi þinum, en bað er
nú ekki allt þin sök, aö af þvi
verður ekki, þvi að i þann mund
sem þú ert að stiga fæti þinum á
islenska grund, komandi ein-
hversstaðar úr austrinu rauða er
ég að svifa inn I bláa heiðrikju
vestursins. En hvað um þa&
sleppum þvi: innan tiðar munum
við hittast á Hellissand, og þá veit
ég að það verður jafnbjart yfii
þér eins og jöklinum okkar i dag,
þegar ég skrifa þessar linur.
Ég óska þér og fjölskyldu þinni
til hamingju með daginn og vona
að fjölskylda þin og byggðarlagið
þitt fái að njóta starfskrafta
þinna og viðurkenndrar bjartsýni
um langa framtið.
Kristinn Kristjánsson
opnum
á morou
Á morgun verða margar nýjar
verslanir opnaðar á Laugaveginum í
glæsilegu húsnæði þar sem áður var
Húsgagnahöllin.
Um eftirmiðdaginn leikur Lúðrasveit
Reykjavíkur nokkur sviflétt lög veg-
farendum til ánægju. Komið og kynnið
ykkur nýju Verslanahöllina.
Opið til ki. 10 á föstudag og til hddegis laugardag
L-tíÉta—■ ..
VEHSLANA H OLLII