Þjóðviljinn - 29.09.1976, Page 7

Þjóðviljinn - 29.09.1976, Page 7
Miövikudagur 29. september 1976 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 7 i « Vinnuaöstaöan Vf jW hjá póstmönnum í lágmarki Reynir Ármannsson póstfulltrúi að i ráöherratið Hannibals Valde- marssonar hefði verið skipuð nefnd til að undirbúa og gera til- lögur um byggingu nýs pósthúss. Sér vitanlega heföi þessi nefnd ekkert starfað og væri sennilega sofnuð svefninum langa. Konur fá ekki heilsdagsvinnu Disa Hermannsdóttir hefur unnið sem bréfberi i 10 ár. Hún er i hálfsdagsvinnu en vill fá að vinna fullan vinnudag. Það er hins vegar ekki auðhlaupið að þvi fyrir konu að fá fullt starf sem bréfberi i Reykjavik. Disa hefur gert itrekaðar tilraunir til þess en er alltaf neitað. Þegar spurt er um ástæður fyrir neituninni, verður yfirmönnum stofnunar- innar heldur ógreitt um svör. Þá má nefna að þrátt fyrir itrekaðar tilraunir fyrv. stjórnar póstmannafélagsins hefur ekki fengist leyfi til að bréfberar stunduðu nám við póstmanna- Þrengslin viðaðhenda póstinum inn eru afar mikil og ekkiunnt aðkoma við neinum tækjum. 65% póstmanna láglauna- — Aðeins 25% allra starfsmanna Pósts og síma fengu launahækkun með síðustu samningum, en það eru þeir, sem lokið hafa prófi frá Póstmanna- skólanum.Hinir sitja allir í sama farinu, sagði Reynir Ármannsson póstfulltrúi þegar blaðamaður Þjóð- viljans ræddi við hann og fleira starfsfólk þar, þau Dísu Hermannsdóttur, blaðbera (póstfreyju) Jó- hann Þórarinsson, varð- stjóra, og Hrólf Jóhannes- son bílstjóra. 1 Póstmannafélaginu eru um 500 manns og er mikil óánægja rikjandi meðal þeirra með kaup og kjör, og alveg sérstaklega með nýgerða kjarasamninga. Póst- menn hafa mótmælt þeim og telja sig órétti beitta og þeir benda á, að miðað við margar aörar stéttir beri þeir mjög skarðan hlut frá borði. — Við höfum stöðugt verið að dragast aftur úr I launum sl. 10-15 ár, sagði Jóhann. Póstafgreiöslu- menn voru lengi i sama launa- flokki og lögregluþjónar og toll- verðir en eru nú þremur flokkum lægri. Við eins og fleiri stéttir höldum heldur ekki til jafns við tæknimenntað fólk. Þvi virðist ganga einna best i launakapp- hlaupinu. Menntun ekki alltaf metin tii launa. Hrólfur hefur lokiö prófi frá Póstmannaskólanum. Hann fékk samt ekki launaflokkshækkun vegna þess að hann ber starfs- heitið bilstjóri en ekki póstaf- greiöslumaöur. Mér finnst þetta hróplegt órétt- læti sagði hann og það er áreiðan- lega ekki hvetjandi fyrir fólk aö leggja á sig nám, ef það er svo einskis metið til launa. Laun okk- ar eru lika orðin svo léleg, að fólk er hér sifellt að segja upp störf- um. Þetta er til mikils baga fyrir stofnunina og kostnaöarsamt af þvi að stöðugt þarf að þjálfa nýja og nýja menn. Yfirmönnum okk- ar virðist standa á sama um það. — Hvernig er starfsaðstaðan hjá þér? — Hún er afar slæm. Vegna plássleysis er erfitt að koma við tækjum til að lyfta þungum varn- ingi, enda bilast margir bilstjórar i baki við þessa vinnu. Þrátt fyrir margitrekaöar óskir póstmanna um bætta vinnuaöstöðu, hefur ekkertgerst. Reynirbætti þvi við, fólk Póstfreyjur njóta ekki fullra félagslegra réttinda Jóhann Þórarinsson og Hrólfur Jóhannesson skólann og hefur þaö þegar kost- að þá launahækkun um einn flokk. — Mér þykir þetta ákaflega slæmt, sagði Disa.ég get engan veginn lifað af hálfum launum, ég er einstæð móöir og með tvö börn á framfæri. Ég verð þvi að taka alls konar aukavinnu, bæði hér hjá póstin- um og annars staðar og oftast verð ég að vinna meira en átta tima á dag. Fengi ég vinnu allan daginn hér hjá póstinum hefði ég hátt á annað hundrað þúsund kr. hærri árslaun en ég hef nú miðað við jafnlangan vinnudag. Auka- vinnan gefur svo litið i aðra hönd. — Hálfsdagsfólk, sem allt eru konur nema einn karlbréfberi, nýtur heldur ekki fullra félags- legra réttinda. Viðeigum t.d. ekki aðgang að öllum sjóðum félags- ins sbr. póstmannasjóöur og við fáum aðeins hálft sumarfri og hálfa veikindadaga. Þessi furðulega afstaða gagn- vart póstfreyjum virðist aðeins eiga viö i Reykjavik. t Hafnar- firði, Kópavogi og úti á landi er ekkert þvi til fyrirstöðu að konur fái vinnu viö bréfburð allan dag- inn. Lágiaunahópurinn er fjöl- mennur Er stór hópur fólks hjá póstin- um, sem kalla má láglaunafólk? — Reynir varð fyrir svörum og sagði að um 65% mætti telja til þessa hóps, en mánaðarlaun eru þá innan við 70 þús. á mán. Flest eru það konur þar á meðal bréf- berar, en konur eru orðnar þar i miklum meirihluta. Hafa póstmenn hugsað sér ein- hverjar aðgerðir til aö vekja at- hygli á málstað sinum? — Við viljum ekki láta mikið uppi um það að svo stöddu, en ekki væri óliklegt að eitthvað heyröist frá okkur á næstunni. Reynir sagðist álita, að nauðsynlegt væri fyrir aðildar- félög ASI og BSRB að taka upp nýja stefnu i launamálum til að koma láglaunafólki upp úr þeim öldudal, sem það er i, og helst þyrfti þetta fólk, sem eink- um eru verkamenn og stór hluti rikisstarfsmanna að mynda með sér samtök i þvi skyni. — Lægstu launin verður að hækka verulega, sagði hann og eftir að komið er upp fyrir visst mark ætti hækkun ekki að vera i prósetnum heldur i krónutölu, þannig að bilið milli launaflokka héldist jafnt en ykist ekki eins og nú gerist. — Þó að yfirmenn okkar bresti stundum skilning á kjörum undir- mannanna er þvi þó ekki alltaf þannig farið. Siöast i vetur háði póst- og simamálastjóri harða baráttu til að koma fram ákveðnu hagsmunamáli bréfbera og leiddi það mál til sigurs, öllum til mik- illar ánægju sagði Reynir aö lok- um. Dlsa Hermannsdóttir hefur veriö bréfberi I 10 ár. Hún fær ekki heils- dagsvinnu þrátt fyrir margitrekaöar tilraunir til þess.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.