Þjóðviljinn - 12.09.1976, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 12.09.1976, Blaðsíða 9
Sunnudagur 12. september 1976. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 9 lýðræði í menn- og fræðslumálum um til ca. 30 höfunda (18 árslaun, nokkur starfslaun til þriggja og fimm ára), og til þess að veita þurfandi rithöfundum félagslega aðstoð. I þessu samhengi er rétt að geta þess, að það eru rithöf- undasamtökin sjálf sem undirbúa ' tillögur til stjórnvalda um það, hverjir skuli fá starslaun — ég hefi það eftir Lars Huldén, for- manni finnlands-sænskra höf- unda, að þrátt fyrir mikla flokka- drætti i finnsku menningarlifi hefði það gengið furðu vel að finna hina verðugu. Kivistö ráð- herra sagði, að finnar hefðuhug á að endurskipuleggja opinberan stuðning við starfandi listamenn og taka þá helst mið af þvi sem er að gerast i Noregi, þar sem um- ræður um einskonar kauptrygg- ingueru langt komnar. En það er auðvitað alltaf firnalega erfitt að ákveða, hvaða listamenn eru virkirog þvi er liklega æskilegast að feta sig áfram með þvi að færa út starfsstyrkjakerfið. Innlendar kvikmyndir Vissulega, sagði ráðherrann, eru uppi mörg plön um afskipti stjórnvalda af menningarmálum, fleiri en okkur tekst að útvega fjármagn til. Eneinna efst á blað setjum við lög um að efla kvik- myndasjóð. Finnsk kvikmynda- gerð stendurmjög höllum fæti, og það sem hér er sýnt er mest bandariskt og lélegt. Við viljum safna saman framlagi frá rikisút- varpi, 4% rr.iðaskatti i gjaldi af happdrættum og getraunum og sérstökum skatti á klámmyndir og ofbeldismyndir i sjóð til að styrkja eða lána til 4-5 innlendra leikinna kvikmynda á ári og fari svo sem miljón marka til hverrar myndar. (Innskot: 20. ágúst voru 25 kvikmyndir sýndar i Helsinki, þar af 16 bandariskar (fjórar i gæðaflokki, hitt hasar), fjórar franskar (þar af tvær „milt” klám), ein ungversk-itölsk, ein sovésk, ein sovésk-finnsk og tvær sænskar). Dreifing menningar Næstá óskalistanum, hélt ráð- herrann áfram, kemur svo setn- ing laga um menningarstarfsemi i héruðum, utan stórborga — um atvinnuleikhús, farandleikhús, hljómsveitir, um að fyrirgreiðsla, sem áður var bundin við helstu borgir, fari nú til smærri byggða einnig 1 báðum tilvikum er um að ræða viðleitni til að hafa áhrif á menningarneyslu og til að rétta hlut þeirra sem hafa verið af- skiptir i þessum efnum.og á ég þá bæði við sveitir og verkafólk. — Er það ekki hér sem annars- Alvar Aalto). Pláss fyrir hclming staðar, að verklýðshreyfingin hefur sætt ámæli fyrir slóðaskap i menningarmálum? — Jú, reyndar, en þetta er að lagast.Stæírri verklýðsfélög hafa sina menningarmálaritara,og al- þýðusambandið hefur nú siðast á ársþingi sinu sett saman eigin stefnuskrá i menningarmálum og er það góðs viti. Sviptingar og samstarf — Hvernig koma allharðar sviptingar milli hægri og vinstri afla fram i möguleikum stjórn- valda á þvi að móta menningar- stefnu og fylgja henni eftir? — Þær sviptingar geta verið bæði jákvæðar og neikvæðar. Já- kvæðar i þeim skilningi að þær örvitil umræðu, Neikvæðar vegna þess, að i leikhúsum, t.d. i ýmis- legri menningarstarfsemi yfir- leitt, eru vinstrisinnar i miklum meirihluta, og það verður til þess að hægriflokkar leggjast gjama gegn aukinni opinberri aðstoð við Framhald á bls. 18. Kalevi Kivistö menntamálaráðherra. ÍSLENSK FÖT/76 T.T, karlmannaföt Sýningin ÍSLENSK FÖT/76 í Laugardalshöllinni l K I i Hin glæsilega og fjölbreytta^ innlenda herrafataframleiðsla, sem við nefnum ,,TERRA“, er sýnd í sýningardeild nr. 11. * Einnig sýnum við ,,TERRA“ fötin á tískusýningunum. Komið í Laugardalshöllina og veljið ykkur haustfötin í sýnijigardeild ,,TERRA“ nr. 11. UTSÖLUSTAÐIR Gefjun Austurstræti HERRADEILD Laugavegi 103 Vöruhús Laugavegi 27 AKUREYRI Snorrabraut 56

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.