Þjóðviljinn - 16.09.1976, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 16. september 1976. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 3
Miklir jarðskjálftar
geisa á N.-Italíu
UDINE, ttaliu, 15/9 (Retuer) —
Tveir snarpir jarðskjálftakippir
uröu i Norður-ltaliu i dag, og
létu a.m.k. fimm menn lifiö og
fimmtiu menn særöust. Hús
hrundi til grunna, og skriður
féllu á vegi og járnbrautarlinur.
Hundruö manna flúöu heimili
sín á öllu Friuli-svæöinu, en þar
varö mjög haröur jaröskjálfti
fyrir fjórum mánuöum sem
kostaöi næstum þvi þúsund
manns lifið.
Þessir tveir jaröskjálfta-
kippir, sem urðu kl. korter yfir
fimm og kl. 11.22 fyrir hádegi
eftir staöartima, voru næstum
þvi eins haröir og jaröskjálftinn
mikli 6. mai: fyrri kippurinn
mældist 5,8 á Richters-kvaröa
ogsá siöari sex á sama kvarða.
Fundust þeir um stóran hluta
Noröur-og Miö-Italiu ogeinnigi
Austurriki, Júgóslaviu og
Tékkóslóvakiu.
Rikisstjórnin lýsti þegar yfir
neyöarástandi i Friul.AÖ sögn
lögreglunnar er borgin Udine,
sem er skammt frá landa-
mærum Italiu og Júgóslaviu, nú
útlits eins og draugabær. Allar
búðir eru lokaðar, en hins vegar
er mikið umferöaröngþveiti á
vegunum fyrirutan borgina, þvi
að allir reyna aö komast burt úr
héraöinu.
Þrir þeirra, sem létust, dóu úr
hjartabilun, sextiu ára gömul
kona lést þegar hús hennar
hrundi og hafnarverkamaöur i
Feneyjum hrapaöi til bana,
þegar hann reyndi aö komast
upp á hafnarbakkann i seinni
skjálftanum.
í tjaldborgunum, þar sem
60.000 heimilislausir menn hafa
búið siðan hús þeirra eyðilögö-
usti jarðskjálftunum i mai, rikti
alger örvænting. Sögöu opin-
berir starfsmenn aö þar heföi
ástandiö þegar veriö slæmt
vegna mikilla rigninga aö
undanförnu, sem heföu breytt
tjaldborgunum i flög, og virtist
viljifólksins hafa brotnað niöur,
þegar jaröskjálftakippirnir nú
bættust ofan á þaö.
1 Austurriki fundu menn jarð-
skjálftakippina i Vínarborg,
Innsbruck og á Salzborgar-
svæðinu. Tigulsteinaþök duttu
af og gluggar brotnuðu i Villach
viö Itölsku landamærin. Þrjátiu
hús sem höfðu orðiö fyrir
skemmdum i jaröskjálftanum i
mai, hrundu nú alveg i júgó-
slavneska þorpinu Breginj, sem
er einnig viö itöslu landamærin.
1 Zagreb, sem er 300 km frá
itölsku landamærunum, fundu
menn einnig fyrir jaröskjálfta-
kippunum.
Meöal þéirra itala sem ultu
fram úr rúmunum viö fyrri
jarðskjálftann, sem varö
skömmu fyrir dögun, var þing-
nefnd sem send haföi verö til
Udine til aö kanna þarfir hér-
aðsins eftir fyrri jarðskjálftana.
Siöan uröu nefndarmenn aö
fresta umræöum viö bæjar-
stjóra héraösins vegna þess aö
byggingin, þar sem halda átti
fundinn var talinn óöruggeftir
seinni skjálftann.
ttalskir visindamenn telja að
þessir jaröskjálftar séu ekki
framhald af þeim skjálftum
sem uröu á sama svæði í mai,
heldur hafi myndast ný upptök,
jarðskjálfta á svipuöum slóöum
og hin eldri.
Kissinger
ræddi við
J. Nyerere
DAR ES SALAAM 15/9 (Reuter)
— Henry Kissinger, utanrikis*
ráöherra Bandarikjanna, og
Julius Nyerere, forseti Tansanlu,
ræddust i dag viö I Dar Es
Saiaam, og lýstu þeir báöir yfir
svartrýni sinni aö umræðunum
loknum.
Julius Nyerere sagöi að Kiss*
inger, sem skýri honum nú frá
viðræðum sinum viö Vorster, for-
sætisráðherra Suöur-Afriku, fyrir
Y erkf öll í baska- héruðum BILBAO 15/9 (Reuter) - Um 80.000 verkamenn lögöii niður vinnu i baskahéruöum Spánar I dag, og er þaö þriöji dagurinn i röö, sem þeir gera verkfali. Hins vegar ákváöu þeir aö snúa aftur til vinnu sinnar á morgun. Vegna verkfallsins hættu skipasmiðastöövarnar i Bil- bao og stáliöjuveriö i Altos Hornos allri starfsemi sinni. Til verkfallsins var upp- haflega boðað til aö mót- mæla dauöa baska, sem lög- reglan skaut til bana I borg- inni Fuenterrabia i siðustu viku, og átti þaö einungis aö standa yfir i einn dag. Siðan var það framlengt um tvo daga til aö mótmæla hörku- legri framkomu lögreglunn- ar gegn mótmælagöngum baska, en einn maður varö fyrir skotum lögreglunnar i Bilbao fyrir tveimur dögum og særöist alvarlega. Samkvæmt áreiöanlegum heimildarmönnum i Madrid hafa fimmtán borgarstjórar frá baskahéruöum Spánar ritað yfirmanni spænsku lög- reglunnar, Emilio Rodriguez Roman, bréf og beöiö hann aö halda aftur'af lögreglunni i lönduro baska.
tiu dögum heföi ekki gefiö sér
neinar vonir um lausn á vanda-
málum Ródesiu eöa Namibiu.
Sagði Nýerere aö hann væri nú
jafnvel enn vondaufari en hann
heföi veriö áöur um þaö aö unnt
væri aö koma á sjálfstæöi I Nami-
bíu.
Henry Kissinger var ekki alveg
eins svartsýnn, en hann sagöi þó á
blaöamannafundi að ,,þaö væru
minna en 50% likur á þvi aö ferö
sin heppnaðist”. Hann bætti þvi
við, að menn væru sammála um
ýmis atriöi en mjög ósammála
um önnur. Nú væri vandinn sá
hvort ekki væri unnt aö finna
neina málamiölun, og sagöist
hann ekki hafa lagt af staö i þessa
ferö ef ekki heföu veriö ein-
hverjar likur til þess.
Kissinger og Nyerere ræddu
saman i meira en fjórar klukku-
stundir i dag, en þetta er fyrsti
heili fundardagurinn siða Kiss-
inger kom til Afriku. Þeir ákváöu
aö lokum aö hittast aftur á þriðju-
daginn eftir aö Kissinger hefur
rætt viö leiðtoga i Sambiu og
Suður-Afriku. I dag var rætt i
smáatriöum um vandamál bæöi
Ródesiu og Namibiu, og sagöi
Kissinger frá viöræöum sinum
viö Vorster. Bæöi bandarikja-
menn og leiötogar svörtu Afrlku
telja aö lykill alla vandamálanna
sé i Suöur-Afriku, þar sem suður-
afrikumenn hafa ráöiö Namibiu i
57 ár, og þeir ráöa öllum aöflutn-
ingum til Ródesiu.
Þegar Nyerere var spuröur aö
þvi hvort hann hefði heyrt um þaö
aö suöur-afrikumenn væru fúsir
til aö slaka til sagðist hann hafa
litla von,en þó væri rétt að biöa
þangað til Kissinger væri búinn
aö tala viö Vorster. En hann
sagðist ekki hafa fengið neinai
upplýsingar sem gæfu einhverjar
vonir.
Nyerere sagði siöan aö ef þessi
samningatilraun Kissingers gæfi
engan árangur og skæruhernaður
héldi áfram i Namibiu og Ród-
esiu, þá myndi hún a.m.k. koma
bandarikjamönnum i skilning um
að barátta manna i suöurhluta
Afriku ætti ekkert skylt viö
kommúnisma. Hún myndi einnig
færa þeim sanninn um þrjósku
hvitu minnihlutac‘ "nanna.
Sagt er aö Kissinger ætli aö beita öiium sinum persónutöfrum til aö
heilla svörtu Afriku og fá leiðtoga hennar til aö ganga aö einhverju
samkomulagi sem Vorster og Smith geta einnig fallist á. Nú er eftir aö
vita hvort hún veröur leiöitöm.
■
Heimastjórnarmenn I Korsiku, sem stóöu fyrir miklum uppþotum I
fyrra gegn yfirráöum frakka á eynni, hafa taisvert látið á sér kræla i
sumar, og fyrir skömmu kveiktu þeir i farþegaflugvél á flugveliinum I
Ajacio til aö vekja athygii á kröfuin sinum. Sprengja sprakk í flugvél-
inn; o<- göist hún i eldi, en engan mann sakaöi.
Gemayel
Libanon:
Tilraun
til við-
ræðna
KAIRÓ 15/9 (Reuter) - Tveir
leiötogar andstæöra flokka i
borgarastyrjöldinni i Libanon,
Rashid Karami, forsætis-
ráðherra, sem er hægfara
Múhameöstrúarmaöur, og Bechir
Gemayel, herforingi falangista-
flokks hægri sinnaðra kristinna
manna, komu saman til fundar i
Kairó i dag. Ekkert hefur kvisast
út um árangur af viöræöum
þeirra og einnig annarra iibana,
sem taka þátt i þessum um-
ræðum, en Karami og Gemayel
svöruöu i dag spurningum
blaöamanna á hótelinu, þar sem
þeir dvöldust. Kom þeim báöum
saman um aö 23. septembcr,
þegar Elias Sarkis á aö taka viö
völdum sem forseti landsins, væri
mikilvægustu timamótin, sem
fyrirsjáanleg væru i Libanon.
Karami sagði aö sá dagur væri
mikilvægur, vegna þess aö þeir
vildu komast aö friðar-
samningum áöur.
Gemayel sagöi hins vegar:
,,Viö verður aö vera bjartsýnir,
þvi aö Sarkis forseti er siöasta
vonin um frið I Libanon. Ef það
mistekst veit ég ekki hver verður
framtiö landsins.”
Það er stjórn Egyptalands, sem
hefur bobiö mörgum leiötogum
frá Libanon til viöræöna þar, og
ná þær hámarki I lok vikunnar,
þegar áformaö er að Sarkis komi
sjálfur til Kairó. Bechir Gemayel
sagðist álita að best væri aö leysa
fyrst þau vandamál, sem upp
heföu komið milli libana sjálfra,
áöur en reynt væri aö leysa
vandamál milli libana og „hinna
sem byggju i okkar landi”. Atti
hann þar viö flóttamenn frá
Palestinu.
Pierre Gemayel, aöalleiötogi
falangista og faöir Bechirs, sagöi
i sérstöku viðtali viö blaöamenn i
Kairó I dag, aö flóttamannabúðir
palestinumanna væru griöland
fyrir glæpamenn frá öllum
heimsins hornum. Hann sagöi
fréttamönnum aö „flestir alþjóð-
legir glæpamennmenn heföu fariö
i gegnum Libanon”. Þar á meðal
félagar úr japanska „rauöa
hernum” og hinn sleipi Carlos.
Meðan þessar umræður fóru
fram i Kairó, breyttist ástandiö I
Libanon sjálfu talsvert, svo aö
ekki er vist hvaöa áhrif þær geta
lengur haft á þróun mála i
landinu. Meöan Rashid Karami
ræddi viö aöra aðila deilunnar
sem forsætisráöherra landsins,
bárustþær fregnir frá Libanon aö
Suleiman Franjiek, sem gegnir
embætti forseta þangað til
Sarkis á aö taka vib embætti,
heföi vikið honum úr þvi embætti
meðan hann væri fjarverandi og
nefnt i staöinn Camille Chamoun,
sem hefur veriö aöstoöarforsætis-
ráöherra. Þótt tilkynnt hafi veriö
aö Chamoun ætti aöeins aö gegna
þessu embætti, meöan Karami er
ekki viöstaddur i Libanon, litu
fréttamenn þó á þessa atburöi
sem mikla skerbingu á áhrifum
Karamis. Eins og áöur er sagt, er
Karami fremur hægfara
múhameðstrúarmaöur, en
Camille Chamoun er hinsvegar
leiðtogi þess flokks, sem stendur
yst til hægri, libanska þjóöar-
flokksins. Karami mótmælti þvi
harðlega, þegar hann var út-
nefndur vara-forsætisráöherra.
Framhald á bls. 14.