Þjóðviljinn - 12.09.1976, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 12.09.1976, Blaðsíða 6
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 12. september 1976. Kjartan Ólafsson Er ekki ránfuglsmerkið stolt Sjálfstæðisflokksins? Sjálfstæði þjóðar og siðrænar varnir Meðal þess sem sett hefur svip á pólitiska umræðu okkar is- lendinga á því sumri, sem nú er tekið að halla, eru annars vegar hin margvislegu glæpamál og vanmáttur dómsmálakerfis, og hins vegar hugmyndirnar um það að gera dvöl erlends hers i landi okkar að stórkostlegri gróöalind með þvi að selja landið á leigu fyrir ærið fé til hernaöarumsvifa. Við skulum hér lfta nokkuö á þessi mál bæði og ihuga tengslin, sem þarna eru á milli. Allt eru það auðgunaraf- brot „athafnamanna" Svo er að sjá sem margur maðurinn hafi vaknað við vondan draum við að heyra um alla þá röð fjársvikamála og hvers kyns auðgunarafbrot, sem dregin hafa verið fram i dagsljósið að undan- förnu, ekki sist þar sem morð- alda hefur fylgt i kjölfarið. Ekki fer milli mála að siðferði- leg upplausn hefur færst nær og nær i þjóðfélagi okkar upp á sið- kastið og þeim fjölgar sem einskis svifast i þvi skyni að kom- ast yfir æ meira fjármagn a kostnað hinna, sem heiðarlegir eru að minna mega sin. Með þeirra glæpamála, sem uppvist hefur orðið um að meira eða minna leyti aö undanförnu eru: 1) Meiriháttar ávisanasvik samsærishóps, sem svikið hefur háar upphæðir út úr banka- kerfinu, 2) Alvarleg gjaldeyris- svik i sambandi við innflutnings- starfssemi (t.d. Grjótjötunsmál- ið), 3) Hrikaleg fjársvik og bók- haldssvindl i tengslum við rekst- ur skemmtistaða (Klúbbmálið) 4) Margháttuð smyglmál varðandi áfengi og eiturlyf sem erfitt reynist að upplýsa i hvaöa tengslum kunna að vera við aðra fjárplógsstarfsemi og glæpi. 5) Siðast en ekki sist heyrir þessari upptalningu til, að hér hafa borið að höndum morð á morð ofan, i röð, sem enginn veit reyndar hversu löng kann aö vera orðin nú þegar. Auk alls þessa blasir við sjón- um okkar ljósar en oftast áður siðlaus auðgunarstarfsemi i skjóli svivirðilegra skattalaga og hóflaus söfnun verðbólgugróða, þar sem forréttindahópar, þjóð- félagsins hlaða upp stóreignum út á söfnun skulda, sem verðbólgan siðan sér um að eyða, — en eignin stendur eftir og hækkar I verði. 1 þessum efnum eru „rétt sam- bönd” i bönkum og lánastofnun- um að sjálfsögðu mikilvægust. Margvisleg auðgunarstarf- semi, lögmæt og ólögmæt, sem hér hefur verið rifjuö upp og i ýmsum tilvikum tengist alvarleg- ustu glæpum, henni er ekki haldið uppi af örvilnuðum brotamönn- um, sem góðborgarar flokka undir dreggjar þjóðfélagsins. Nei, sú siðlausa fjárplógsstarf- semi sem islenskur almenningur hefur að undanförnu verið að gera sér vaxandi grein fyrir, — sú starfsemi er fyrst og fremst iökuð af svokölluðum „athafnamönn- um”, marglofuðum merkisberum hins frjálsa framtaks. Siðalögmál gróðahyggj- - unnar og boðberar þess Hvert stefnir islenskt þjóð- félag? bað er sú spurning, sem æ oftar heyrist borin fram á siöustu mánuðum og árum. Eitt er vist, — mein gróðaspillingarinnar hef- ur náð að höggva nærri sjálfum innviðum þjóðfélags okkar, — og meinið sýkir út frá sér svo við rotnun liggur hér og þar. Takist ekki að spyrna viö fótum i tima blasir siðferðileg upplausn við, upplausn sem á skömmum tima mun leiða land okkar og fólk beint i gin alþjóðlegs auðhringavalds. Sterk stjórnmálaöfl á íslandi hafa lengi boðaö það siöalögmál, að hverjum manni sé rétt og skylt að troðast áfram i samkeppninni um gróða og meiri gróða aö öllum löglegum leiöum og þessi sömu stjórnmálaöfl hafa fengið þvi ráð- ið, aö lög landsins tryggja ,,at- hafnamönnunum” býsna viötækt sivgrúm i þessu skyni. Hlutafélagiö er eitt i dag,annað á morgun, en dansinn dunar áfram og hjólið snýst. Af- skriftirnar færa mönnum nokkra togara, sem hreinan eignaauka á fáum árum, þrátt fyrir „tap- rekstur”, og með góðum sam- böndum i lánastofnunum hlaðast fasteignirnar upp, þótt aldrei seu fyrir hendi þær lágmarkstekjur sem hægt sé að krefja af tekju- skatt. Kerfið er fullkomiega pottþétt, og má heita sjálfvirkt, ef menn bara eru á „réttri braut” og draga ekki af sér i kapphlaupinu um gróðann samkvæmt siðalög- máli boðbera hins „frjálsa fram- taks”. Og þarf svo nokkur að vera hissa á þvi, þótt þeim fari fjölg- andi, sem ekki láta litilfjörlegan lagamúr hindra sig i gripdeildun- um, þegar þeir á annað borö eru komnir á fullan skrið? Er ekki ránfuglsmerkið stolt Sjálfstæðisflokksins? Eða tóku menn eftir hæsta- réttarlögmanninum alkunna sem ritaði grein i annað siðdegisblað- anna fyrir stuttu og játaði þar á sig að hafa greitt manni 1,2 miljónir króna fyrir um það bii ári siðan með innstæðulausum ávisunum, og kvaðst að visu telja þetta leitt en sá að öðru leyti ekk- ert athugavert við aö flika þessu athæfi sinu. Auövitað heldur maðurinn áfram störfum hæsta- réttarlögmanns, þótt hann játi siik fjársvik á sig opinberlega. Liklegra er hitt að hann verði á morgun gerður aö lagaprófessor eöa hæstaréttardómara. „Vissulega fer best á þvi að einstaklingurinn geti notið at- hafnafrelsis i sem rikustum mæli”, segir i forystugrein eins af málgögnum Sjálfstæðisflokksins i vikunni sem leið, — og þar er bætt við: „Krafan um aukið félagslegt vald yfir borgurunum fær ekki staöist i okkar samfélagi”!! — Nei, vist ekki. Eða er ekki rán- fuglsmerkið stolt Sjálfstæðis- flokksins? Eigum við að selja heims- friðnum aðgang? Og nú skulum við bera fram nýja spurningu. Skyldi vera eitt- hvert samhengi milli þeirra margvislegu auðgunarafbrota og fjárplógsstarfsemi, sem sett hefur svip á pólitiska umræðu að undanförnu annars vegar og hug- myndarinnar um að selja landið á leigu undir erlend hernaðarum- svif hins vegar, — máske hæst- bjóðanda fyrir toppverð? Tæp- lega þarf lengi að leita til að finna þetta samhengi. Samkvæmt siöalögmáli einka- gróðans er allt falt fyrir peninga og samkvæmt þvi lögmáli verður heldur ekkert af hendi iátið nema fyrir peninga. Einu sinni skiptust íslendingar i tvo hópa varðandi afstöðuna til dvalar bandarikjahers i landi okkar, þá sem töldu hann vera hér til verndar hreimsfriðnum, frelsinu, og lýöræðinu i veröld- inni, og vildu þess vegna hafa hann, og svo okkur hina, sem töldum þennan her hvorki erind- reka né verndara friðar, frelsis eða lýöræðis, og vildum þess vegna aö hann færi. Nú hafa margir hins vegar komist að þeirri niðurstöðu, að annað hvort sé sjálfsagt að selja vænar sneiðar af gamla Fróni hæstbjóðanda undir hernaðarum- svif erlendra stórvelda og fá bara i staöinn sem mest af dollurum, rúblum eða pundum, svo hægt sé um sinn að striðala þá þjóð, sem blind leiðir sjálfa sig til slátrunar, — ellegar hitt, að menn telja sig enn sem fyrr málsvara „vestræns lýðræðis og frelsis”, en strengja þess þó heit, opinberlega, að blóð- mjólka þessi goð i eiginhags- munaskyni, meðan aðrir falla með vopn i hönd fyrir frelsis dýrð og hugsjón lýðræðisins. Eitt er vist, — hér hefur siðleys- ið náð þvi hámarki, sem ekki verður auðveldlega yfirstigið. Allt á eina bók lært Það eru siðlaus lögmál auð- hyggjunnar, sem eru undirrótin að þeirri flóðbylgju auðgunaraf- brota, fjárplógsstarfsemi og margvislegra glæpa, sem tröll- riða þjóðfélagi okkar um þessar mundir. Þaö eru þessi sömu siðalögmál einkagróöans, sem nú, einmitt nú, knýja fram i dagsljósið kröfuna um að landið verði selt. Hér er allt á eina bók lært, — af einni og sömu rót. Undantekning- ar finnast frá ölium reglum, en þvi skal slegið föstu, aö sá sem vill gera ættjöröina að söluvöru á striðsmarkaði, hann er ekki lik- legur til að duga i baráttu gegn þeim peningavörgum viðskipta- lifs og mafíustarfsemi, sem nú naga rætur gamals lifstrés, sem hér hefur staðið i 1100 ár. Og hinn, sem fullmótaður er af siöalögmálum auðhyggjunnar, á sér gróða og meiri gróða að helsta leiðarljósi i lifi og starfi, — hvi skyldi hann svo sem ekki selja bæði Grimsey og Reykjanes sé gull i boði. Tuttugu og fimm ár eru nú liðin siðan bandariskur her steig hér á land öðru sinni. Þá datt vist fáum i hug að litlu skipti um erindið, — hitt væri ráð að selja „heims- friðnum”, aðgang ef enginn biði betur. Siðan þá hefur margur orð- ið af aurum api á landi hér. Hvaö mó nú til varnar verða vorum sóma? Og nú er mál að stinga við fæti og staldra við. Ýmsir tala hátt um siðferðilega upplausn i islensku þjóðfélagi, og vist má slikt til sanns vegar færa. Engin ástæða er þó til örvænting- ar, ef mannlega er snúist á móti. Menn verða einfaldlega að gera sér ljóst, að þau siðræn verðmæti sem máli skipta, verða ekki varin né treyst án skilnings á pólitisku samhengi. Auðsöfnun fárra einstaklinga langt umfram það, sem eitt þjóð- félag getur boðið þegnum sinum almennt er i sjálfu sér siðlaust at- hæfi, hvað sem lagagreinum lið- ur. Gildir það jafnt i okkar þjóð- félagi sem öðrum, og jafnt i for- tið, nútið sem framtið. Gegn fjárplógsstarfsemi og gróðaspillingu duga hins vegar ekki predikanir, ekki orö ein, heldur aðeins pólitiskar aðgeröir, pólitiskt vald. Hér ber brýna nauðsyn til, að setja hvers kyns auösöfnun og fjárplógsssstarfemi mun strangari lagaskorður en fyrir hendi eru. Refsingar fyrir minniháttar innbrot og smáþjófnaði unglinga og ræfla sem vart eiga fyrir næstu máltið ber að afnema. Slika þarf aðeins að ala svolitið betur upp, eða tryggja sjúkrahúsvist. Refsingar fyrir margvisleg auðgunarafbrot, sem fyrst og fremst eru framin af kaldrifjuð- um fésýslumönnum, sem hlaða gróða á gróða ofan, — slikar refs- ingar ber hins vegar allar að þyngja mjög verulega, án dauða- refsingar þó. Og tryggja verður að dómstólar séu færir um að gegna sinu hlutverki. Ekki dugar bæn, heldur bardagi Svo þetta megi takast þurfa pólitiskir boðberar auðhyggj- unnar að setja ofan og vald þeirra i þjóðfélaginu að minnka veru- lega. An slikra pólitiskra breyt- inga er ekki mikil von til þess að takast megi að hreinsa út úr verstu bælunum og fyrirbyggja myndun nýrra. Verkalýðshreyfingin og banda- menn hennar þurfa að treysta af kappi sina eigin innviði og tryggja i hvivetna að eitrun gróðaspillingarinnar i þjóðfélag- inu nái ekki að sýkja raðirnar. Skilin milii braskaralýðsins og verkalýðshreyfingar, sem berst á grundvelli jafnréttishugsjóna sósialismans, þurfa að vera skýr og ljós. Von okkar hlýtur að vera sú að islensk verkalýðshreyfing beri gæfu til að taka upp nú þegar al- hliða pólitiska sókn i samvinnu við þau þjóðfélagsöfl, sem viö hlið hennar vilja standa. Alhliða pólitiska sókn, sem miöi að þvi að hefja siðalögmál jafn- réttishugsjónarinnar til vegs i islensku þjóðfélagi gegn siðalög- málum auðhyggjunnar. Aihliða pólitiska sókn, sem miði að þvi aö ryðja braskaralýðnum og póiitiskum verndurum hans úr öndvegi, en styrkja rétt og mátt vinnandi alþýðu að sama skapi. Þannig, og aðeins þannig, má takast aö kalla fram þá hreinsun i okkar þjóðfélagi, sem svo mjög er aökallandi orðin. Þær siðrænu varnir, sem hér þarf að treysta svo að sjálfstæði þjóðarinnar fái staðist, snerta hvorki kirkjugöngur né hjú- skaparmál, heldur er annað og meira i þvi efni. Hér dugar ekki bæn, heldur skelegg barátta gegn pólitiskum ábyrgðarmönnum sið- lausrar auögunarstarfsemi.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.