Þjóðviljinn - 14.10.1976, Síða 10

Þjóðviljinn - 14.10.1976, Síða 10
10 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 14. október 1976 „Þetta ár verður okkur erfitt” Mikið hefur verið taiað um erfiðleika þeirra bænda, sem eiga afkomu sina undir sól og vindi, meðan heyannir standa sem hæst og vissulega eru þeirra erfiðleikar miklir, sem hafa orðið að þola samfelldar rigningar hér sunnan og vestanlands í allt sumar. En það eru fleiri bændur en þeir sem heyja, er farið hafa illa útúr sólarleysinu í sumar. Garðy rk jubændur hafa vissulega fengið sinn skammt af erfiðleikunum, enda eiga þeir ekki svo lltið undir því að sól og birta sé, meðan uppskeran er að vaxa. Fyrir nokkru áttum við tal við Birgi Pálsson garðyrkjubónda i Gufudal við Hveragerði og sagði hann að þetta sumar væri garð- yrkjubændum afar erfitt, eitt hiö erfiðasta, sem komiö hefði um árabil. Þar færi að visu margt saman, en verst af öllu væri þó sólarleysið i ágústmánuði, sem veldur þvi að haustuppskeran verður bæði minni og lélegri en ella. Birgir ræktar bæði blóm, og grænmeti, aðallega agúrkur og tómata, en meirihlutinn af hans ræktun eru þó afskorin blóm. Voruppskeran er sett niður i febrúar og mars en haustupp- skeran i júli og einmitt þegar mest þörfin var á birtu fyrir þann hluta uppskerunnar má heita að um samfellda úrkomu og sólar- leysi hafi verið að ræöa, i ágúst og framan af september. Og þótt það komi afar illa við allt sem ræktað er i gróðurhúsi, fer það sýnu verr með blóm heldur en grænmeti, Þar ofan á bætist svo að fram- leiöslukostnaöur viöþessa ræktun hefur aukist næsta ótrúlega og hefur sl. 3 ár til að mynda, farið langt framúr verðhækkunum á — segir Birgir Pálsson garðyrkjubóndi i Gufudai við Hveragerði framleiðslu- kostnaður hefur farið uppúr öllu valdi — sólarleysið i sumar veldur lélegri haustuppskeru milli 10 og 20% offram- leiðsla hjá garðyrkju- bændum afurðunum. Má sem dæmi nefna, að verö á þeim lyfjum, sem nauð- synleg eru við blóma og græn- metisræktun, hefur hækkað um 300% , þrjú hundruð prósent, á þessu timabili. Sama er að segja með verð á áburöi, það hefur hækkað uppúr öllu valdi. Sagði Birgir að verö á grænmeti hefði fylgt heldur betur eftir þessum kostnaðarhækkunum, en verð á blómum. Og sem dæmi um blómaveröiö má nefna, að garð- yrkjubændur fengu 125 kr. fyrir eina rós i júni sl. en þessi sama rós var svo seld á um 400 kr. útúr blómabúö. En blómaverslanir leggja 100 til 160% á blóm og siðan bætist 20% söluskattur ofaná. Birgir sagði að lltil aukning væri i garðyrkjubúskap I Hvera- gerði. Hann sagðist ekki vita um nema eina stöð i byggingu þar nú, enda væri þaö svo, að um offram- leiðslu væri að ræða á afurðum garðyrkjubænda. Talið væri að offramleiöslan næmi á milli 10 og 20% nokkuð misjafnt eftir teg- undum. Það væri þvi ljóst aö markaðurinn hér heima þyldi ekki aukningu, ef menn ættu að geta lifaö af þessum búskap. Mið- að viö þann vinnutima, sem fer i þessi störf, ná garðyrkjubændur ekki timakaupi verkamanns, að sögn Birgs. Venjulegur kúa og fjárbúskap- ur nýtur ákveðinna styrkja eins og allir vita, en garðyrkjubændur njóta alls engra styrkja, hvorki i einu éða öðru formi. Ef að þeirra afurðir seljast ekki, verða þeir sjálfir að taka á sig þann skaða sem af þvi hlýst. Uppi hafa verið hugmyndir hjá mönnum, um að hefja útflutning á blómum frá tslandi. Birgir sagðist ekki telja nokkurn grund- völl fyrir sllkum útflutningi. t fyrsta lagi væri mjög erfitt aö komast inná markaöi erlendis og þótt svo að það tækist, þá værum við alls ekki samkeppnisfærir vegna þess mikla flutningskostn- aðar sem kæmi ofan á verðiö þeg- ar farið væri að selja blómin er- lendis. Við ættum enga möguleika á að keppa við hollendinga, sem liggja mun nær þeim svæöum, sem frekast hefur verið talað um, sem hugsanlegan sölumarkað. Það er þvi allt annað en giæsi- legt ástandið hjá garðyrkjubænd- um um þessar mundir, þegar saman fer óáran bæði af manna og náttúrúvöldum. —S.dór Birgir Pálsson sker blóm i einu af gróðurhúsum slnum. (Ijósm. S.dór) Ríkisútv arpið - S j ón v arp óskar að ráða viðskiptafræðing eða mann með sambærilega menntun i stöðu skrif- stofustjóra Sjónvarpsins. Laun skv. 21. flokki B.H.M. Umsóknum sé skilað til aðalskrifstofu Sjónvarpsins að Laugavegi 176 fyrir 25. október n.k. á eyðublöðum sem þar fást afhent. Yerkamenn óskast Völur h.f. Bolholti 4. Simi 31166. Tilboð óskast i International vörubifreið, 10 tonna, og nokkrar fólksbifreiðar, er verða sýndar að Grensásvegi9 þriðjudaginn 19. október kl. 12-3. Tilboðin verða opnuð á skrifstofu vorri kl. 5. Sala varnarliðseigna

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.