Þjóðviljinn - 16.09.1976, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 16.09.1976, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 16. september 1976. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 7 regluna, DINA. önnur staðreynd hefur komið i ljós núna nýlega: i nánd viö Parral, sem er borg i Suður-Chile, er staður sem nefnd- ur er „Colonia Dignidad” eða Virðingarnýlendan. Þar hefur Pinochet komið upp mikilli pyntingamiðstöð og er hún undir stjórn þýskra nasista, sem flúðu undan réttvisinni þegar Hitlers-Þýskaland var aö liða undir lok. Frá þessum stað segir i bréfi ungs Chilebúa sem tókst að ikomast þaðan á undraverðan hátt. „Égvarhandtekinnúti ágötu, - segir hann, — bundið var fyrir augu min og mér hent inni lang- it'erðabil, sem var troðfullur af föngum. Eftir nokkurra klukku- Stunda akstur nam billinn staðar. Allir fangarnir voru dregnir út úr :tionum og reknir ■ inn i eitthvert Itiús með steyptu gólfi. Okkur var skipt niður I sex manna hópa og ttomið fyrir i neðanjaröarklefum. .Mér var hent uppi koju, hendur minar og fætur voru reyrðir við Itojuna og bundið fyrir augun. Þannig var ég látinn liggja allan llimann sem ég var þarna, nema :fétt á meöan þeir voru að pynta mig. Einn fanganna spurði fanga- vörðinn hvar við værum staddir. „I kafbátnum” svaraði hann. „Héðan kemst enginn lifandi”. Pyntingarnar hófust strax næsta dag. Farið var með mig i herbergi sem sérstaklega var út- búið I þessum tilgangi. Eg var bundinn við járnrúm. Siðan var hleypt rafstraumiá viðkvæmustu hluta líkamans. Einsog úr fjar- lægð heyrði ég spurningar: „Hvernig hafðirðu samband við flokkinn? Hver dreiföi flugritun- um? Hverjir prestanna hjálpa kommúnistum?” Auk raflost- anna var ég stunginn með ein- hverju oddhvössu oglaminn. Fót- brotnaði ég m.a. við barsmiðina. Einu sinni á dag var komið með einhvern viðbjóðslegan mat i ryðgaðri niðursuðudós. Einu sinni heyrði ég lága og rólega rödd sem sagði: „Ég er læknir og er kominn til að hjálpa þér. Hlustaðu á mig. Taktu þess- ar töflur, þá batnar þér”. Ég tók „lyfið” og fann sam- stundis fyrir miklum svima. Það var einsog ég svifi i loftinu. Siðan var ég neyddur til að standa upp og ég var leiddur með bundið fyr- ir augun eftir longum gangi inni eitthvert herbergi þar sem ég var lagður i mjúkt rúm. Svo fann ég aðnál var stungið i handlegginn á mér. Aftur heyrði ismeygilega rödd læknisins. Það er erfitt að rifja upp þennan tima, ég veit ekki hvað þetta stóð lengi yfir, allt rann saman i huga mér. Ég man eftir skæru ljósirétt við aug- un og spurningum læknisins um mömmu, systkini min, flokkinn, félagana, áróðurinn, flokkssell- una. Svo rankaði ég allt i einu við mérþar sem ég sat við borð. Fyr- ir framan mig var blað með vél- rituðum texta. Að baki mér kvað við i skipunartón: „undirritaöu þetta strax!” Ég skrifaði ekki undir. Ég gat það hreinlega ekki, hendurnar á mér skulfu svo mikið. Þá var ég leiddur i klefann. Einusinni heyrði ég rödd frammi á ganginum sem vakti athygli mina. Hún talaði á þýsku. Síðan talaði einhver á spönsku með þýskum hreim. Sama dag ljóstraði einn varðmannanna þvi upp við okkur að viö værum i Virðingarnýlendunni — Colonia Dignidad. Mér rann kalt vatn milli skinns og hörunds þegar ég heyröi þaö. Ég minntist þess að hafa lesið i blaðinu „Ercilla” — þetta var á timum Frei-stjórnarinnar — frásögn af hópi þýskra nasista sem höfðu sest aö á búgarði skammtfrá Parral og nefnt stað- inn þessu nafni — Colonia Dignidad. Þetta vakti mikla at- hygli i Chile á sinum tfina, ekki sfet vegna þess að þjóðverjarnir sem þarna settust að liföu við heraga og aðalmennirnir þar voru fyrrverandi foringjar úr þýska hernum. Siðan gleymdu margir þessari frásögn, en Virðingarnýlendan hélt áfram aö vera til. Eftir valdaránið var það almannarómur i Chile að DINA, helsta kúgunartæki Pino- chet-klikunnar, hefði gert leyni- samning við nasistana i Colonia Dignidad um að setja þar á lagg- irnar stærstu fangabúðir og pynt- ingamiðstöð i landinu”. Margir aðrir bréfritarar skrifa um þátttöku þýskra nasista i her- ferð valdræningjanna á hendur alþýðu Chile. En langflestir lýsa þeirri bjargföstu trú sinni, að skammarlegur ósigur biði þess- ara böðla, fyrr eða siðar. Þegar skoðuð eru bréf sem bor- isthafa frá Chile undanfarin þrjú ár kemst maður óhjákvæmilega að þeirri niðurstöðu að yfirgnæf- andi meirihluti alþýðunnar i Chile afneitiherforingjastjórninni ogsé allur af vilja gerður að losa sig andan oki fasismans. Ljóst dæmi am þetta hugarfar fólksins i land- inu er stofnun breiðfylkingar til oaráttu gegn fasismanum, en í aenni sameinast fólk úr flestum stéttum. Sérhver heiðarlegur Chile-búi litur á það sem skyldu sina að taka á einhvern hátt þátt i baráttunni gegn Pinochet og ignarstjórn hans, fyrir endur- reisn lýðræðisins og endurheimt- ingu pólitiskra og félagslegra réttinda. Ofbeldisöflin stilla mönnum upp við vegg ög óttasleginn mannfjöldi fylgist með,þó á stöku andliti megi sjá glott. Handtaka sósialista I Chile. Valdaránið fyrir þremur árum, sem Morgunblaðið kallaði „sigur lýðræðisins”. SENDIBRÉF FRÁ CHILE I þrjú ár hafa senidbréf frá Chile borist til Moskvu eftir ýms- um leiðum. Þessibréf eru stiluð á aðila einsog Sovésku sam- stöðunefndina með lýðræðissinn- um Chile, Sovésku friðar- nefndina, Æskulýðssamtök Sovétrikjanna, Moskvuútvarpið ofl. Mörg þeirra eru undir- skriftarlaus og á þau er yfirleitt ekki ritað póstfang sendanda. Sum bréfin eru aðeins örfáar lin- ur. En öll eru þau rituð i einlægni hjartans og að baki þeirra má greina harmleik heillar þjóðar. Hérferáeftir kafli úr bréfi 54 ára konu frá Arica i Norður-Chile: „Konurnar i Arica gætu sent ykkur þúsundir bréfa með frá- sögnum af sorgum sinum. Fólk er orðið þreytt á ofbeldinu, hungrinu og lygunum. Yfirvöldin fullyrða að við lifum i frjálsu landi, en hver trúir þeim?” I bréfi frá ungri konu i Santiago segir: ,,Ég er ein þeirra kvenna, sem átt hafa eiginmenn i fanga- búðum. Maðurinn minn var i haldi á iþróttaleikvanginum í Santiago i átta mánuði. Ég var barnshafandi þegar hann var handtekinn. Ég minnist þess að einu sinni sem oftar kom ég að girðingunni við leikvanginn til þess að fá fréttir af manninum minum, hvort hann væri lifs eða liðinn. Ég gekk aö lögregluher- manni,sem þarna stóð með lista i höndunum, hélt kannski að nafn mannsins mins stæði á listanum. En hermaðurinn svaraði af þjósti: ,,Þið hafið öll áhyggjur af þessum skril, en ég hef ekki séð konuna mina og börnin i tvær vik- ur”. Ég leyfði mér að svara hon- um eitthvað á þá leið, að það væri ekki okkur að kenna. Þá umturn- aðist hann og sló mig I kviðinn með byssuskeftinu. Konurnar sem þarna voru I sömu erinda- gjörðum og ég leiddu mig þá burt frá þessum stað.” Fyrir skömmu fékk Moskvuút- Varpið bréf það sem hér verður birtur kafli úr: „Ég vil með þessu bréfi bera þvi vitni, að i Chile er brotiö i bága við sjálfsögðustu mannrétt- indi, m.a.s. réttindin til að lifa. Það sem ég seginú frá er mfii eig- in reynsla, þetta kom fyrir mig nú fyrirskömmu. Égheiti Hortencia og er chilensk. Maðurinn minn starfaði i einni af deildum Hús- næðismálastjórnarinnar fyrir valdaránið 11. september, en var rekinn úr starfi þá vegna þess að hann leyndi ekki stuðningi sinum við Alþýðueiningarstjórnina. I ágúst i fyrra var hann handtek- inn. Eftir handtöku hans ruddust leynilögreglumenn frá DINA inni hús okkar (DINA, er einskonar Gestapo herforingjastjórnarinn- ar.) Þeir drógu mig með sér út i bil og byrjuðu að yfirheyra mig þar á meðan aðrir gerðu sitt besta til að leggja húsið i rústir undir þvi yfirskyni að þeir væru að leita vopna. Samtals voru þessir DINA-menn um fimmtiu, allir gráir fyrir járnum. Þeir spurðu mig i þaula um manninn minn og félaga hans, heimilisföng, fundarstaði, vopnagey mslur osfrv. A meðan var verið að brjóta húsgögnin okkar og rifa bókasafnið I tætlur. Verst fannst mér að þeir höfðu á brott með sér bækur Pablo Neruda. Nokkrum dögum siðar var ég aftur handtekin og farið með mig á lögreglustöð sem er við Saniartu-götu, nr. Þar var ég afturyfirheyrð um sömu atriði og áður, en að lokum var mér til- kynnt að maðurinn minn hefði fallið i vopnuðum átökum. Auð- vitað var það lygi. Maðurinn minn féll ekki i bardaga. Hann var pyntaöur til dauða. Þegar ég náði i lik hans i likhúsið sá ég engin skotsár á þvi, en hins- vegar mörg merki um pyntingar. Þar aðauki sagði dánarvottorðið að dánarorsökin væri köfnun og að þetta hefði gerst i Saniartu-götu nr. 1728. 1 húsinu þar sem ég var yfirheyrð i annað sinn! Þannig komu böðlarnir upp um sig og raunveruleg dánaror- sök var pyntingar sem hann var beittur af leynilögreglunni.” Herforingjastjórnin er dýrslega grimm einsog fasis*.. er von og vfea. A stjórnartimabili valda- ræningjanna hafa 40 þúsund manns verið myrtir I landinu, a.m.k. 800Q pólitiskir fangar eru enn i haldi, u.þ.b. 100 þúsund borgarar hafa verið handteknir og flestir þeirra beittir pynting- um, og tugir þúsunda hafa flúið land. Aðferðir valdræningjanna við að kúga fólkið til hlýðni minna á aðferðir nasista i Evrópu á sfiium tima. Og þetta er að sjálfsögðu engin tilviljun. Skömmu eftir valdaránið var þess getið I heims- pressunni að nasistaglæpamenn ættaðir frá Þýskalandi hefðu færst í aukana i Chile, og einn þeirra, Walter Rauff, faðir gas- klefanna, væri aðalmaöurinn i aö skipuleggja chilensku leynilög-

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.