Þjóðviljinn - 16.09.1976, Blaðsíða 13
Fimmtudagur 16. september 1976. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 13
Ekki er allt gull
sem glóir
í U.S. News and World Report
var 26. janúar 1976 birt viðtal við
fjármálaráðherra Bandarlkj-
anna, William E. Simon, um al-
þjóðleg peningamál. Og fer við-
talið hér á eftir I lauslegri þýð-
ingu og litið eitt stytt:
Blaðamaðurinn: Fjármálaráð-
herra, hvers vegna haldið þér þvi
fram, að samkomulagið á Jam-
aica hafi „sögulegt gildi”?
W.E.Simon: Það er merkasti
viðburðurinn i þróun alþjóðlega
peningakerfisins frá gerð sam-
komulagsins i Bretton Woods
1944. Málskrúö um umbætur i
peningamálum hefur skyggt á
það, sem um er að ræða. Misst
hefur verið sjónar á þvi megin-
atriði, að verð bandarisks dollars
á mörkuðum heimsins er án efa
sú verðskráning, sem Bandarikin
varðar mestu. Hún lýtur að
hverjum einum og allri atvinnu-
starfsemi. A sjöunda áratugnum
var dollarinn mjög ofmetinn i
samburði við aöra gjaldmiðla
fyrir sakir þess fyrirkomulags
fastskráningar gjaldmiðla, sem
samkomulagsgerðin i Bretton
Woods lagði fyrir. Það fyrir-
komulag hindraði, að dollarinn
gæti lagað sig að (verði annarra
gjaldmiðla). Samkvæmt þvi var
verði (þ.e. gengi) annarra gjald-
miðla hnikað til, en ekki verði
bandarisks dollars. Verö hans var
fastsett.
Blaðamaðurinn: Var það baga-
legt fyrir Bandarikin?
W.E. Simon: Vissulega. Banda-
rikin urðu ekki samkeppnisfær
við önnur lönd. Dollarar
streymdu úr landi. Innflutningur
þeirra jókst, svo að greiðslujöfn-
uður þeirra varö óhagstæður um
háar upphæðir. I mörgum öðrum
löndum reistu bandarisk fyrir-
tæki verksmiðjur, sem reisa hefði
átt hérlendis, svo aö Bandarikin
urðu af atvinnu handa tugum þús-
unda manna.
Bretton Woods-kerfinu varð að
falli, að það var rigskorðað og
varð ekki fellt að hinum öru
breytingum, sem einkennt hafa
siðustu ár. Það var napurlegt, að
Bandarikin urðu að taka (jafn-
gildi) miljarða dollara að láni til
að bæta sér það upp, aö þau voru
ekki samkeppnisfær. Að lokum
urðu lántökur okkar svo miklar,
að i efa var dregið, að við gætum
haldið uppi verði bandarisks doll-
ars, svo að farið var að bjóða hon-
um byrginn á alþjóðlegum gjald-
eyrismörkuðum. Við felldum
gengi hans og siðan aftur. Og að
svo búnu fleyttum við bandariska
dollarnum, (þ.e. létum verð hans
ráðast á gjaldeyrismörkuðum
heimsins).
Blaða maðurinn: A hvern hátt
var þvi breytt á ráðstefnunni á
Jamaica?
W.E. Simon: 1 grundvallaratr-
iðum urðum við ásáttir um nýjar
Kynlif aldraðra til umræðu:
Anægjan getur hæglega
varað fram yfir áttrætt
Eldra fólk
er oft hrætt
með hindurvitnum og
félagslegum þrýstingi til
að hætta kynlífi, þótt engin
skynsamleg ástæða sé til
þess, segir í nýlegri banda-
rískri skýrslu.
Kynlif og eldra fólk hefur verið
feimnismál, segir einn af höfund-
um skýrslunnar prófessor Dan
Rubinstein. Hann segir að meðal
þeirra fordóma sem vilji banna
rosknu fólki kynlif séu hugmyndir
sem þessar:
— Kynhvötin slokknar með
aldrinum.
— Kynlif á gamals aldri getur
leitt'til geðveiki.
— Gamalt fólk er of veikburða
til að stunda kynlif.
segir
sjálfu
Ekkert af þessu er satt,
próf. Rubinstein. Aldur er J
sér ekki ástæða til að hætta kyn-
lifi. Sú likamleg áreynsla sem
þarf til að hafa samfarir er ekki
nema á við að ganga upp tvennar
tröppur.
Aldraðir geta hæglega haft á-
nægju af kynlifi fram yfir áttrætt,
hafi þeir sæmilega heilsu og
áhugasaman og áhugaverðan
mótaðila.
Sumt gamalt fólk sviptir sjálft
sig ánægju vegna eigin hug-
mynda og fordóma, en aðrir láta
undan þvi viðhorfi yngra fólks að
það sá eitthvað bogið við kynlif
eldra fólks.
En sem betur fer eru menn þó
farnir að tala um þetta.segir próf.
Rubinstein ennfremur.
starfsreglur i fjórum stórum liö-
um fyrir Alþjóðlega gjaldeyr-
issjóðinn, sem eftirlit hefur með
peningakerfi hins frjálsa heims.
í fyrsta lagi er f jallað um gengi
gjaldmiðla. Jafnvirði gjaldmiðla,
— kerfi fastra gengja, — lá til
grundvallar gamla fyrirkomu-
laginu, sem upp var sett á ráð-
stefnunni I Bretton Woods. Með
nýja fyrirkomulaginu eru I fyrsta
sinn viðurkennd fljótandi gengi,
sem sveiflast upp og niður af
völdum framboðs og eftirspurn-
ar, —• og það skiptir miklu máli.
Samkvæmt samkomulaginu get-
ur aðildarland haldið uppi jafn-
virði gjaldmiðils sins, ef það æsk-
ir þess, — og ef jafnvirði það hlýt-
ur samþykki 85% atkvæða i Al-
þjóðlega gjaldeyrissjóðnum.
I öðru lagi var fallist á að þoka
gulli út úr peningakerfinu og að
setja i stað þess i þungamiðju
kerfisins það, sem nefnt hefur
verið „sérleg yfirdráttarheim-
ild”. Fallist var á, að Alþjóðlegi
gjaldeyrissjóðurinn færi að selja
gull úr eigu sinni og að ver ja and-
virði þess til að bæta upp alþjóð-
legan greiösluhalla aöildarlanda,
— en það er hið hefðbundna
starfssvið gjaldeyrissjóðsins,
þegar öll kurl koma til grafar.
I þriðja lagi var faUist á að
auka fjárráð Alþjóðlega gjald-
eyrissjóðsins; að treysta aðstöðu
hans til að leggja aðUdarlöndum
til bótafé eins og þau þarfnast
vegna sveiflna i tekjum sinum af
útflutningi; að setja á fót sjóð til
að leggja tU bótafé til að standa
straum af greiðsluhaUa landa
með lágar tekjur og að veita lönd-
um i alþjóðlegum greif sluvanda
greiðari aðgang en áður aö nú-
verandi fjármunum Alþjóðlega
gjaldeyrissjóðsins.
Loks urðum við ásáttir um að
breyta ákvæðum stofnskrár Al-
þjóðlega gjaldeyrissjóðsins.
Blaðamaðurinn: Hlýst af nýja
fyrirkomulaginu stöðugra gengi
gjaldmiðla en áður?
W.E.Simon: Aðeins eitt getur
tryggt stöðugt gengi gjaldmiðla.
Það er heilbrigð og varanleg
stefna i efnahagsmálum i sér-
hverju aðildarlandanna.
Meðal annarra orða ætti ég að
taka fram, að hluti samkomu-
lagsgerðarinnar i Kingston þarfn-
ast staðfestingar bandariska
Þjóðþingsins og þinga annarra
landa. Ég vona, að á afgreiðslu
standi ekki i Þjóðþinginu, þegar
tUskilin lagafrumvörp hafa verið
fram lögð. (Framhald.)
H.J.
7.00 Morgunútvarp. Veður-
fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10.
Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og
forustugr. dagbl.), 9.00 og
10.00. Morgunbæn kl. 7.55. '
Morgunstund barnanna kl.
8.45: Sigurður Gunnarsson
heldur áfram sögu sinni:
„Frændi segir frá” (14) Til-
kynningar kl. 9.30 Létt lög
milli atriða. Við sjóinn kl.
10.25: Ingólfur Stefánsson
ræðir enn við Guðmund
Halldór Guðmundsson sjó-
mann. Tónleikar. Morgun-
tónleikar kl. 11.00: Claudio
Arrau planósónötu I D-dúr
op. 10 nr. 3 eftir Beethoven/
ítalski kvartettinn leikur
strengjakvartett i A-dúr op.
41 nr. 3 eftir Schumann.
12.00 Dagskráin.
Tilkynningar.
Tónleikar.
12.25 Veðurfregnir og fréttir.
Tilkynningar. A frivaktinni.
Margrét Guðmundsdóttir
kynnir óskalög sjómanna.
14.30 Miðdegissagan: „Grænn
varstu dalur” eftir Richard
Llewellyn. Ölafur Jóh.
Sigurðsson islenskaði. Ösk-
ar Halldórsson les (5).
15.00 Miðdegistónleikar.RIAS-
Sinfóniuhljómsveitin i
Berlin leikur „Serirami”,
forleik eftir Rossini;
Ference Fricsay stjórnar.
Ferenc Tarjáni og Ferenc-
kammersveitin leika Horn-
konsert i D-dúr eftir Liszt;
Frigyes stjórnar. FIl-
harmoniusveit Berlinar
leikur Sinfóniu i Es-dúr
(K543) eftir Mozart; Wil-
helm Furtwángler stjórnar.
16.00 Fréttir. Tilkynningar
(16.15 Veðurfregnir). Tón-
leikar.
16.40 Litli barnatiminn.
Finnborg Scheving hefur
umsjón með höndum.
17.00 Tónleikar.
17.30 Seyðfirskir hernáms-
þættir eftir Hjálmar
VilhjálmssonjGeir Christen-
sen les (4).
18.00 Tónleikar. Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til-
kynningar.
19.35 Nasasjón.Arni Þórarins-
son og Björn Vignir Sigur-
pálsson ræða við Birgi
Sigurðsson rithöfund.
20.10 Gestir I útvarpssal. Aage
Kvalbein og Harald Bratlie
leika saman á selló og pianó.
a. Sellósónata I G-dúr eftir
Sammartini. b. Sellósónata
i d-moll eftir Debussy.
20.30 Leikrit: „Að loknum
miðdegisblundi” eftir
Margucrite Duras. Þýð-
andi: Asthildur Egilson.
Leikstjóri: GIsli Halldórs-
son. Persónur og leikendur:
Stúlkan ... Ragnheiður
Steindórsdóttir; Monsieur
Andesmas .... Þorsteinn ö.
Stephensen; Konan
Helga Bachmann.
21.35 „Urklippur”, smásaga
eftir Björn Bjarman, Höf-
undur les.
22.00 Fréttir.
22.15 Veðurfregnir. Kvöldsag-
an: Ævisaga Sigurðar Ing-
jaidssonar frá Balaskarði.
Indriði G. Þorsteinsson
rithöfundur les (10).
22.40 A sumarkvöldi,
Guðmundur Jónsson kynnir
tónlist um regn og snjó.
23.35 Fréttir. Dagskrárlok.
Samtalstímar
í ensku
Nú er einstakt tækifæri til að fá góða sam-
talstima i ensku hjá Miss Hoggard og Mr.
Dawson. Þeir sem þurfa að æfa sig i ensku
talmáli vinsamlegast hringi milli 1 og 7
e.h. i sima 11109 eða 10004.
Málaskólinn Mimir, Brautarholti 4
Islenska skipafélagið
tilkynnir
Stofnfundur íslenska skipafélagsins h.f.
verður haldinn i Atthagasal Hótel Sögu
föstudaginn 17. september kl. 19.
Hlutafé félagsins verður alls kr.
1.200.000.000. Þegar eru fyrir hendi kr.
700.000.000.
Safnað verður hlutafjárloforðum að upp-
hæð kr. 500.000.000, og skal hver aðili
greiða amk. kr. 30.000 af væntanlegri
hlutafjáraðild innan 5 mánaða.
Skipið sem væntanlega verður keypt verð-
ur rekið á likum grundvelli og m/s Gull-
foss var rekinn. Einnig verður keypt vöru-
flutningaskip, og eru loforð fyrir hendi um
næga flutninga.
íslenska skipafélagið
Auglýsingasími
Þjóðviljans er 17500
Herstöðva-
andstæðingar!
Skrifstofa okkar er opin alla virka daga kl. 1-
6. Þar fæst Dagfari, merki Keflavíkurgöng-
unnar, plata Böövars Guðmundssonar og
platan Sóleyjarkvæði. Póstsendum um land
allt.
Látið skrá ykkur á landsfundinn 16.-17. okt.
Samtök Herstöðvaandstæðinga,
Tryggvagötu 10, sími 17966.
Mikið úrval bóka
Marx, Engels, Lenin, tækni, visindabæk-
ur, skáldsögur, listaverkabækur, einnig
nótur og hljómplötur frá Sovétrikjunum,
Tékkóslóvakiu, Póliandi og Ungverja-
landi.
ERLEND TÍMARIT
Hverfisgötu 50 v/Vatnsstig, 2. hæð. Simi
28035.
Blikkiðjan
Ásgarði 7,
Garðahreppi
Önnumst þakrennusmíði og
uppsetningu — ennfremur
hverskonar blikksmíði.
Gerum föst verðtilboð.
SIMI 53468