Þjóðviljinn - 16.09.1976, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 16.09.1976, Blaðsíða 10
10 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 16. september 1976. Evrópukeppni bikarmeistara 1976: Keflvíkingar nær látlaust í vörn gegn Hamburg SV en þjóðverjarnir skoruðu þrisvar sinnum framhjá Þorsteini Ólafssyni og sigruðu 3:0 Kef Ivikmgar þurftu þrisvar sinnum að sækja knöttinn í eigið mark þegar þeir léku gegn þýska liðinu Hamburg SV í gærkvöldi. I leikhléi var staðan 2-0 eftir tvö mörk heimamanna strax í upphafi/ og þeir bættu svo þriðja markinu við undir lok síðari hálf- leiks. Allan leikinn voru þýsku atvinnumennirnir eðlilega mun betri, studdir af um tuttugu þúsund áhorfendum en kef Iviking- um tókst vel upp í varnar- leiknum og fengu á sig „aðeins" þrjú mörk. íslendingarnir áttu þó sin tæki- færi i þessum leik lika. Undir lok fyrri hálfleiks komst Einar Gunnarsson inn fyrir varnar- menn Hamburg SV og var brugðið illilega innan vitateigs þar sem hann stóð i opnu færi. Mörgum þótti vitaspyrnulykt af verknaðinum, en dómarinn var á annarri skoöun og gerði engar at- hugasemdir. „Stuðmenn” Vals þinga Stuðningsmenn Vals hafa i sumar margsinnis og oftar en nokkrir aörir getað hrósað sigri og eru að sjálfsögðu yfir sig hrifn- ir yfir frammistöðu sinna manna I sumar. Nú hafa þeir ákveðið að stofna formleg samtök og frá þeim barst i gær eftirfarandi til- kynning: „Vegna góörar aðsóknar á knattspyrnuleiki Vals i sumar hafa stuðningsmenn Vals ákveðið að stofna með sér klúbb. Mark- mið þessa klúbbs verður að safna stuðningsmönnum Vals saman á Valsleikjum heima og að heiman. Fyrirhugaður er stofnfundur fimmtudaginn 16.9. kl. 20 i félags- heimili Vals að Hliðarenda. ALLIR VELKOMNIR! Þeir sem ekki komast á fundinn en hafa áhuga á að gerast félag- ar, vinsamlega tilkynni þátttöku I sima 11134. Undirbúningsnefnd." Reykjanesmótið í handknattleik hefst á sunnudag: Yfir 9 hundruð þátt- takendur í 66 liðum og öll hús á Reykjanessvæðinu verða notuð Þaö veröa hvorki meira né minna en rúmlega níu hundruð þátttakendur í Reykjanesmótinu í hand- knattleik sem hefst nk. sunnudag. Samtals taka sextíu og sex liö þátt i mót- inu og verður keppt í sex karlaflokkum og þremur kvennaf lokkum. Vart þarf að taka það fram að öll íþróttahús í umdæminu verða notuð undir þessa fjölmennu keppni. 1 meistaraflokki karla taka niu lið þátt, og er þeim skipt i A-og B- riðil. Ákveðið var að ljúka öllum riðlaleikjunum af á aðeins tveim- ur sunnudögum, og litur hin stranga dagskrá meistaraflokks þannig út: A-riðili B-riðill FH Haukar UMFN Grótta Afturelding ÍBK UBK Stiánan HK Sunnudaginn 19. septem- ber leika eftirtalinn lið saman: kl. 11.00 FH - UMFN kl. 12.15 Haukar — Grótta. kl. 13.30 Afturelding — UBK kl. 14.45 HK — FH kl. 16.00 UMFN — UBK kl. 17.15 Stjarnan — Haukar Sunnudaginn 26. septem- ber leika eftirtalin lið saman: kl. 11.00 UMFN - HK kl. 12.15 Grótta — Stjarnan kl. 13.30 Afturelding — FH kl. 14.45 IBK — Stjarnan kl. 14.45 IBK — Haukar kl. 16.00 UBK — HK kl. 17.15 Afturelding — UMFN kl. 18.30 Grótta — IBK kl. 19.45 FH — UBK Úrslitaleikir riölanna verða til- kynntir siöar, en þeir fara fram 1 Hafnarfiröi. Þorsteinn Ólafsson haföi kappnóg aö gera I gærkvöldi og rúmlega þaö. Þjóöverjarnir sóttu nær látiaust, enda léku keflvikingar varnarleik, þótt þeir fengju á sig þrjú mörk. Skömmu siöar dæmdi hann siðan aukaspyrnu rétt fyrir utan vitateig þjóðverjanna. Ólafur Júliusson lyfti boltanum inn að markteig og þar var Guðni Kjartansson fyrir og skallaði rétt yfir þverslá. Er á leið siðari hálfleikinn juku keflvikingar nokkuð sóknarleik sinn og tvivegis komust þeir Jón Ólafur og Steinar i góð færi sem ekki nýttust þó. Þjóðverjarnir skoruðu hins vegar sitt þriðja mark á 32. min. seinni hálfleiks og sigruðu þvi af miklu öryggi eins og við var búist. Þar með er séð fyrir endann á áframhaldandi þátttöku IBK i Evrópukeppninni aö sinni, þvi telja verður harla óiiklegt að kefl- vikingum takist að sigra þjóð- verja með fjögurra marka mun hér heima I lok september, er siðari leikurinn fer fram. Þetta er i sjöunda sinn i röð sem IBK tekur þátt i Evrópukeppni og 15. leikur liðsins. Sannarlega frá- bær frammistaða a-tarna.og á þó enginn meira hrós skilið heldur en Jón Ólafur Jónsson, sem hefur leikið með i hvert einasta sinn!!! Hann tók þátt i leiknum I gær- kvöldi og skilaði sinu hlutverki með prýði að vanda. —gsp Leikmenn Gróttu sluppu frá falli i 2. deild á eileftu stundu I fyrra og fagna hér inniiega þegar þeir guiltryggöu stööu slna 11. deildinni. Þeir eru á meöal þátttakenda I Reykjanesmótinu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.