Þjóðviljinn - 12.09.1976, Blaðsíða 18
18 SÍÐA — ÞJÓÐVILJXNN Sunnudagur 12. september 1976.
Kalevi
Framhald af bls. 9.
listir — þvíað „þeirra menn” eru
svo fáir.
— Það er auðséð, að Finnland
hefur allmiklu meiri menningar-
samskipti við sósíalfsk riki en
önnur Norðurlönd. (Dæmi: eitt
kvikmyndahús i Helsinki sýnir
jafnan sovéskar kvikmyndir, en
mest ber þó á þessum tengslum i
dagskrám hljómleikasala). Er
þetta talinn sjálfsagður hlutur,
eða er þetta pólitiskt deiluefni?
— Ég held að þetta sé ekkert
vandamái, við höfum lengi haft
mikið samstarf við Sovétrikin um
menningartengsli, við höfum sér-
staka samninga við flest sósl-
öls riki, við höfum okkar samn-
inga um norræna samvinnu, sér-
staka samninga við italiu og
Bretland — og Frakkland er á
leiðinni.
— Þið hafiö fjölgað verulega
sendikennurum i finnsku við er-
lenda háskóla?
— Já,viðhöfum núorðiðmeira
en tuttugu manns i þeim störfum.
Staða sænskrar tungu
— Ég hefi orðið var við, að
sænskumælandi menn eru mjög
uggandi um stöðu sænskunnar i
finnsku skólakerfi. (Hér skal á
það minnt, að sænskumælandi
menn eru tæp 7% af þjóðinni,
réttur þeirra og tungu þeirra er i
reynd betur tryggður en allra
minnihluta sem ég þekki til, en
vandalaus er staða þeirra ekki.
Verður um það fjallað siðar i
þessum pistlum).
— Við erum núna að fram-
kvæma breytingar á skólakerf-
inu, koma á grunnskóla, sagði
ráðherrann, og ekki tel ég að þær
breytingar séu óhagstæðar stöðu
sænskunnar. 1 grunnskóla er
byrjað að kenna erlent mál i
þriðja bekk, i 90% tilvika er kosin
enska — afgangurinn velur yfir-
leitt sænsku, nokkrir þýsku eða
rússnesku. 1 sjöunda bekk kemur
svo annað erlent mál, og það
verður i öllum tilvikum sænska ef
að hún hefur ekki verið valin i
þriðja bekk.
Aður gengu börn annaðhvort i
átta ára alþýðuskóla — og fengu
þar engamálakennslu — eða þau
fóru i „samborgaraskóla”, en
þaðan gat leiðin legið i mennta-
skóla og háskóla. 1 þeim skólum
var sænskan alltaf fyrsta erlenda
málið.
Þrengsli i
háskólum
— Hvar eruð þið á vegi staddir
með skipulagningu nýrra náms-
brauta, sem allsstaðar er svo
mjög spurt eftir?
— Það er hjá okkur eins og víð-
ar, að mikil tilhneiging hefúr ver-
ið til að hossa menntaskólum og
vanrækja fjölbreytni i náms-
brautum. Þetta hefur þýtt feyki-
legan þrýsting á háskólana. Nú
eru um 42% af árgangi i mennta-
skólum. Stúdentar sem útskrifast
eru 25-27 þúsundir, og við höfum
ekki nema 12 þúsund pláss i há-
skölum okkar, sem núeru 17 tals-
ins.
Aform okkar eru þau að gera
verknámsleiðirnar meira aðlað-
andi. Það skiptir þá miklu að
einnig þaðan verði hægt að kom-
ast i æðri skóla (t.d. tæknihá-
skóla), til að mönnum finnist ekki
fyrirfram að þeir séu að ganga
inn á blindgötu með þvi að fara I
verknám. Þ vi viljum viö bæta þar
við stærðfræði, erlendu máli
o.s.frv. Við viljum llka að fleiri
stúdentar hafi starfsþekkingu að
gripa til,þótt þeir svo ekki komist
inn i háskóla, svo að þeir breytist
ekki i persónutragedfur með
stúdentshúfu.
Vissulega eru þessar gagn-
gerðu breytingar á öllu miðskóla-
kerfinu torveldur vegna þess að
það er svo erfittað breyta ýmsum
viðhorfum og gildismati. En við
höfum lika fengið góða reynslu
sem vonandi dugir okkur sæmi-
lega.
Breytingarnar eru að sjálf-
sögðu tengdar viðleitni til að gera
menntun lýðræðislegri, andæfa
þeirri mismunun sem tengd er
búsetu eða fjölskylduaðstæðum.
Hver á að
smíða isbrjótana?
— Er mikil andstaða gegn
þessari þróun?
— Það er helst atvinnurek-
endasambandið sem maldar i
móinn. Þeir segja sem svo: hvar
eigum við að fá almennilegt
vinnuafl ef að allir koma svo lesn-
ir og margfróðir úr fjölbrautar-
skólunum? hver á að smiða is-
brjótana okkar? Hægriflokkarnir
eru heldur andvigir þessum um-
bótum, en eiga erfitt með að gera
það opinskátt, vegna þess hve
margt i þessum breytingum er
sjalfsagt réttlætismál.
Verklýðsflokkarnir og Mið-
flokkurinn standa hinsvegar
saman um þessar breytingar,
Miðflokkurinn vegna þess að þær
koma mjög til góða dreifbýlis-
æskunni, en i dreifbýlinu stendur
fé þess flokks fótum.
— Og að lokum: Það liggur i
augum uppi að breitt stjórnar-
samstarf fimm flokka er ekki
auðvelt. Ber aðlita á þessa stjórn
sem bjargráðastjórn til bráða-
birgða?
— Nei, ég held hún sé ekki eins
völt og spáð hafði verið. Liklega
mun hún sitja út kjörtimabilið.
A.B.
Kvikmyndir
Framhald af 13. siðu.
hreyfing verður að stefna að þvi
að breyta fjölmiðlunum með þvi
að frelsa boðskiptatækin svo
fólkið geti notaö þau. Þjóðnýting
á tækjunum leysir ekki vandann.
Hver á að stjórna þeim og með
hvaða skilyrðum? Einnar áttar
boð verða að hverfa og I stað
afstöðunnar höfundur / neytandi
þurfa að koma fjölmiðlarar, sem
eru hvorttveggja I senn.
I grein sem heitir „Boðskipta-
tækni og staðaeftirlit”.
(Kommunikationsteknologi og
lokalkontrol) ræðir Charles Tate
um ýmsa möguleika þráðsjón-
varps og vandamál vegna stjórn-
leysis á þráðsjónvarpsmálum i
Bandarikjunum. Höfundur hefur
mestan áhuga á notkun þráðsjón-
varps fyrir ýmsa minnihlutahópa
— sérstaklega blökkumenn. En
sem gefur að skilja er ekki
auðvelt fyrir alþýðu fólks að
bregðast við ástandinu, þegar
fjármálabraskarar eru að leggja
þræði um öll hverfi og selja eftir
þeim gömlu tuggurnar. 1 eir.ni
heimtaug er rúm fyrir allt að
sextiu kanala og því væri eðlilegt
að kerfið væri undir einhvers-
konar félagslegri stjórn svipað og
siminn og i gegnum miðstöð væri
hægt að panta jafnt móttöku
sem útsendingu. Mikilvægt er að
tryggja öllum aðgang að kerfinu i
framtiðinni, en eins og nú er
háttað mun stærstur hluti þráð-
sjónvarpskerfa i Bandarikjunum
vera i einkaeign.
„Byggðarlag fær pólitiskt lif
með notkun kvikmynda,” (Lokal-
samfund aktiviseres politisk med
anvendelse af film) eftir Philip
Lauritzen greinir frá tilraunum á
ýmsum stöðum til að fá fólk til
skapandi þátttöku I gerð kvik-
mynda um eigin vandamál.
Höfundur lýsir þvi hvernig bæl-
ingin á tjáningarfrelsi i kvik-
myndaiðnaðinum hafi leitt til
minnkandi orðstlrs faglegrar
kvikmyndagerðar og aukins
áhuga á leikmannskvikmyndum.
Auk þess hafa margir kvik-
myndahöfundar sagt skilið við
kvikmyndaiðnaðinn og hafið
samstarf við hópa áhugafólks i
þvl augnamiði að fá nýjan fersk-
leika i kvikmyndirnar. Hann
nefnir dæmi frá Danmörku,
Sviþjóð og Frakklandi.
Kvikmyndaklúbburinn Fjala-
kötturinn sýndi kvikmynd af
þessu tagi siðastliðinn vetur,
Kashima Paradise. Hún var gerð
af áhugafólki I Japan með aðstoð
eins þekktasta heimildakvik-
myndamanns Frakka, Chris
Marker).
Stærsta skipulagða átakið I
þessa átt er tvimælalaust verk-
efni National Filmboard of
Canada (NFC), „Hvöt til
breytinga,” (Challenge for
Change) I samvinnu við nokkra
háskóla. Einn þáttur þess verk-
efnis var fólginn I þvi að nota
kvikmyndina sem tæki til að
fólk innan ákveðins hóps gæti
skoðað sjálft sig. Venjan er sú, að
höfundur (höfundar) geri kvik-
mynd fyrir áhorfendahóp. 1 þetta
skiptið voru höfundar og áhorf-
endur sama fólkið. Hópurinn var
5000 manna gamaldags fiski-
mannasamfélag á Nýfundna-
landseyjunni Fogo, sem ein-
kenndist af niðurníðslu og fólks-
flótta. Fáeinir áttu atvinnutækin
en fjöldinn var áhugalaus.
Dæmigerður heimildamynda-
höfundur var fenginn ásamt
nokkrum félagsfræðingum til
þess að gera kvikmynd um
eyna. Hann kvikmyndaði og sýndi
efnið síðan Ibúum eyjarinnar
óklippt og hlustaði á viðbrögð
þeirra. Siðan hélt hann áfram og
kvikmyndaði geysimikið efni um
vandamál þessa samfélags frá
öllum hliðum samkvæmt nið-
urstöðum fólksins sjálfs. Efninu
var raðað upp eftir efnisflokkum
en ekki klippt að öðru leyti.
Hinn listræni árangur var kvik-
mynd, sem hafði tæplega nokkurt
gildi fyrir aðra en sérfræðinga, en
árangurinn af þátttöku ibúanna
I kvikmyndagerðinni var nýr
áhugi á þeirra eigin samfélagi og
tveim árum seinna höfðu verið
stofnuð samvinnufélög i stað
gömlu einokunarfyrirtækjanna
og betra efnahagskerfi komið á
sumpart vegna hins nýja póli-
tiska áhuga fólksins og sumpart
vegna hagræðingar.
1 skýrslu sem NFC gerði eftir
verkið segir meðal annars, að
stofnunin telji að afleiðlngar
starfsins eigi eftir að verða
vlðtækar jafnt innanlands sem á
alþjóðlegum vettvangi. Mikil þörf
sé á áhrifaríkum boðskiptaað-
ferðum i erfiðum félagslegum
aðstæðum i Norður-Ameriku.
Fjölmiðlatæknin hafi hingað til
ekki getað ráðið við staðbundin,
sérstæð vandamál, vegna þess að
miðlarnir starfi fyrst og fremst
sem einnar áttar boðberar.
Tæknin sé hins vegar til — og hafi
verið lengi.
Þetta var aðeins einn hluti
verkefnanna i „Hvöt til
breytinga.” Einnig var reynt að
eigá samvinnu við indiána, en það
mistókst vegna vantrausts indi-
ánanna á kvikmyndafólkinu. Þvi
var gripið til þess ráðs að kenna
hópi þeirra á tækin og siðan gerðu
þeir sjálfir kvikmyndir um sin
eigin vandamál.
Sænskur kvikmyndari. Carl
Henrik Svenstedt hefur gert tals-
vert af þvi að gera kvikmyndir i
samvinnu við verkamenn og i
tvö .. ár kenndi hann föngum i
ýmsum fangelsum að búa til
kvikmyndir. (Hann hefur skrifað
ágæta bók um reynslu sina og
annarra i pólitiskri kvikmynda-
gerð, „Arbetarna lámnar
fabriken”)
Folke Schimanski skrifar
grein, sem hann nefnir „Le
revolution du vidéo. ' ” Hann
segir frá starfsemi félagssjón-
varps (Community TV) i Québec i
Kanada. Það var stofnað af
Société Nouvelle (samsvarandi
NFC) og það er ólikt byggðasjón-
varpi (Local TV), sem algengt er
i Kanada og Bandarikjunum, að
þvi leyti að þvi er stjórnað af leik-
mönnum og sjónvarpsmenn
koma þar hvergi nærri
Starfsemin hófst á þvi að efnt
var til námskeiðs i kvikmynda- og
sjónvarpsþáttagerð. Mest af
efninu fyrir stöðina er tekið upp á
ferðamyndbandstæki með töku-
vél og getur hver sem er eignast
slikt tæki (ef hann hefur svolltil
auraráð) og gengur útbúnaðurinn
undir nafninu rafeindakúlupenni
(Stylobilles électroniques). Sam-
kvæmt frásögn höfundar er hver
einasta stofnun I Québec undir
smásjá félagssjónvarpsins og sá
almennur fundur er ekki haldinn,
að hann sé ekki tekinn upp á
band.
Auk þessa er annað fyrirtæki i
Québec, sem vinnur eftir svip-
uðum hugmyndum, eða Vidéo-
graph. Hver sem er getur komið
til Vidéograph með hugmyndir að
eigin kvikmyndum. Sé hug-
myndin möguleg I framkvæmd
eru lánuð tæki til upptöku, gefin
ráð og siðan aðstaða til úrvinnslu.
Leikmannsmyndirnar eru sendar
út i þrjáðsjónvarpi (stundum
einnig I CBS) og sýndar i sjón-
varpssýningarsal venjulega með
umræðum á eftir. Starfrækt er
myndbandssafn (videotek) þar
sem almcnningur getur fengið að
sjá myndir að eigin ósk á
sjónvarpsskermi svipað og I
hljómplötusafni.
Siðan lýsir höfundur tilraunum
með bein tveggja átta og margra
átta boðskipti I þráðsjónvarpi,
þegar samband er haft við áhorf-
endur heima I stofu og þeir geta
komið með álit sitt, valið um
myndir á skerminn, fólk til að
kommentera, talað við stjórnand-
ann á meðan og guð veit hvað.
Þetta eru að visu betri borgarar,
sem þarna gamna sér við
lýðræðislega fjölmiðlun, þvi
alþýða manna hefur ekki eins
mikið fé handbært fyrir áskrift-
um að þráðsjónvarpinu. Hanh
lýkur máli sinu á þvi að segja, að I
samanburði við kanadamenn séu
sviar á steinaldarstigi. Hvar ætli
islendingar séu þá staddir á
merinni?
Skýrslur eru i bókinni um starf-
semi Hljóðsmiðju danska út-
varpsins og Filmusmiðju (Work-
shop) dönsku kvikmynastofn-
unarinnar. Báðar stofnanirnar
vinna eftir svipuðum hug-
myndum og Vidéograph nema
hvað umsetningin er minni.
Það er mikið skrifað og hugsað
á Norðurlöndum og viðar um fjöl-
miðla. Fjölmiðlasérfræðingar út-
skrifast úr háskólunum i stórum
hópum. En fræðin verða hálfþurr
á meðan ekki er reynt að efna til
einhverra framfara i verki og
þótt fyrrgreindar tilraunir með
lýðræöislega, frjálsa og tviátta
fjölmiðlun sé eins og dropi i
haf formöngunarstarfseminnar,
þá er gleðilegt að heyra að
baráttu er haldið uppi fyrir að fá
að nota tækin I þágu mannsins en
ekki gegn honum.
(Allur textinn hér að framan er
lauslega endursagður en ekki
þýddur orðrétt).
Þorsteinn Jónsson
Svar
Elísabet Sigurðardóttir,
12ára, Laugarholti 3 B,
Húsavík, sendi hárrétt
svar við krossgátu
kompunnar í blaðinu
okkar 22. ágúst. Henni
finnst krossgátan létt,
en þannig á hún að vera.
Þegar þíð getið ráðið
krossgátuna strax, eigið
þið að reyna að búa til
aðra og senda Komþ-
unni.
Kompan vonast eftir
öðru bréfi frá Elísabetu
og skemmtilegt væri að
fá sögu.
Frá Listdansskóla
Þjóðleikhússins
Nemendur sem stunduðu nám við skólann síðastliðinn
vetur og hyggjast halda áfram nú I vetur, komi til viðtals
miðvikudaginn 15. þessa mánaðar sem hér segir:
— þeir sem voru 11. flokki mæti kl. 17.30
— þeir sem voru i 2. flokki mæti kl. 18
— þeirsem vorul 3. flokki mæti kl. 18.30
— þeirsem vorui 4. flokki mæti kl. 19
Nokkrir nýir nemendur verða teknir inn I vetur, inntöku-
próf fyrir þá verður laugardaginn 18. þ.m. kl. 2. Lág-
marksaldur er 9 ár. Takið með ykkur æfingaföt og stunda-
skrá.
Kennsla hefst mánudaginn 27. september.
UEFA bikarkeppnin
1976-1977
Ondrus — fyrirliði Slovan og
tékkneska landsliðsins — sést
hér hampa Evrópubikar lands-
liða.
FR AM—SLOVAN
14. september kl. 17.30
á Laugardalsvelli
Komið og sjáið tékknesku snillingana sem sigruðu
landslið Hollendinga og V-Þjóðverja
MIÐAVERÐ:
Skæðasti sóknarleikmaður
Tékka
Stúka 800,- stæði 600,- börn 200,-
KNATTSPYRNUDEILD FRAM