Þjóðviljinn - 29.09.1976, Síða 16
Dýrt að fá rafmagnið heim
Rafmagnsveiturnar vilja fá
700 þúsundir kr. að láni
Þriöjudagur 28. september 1976.
Hafist
handa á
Grundar-
tanga
Framkvæmdir viö Járnblendi-
verksmiðjuna á Grundartanga
eru nú að hefjast á ný. 1 gær voru
opnuð tilboð i steypuvinnu við
verksmiðjugrunninn. Verkið nær
til undirstaða og steinsteyptra
hluta ofnhúss, verkstæðisbygg-
ingar, vöruskemmu, færibanda
og hráefnislagers. Lægsta tilboð-
ið reyndist vera frá Istak h.f. kr.
428,3 miljónir. Aætlun ráðgjafa
Islenska járnblendifélagsins h.f.
var kr. 442.8 miljónir. önnur til-
boðvoru frá Breiðholti h.f. kr. 465
miljónir, Aðalbraut h.f. kr. 489.4
miljónir, Miðfelli h.f. kr. 516
miljónir og Þórisós h.f. kr. 610
miljónir.
Ýmsir þeir, sem verið hafa og
eru að byggja ibúðarhús úti á
landsbyggðinni, vilja mjög
gjarnan fá þau hituð upp með
rafmagni, sé jarövarmi ekki
fyrir hendi. Þrýstingur á aö fá
rafmagn til þeirra notta hefur
eðlilega farið vaxandi siðan
oliuverðhækkunin reið yfir i öllu
sinu veldi. Þar að auki er að þvi
stefnt, að rafmagnið leysi oliuna
smátt og smátt af hólmi sem
hitagjafi og þvi skiljanlegt, að
fólk, sem er að flytja i ný hús,
sæki á um að fá rafmagnsupp-
hitun strax, fremur en að leggja
i kostnað við oliukyndingu, sem
ekki verður notuð til frambúðar.
A hinn bóginn hefur verið við
ramman reip að draga i þessum
efnum. Rafmagnsveiturnar
hafa ekki alltaf reynst ýkja
fliótar til svars við umsóknum
og þó að jákvæð svör hafi
fengist, þá hefur stundum viljað
verða bið á framkvæmdum,
nema þá þvi aðeins, að hús-
byggjandinn vildi sjálfur, eða
gæti, lánað svo svo mikið fé úr
eigin vasa.
Fyrir nokkru átti blaðið tal
við Jón Hjartarson á Kirkju-
bæjarklaustri, þar sem hann
skýrði frá þvi, að þar eystra
hefði verið sótt um rafmagns-
upphitun i eitt ibúðarhús. Jú,
svarið var, að rafmagnið mundi
fást ef húseigandinn vildi lána
Rafmagnsveitunum (rikinu)
einar litlar 700 þús. kr.
1 fyrradag ræddi blaðið við
Sigfriði Kristinsdóttur á Fossi á
Siðu, en það voru þau hjónin
sem boðið var upp á að lána 700
þúsundin. Sigfriður sagði að þau
hefðu sótt um rafmagnsupphit-
un i hús. sitt i okt. i fyrra og
fengið jákvætt svar i april i vor.
Svo leið og beið og þegar farið
var að ganga eftir efndum á lof-
orðinu þá kom það svar, að raf-
magnið skyldum við fá, ef við
værum reiðubúin til að lána
þessar 700 þús. kr. En maður
gripur nú ekki 700 þús. kr. svona
upp af næstu þúfu, a.m.k. ekki
venjulegt fólk sem staðið hefur i
húsbyggingu. Siðan gerðist ekk-
ert þar til fyrir nokkrum dög-
um, sagði Sigfriður, að okkur er
tilkynnt að nú sé rafmagnið
væntanlegt innan mánaðar og
ekkertminnstá lánið. Reynir nú
á hvort við þetta verður staðið.
Sigfriður á Fossi kvaöst oft
hafa verið búin að hringja og
spyrja hvort ekki mætti fara að
vænta þess, að staðið yrði við
gefið loforð en fengiö bara hálf-
gerð skætingssvör. En nú mætti
sem sagt loksins leggja inn i
húsið og tengja 'inn á lögn, sem
væri i næsta húsi, svo þetta
eyðilegðist nú ekki allt saman.
Liklega væri lausnin i sjónmáli.
Guðbjörn Jónsson i Brodda-
nesi á Ströndum hafði svipaða
sögu að segja. Það er þvi nær
hálft annað ár liðið siöan hann
sótti um rafmagnsupphitun.
Svarið var hið sama og þau
fengu á Siðunni: Rafmagnið
gæti hann fengið að þvi tilskildu
að hann lánaði 300 þús. kr.
Undir það var Guðbjörn ekki
búinn og siðan hefur hvorki
gengið né redkið, en mér þykja
þetta nú nokkuð harðir kostir og
seint mun sækjast aö skipta um
frá oliukyndingu til rafmagns-
upphitunar með sliku áfram-
haldi, sagði Guðbjörg i Brodda-
nesi að lokum.
—mhg
Brýnt að
auka sókn
i skarkola
„Brýnter talið að auka sókn
i skarkoiann” segir i frétt sem
blaðinu barst frá
Hafrannsóknastofnuninni i
gær. Þar segir að aðeins 4.400
lestir hafi veiðst af honum i
fyrra, en stofninn er talinn
geta gefið af sér 10.000 lesta
afla árlega að meðaltali.
1 samræmi við þetta voru
gerðar um sl. mánaðamót
veiðitilraunir með dragnót ‘i
Faxaflóa og Hafnaleir á
vélbátnum Baldri frá Kefla-
vik. Tilgangurinn var að
kanna veiðimöguleika i
dragnótmeð 170 mm möskvun
með sérstöku tilliti til þess i
hvaða mæli ýsa og þorskur
veiðist og þá af hvaða stærð. 1
ljós kom að skarkolaafli var
yfirleitt góður eða 500 kg i
kasti að jafnaði á bestu veiði-
svæðunum. Þorsks og ýsu
varð sjaldnast vart, og á þvi
svæöi sem mest veiddist var
meðaiafli i togi aðeins 5 kg af
þorski um 2 kg af ýsu. „Niður-
stöður benda eindregið til þess
að veiða megi töluvert af
skarkola á þessum svæðum án
þess að um teljandi þorsk- og
ýsuafla sé að ræða.”
Kartöflu-
skortur?
Neytendasamtökin hafa lýst
áhyggjum sinum um gæði og
framboð kartaflna á komandí
mánuðum, ekki sist vegna
þess að ástand i kartöflumál-
um hefur á undanförnum ár-
um oft verið óviðunandi, þótt
betur hafi árað en nú.
Neytendasamtökin beina þvi
til Grænmetisverslunar land-
búnaðarins og stjórnvalda að
gera tafarlaust bindandi
samninga um kaup á erlend-
um kartöflum i I. flokki, en
mikill misbrestur hefur að
mati samtakanna verið á gæð-
um erlendra kartaflna
Neytendasamtökin telja
kartöflur það mikilvægan og
hollan þátt i neysluvenjum
islendinga, að óverjandi sé að
einblina á sjónarmið
framleiðenda og seljenda, eba
gjaldeyrissjónarmið i þessu
máli. Þótt spara megi gjald-
eyri með kaupum á vondum
kartöflum og stuðla þannig að
minnkandi neyslu, telja sam-
tökin að það verði til þess að
neytendur velji annað meðlæti
en þær, og þá oftast erlént. Þá
lýsa samtökin áhyggjum sin-
um vegna frétta af hugsanlegu
sölubanni á kartöflum af hálfu
sunnlenskra bænda og telja að
það ætti að ýta undir stjórn-
völd að gera nauðsynlegar
ráöstafanir.
Tvær langllfar í Iðnó
Leikfélag Reykjavikur er nú að
hefja á ný sýningar á tveimur
leikritum sem sýnd voru i Iðnó i
fyrravetur, en þau hafa bæði ver-
ið sýnd i sumar: Skjaldhamrar i
Færeyjum i boði Sjónleikara-
félagsins þar — og Saumastofan
úti um land, nú siðast
Vestmannaeyjum og
Suðurnesjum.
Fjórir umræðufundir
herstöðvaandstæðinga
á Austurlandi 1.-3. okt.
Samtök herstöövaandstæð-
inga á Austurlandi efna til
fjögurra umræðufunda her-
stöðvaandstæðinga dagana
1.—3. október. Eru fundirnir
einkum ætlaðir til undirbúnings
og skoðanaskipta fyrir lands-
fund samtakanna 16.—17.
október, og koma á þá fulltrúar
frá miönefnd herstöðvaand-
stæðinga.
Fundirnir verða haldnir sem
hér greinir:
Fáskrúösfirði (Skrúð),
fðstudagskvöldið 1. október kl.
20.30.
Framsögu hafa Andri ísaks
son prófessor og Gils
Guðmundsson, alþingismaður.
Höfn I Hornafiröi (Sindrabæ)
laugardaginn 2. október kl. 21.
Framsögu hafa Svava
Andri
Gils
Svava
Vésteinn.
og
Jakobsdóttir alþingismaður
Vésteinn Óiason lektor.
Fljótsdalshcraöi, að Iöavöllum,
laugardaginn 2. október kl. 14.
Framsögu hafa Andri
Isaksson prófessor og Gils
Guðmundsson alþingismaður.
Neskaupstað (Egilsbúð) sunnu-
daginn 3. október kl. 16
Framsögu hefur Gils
Guðmundsson aiþingismaður
Herstöðvaandstæðingar eru
eindregið hvattir til að sækja
þessa fundi og leggja þar með
baráttu samtakanna lið.
Kjördæmisstjórn herstöðva-
andstæðinga á Austurlandi.
Þessa dagana er verið að sýna
Skjaldhamra á leiklistarhátiðinni
i Döblin á Irlandi með enskum og
islenskum leikurum. — En á
fimmtudag verður 91. aýning
Leikfélagsins á þessum
rómantiska gamanleik Jónasar
Arnasonar. Leikstjóri Skjald-
hamra er Jón Sigurbjörnsson, en
með stærstu hlutverkin fara
Þorsteinn Gunnarsson og Helga
Bachmann.
Saumastofan verður sýnd i 88.
sinn á laugardag, en þessi
söngvaleikur var frumsýndur
fyrir tæpu ári og hefur hvarvetna
hlotið frábærar viðtökur, enda
fjallar hann um málefni, sem
nærtæk eru i íslensku hversdags-
lifi. Höfundur og leikstjóri er
Kjartan Ragnarsson, en
flytjendur eru alls 10.
Myndin sýnir Kjartan
Ragnarson og Þorstein Gunn
arsson i hlutverkum sinum i
Skjaldhömrum.
Nýjar niðurstöður um laxeldi:
Gjörbreyta þarf
seiðauppeldinu
1 riti, sem Rannsóknastofnun
landbúnaðarins gefur út um
islenskar landbúnaðarrannsóknir
er m.a. birt niðurstaða af athug-
unum, sem fram hafa farið á
„gönguástandi” laxaseiða og um-
bótum á þvi.
Rannsóknir þessar voru gerðar
i Laxeldisstöðinni i Kollafirði á
árunum 1970 til 1973 og beindust
að þvi að leita aðferða til þess að
auka endurheimt á eins árs
gönguseiðum.
I meginatriðum náðist þessi til-
gangur með þvi að búa seiðunum
eðlileg birtuskilyrði i 30 vikur, við
rafljós eða dagsbirtu. Tilraunirn-
ar sýndu, að væru seiðin alin i
stööugu rafljósi þar til þeim var
sleppt þá hafði það truflandi áhrif
á göngutilhneigingu þeirra og lif-
fræðilegt ástand á göngutiman-
um. Gilti einu þótt seiðin væru"
orðin 17-18 sm. löng. Gleggst kom
þetta i ljós i „seltuþolstilraun-
um”. Þær sýndu, að seiði, sem
stöðugt voru alin i ljósi, dápust i
hrönnum ef þau voru færð úr
fersku vatni og beint i sjóeldiskvi.
A hinn bóginn þoldu vel undirbúin
gönguseiði þá meðferð.
Niðurstaðan af þessum tilraun-
um er sú „að framleiðsla eins árs
gönguseiða væri nú hagkvæm á
tslandi og ráðlegast væri að hefja
stórfellda framleiðslu slikra
seiða, með þvi að flýta klaki og
fóðrun seiðanna og gefa þeim
rétta birtu i ákveðinn tima fyrir
sleppingu”.
—mhg