Þjóðviljinn - 29.09.1976, Síða 6

Þjóðviljinn - 29.09.1976, Síða 6
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miövikudagur 29. september 1976 ÞJÓDVIUINN KREFST OPINBERRAR RANNSÓKNAR Halldór E. Sigurösson, ráö- herra hefur beöiö Þjóöviljann að birta þá greinargerð, sem hér fer á eftir. Þar er fjallaö um kaup ráöherrans á einbýlishúsi i Garðahreppi fyrir tæpum þrem- ur árum, en seljandi hússins var lslenska álfélagiö. Þvi hefur verið haldiö fram i Þjóðviljanum og fleiri blööum, að álféiagið hafi í rauninni gefiö ráðherranum verulegan hluta i húsinu, og er þá byggt á upplýs- ingum fasteignasala, sem telja eðlilegt söluverö hússins á þcim tima mun hærra en ráðherrann greiddi fyrir það, sérstaklega ef höfð eru i huga þau viidarkjör varðandi greiðsluskilmáia, sem þarna var um aö ræða. í greinargerðinni hér á eftir staðfestir ráðherra að greiðslu- skilmálar hafi verið með þeim hætti, sem áður hefur verið vak- in athygli á. Það er útborgun aðeins 20%, ein og hálf miijón, en afgangurinn 80%, eða sex miljónir á skuldabréfum til 15 ára með hagstæðustu vöxtum, — þ.e. annuitetsvöxtum, sem yfirleitt þekkjast ekki i svona viöskiptum. A þessum tima, þegar kaupin fóru fram, var það algengast, samkvæmt upplýsingum fasteignasala, að eftirstöðvar við fasteignakaup væru greidd- ar á 8 árum með 10% vöxtum. Ef Halldór E. Sigurösson hefði sætt þeim aimennu kjörum, þá heföi greiðsla hans af láninu frá islcnska álfélaginu orðið um 1.350.000,- krónur fyrst árið eftir að kaupin fóru fram, — en með hinum sérstöku ráöherrakjör- um, sem auðhringurinn veitti, varð greiðsian aðeins kr. 788.843.-. Mismunurinn þarna á milli er strax nokkuö yfir hálfa miljón króna, sem samsvarar á aðra miljón, miðaö við núver- andi verðgildi peninga. Að þessar tölur séu réttar staðfestir Halldór ráöherra i skrifi sinu með þvi að láta þeim ómótmælt. Hann heidur þvi hins vegar fram, að fasteignasali hafi gcfið sér upp hvert væri eðlilegt verð hússins, og ráð- herrann siðan boðið i sam kvæmt þvi og samningar tekist. Um þetta er það eitt að segja, að enn hefur Halldór E. Sigurðs- son ekki drcgið fram i dagsljós- ið þann fasteignasala, sem fengist hefur til að votta, að þessi viðskipti ráðherrans og auðhringsins hafi verið i sam- ræmi við almcnn markaðskjör. Og þeir fasteignasalar, sem við þekkjum til hér á Þjóðviljanum staðhæfa að þvi fari viðs fjarri. Yfirklór ráöherrans er þvi að okkar dómi verra en ekkert. Krafa okkar til Halldórs E . Sigurðssonar ráðherra er sú, að hann láti fara fram opinbera rannsókn óvilhallra manna á umræddum persónulegum viðskiptum sinum við auðhring- inn i Straumsvik. Þessi krafa okkar er afdráttariaus. Hún er mjög al- varleg og mjög mikilvæg vegna þess að hún varöar sjálfan grundvöil alls siðgæðis i pólitisku lifi á tslandi. Neiti ráðherrann að fallast á þessa kröfu ber honum að segja af sér þegar I stað. Hitt skulu bæði hann og aðrir vita, að ég tel mig hafa sinnt ráð- herrastörfum minum eftir bestu getu og samvisku og tel þessa frómu ósk, og árásina i heild, nokkra viðurkenningu á þvi að sæmilega hafi til tekist. Ég ætla ekki að afsaka mig fyr- ir hugrenningar annarra. Ég treysti þvi að almenningur sjái i gegnum þessar árásir, að þetta eru pólitiskar árásir af þvi tagi sem ekki hafa verið notaðar i is- lenskum stjórnmálum um langt árabil. Þvi miður virðist það nú aftur að verða tiska að vegið sé að stjórnmálamönnum með æru- meiðandi óhróðri. Þessar árásir eru gjarnan geröar undir þvi yfirskini að verið sé að efla pólitiskt siðgæði. Barátta fyrir pólitisku siðgæði, verður þó ekki háð með dylgjum. Þvert á móti vitnar slikur vopna- burður um skort á pólitisku sið- gæði. Halldór E. Sigurðsson, ráðherra skrifar: húsakaupa ,,t Dagblaðinu þann 21. sept. s.l. birtist grein eftir Halldór Halldórsson, þar sem fjallað er um kaup min á ibúðarhúsi i Garðabæ haustið 1973, og m.a. vitnað til ummæla i forystugrein Visis frá 15. sept. s.l. og sagt frá frásögn Morgunblaðsins 22. mai 1974 af þessum húsakaupum. Til viðbótar hefur svo Þjóðviljinn talið sér nauðsynlegt að láta ekki sinn hlut eftir liggja og birtir i forystugrein s.l. laugardag hat- ramma árás á mig vegna marg- nefndra húsakaupa. 011 þessi skrif virðast byggð á upphaflegu greininni i Morgunblaðinu 22. mai 1974. 2. Þegar ég vissi af þvi, að hús þetta var til sölu, spurðist ég að sjálfsögðu fyrir um það hjá fasteignasölum, hvað gangverð væri á sambærilegum húseignum og hvað hugsanlegt verð tilboö an. A kaupverði þess húss og þess, er ég keypti, munaði nokkr- um hundruðum þúsunda, er það hús var dýrara en mitt, en út- borgun var einnig hærri. Af þessu ■má ljóst vera, að verðið hefur verið i samræmi við markaðsverð á húsum i Garðahreppi á þeim tima, er kaupin áttu sér stað, en ég vil geta þess, að mitt hús er 8 ára gamalt. 3. Aðalatriði málsins er, að hús- engan persónulegan né pólitiskan hagnað af þvi að eiga þessi við- skipti við mig og ég mótmæli öll- um dylgjum i þeirra garð þar um. Ég vil lika leggja áherslu á, að þessi viöskipti eru gerð af mér sem einstaklingi og tengjast á engan hátt þvi starfi, sem ég gegni nú. Ef það er orðið þyrnir i augum Morgunblaðsmanna, að einstaklingar eigi þak yfir höfuð sér, eða viðskiptasamningar séu gerðir skv. frjálsu samkomulagi, liús Halldórs E. Sigurössonar, ráðherra, aö Bakkafiöt 4 i Garöahreppi. Það er 182 fermetrar að stærð með bilskúr og fékkst meö vildarkjörum úr hendi álfurstanna i Straumsvlk. 1 tilefni af þessu vil ég taka" fram, að ég svaraði grein Morgunblaðsins i Morgunblaðinu sjálfu 25. mai 1974 og gerði þar grein fyrir öllum málavöxtum varðandi ibúðarhúsakaupin og leyndi þar engu um, enda engu að leyna. Þessi svargrein virðist af ein- hverjum óskiljanlegum ástæðum hafa farið framhjá þeim aðilum, sem nú hafa sýnt þessu máli svo mikinn áhuga að birta um það blaðagreinar og skulu þvi hér birtar, þessum sannleikselskandi mönnum til upplýsingar, hlutar úr téðri grein, er snerta húsakaup min beint: „1. Stærð hússins er skv. teikn- ingu, sem þvi fylgdi, 137.5 fm, en auk þess fylgja þessu húsi eins og öllum öðrum húsum á þessu svæði, tvöfaldur bilskúr, og að honum viðbættum getur stærðin náð þvi, sem þér gefið upp. Hins vegar mun það ekki vera venja, þegar gefin er upp stærð á fbúðar húsnæði, að telja bflskúra með, enda er það bygging af allt ann- arri gerð en ibúðarhúsnæðið sjálft. Er þvi nákvæmni ekki höfð i huga um frásögn af stærð húss- ins. mitt þyrfti þvi að vera hátt. Mér voru þá gefnar þær upplýsirgar, að verðið gæti verið frá 6 millj. kr. og til þess verðs, er ég keypti húsið fyrir, og færi það eftir út- borgun þeirri, er ég gæti innt af hendi. Mér var jafnframt kunn- ugt um það, að nýtt hús var selt i Garðahreppi um svipað leyti. Það hús var ca. 200 fm, auk bilskúra, mjög vandað i byggingu, en það var ekki að fullu frágengið t.d. lóð ófrágengin og húsið ómálað að ut- ið er selt með frjálsu samkomu- lagioggerði ég seljendum tilboð i það I samræmi við það, er ég taldi mér fært. Þeir gerðu mér gagntilboð, sem ég samþykkti. Endanlegt söluverð byggöist þvi á verðhugmyndum seljenda sjálfra. Ég vil taka það skýrt fram og leggja á það sérstaka á herslu að seljendur (og þeir, sem að málinu komu frá þeirra hendi bæði lifs og liðnir), höfðu þá brestur mig skilning á stefnu blaðsins.” Hitt er svo annað mál að ég hef enga ástæðu til að ætla að þeir aö- ilar, sem nú hafa tekið upp þetta mál hafi áhuga fyrir þvi að skoða málið niður i kjölinn frá venjuleg- um viðskiptasjónarmiðum. Tilgangurinn með skrifunum er heldur ekki sá að fjalla um min persónulegu viðskipti t.d. hvort ég kaupi ibúðarhús eða ekki, til- gangurinn er sá að læða þvi að, að ég hafi þegið mútur i sambandi við þessi fasteignaskipti, enda ýmist dylgjað með það eða sagt beint eins og i Þjóðviljanum. Þvi skora ég hér með á ykkur, sem árásina gerið,að sýna fram á, eöa a.m.k. gera heiöarlega til- raun til þess að sanna, að ég hafi gengiö erinda íslenska Alfélags- ins, I rikisstjórn, á Alþingi eða öðrum vettvangi. Ég mótmæli harðlega þessum dylgjum og áburöi, og á meðan þið finnið ekki orðum ykkar nokkurn stað veröur að skoöa þau sem marklausan á- róður af lægstu tegund. Ritstjóri Þjóöviljans hefur krafist þess að ég segi af mér ráð- herrastörfum vegna þessa máls. Það er nokkuð siðbúin ósk úr hans herbúöum með tilliti til þess aö málið kom upp i tið vinstri- stjórnarinnar. Þegar rógskrif um menn koma i stað umræðu um hin pólitisku málefni þjóðfélagsins er hætta á ferðum. Stjórnmálabarátta er ekki þessarar gerðar. Stjórn- málabaráttan hlýtur að hafa há- leitari markmið, hún er barátta um lifskoðun manna, hvernig leysa skuli úr vandamálum þjóð- arinnar eins og þau eru á hverj- um tima, hvernig bæta skuli kjör hennar, rækta land hennar og auka þroska hennar. Þessi mark- mið skipta máli i islenskum stjórnmálum og þeim verður ekki náð með þvi að ræna ærunni af þeim sem við stjórnmál fást með dylgjum og óhróðri. Það er stundum sagt að til- gangurinn helgi meðalið. Hitt mun sönnu nær að meðalið lýsi tilganginum, ódyggðin styður sig við svikin og illgirnin við róginn. Þjóðinni stafar nú hætta af þvi að óheiðarleg vinnubrögð nái fót- festu i islenskri stjórnmálabar- áttu. Megi hún bera gæfu til að svo verði ekki. Að lokum endurtek ég áskorun mina til ykkar að sanna á mig mútuþægni við Islenska Al- félagið, að öðrum kosti lýsi ég dylgjur ykkar og frásögn þar um, ósannindi af verstu gerð. Halldór E. Sigurðsson.” Starfsstúlknafélagið Sókn auglýsir Samkvæmt samningi Sóknar viö vinnuveitendur er geröur var I febrúar siðastliönum, hefur heil- brigðis og tryggingaráðuneytiö beitt sér fyrir þvl aö Sjúkraliðaskóli tslands Suðurlandsbraut 6 haldi kjarnanámskeið fyrir Sóknarkonur. Námskeiðiö mun hefjast í byrjun nóvember n.k. og standa í 7-8 vikur. Umsóknir meö upplýsingum er greina nafn, nafnnúmer, heimilisfang, síma, aldur, einnig vinnu- staöog starfsaldur leggist inn á skrifstofu félagsins fyrir 15. október n.k. Allar nánari upplýsingar gefur skrifstofa félagsins Skólavörðustfg 16simi: 25591. Greinargerð vegna

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.