Þjóðviljinn - 16.09.1976, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 16.09.1976, Blaðsíða 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 16. september 1976. MOBVIUINN MÁLGAGN SÓSÍALISMA, VERKALÝÐSHREYFINGAR OG ÞJÓÐFRELSIS. tltgefandi: Útgáfufélag Þjóöviljans. Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann Ritstjórar: Kjartan ólafsson Svavar Gestsson Fréttastjóri: Einar Karl Haraldsson Umsjón meö sunnudagsblaöi: Árni Bergmann Ritstjórn, afgreiösla, auglýsingar: Skólavöröust. 19. Sfmi 17500 (5 linur) Prentun: Blaöaprent h.f. SÉRHAGSMUNIR EÐA SAMSTAÐA Fyrir nokkru var frá þvi skýrt hér i Þjóðviljanum, að á siðustu tveimur til þremur árum hefði verið safnað um 25 miljónum króna i þvi skyni að koma upp nýju húsi fyrir Þjóðviljann, og ætlunin væri að safna a.m.k. 5 miljónum i viðbót. Á ritstjórnarskrifstofum Timans situr einn allra skarpasti stjórnmálaheili Framsóknarflokksins, borgarfulltrúi flokksins i Reykjavik og sérlegur sendi- maður hinna ærukæru samtaka, sem nefndu sig „Varið land”. Þessi verðandi leiðtogi Framsóknar- flokksins sér ástæðu til að minnast á þessa fjársöfnun vegna Þjóðviljans i málgagni Framsóknarflokksins i gær, og kemst þar að þeirri niðurstöðu að harla óliklegt sé, að Alþýðubandalagsmenn á Islandi hafi getað skotið saman i 25 miljón króna sjóð, — auðvitað séu það rússar sem borgi! Jú, jú — frumlegir verða menn að vera i fjármálaheimi Framsóknarflokksins, ekki sist þeir sem ætla sér að keppa við núverandi framkvæmdastjóra Timans um virðingarheitið „kraftaverkamaður”, — en svo nefnast aðeins þeir, sem hlotið hafa æðsta heiðursmerki Framsóknarflokksins á fjármálasviðinu. Satt að segja drögum við i efa, að meðal liðsmanna Framsóknarflokksins finnist einn einasti maður, sem i raun trúir þvi, að Sovétstjórnin sé fjárhagslegur bak- hjarl Þjóðviljans, svo fjarstæð sem slik hugmynd er. Og eigi Framsóknarflokkur- inn liðsmenn, sem þessu trúa, þá óskum við honum bara til hamingju með það fólk. Hitt er miklu alvarlegra mál, að stjórn- málafrömuðir Framsóknarflokksins skuli telja það nær óhugsandi, að stjórnmála- samtök eins og Alþýðubandalagið með um 2000 flokksmenn og um 20.000 kjósendur geti skotið saman i litlar 25-30 miljónir króna til stjórnmálabaráttu. Slik furða er fyrst og fremst til marks um það, hversu langt ráðamenn Fram- sóknarflokksins eru komnir frá félagsleg- um uppruna og hugsjónagrundvelli sins eigin flokks. Að sjálfsögðu eru til stjórnmálasamtök sem mynduð eru til að verja þrönga eigin- hagsmuni handhafa fjármagnsins. I slik samtök ganga menn yfirleitt ekki, nema til að skara eld að eigin köku — þó að sannarlega finnist reyndar undantekning- ar frá þeirri reglu. Framsóknarflokkurinn og samvinnu- hreyfingin voru upphaflega stofnuð til að berjast gegn þviliku eiginhagsmuna- veldi. önnur stjórnmálasamtök hafa með starfi sinu þann tilgang einan að brjóta á bak aftur það vald, sem byggt er á auði, en tryggja i staðinn siaukinn rétt og vaxandi mátt samtaka alþýðu. Slik stjórnmála- samtök hljóta á hverjum tima að gera þá kröfu til félaga sinna, að þeir láti heildar- hagsmuni vinnandi alþýðu ganga fyrir persónulegum sérhagsmunum. Þessa sjálfsögðu meginreglu þekktu frumherjar samvinnuhreyfingarinnar á Islandi ákaflega vel, ekkert siður en frum- herjar verkalýðshreyfingarinnar, þótt merkisberar Framsóknarflokksins virðist flestir hafa tapað henni niður og furði sig á að hún skuli nokkurs staðar enn i heiðri höfð. Borgarfulltrúi og rómaður hugsuður Framsóknarflokksins segist eiga bágt með að trúa þvi, að 400 einstaklingar i Al- þýðubandalaginu hafi skotið saman i 25 miljónir fyrir Þjóðviljann, og reiknar út, að þetta séu nú bara heilar 62.500,- krónur á mann að jafnaði. Er það máske kráftaverk? — Nei, hér er ekkert kraftaverk á ferð. Þótt margt sé um lágtekjumenn i Alþýðu- bandalaginu, þá eru þar einnig sem betur fer allmargir bjargálna launamenn. Og þeir sem Alþýðubandalagið og Þjóðviljinn styðja hafa vist aldrei látið sér detta i hug, að fá i staðinn einhver persónuleg friðindi eða forréttindi i okkar þjóðfélagi. Þvert á móti veit þetta fólk, að pólitiskt starf i verkalýðsflokki kostar ærið oft nokkrar fórnir og margvisleg fjárútlát. — En slikt er auðvitað s jálfsagt mál, sé málstaðurinn nokkurs virði. Þjóðviljinn þakkar enn veittan stuðning i þeirri fjársöfnun, sem staðið hefur yfir og stendur enn vegna nýbyggingar blaðs- ins. Dæmin sanna, að engin kraftaverk þurfa að koma til, svo bjargálna launa- menn i röðum stuðningsmanha Alþýðu- bandalagsins leggi fram tuttugu þúsund krónur á ári — eða 60.000,- kr. á þremur árum — til Þjóðviljans, eða annarrar stjórnmálastarfsemi islenskra sósialista. Og það mega allir alfreðar og kristnar Framsóknarflokksins vita, að fyrir heil- steypt fjöldasamtök með a.m.k. 20.000 kjósendur að baki, þá eru 25 miljónir i samskot ekki ýkja há upphæð. Ef verulega þyrfti á að halda gæti sú tala orðið marg- falt hærri. Það er sjálfur grundvöllurinn, sem öllu máli skiptir, hvort sérhagsmunir eða samstaða sitja i fyrirrúmi. Það ættu ýms- ir gamlir og gegnir Framsóknarmenn að skilja, sem komnir voru til vits og ára áður en „kraftaverkaöldin” rann upp i þeirra flokki. —k. 1 pistlum sínum hefur aöstoöarmaöur Þórarins lagt okkur liö viö aö auglýsa Þjóöviljasöfnunina. Fyrir þaö er þakkaö I þættinum i dag. Þakkir Næstliöin rUm tvö ár hefur staöið yfir söfnun meöal vel- unnara Þjóöviljans fyrir nýrri byggingu blaðsins. Hér er um að ræöa átak sem krefst þess að margir leggi aö sér og hefur reyndin lika orðiö sú aö stór hæopur fólks hefur lagt þarna fram umtalsverðar upphæöir. Alls hafa nú safnast um 25 milljónir króna og er þar um aö ræöa framlög um 400 einstak- linga. Nú vantar aöeins herslu- muninn að unnt sé að tryggja aö. blaöið flytji starfsemi sina i nýja húsið fyrir 40 ára afmæli blaösins, i októberlokin. Er talið aö alls vanti um 5 miljónir króna i þvl skyni. Er nú hafin almenn söfnun til þess aö tryggja aö markið náist á næstu vikum. Hefur söfnun þessi veriö tilkynnt i Þjóöviljanum, enda er þarna um aö ræöa söfnun sem þarf að ná sem allra viöast. Þvi miður er þaö þó svo enn að Þjóöviljinn er aöeins prent- aöur I 10 þúsund eintökum á dag, og ekki nærri allir blaöa- lesendur sjá Þjóöviljann reglu- lega. Þess vegna er það ákaf- lega kærkomiö aö tjársöfnun þessi skuli hafa verið auglýst I tvigang I einu öðru dagblaöi, Timanum. Hefur Alfreð Þor- steinsson skrifaö þar þakkar- veröa pistla þar sem hann hefur minnt rækilega á Þjóðviljasöfn- unina. 1 þessum pistlum ber aö visu verulega á skilningsleysi Alfreös á fjárhagsmálum alþýðuhreyfingar eins og þeirr- ar sem stendur aö Þjóöviljanum — en við hverju er að búast? Er engin ástæöa til þess að fjarg- viörast út af skilningstregðu Al- freös Þorsteinssonar af okkar hálfu hér á Þjóðviljanum. Ætli henni beri ekki allt eins aö fagna? Vonandi á hann eftir að veröa aö minnsta kosti for- maður Framsóknarflokksins. Hugsjónir Þó er vert að koma á framfæri eini athugasemd ef verða mætti til þess aö auka skilning Alfreös Þorsteinssonar á fjárhags- málum Þjóöviljans: Þaö fólk sem stendur aö útgáfu Þjóö- viljans á sér hugsjónir og þetta fólk er reiðubúiö til þess aö leggja talsvert á sig til aö stuöla að framgangi þeirra. Þaö er þessi staðreynd sem ein er skýringin á þvi að Þjóöviljinn skuli vera til enn þann dag I dag eftir bráöum 40 ár. Þetta atriöi verður jafnvel Alfreð Þorsteins- son aö hafa I huga þegar hann skrifar annars þakkarverða pistla um fjársöfnunina vegna Þjóðviljahússins. En undir- rituðum dettur hins vegar ekki I hug að fara fram á skilning af hálfu Alfreðs Þorsteinssonar I þessum efnum. Hann hefur aö sjálfsögöu engar forsendur til að skilja að menn leggi nokkuö á sig fyrir hugsjónir: sist koma honum til hugar fjárútlát I þeim efnum. Miklu liklegra er aö hann skildi það ef einhver maður léti kaupa sig til þess aö hafa tiltekna pólitíska skoöun. Vonbrigði Morgunblaöiðbýsnast yfir því i gær aö Þjóöviljinn skuli ekki hafa skrifað margfalt meira um Mao Tse Tung við fráfall hans. Vissulega voru aðeins tvær og hálf siða af sextán siðum blaðs- ins samdægurs eftir aö fréttin barst um dauða Maós, helgaöar honum. Má það sannarlega kallast litið, þegar tillit er tekið til þess hverrar stæröar maður- inn var — og er þó látinn sé — sem stjórnmálaleiðtogi, heims- spekingur ogjkáld. En vissulega stafa vandlæt- ingarskrif Morgunblaðsins ekki af umhyggju fyrir sósialisman- um, hugsjónum Maós og Marx, heldur af öðrum annarlegum ástæðum. Morgunblaöið þarf nefnilega á þvi að halda að Þjóðviljinn taki afstööu til manna, málefna og sögulegs þróunarferlis eftir litrófi kalda- striðsins, en ekki samkvæmt hlutlægu mati. Morgunblaðinu gremst þess vegna þegar Þjóð- viljinn fer meö málefni af yfir- vegaðri skynsemi. Sérstaklega veldur þetta nánustu stuðnings- mönnum ihaldsins þó vonbrigð- um, en þeir eru i vaxandi mæli þeirrar skoðunar að Morgun- blaðiö sé staðnað blað, og þeir skammast sin fyrir þaö núorðið — þeir skynsömustu — að blaö þeirra skuli eitt islenskra blaða dansa eftir áróðurstónunum irá kaldastriðstimanum. Morgun- blaðið er nú sem kunnugt er eina blaðið i heiminum sem enn er gefið út á forsendum kalda- striðsins. Af þessari ástæðu hef- ur Morgunblaðið á siðustu mán- uðum tapað þúsundum kaup- enda yfir til hinna ihaldsblað- anna.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.