Þjóðviljinn - 14.10.1976, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 14. október 1976 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 7
k ÖAGgKRÁ_________
Haust - og leiklistin
með vaxtarverki
Loksins er haustiö komið!
Loksins fáum við að sjá sólina
hér sunnan lands eftir rigninga-
sumar og snjóavetur. Kannski
nægja þessir fáu skáhöllu geisl-
ar til að byggja okkur upp, svo
okkur takist að þreyja annan
snjóavetur og enn eitt rigninga-
sumar undir ihaldsstjórn. Það
kemur i ljós.
I okkar landi, sem ku hafa
einhverja hernaðarle^a mikil-
vægustu hnattstöðu, sem völ er
á, þar sem lægðarsvæðið og lág-
launasvæðið eru að sögn sama
óviðráðanlega náttúrufyrirbær-
ið, i þessu landi lifnar þó alltaf
eitthvaðá haustin. Kartöflurnar
hoppa upp úr drullublautum
görðunum, lömbin renna jarm-
andi glöð inn i sláturhúsin, börn-
in inn i skólana i klærnar á
kommúnistunum, og listin,
þessi langa list (ars longa
o.s.frv.), listin ódrepandi býr
sig undir enn eina atlögu að
fólkinu og gerir þá kröfu, að all-
irfái að verða jafn saddir til sál-
arinnar og likamans. Allt fer i
gang, málverkasýningar, tón-
leikar, bókaflóð og plötu-
straumur, leikhúsin, kvik-
myndaklúbburinn, allt I hörku
samkeppni við heimilislega
skothriðina i sjónvarpinu, þar
sem tiu liggja dauðir á stofu-
gólfinu á hverju kvöldi. Lista-
mennirnir reyna hver með sinu
móti að koma sér fyrir i hjörtum
fólksins, það rennur á þá haust-
móður, sem endist ef til vill
langt fram á vor, svo gagnrýn-
endur hafa varla undan að
gretta sig.
Einn hópur þessara lista-
manna kallast leikarar. Þeir
hafa þann undarlega starfa að
likamna hugmyndir höfunda
um annað fólk, Þeir eru notaðir
til þess að koma á framfæri
dæmum um mannlegt lif, þeir
segja og sýna sögur með sjálf-
um sér öllum. Það hefur vafist
fyrir ýmsum að skilja, að þetta
geti verið nokkurt starf og bestu
leikarar verið spurðir að þvi i
fullri vinsemd, hvort þeir ætli
nú ekki að fara að hætta þessu
leikveseni og fá sér einhverja
almennilega vinnu. Listamenn i
öðrum greinum hafa sjálfsagt
oft mætt svipuðum skilningi,
bæði hjá þeim sem passa pen-
ingana og fólkinu með hjörtun,
og kannski hafa flestir orðið að
sjá sér farborða með „almin-
legri” vinnu, en stunda list sina
i hjáverkum lengi framan af
starfsferli sinum. Hvort svona
aðstæður skapa góða listamenn
eða fúskara, er spurning, sem
ekki er beint auðvelt að svara.
Sumir vaxa af erfiðleikum og
harðri baráttu, aðrir bæklast
eða brotna og dæmast úr leik,
oft ómaklega. En hverjir eru
dómararnir? Hvaðan hafa þeir
vald sitt og hvernig beita þeir
þvi?
Yfir leikurum geta verið
býsna margir dómarar. Og þá á
ég ekki viö okkar dyntóttu og
misvitru gagnrýnendur. Aður
en kemur til kasta gagnrýnand-
ans að fella nokkurn dóm, er
leikarinn búinn að standa bæði
fyrir Heródesi og Pilatusi og
gott ef ekki Salomoni. Einn á-
hrifamikill dómsaðili er fjár-
málaráðuneytið, sem hefur úr-
slitavald i svo mörgum mennta-
og menningarmálum þessarar
þjóðar, en ekki menntamála-
ráðuneytið, eins og margur
kynni að haida. Fjármálaráðu-
neytið ákveður fjárveitingar til
menningarstofnana á vegum
rikisins, og t.d. hversu mörgum
skuli greidd laun. Borgin og
bæjar- og sveitarfélög hafa
sams konar vald yfir hliðstæð-
um stofnunum á þeirra vegum.
Þar næst má telja leikhússtjóra
og leikhússtjórnir, sömuleiðis
leiklistarstjóra rikisútvarpsins
og forstöðumann LSD hjá sjón-
varpinu. Þessir aðilar ráða
verkefnavali, að nokkru leyti
með tilliti til fjárhags, þó list-
rænt mat sé leiðarljósið. Siðan
fá þeir verkin leikstjórum i
hendur, sem aftur þurfa sam-
þykki sinna yfirboðara, þegar
þeir hafa valið i hlutverk.
Sem sagt, allir þessir geta
haft áhrif á það, hvort einn litill
leikari fær yfirleitt tækifæri til
að koma fram fyrir sina eigin-
legu dómara, áhorfendur.
Að þessu leyti er leikarinn
verr settur en ýmsir aðrir lista-
menn, þvi leikarinn getur sjald-
an unnið einn að list sinni. Leik-
sýning byggiralltaf á samstarfi
margra, þar sem leikarinn er
aðeinseinn þátturinn, að visu sá
mikilvægasti, þegar allt kemur
til ails, þvi án leikarans, engin
leiksýning.
En hvernig er þá að vera
svona mikilvægur fyrir leiklist-
arlifið i landinu? Harla gott,
segja sumir.. Helviti erfitt,
segja aðrir. Yndislegt, ömur-
legt, mannbætandi, mann-
skemmandi, upphefð, niðurlæg-
ing.
Hvers vegna eru svörin svona
andstæð? M.a. vegna þess, að
samkeppnin er hörð, árangur af
erfiðinu misjafn, launamunur
innan stéttarinnar mikill, at-
vinnuöryggi litið nema fyrir fáa
fastráðna og hreint atvinnuleysi
og langa-löng vonlitil bið um
batnandi ástand hlutskipti fjöl-
margra. Sumir eru inni i hlýj-
Eftir Steinunni
Jóhannes-
dóttur,
leikkonu
unni, aðrir úti i kuldanum. Það
mætti tina til ófá dæmi um auð-
mýkta leikara, auðmýkta af ár-
angurslitlu betli um vinnu árum
saman, alltaf öðru hvoru með,
eins og það er kallaö, án þess
forráðamönnum leikhúsanna
takist að gera það upp viö sig,
hvort eigi að kippa þeim inn fyr-
ir eða ýta þeim út. 5-15 ára
pislarganga i hálfvelgjunni út
oginn um gluggann er ekki óal-
geng. Til að halda i sér lifinu, er
oft eina leiðin að gifta sig til
fjár. þ.e.a.s. láta aðra vinna
fyrir sér
En hvað er til bóta? Undan-
farin ár hefr orðið mikill fjör-
kippur i leiklistarstarfsemi
i landinu, tvö ný atvinnuleikhús
hafa haslað sér völl, Leikfélag
Akureyrar og Alþýðuleikhúsiö,
auk þess sem áhugamannaleik-
félögin hafa verið mjög at-
hafnasöm, jafnvel tekið að sér
að frumsýna ný islensk verk,
eins og Leikfélag Isafjaröar og
Leikfélag Þorlákshafnar s.l.
vetur, og þaö siðarnefnda riður
aftur á vaðið nú i haust með
leikrit eftir ungan höfund, Þor-
stein Marelsson. Þarna hefur
skapast aukinn starfsgrundvöll-
urfyrir leikhúsfólk, sömuleiöis i
skólum, sem hafa margir tekið
upp kennslu i einhverju, sem
lýtur að leiklist, námskeið eru
haldin viða um land, og allt hef-
ur þetta orðið til þess að al-
mennur leikhúsáhugi hefur auk-
ist og var hann þó ekkert litill
fyrir.
Er þá nokkur ástæða til
kviða? Jú, eins og fram hefur
komiö eru launakjör og atvinnu-
öryggi leikara ekki upp á marga
fiska, en þeir þurfa að lifa eins
og annað fólk. öll leiklistar-
starfsemi kostar peninga og
getur ekki staðið undir sér nema
að litlu leyti. Það er þvi undir
skilningi f jármálayfirvalda
komið, hvort tekst að halda
þessum vaxtarbroddi lifandi. Ef
sá skilningur verður fyrir hendi
er bjartara framundan, þvi nóg
er framboð af vinnufúsu fólki.
Og núna þegar fjölgað hefur i
stéttinni, og fyrsti hópurinn hef-
ur útskrifast úr nýjum Ríkis-
leiklistarskóla, harðduglegur
hópur með mjög óvenjulega
reynslu i lýðræðislegum vinnu-
brögðum, hópurinn, sem fyrir
fjórum árum stofnaði SÁL-skól-
ann, stjórnaði honum og réði
sjálfur sina kennara, — þá biöur
margur spenntur, hvort eitt-
hvað fleira spennandi gerist.
Hvað verður nú um þetta fólk?
Trúlega finna þau einhver ráð
sjálfum sér til bjargar, eins og
áður. Trúlega setja þau ekki allt
sitt traust á þær leikhússtofnan-
ir.sem fyrir eru, þar sem þekk-
ist varla enn, að léikarar velji
sér sjálfir leikrit, siðan leik-
stjóra og segi þetta viljum viö
fást við, þ.e.a.s. að ákvarðan-
irnar séu teknar neðan frá. En
kannskikemurþetta með þeim?
Kannski kemur svona með nýju
fólki? Ef hæstvirtir alþingis-
menn vildu til dæmis hlusta á
yfirlýstan vilja Starfsmanna-
félags Þjóðleikhússins og
Félags islenskra leikara um
aukið lýðræði, næst þegar þeir
fara að velta fyrir sér nýju
lögunum um Þjóðleikhús, þá
væri miklu borgið.
Steinunn Jóhannesdóttir.
Metsölubók um þrælahald-
ið í Bandaríkjunum
Ein af metsölubókum
Bandarikjanna nú, sem
verið er að gera sjón-
varpsþætti eftir, er 587
siðna söguleg skáldsaga
sem nefnist „Rætur"
(Roots) og er eftir þel-
dökkan blaðamann að
nafni Alex Haley.
Upphaflega var það ætlun
blaðamannsins, sem hafði áður
samið ævisögu Malcolms-X og
verið i ritstjórn tímaritsins
Playboy, að semja miklu styttri
bók um uppruna svertingja i
Bandarikjunum. En um leið og
hann byrjaði á verkinu óx það
stöðugt i höndum hans, uns úr
þvi varð þessi bók. Það tók hann
mörg ár og tuttugu ferðir til
Afriku að safna efninu.
Fyrsta skref rannsóknarinnar
var að kanna afrisk orð sem
varðveist höfðu i fjölskyldu
Haleys, kynslóð eftir kynslóð,
og hann hafði lært af ömmu
sinni. Hún sagöi honum að ætt-
faðirinn hefði verið maður að
nafni Kunta Kinte, sem hefði
verið hernuminn i þorpi sinu,
þegar hann var að höggva tré til
að búa til trumbu og siöan send-
ur i skipi i þrælahald og kallaður
„afrikumaðurinn”. Þessi mað-
ur hafði kallað gitar „ko” og
hann hefði búið við fljót, sem
hefði heitið „Kamby Bolongo”.
Ýmis önnur orö fylgdu með og
byrjuðu flest á „k”. Haley
byrjaði nú á þvi að ieita að upp-
runa þessara orða, og eftir
nokkra leit komst hann i sam-
band við belgiskan málfræðing,
dr. Jan Vansina, sem gat sagt
honum að orðin væru úr
mandinga-máli, sem talað væri
i hluta Gambiu i Vestur-Afriku.
Eftir þessa uppgötvun lagði
Haley af stað til Gambiu og
ferðaðist þar um mörg þorp.
Loks fann hann þorp þar sem
bjuggu menn af Kinte-ættkvisl,
og eins og venja er i þorpum á
þessum slóðum voru þar sagna-
þulir, sem nefndir voru griotog
kunnu sögu þorpsins margar
aldir aftur i timann. t þorpi að
nafni Juffure, fann Haley
loks sagnaþul, sem gat
sagt honum söguna af Kunta
Kinte, sem farið hefði 17 ára
gamall, árið 1767, að höggva við
og aldrei komið aftur. Þegar
Haley hélt áfram ferð sinni i
Kunta Kinte i sjónvarpsmynd-
inni
gegnum þessi héruð fögnuðu
landsmenn honum með hrópinu
„Meester Kinte! Meester
Kinte!”
Þetta var áriö 1966 en Haley
hélt áfram rannsókn sinni i
næstum þvi áratug. Eftir að
hann var búinn að kynna sér að-
stæður i þorpum forfeðra sinna i
Gambiu, fór hann að leita i
gömlum skjölum og bókum að
þvi skipi sem flutt hefði Kunta
Kinte yfir til Norður-Ameriku.
Hann gekk svo langt að hann
fékk sér far með skipi sem sigldi
frá Liberiu til Flórida og lá þar
nakinn á fjölum i tiu daga til að
reyna að imynda sér þau skil-
yrði sem Kinte hefði orðið að
búa við á leiðinni til Ameriku.
1 bók sinni, sem kom út fyrir
skömmu og hefur mjög slegið i
gegn i Bandarikjunum, segir
Haley svo frá ævi Kunta Kinte,
þrældómi hans i Ameriku og
örlögum afkomenda hans
fram að fæðingu höfundar
sjálfs. Hann hefur fyllt
allar eyður i sagnfræöinni
með sinu eigin imyndunarafli,
en þó er allt byggt á sögulegum
raunveruleika þess tima, þegar
sagan gerist. Haley hefur sjálf-
ur sagt, að þessi saga sé i raun
og veru saga alira blökkumanna
i Bandarikjunum: sérhver
svertingi sé kominn af manni
sem lifði i einhverju afrisku
þorpi, var siðan hnepptur i
þrælahald og sendur til að
vinna á plantekru i suðurrikjum
Bandarikjanna, Þetta sé þvi
saga heillar þjóðar.
Gagnrýnendur hafa sagt að á
vissan hátt megi likja „Rótum”
við hina frægu sögu „A hverf-
anda hveli” —en frá sjónarmiði
svertingja. Þess vegna hefur
hún vakið mjög mikla athygli
þvi að þarna er sagt á alþýðleg-
an hátt frá atburðum, sem höfðu
vitanlega grundvallarþýðingu
fyrir bandariska sögu en margir
þekkja þó mjög illa. Vegna
þeirrar athygli, sem bókin hefur
vakið er nú búið að gera eftir
henni sjónvarpsmyndaþátt,
sem verður sýndur i niu köflum
næsta janúar. Höfundar þessara
mynda segja að i þeim sé fjall-
að á mjög sterkan hátt um
þrælahaldið. Þrælasalar hafi
verið hinir verstu menn, og sé
ekki reynt að draga fjöður yfir
það. Atriðin i skipinu, þegar
Kinte er fluttur til Ameriku, séu
eins áhrifarik og nokkuð annað
sem sýnt sé i sjónvarpi. En höf-
undarnir taka það lika
fram að ekki hefði veriö
unnt að sýna svona mynd fyrir
aðeins fimm árum: hvorki yfir-
menn sjónvarpsstöðva né mikill
hiuti áhorfenda hefðu þolað það.
Hins vegar er búist við þvi að
myndin muni fá góðar viðtökur
meðal svertingja: þetta er
nefnilega i fyrsta sinn sem
sjónvarpsmynd fjallar um sögu
þeirra frá sjónarmiði þeirra
sjálfra. (Endursagt)