Þjóðviljinn - 12.09.1976, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 12.09.1976, Blaðsíða 13
Sunnudagur 12. september 1976. ÞJÓÐVILJINN — StDA 13 RÖDD FÓLKSINS við vinstri hreyfingum stúdenta og verkamannaiBandarikjunum, hvermg sjónvarpið með túlkun sinni beinir atburðum jafnvel i nýjan farveg. Vinstri menn sjálfir eru svoháðir sjónvarpinu, að þeir láta meira eða minna brenglaða mynd þess hafa áhrif á sig, þvi sjónvarpið er mynd þjóðarinnar af veruleikanum. Jafnvel þátt- takendur i mótmælaaðgerðum hlaupa heim til sin i miðjum aðgerðum til þess að sjá hvort aðgerðirnar séu i fréttum sjón- varpsins og hafi þvi gerst i raun og veru. En i sjónvarpinu eru hlutirnir lagðir út á ýmsan veg, sem hentar viðkomandi fjár- málaklikum, og svo dæmi sé nefnt er mjög vinsælt að tengja vinstri menn við ýmiskonar ofbeldisfélög og sprengimeistara. t lok athugasemda sinna segir höfundur: Byltingasinnuð Framhald á bls. 18. í „Kenningum um útvarp” frá þriðja áratugnum gagnrýnir Brecht þýska útvarpið fyrir að kunna ekki að notfæra sér hina nýju útvarpstækni. Ráðamenn þess — dyggir stuðningsmenn kapitalismans — tali sifellt um nýja tæknilega möguleika en noti þá aðeins til þess að endurflytja eitthvað, sem þegar hefur verið skapað og þurfti ekki útvarps- eða upptökutækni til, t.d. upptökur á leikritum leikhúsa, tónleikum o.s.frv. Hins vegar sé enginn áhugi á þvi að skapa verk fyrir hinn nýja fjölmiðil — verk, sem hann hentaði sérstaklega fyrir og ekki sé hægt að skapa né flytja annarsstaðar. Ekki er laust við að gagnrýni Brechts eigi við enn i dag um útvarp svo ekki sé minst á upp- finningu sem Brecht hafði þá ekki fengið fregnir af — sjónvarpið. Sé farið i gegnum dagskrá islenska sjónvarpsins til dæmis um nokkurt timabil, kemur i ljós að meginhluti dagskrárinnar er einmitt upptökur á efni, sem ekki er gert sérstaklega fyrir sjónvarp og nyti sin betur annarsstaðar. Notkunin á sjónvarpstækninni er aðallega fólgin i þvi aö flytja ein- hverskonar skugga af þvi sem er að gerast úti i bæ inn á heimilin. Að þröngur fjárhagur eða tima- leysi sé meginorsökin fyrir þessari stefnu i þáttagerð er ekki allur sannleikurinn, þvi aðferðin losar sjónvarpsstöðina við þá áhættu að flytja óvart nýjar, ferskar eða róttækar hugmyndir, sem slæðst gætumeð frumsömdu efni. Þessari stefnu er fylgt eftir með þvi að hafa fáa yfirhlaðna stjórnendur sem fyrr eða siðar neyöast til að velja auðveldustu leiðina — aö gera einfalda upptöku á hinu og þessu úti i bæ fremur en aö semja efni sérstak- lega fyrir sjónvarp. Auk þessarar vinnuaðferðar læra stjórnendur þátta smám saman að fara aldrei yfir hin borgaralegu mörk hvað varðar hugmyndalegt og siðrænt innihald þáttanna. Afleiðinguna þekkja allir — skemmtiefni, sem hlátur fylgir oftast með til öryggis, og sérlega leiðigjarnt og yfirdrepsfullt jómfrúarblaður um einstök vandamál út úr sam- hengi. En vandamálið er ekki það, að sjónvarpsstöð (eða aðrir fjöl- miðlar) sé leiðinleg. Hvernig geta fjölmiðlar verið annað en leiðin- legir, þegar meginhlutverk þeirra er að reka áróður fyrir kapitalista (flokkskliku, máttugan eriendan bandamann o.s.frv.) og beina athygii alþýðu manna frá þeim hlutum sem máli skipta. Vanamáliö er það, að fjöl- miðlarnir (þar með taldir rikis- fjölmiðlarnir) reyna ekki aðeins að sljóvga alþýðu manna og halda henni i einangrun og fávisku, heldur einnig að loka dyrunum fyrir þvi fólki, sem hefur áhuga á að gera þá að raunverulegum boðskiptastofnunum. Grein Brechts, sem minnst var á, er birt i bókinni „Rödd fólksins,” (Folkets röst — Offentlig adgang til massemed- ierne) undir ritstjórn Erik Thygesen. Mig langar til að rekja lauslega sumt af þvi, sem þar er að finna, islenskum lesendum til fróðleiks. t bókinni er safn greina um viðleitni til lýðræðislegrar fjölmiðlunar i ýmsum löndum. Undirtónn hennar er sá að með þvi að gera hverjum og einum kleift að framleiða efni fyrir útvarp og sjónvarp hafi ný upptökutækni nú þegar og eigi eftir að auka lýðræði i fjöl- miðlum. Gamla röksemdin, að tækin séu of þung til þess að fara með þau út úr stúdióinu og of flókin til þess að venjulegt fólk geti notað þau er að visu úrelt orðin, en þyngsti róður- inn er samt eftir sem áður sá að fá efni framleitt af fólki, sem hefur eitthvað til málanna að leggja, birt i fjölmiðlunum. Það er ekki nóg að hægt sé að fram- leiða efnið, ef það á siðan að liggja ónotað á böndum eða filmu heima hjá höfundunum. t inngangi rekur ritstjórinn fortið sina sem fjölmiðlara. Hann var dagskrármaður við Danska utvarpið um tveggja mánaða skeið. Vangaveltur hans um það Uvernig hægt væri að vinna við rikisfjölmiðla án þess að gera málamiðlanir og án þess að verða þátttakándi i hugmyndafræði- legri bælingu leiddu til sálar- kreppu. Að flýja inn í sjálfan sig sem svo margir blaðamenn og útvarpsmenn hafa gert þótti honum ekki eftirsóknarverð lausn og sagði þvi starfi sinu lausu. En eftir brottför hans frá útvarpinu hélt hann samt áfram að vinna útvarpsþætti i samvinnu við ýmsa hópa, sem höfðu áhuga á að koma málefnum sinum á fram- færi. Hlutverk hans var ritstjórn og tæknileg ráðgjöf, en fólkið sjálft vann efnið og setti fram sinar skoðanir. Erfiðasta vanda- málið við þessa vinnu var ótti verkafólksins við yfirboðara sina. Ef það vogaði sér að hafa skoðun á vinnunni eða vinnustaðnum, þar sem það dvaldist meirihiuta ævinnar, gat það átt von á refsingum eða uppsögnum. Siðar starfaði hann við „Hljóðsmiðju” Danska sjónvarpsins (Baand- værksted),sem er opið öllum sem hafa áhuga á að búa til útvarps- þætti, en smiðjan er einmitt liður i viðleitni til að opna útvarpið fyrir almenning. Svo enn sé vitnað til greinar Brechts: Það þarf aö breyta út- varpinu úr boðsenditæki i boðskiptatæki. Útvarpið gæti orðið stórkostlegasta tæki til mannlegra samskipta, sem hægt er að hugsa sér, ef það gæti ekki aðeins sent út heldur einnig tekið á móti — þ.e.a.s. fengið hlustand- ann ekki aðeins til að hlusta heldur lika tala og einangra hann ekki heldur setja hann i tengsl við samfélagið. „16 athugasemdir um sjónvarp og vinstri hreyfingu” eftir Todd Gitlin tekur til athugunar hvernig fjallað er um vinstri menn i sjónvarpi i Bandarikj- unum og afstöðu vinstri manna til sjónvarpsins. Höfundur lýsir þvi, hvernig sjónvarpið virkar eins og róandi sprauta á hræringar i þjóðfélaginu og hleypir gufunni af katlinum svo ekki sjóði uppúr með þvi að þreifa á ýmsum málum, jafnvel hneykslismálum á hæsta valdstigi, sem frægt er orðið. Hann lýsir hvernig hið bandariska „alþjóðlega” fjöl- miðlaefni tröllriður öllum heim- inum og gerir þjóðlegri (svo ekki sé talað um byltingasinnaðri) framleiðslu erfitt fyrir.Hann íýsir nokkrum mikilvægum eigin- leikum sjónvarpsins, þ.e.a.s. hvernig það fer með veruleikann almennt.Siðan rekur hann nokkur dæmi um viðbrögð sjónvarpsins LITRÍK OG HAGKVAM HEIMILISSAMSTÆÐA® FYRIR VIÐRÁÐANLEGT VERÐ now HÚSGAGNAVERZLUN KRISTIÁNS SIGGEIRSSONAR HF. Laugavcgi IJ Kcykjavik sínii 25870 llla staddur er maður, sem hefur eitthvað að segja en enga áheyrendur. En ver er á komið fyrir hlust- anda, sem finnur engan sem hefur honum neitt að se9Ía* (Bertolt Brecht) skélaritvélar G-óð skólaritvél er bezta tryggingin fyrir góðum árangri í vélritun. Góð skólaritvél er hagnýt eign, sem endist í fjölda ára. ROYAL skólaritvélar eru vélar í háum gæðaflokki. Tveggja ára ábyrgð fylgir öllum ROYAL skólaritvélum. GÍSLI J JOHNSEN HF Vesturgata 45 Reykjovik Simi 27477

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.