Þjóðviljinn - 09.09.1976, Side 11

Þjóðviljinn - 09.09.1976, Side 11
Fimmtudagur 9. september 1976. ÞJoDVlLJINN — SIÐA 11 Aftur voru það ein mistök sem felldu íslenska liðið! • en frammistaða þess gegn hollendingunum var engu að síður stórglæsileg Aftur var það aðeins einn pinulítill sofandahátt- ur í íslensku vörninni sem kostaði íslenska landsliðið annað stigið í undankeppni heimsmeistarakeppninn- ar. i gærkvöldi tókst hol- lendingunum að notfæra sér einu mistökin sem gerð voru og skora eina mark hörkuskemmtilegs lands- leiks/ þar sem íslending- arnir höfðu lengst af öll völdin í sínum höndum og sóttu látlaust. óhætt mun að fullyrða að sjaldan eða aldrei hafi íslenskt knatt- spyrnulandslið leikið eins vel og i gærkvöldi og hol- lensku atvinnumennirnir, sem nældu sér í silfurverð- laun i síðustu HM-keppni, drógu sig einfaldlega í vörnina og þökkuðu sinum sæla fyrir að sleppa frá leiknum með bæði stigin í vasanum. En alveg eins og á móti belgun- um voru þaö aðeins ein varnar- mistök sem gerðu út um leikinn. Að þessu sinni áttuðu islensku leikmennirnir sig ekki timanlega á óvæntri framkvæmd á auka- spyrnu hollendinga og fengu fyrir vikið á sig eina mark leiksins. Það kom á 41. minútu fyrri hálfleiks. Jóhannes Eðvaldsson stökk upp og hugðist skalla frá en dómarinn taldi hann hafa brotið á hollenskum sóknarmanni og dæmdi umsvifalaust aukaspyrnu rétt fyrir utan vitateig. Islending- arnir stilltu sér upp i varnarvegg og bjuggu sig undir aö fá jafnvel þrumuskot i kviöinn... en viti menn. Hollendingar beittu gam- alkunnu bragði, hlupu að boltan- um á fullri ferð en siöan var það Arni Stefánsson átti öllu rólegri dag heldur en á móti belgunum, en á stundum fékkhann þó að sýna hvaö i honum býr. Hér hefur hann hand- samafi knöttinn af öryggi. Mynd:—gsp vinstri útherjinn Rensenbrink sem vippaði laglega yfir varnar- vegginn inn til Geels, sem tók boltann viðstöðulaust á lofti og sendi hann aftur fyrir sig með þrumuskoti i bláhornið fjær. Sannarlega glæsilega gert hjá hollendingunum en islensku varnarmennirnir vissu ekkert hvaðan á sig stóð veðrið. Eina mark leiksins var þar með orðið staðreynd og þvi er ekki að neita að það er svekkjandi að tapa leik i tvigang á jafn ódýrum mörkum og islenska landsliðið hefur fengið á sig i siðustu tveim- ur landsleikjunum. Fram aö þessu hafði leikurinn verið tiltölulega jafn. Hollending- ar voru þó ævinlega mun meira með boltann og sóttu ivið meira en sú sókn var fremur bitlaus og aldrei verulega hættuleg. Inn á milli voru þaö hins vegar islensku leikmennirnir sem ruku upp með skyndisóknarlotum og sköpuðu sér oftsinnis hættuleg tækifæri. Hið fyrsta kom strax á 7. minútu eftir laglegt gegnumbrot Guð- geirs, sem var eldfriskur i þess- um leik og braust hvað eftir ann- að i gegnum hollensku vörnina. Hann gaf boltann hins vegar of seint frá sér, var e.t.v. full eigin- gjarn á köflum en þess á milli lagði hann lika stórskemmtilega bolta til félaga sinna i landsliðinu og var besti maður liðsins að þessu sinni. Guðgeir skapaði oft mikla hættu og lék hollendingana grátt, en hættulegust voru þó að venju innköst hans og hornspyrnur, sem sköpuðu mikinn usla i hollensku vörninni. Með honum voru þeir virkastir Asgeir Eliasson sem lék allan timann með og Jón Péturs- son sem var klettur I vörninni og vann vel. Jóhannes Eðvaldsson var að venju traustur i sinu hlut- verki og i heildina léku islensku leikmennirnir allir skinandi vel að þessu sinni. 1 siðari hálfleik tóku islending- arnir öll völd leiksins i sinar hendur. Þeir sóttu án afláts, dyggilega hvattir af yfir tólf þús- und áhorfendum, og hvert tæki- færiö rak annað. Einkum gekk mikið á viö hollenska markið á 10. og 11. minútu þegar Marteinn átti skotað marki eftir hornspyrnu og áframhaldandi pressa hafði i för með sér mikla hættu. Tiu minútum siöar munaði svo ekki nema hársbreidd aö jöfnun- armarkið lagnþráða liti dagsins ljós. Matthias Hallgrimsson fékk þá boltann inni i markteignum eftir innkast Guðgeirs Leifssonar og „skallabolta-framlengingu” Jóhannesar Eðvaldssonar. Matthias tók boltann aftur fyrir sig á lofti og þrumuskot hans smaug rétt yfir þverslána. Matthias átti eftir að skapa fleiri hættur, einkum þó á 35. min- útu þegar hann fékk markmann- inn til sin út i vitateigshorn og hafði þar betur i viðureign viö holienskan varnarmann og siðan markvöröinn. Markið beið mann- laust, en fyrirgjöf Matthiasar sigldi beint til varnarmanns sem naumlega náði að hreinsa frá. Þannig gekk á ýmsu. Islenska liðið sýndi stjörnugóðan leik og velgdi silfurhöfunum illilega und- ir uggum og um meira verður Framhald á bls. 14. Jóhannes Eðvaldsson fyrirliði: ,Við vorum miklu betri og áttum að vinna í dag” Tony Knapp, landsliðsþjálfari: Áhugamennirnir’ gerðu allt sem hægt var að biðja þá um! — Mér fannst liöið í heild sinni koma ákaflega vel frá lciknum og vii ekki nefna ncina sérstaka leikmenn sem áberandi besta, sagði Tony Knapp landsliðsþjálfari. —Þó getégekki sagt annað en að á- hugamennirnir hafi allir kom- ið sérstaklega glæsUega frá leiltnum. Þeir stóðu hinum leikreyndu hollensku atvinnu- mönnum fyllilega á sporði og uppfylltu bókstaflcga ailar þær kröfur sem ég gerði til þeirra. En við vorum betri aðilinn að þessu sinni, miklu betri og áttum skilið annað ef ekki bæði stigin. Strákarnir gerðu allt aö sem þeir voru beðnir um, gáfu hollendingum engan frið og fóru í einu og öllu eftir þvi sem ákveðið hafði veriö fyrirfram. Einmitt þannig næst árangurinn. Varðandi markið er þaö eitt að segja að knattspyrnuleikur gegn svona þaulreyndum at- vinnumönnum krefst ekki að- eins likamlegs úthalds i 90 minútur stanslaust heldur lika óbilandi athyglisgáfu hverja einustu sekúndu. Markið kom vegna þess að strákarnir slöppuðu aðeins af i auka- spyrnunni, hoUendingar tóku sér góðan tlma I að undirbúa hana og á meðan fékk at- hygUsgáfan aöeins of langt fri hjá islendingunum. En eftir að markið kom fannst mér við eiga allan leik- inn. Við lékum stift upp á að skora, sóttum án afiáts og átt- um helmingi fleiri marktæki- færien hollendingarnir.Og við skulum hafa það I huga að þeir eru jafnvel verðandi heims- meistarar. Eins marks taper ekki mik- ið, en islendingar eiga i dag landslið sem getur lagt hvaða landslið annarra þjóða sem er aö velli og þess vegna er auð- vitað alltaf leiðinlegt aö tapa. Jú... ég get veriðhæstánægður með þennan leik. — gsp Við vorum miklu betri aðil- inn og áttum tvimælalaust að vinna þennan leik eða að minnsta kosti að ná jafntefli; sagði Jóhannes Eövaldsson að leik loknum. — HoUending- arnir dútluðu langtimum sam- an á eigin valiarheimingi og náðu ekki að ógna okkur á nokkurn hátt og ef litiö er á marktækifærin og gang leiks- ins er varla hægt að hugsa sér annaö en islenskan sigur. — Hvað um markiö? — Þvi er ekki að neita aö þessi aukaspyrna þeirra kom okkur á ó vart. Við áttum von á þviað þeir myndu skjóta beint á mark eins og venjulega, en um leið og vippaö var yfir vegginn átti mafiur cinhvern- veginn von á þvi aö hoUend- ingurinn væri rangstæöur. En ég átti nú von á þvi aö sjá hollendingana sterkari en þetta. Þeir eru með lið á heimsmælikvarða sem jafnvel kemur til með aö vinna heims- meistarakeppnina en á móti kom i þessum leik að islenska liðið náði frábærlega vel sam- an og gaf þeim aldrei frið. Viö áttum skiliö að fá samtals tvö eða jafnvel þrjú stig úr leikj- unum okkar á móti belgum og hoUendmgum. — gsp

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.