Þjóðviljinn - 12.09.1976, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 12.09.1976, Blaðsíða 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 12. september 1976. aOÐVIUINN MÁLGAGN SÓSÍALISMA, VERKALÝÐSHREYFINGAR OG ÞJÓÐFRELSIS. Útgefandi: útgáfufélag Þjóöviljans Kratnkvæmdastjóri: Kiður Bergmann Kitstjórar: Kjartan ólafsson Svavar Gestsson Kréttastjóri: Kinar Karl Haraldsson Umsjón með sunnudagsblaði: Arni Bergmann Kitstjórn, afgreiðsla, auglýsingar: 5kólavörðust. 19. Sími 17500 (5 Hnur) Prentun : Blaðaprent h.f. ÞAÐ SEM MESTU SKIPTIR Maó Tse Tung var einn forustumanna kinverska kommúnistaflokksins, kin- versks verkalýðs og bænda og kinversku byltingarinnar. Þegar kommúnistar brut- ust til valda i Kina fór óhugur um valda- hópa auðvaldsrikjanna. Aratugum saman reyndu þeir að berja höfðinu við steininn. Þeir reyndu allar hugsanlegar leiðir til þess að koma i veg fyrir að fólk á Vestur- löndum og i þriðja heiminum fengi að vita að nokkurt riki væri til sem héti Kinverska alþýðulýðveldið. Þeir lögðu sig i fram- króka um að sannfæra allan heiminn um gamalmennið á Tævan, leppur banda- rikjastjómar, væri ráðamaður alls Kina- veldis. Kinverjar fengu ekki að eiga full- trúa hjá Sameinuðu þjóðunum, þeir fengu ekki að hafa stjómmálasamskipti á „diplómatiskum” grundvelli við tugi rikja þar sem rikisstjórnirnar játuðu hina bandarisku trú. Svo langt gekk ofstækið að bandariskum ráðamönnum kom til hugar að fara með gereyðingarstrið gegn kin- verjum. í fyrstu voru kærleikar með kinverskum og sovéskum ráðamönnum, en um 1960 þegar slitnaði upp úr þeim samskiptum endanlega og fjandskapur hófst milli rikj- anna sem staðið hefur látlaust siðan, tóku bandarikjamenn að láta sér koma til hug- ar að hefja samskipti við Kina. En það voru þó aðeins mjög fáir bandarikjamenn sem voru svo skynsamir — flestir reyndu af fremsta megni að koma i veg fyrir að nokkuð fréttist annað en illt frá kinversk- um kommúnistum og stjóm þeirra. Um siðir urðu staðreyndir þó ekki umflúnar og eftir liðlega tuttugu ára „diplómatiskan” hráskinnaleik hlaut Kinverska alþýðulýð- veldið sjálfsagða viðurkenningu. Þá skip- uðust veður i lofti. Strax og bandariska áróðursvélin snéri við blaðinu hlýddu málpipur hennar um allan heim. Og i staðin fyrir skitkastið og andúðina á kin- verjum („gula hættan”) og kinverska kommúnistaflokknum kom takmarkalaus aðdáun og sú persónudýrkun sem blöð höfðu áður skopast að varð þeirra hlut- skipti með næsta grátbroslegum hætti. Þegar Mao Tse Tung er nú látinn verða viðbrögðin einnig I gamla kaldastriðs- stilnum i Washington jafnt og i Moskvu. I Washington er gert sem minnst úr sósíal- isma i Kina, — hið sama er gert i Moskvu. í Washington byggist afstaðan eingöngu á fáum þáttum utanrikisstefnunnar — hið sama er uppi á teningnum í Moskvu. Þannig malar kaldastriðskvörnin enn og eftir situr almenningur áttavilltur, þvi þar sem allt er ýmist litað i svörtu eða hvitu eru engir millivegir færir þar er aldrei unnt að leggja hlutlægt mat á menn, við- burði eða sögulegt þróunarferli. Sú staðreynd sem skiptir mestu máli um Maó Tse Tung er sú að hann var einn for- ustumanna kinverska kommúnistaflokks- ins sem lagði auðvaldið að velli, færði tug- miljónum kinverja mat, — ekki með mat- gjöfum, eins og halda mætti af skrifum borgarasnepla siðustu árin, heldur með þvi að gera byltingu. Maó og bandamenn hans leystu kinverskan verkalýð og bænd- ur úr klóm spilltrar auðstéttar. Þeim tókst að sameina miljónirnar vegna þess að þeir höfðu þjóðfélagsgreiningu marxism- ans að viðmiðun og þeir skildu grundvall- areðli þjóðfélagsins sem þeir börðust i: „1 stéttaþjóðfélagi er hver maður i einhverri stétt og sérhver hugsun ber undantekning- arlaust mark einhverrar stéttar.” (Maó) Ef menn reyna að ganga fram hjá þess- um meginstaðreyndum um Maó Tse Tung og starf hans eru þeir að reyna að falsa, villa um fyrir almenningi. Og raunar er sú mynd sem dregin hefur verið upp af Maó i fjölmiðlum kaldastriðshyggjunnar eins og skóladæmi um vondan áróður, þar sem allt er ýmist svart eða hvitt, þar eru engir millivegir, ekkert rými fyrir skynsemina. Það sem mestu skiptir nú, að mati sósi- alista, við dauða Maós er hversu til tekst um framhaldið. Vissulega er Maó Tse Tung eitt stærsta nafnið i stjórnmálasögu þessarar aldar, en það sem öllu skiptir er kinversk alþýða, sú framtið sem hún býr sér á komandi árum. — s. Er ástin eiturlyf? Margfrægt er úr bók- menntum, fornum sem nýjum/ að ást hafi valdið fólki miklu hugarangri og stundum beinlínis stórtjóni á sál eða líkama. Má finna á bókum ófá dæmi þess, að menn hafi sprungið eöa veslast upp af ástarharmi. Og nú hafa reyndar kvatt sér hljóðs tveir hjúskapar- ráðunautar og halda því blákalt fram að ástin geti auðveldlega orðið álika háskaleg og skæðustu eit- urlyf. Hjúskaparráðunautar þessir tveir, sem gert hafa umrædda sögulega uppgötvun, eru banda- rikjamenn og heita Stanton Peele og Archie Brodsky. Þeir taka til dæmis einn ástarsjúkling, sem til þeirra hafði leitað, þá orðinn for- fallinn. Sjúklingur þessi var sjálf- ur læknir og hafði reynt að eyða úr sér einhverri andlegri slæmsku með þvi að einbeita sér að þvi að unna konu nokkurri og takmarka jafnframt samskipti sin við annað fólk. Þetta virðist hafa gengið bærilega um skeið, en svo skeði það, sem stundum vill verða, að umrætt ástasamband slitnaði. Og þá varö liðan aum- ingja læknisins að sögn eitthvað álika og dópista, sem dópið er snögglega tekiö af. Hann hætti að geta sofiö, fékk fyrir hjartað og meira að segja vöðvakrampa. Hann einangraði sig frá umheim- inum og varð smámsaman sljór og áhugalaus um hvaðeina. Segja þeir Peele og Brodsky að ein- kennin séu aö mörgu leyti svipuð og hjá heróinsjúklingum, en eins og kunnugt er telst heróin hættu- legast og mest bráðdrepandi allra eiturlyfja. Skrifstofustarf Rafveita Hafnarf jarðar óskar að ráða starfs- kraft á skrifstofu. Áhersla lögð á vélritunar- kunnáttu. Laun eftir launaflokki B-7. Umsóknum skal skilað fyrir 20. september til rafveitustjóra, sem veitir nánari upplýsingar um starfið. Rafveita Hafnarfjarðar. VÍSINDI OG SAMFÉLAG Sem andstæðu ástarsykinnar nefna þeir Peele og Brodsky það sem þeir kalla „þroskaða ást.” Mælikvarðinn á slika fyrirmynd- arást er, segja þeir, að karl og kona geti sofið saman með góöum árangri, þótt svo að þau alveg eins vildu sofa hjá einhverjum öðrum. Þetta allt um ástina er svo sem ekki ný saga — en liklega er það heldur nýtt af nálinni að þessari „lifsins lind” sé likt við hættuleg- ustu eiturlyf. (Byggt á Der Spiegel) „Ástin blind” hefur verið kölluð „lifsins lind.” Nú er hinsvegar komin fram sú hugmynd að hún sé á við lifshættuleg eiturlyf! Stærri og stærri skammtar Þeir Peele og Brodsky segja ástina eiga það sammerkt með heróini og öðrum eiturlyfjum að sjúklingurinn þurfi alltaf stærri og stærri skammta. Þetta standi venjulega i sambandi við mis- heppnun hans i sambandinu við umheiminn, en af þeim sökum leyti hann í stöðugt vaxandi mæli hælis i ástinni. „Sjúklingurinn” flýr sem sagt heiminn á náðir ástarinnar. Hann hugsar gjarnan sem svo: „Heim- urinn er vissulega kaldur og and- styggilegur. En ég á þó alltaf kon- una mina að.” Ástarsjúklingurinn, segja þeir tvimenningar, verður smátt og smátt, likt og eiturlyfjasjúkling- urinn, áhugalaus um allt annað en ástina sina. Þar af leiðandi gerist hann metnaöarlaus og hirðulitill I starfi. Og likt og eitur- lyfjasjúklingurinn gerir hann um siðir hvað sem er til að fá „sprautu” frá þeim elskaða. Eru frumburðir metnaðargjarnir? Meðal tiðinda af sál- fræðingum má nefna, að þeir telja sig komast að þvi, að fleiri frumburðir séu meðal forseta, vís- indamanna og t.d. fata- fellna en eðlilegt mætti teljast eftir hlutlöllum. Ban'dariskir visindamenn hafa rannsakað áhrif systkinahópsins á sálræna þróun og komist að þessari niðurstöðu. Til dæmis er tekið, að átta af niu bandarikja- forsetum sem kosnir voru á hættutimum voru frumburðir hver i sinni fjölskyldu. Sálfræð- ingarnir segja, aðfrumburðir séu alla æfi undir miklum þrýstingi i þá veru að þeirsýni af sér einhver afrek, vegna þess að þegar i bernsku séu þeir i þeirri hættu að yngri systkini „steypi þeim af stóli” innan fjölskyldunnar. Af- leiðingin er sú að þeir eru allar götur á höttum eftir virðingu og lófataki. Og fatafellur, sem eru frumburðir, hafa sömu tilhneig- ingar og stjórnmálamenn, að festa sig I sessi með góðum undir- tektum.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.