Þjóðviljinn - 19.10.1976, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 19. október 1976 ÞJóÐVILJINN — SIÐA 5
Þegar forsöngvarar rikis-
stjórnarinnar hófu fyrir tveim-
ur árum lofsöng henni til rétt-
lætingar var viðlagið jafnan:
„Hún er svo sterk, tralalala.
Hún er svo sterk, tralalala.”
Innihald textans snérist um
stóru flokkana tvo með mikla
þingmeirihlutann. Þeir væru
risarnir góðu sem taka myndu
vandamál þjóðarinnar i fang
sér og mylja þau sundur.
Verðbólgan yrði að engu, gjald-
eyrissjóðir riflegir,
framkvæmdafé ærið, kjörin
hagstæð, velferð almenn. Sem
sagt: Allt yrði i lukkunnar
velstandi. Kraftaverkamenn-
irnir i islenskri pólitik hefðu
tekið þjóðina við hönd sér og
myndu leiða hana útúr ógöng-
unum. „Það þarf sterka
stjórn”, sagði forsætisráðherr-
ann með alvarlegum augum.
„Það þarf sterka stjórn”, sagði
framsóknarformaðurinn þegar
hann varað afsaka svikin gagn-
vart vinstri stjórninni. Og allur
kórinn i stjórnarherbúðunum
tók undir: „Hún er svo sterk,
tralalala. Hún er svo sterk,
tralalala.”
En svo fór timinn að liða.
Fyrsta árið reyndist metár 'i
verðbólguvexti, metár i skulda-
söfnun, metár i kjararýrnun.
Annað árið reyndist uppgjafar-
ár i glimunni við efnahags-
vandann, uppgjafarár i átökun-
um við rikisfjármálin, upp-
gjafarar i leit að lausn á gjald-
eyriserfiðleikunum. I upphafi
þriðja árs valdaferilsins stóð
stjórnin alveg ráðþrota og
ákvað að senda frá sér bréf.
Orðsendingin var stiluð til
stjórnarandstööu og aðila
vinnumarkaðarins. Nú yrðu
þeir að koma i nefnd til að ræða
hvernig i ósköpunum stæði á
þessari verðbólgu og hvort ekki
væri hægt að gera eitthvað.
Uppgjafar -
yfirlýsing
Bréfið um verðbólgunefndina
er einhver háðuglegasta
uppgjafaryfirlýsing sem dæmi
eru um i sögu lýðveldisins. A
miðju kjörtimabili auglýsir hin
„sterka” stjórn að hún fær ekk-
ert við vandann ráðið og það
sem verra er: veit varla hver
vandinn er i raun og veru. Það
er hóað i stjórnarandstöðuna,
það er hóað i ASl og BSRB og
ákallað um hjálp. Rikisstjórn
með riflegasta þingmeirihluta i
áratugi, rikisstjórn sem i
upphafi blés i lúðra og söng
hetjusöngva um eiginn styrk,
rikisstjórn sem styðst við tugi
efnahagssérfræðinga i Þjóö-
hagsstofnun, Seðlabanka og
ráðuneytum fjármála og
viðskipta — þessi rikisstjórn
hefur starfsemi þriðja þingsins
á ferli sinum með þvi að visa
helsta vandamáli þjóðarinnar i
nefnd. Hún kallar á stjórnar-
andstöðuna og samtök launþega
og tilkynnir að nefndin þurfi að
starfa i nær allan vetur við að
„greina ástæður þeirra verð-
hækkana, sem orðið hafa að
undanförnu og orsakir verð-
bólguþróunar hér á landi und-
anfarin ár — og að gera tillögur
um ráðstafanir til þess aðdraga
úr verðbólgu”. I stað þess að
takast nú þegar á við vandann,
vill rikisstjórn Islands láta
nefnd garfa i þvi i nær allan
vetur hverjar séu ástæður verð-
bólgunnar og hvað eigi að gera
til að draga úr henni. Hvilfk
rikisstjórn! Hve stórkostleg
lýsing á eigin ráðþroti!
Trikk eða...
Stjórnarkerfi Islands grund-
vallast á forystu rikisstjórnar
um aðgerðir á hverjum tima.
Rikisstjórnin skal að jafnaöi
styðjast við meirihluta á alþingi
og henni ber i samvinnu við
þingmenn sina og embættis-
menn i ráðuneytum og stjórn-
Þegar rikisstjórnin bréfar
hjálparbeiðni til stjórnarand-
stöðunnar, ASI og BSRB birtist
enn ein viðurkenningin á þvi að
Sjálfstæðisflokkurinn og Fram-
sóknarflokkurinn geta ekki einir.
leystvanda þjóðarinnar. Islandi
verður ekki stjórnað án aðildar
verkalýðsflokkanna að rikis-
valdinu. Boðið um verðbólgu-
nefndina er þvi einhver mikil-
vægasta játning sem forystu-
menn stjórnarflokkanna hafa
látið frá sér fara i langan tima.
Það er ekki þingmeirihluti sem
ákvarðar styrkleika rikis-
stjórnar. Það er aðild verka-
lýðsaflanna sem ræður úrslit-
um. Stjórnmálaleg forsenda
fyrir farsælli efnahagsstjórn
felst i afstöðu verkalýðsflokk-
anna. Og meðal verkalýðsflokk-
anna skipar Alþýðubandalagiö
ótviræðan forystusess. Beiðnin
um verðbólgunefndina er þvi I
raun og veru yfirlýsing um að
forsenda árangursrikrar efna-
hagsstjórnar er þátttaka Al-
þýðubandalagsins i meðfer.ð
rikisvaldsins. Það skiptir I
reynd litlu máli hve mörg sæti á
þingbekkjum eru skipuð liðsát-
um ihalds og framsóknar.
Rikisstjórn án Alþýðu-
bandalagsins og án stuðnings
launþegahreyfinganna i landinu
er dæmd til að vera uppgjafar-
stjórn.
Prófraunin
Það er hins vegar mesti mis-
skilningur að það þurfi ein-
hverja nefnd til að leiða i ljós
stefnu stjórnarandstööuflokk-
anna og verkalýðshreyfingar-
innar. A siðasta vetri mótuðu
þingflokkar stjórnarandstöð-
unnar og ASI sameiginlegar til-
lögur um aðgerðir i efnahags-
málum og undanfarið hafa
BSRB og ASI haft náin samráð
um afstöðuna i baráttunni fyrir
kjörum launþega. Það þarf ekki
að bíða til fyrri hluta næsta árs
vegna þessara aðila. Þeir eru
þegar i stað reiðubúnir að taka
við leiðsögninni i stjórn efna-
hagsmálanna.
Rikisstjórnin hefur hins vegar
áformað að biða til febrúar-
mánaðar á næsta ári. Slfkt er
einber skollaleikur. Vandi
þjóðarbúsins þolir ekki slika
bið. Það er ekki nóg að rikis-
stjórnin viðurkenni ráðþrot sitt
og sendi frá sér yfirlýsingar um
hina miklu nauðsyn á liðsinni
stjórnarandstöðunnar og laun-
þegahreyfinganna. Hún verður
að hafa manndóm til að taka af-
leiðingunum af eigin getuleysi.
Rikisstjórnin mun þvi á næstu
vikum gangast undir siðustu
prófraunina.
Prófraunin felst i tvennu. I
fyrsta lagi, vali rikisstjórnar-
innar á fulltrúum I nefndina. 1
öðru lagí, lengd starfstimans.
Ef rikisstjórnin skipar i
nefndina eintóma embættis-
menn og reynslulitla þingmenn
úr sinum röðum, ef ráðherrar
og aðrir forystumenn rikis-
stjórnarflokkanna verða utan
nefndarinnar — þá sannar rikis-
stjórnin að hún hefur ekki einu
sinni manndóm til að tala við
forystu stjórnarandstöðunnar
um mesta efnahagsvanda
þjóðarinnar. Hún felur sig i
skammarkrók stjórnarráðsins
og sendir bara undirsáta á vett-
vang til að semja um uppgjafar-
aðgerðirnar. Það eru aumir og
rislitlir herforingjar sem þora
ekki i kjölfar uppgjafarinnar að
koma sjálfir að samninga-
borðinu. Og veröi nefndin i sliku
formi látin starfa fram á næsta
ár, þá er niðurlæging hinnar
ráðþrota stjórnar orðin alger.
Kraftaverkasöngurinn um
sterku karlana i stjórnarráðinu
er kominn i visnakver öfugmæl-
anna. Það voru niðurlútir menn
sem i upphafi þings leituðu ráða
hjá stjórnarandstöðunni og
hreyfingum launþega. Það
syngur enginn lengur „Hún er
svo sterk, tralalala. Hún er svo
sterk, tralalala.”
—A.
Það syngur engmn lengur: Hún er svosterk, tralalala....
RÁÐÞROTIÐ
stofnunum að gera tillögur um
lausn helstu vandamála. Þegar
rikisstjórn kann ekki lengur
ráð, veit ekki um orsakir
vandans eða tekst ekki að ná
samstöðu um leiðir þá ber þeirri
rikisstjórn að segja af sér.
Þegar rikisstjórn auglýsir að
hún viti ekki „ástæður þeirra
verðhækkana sem orðið hafa að
undanförnu” og biður stjórnar-
andstöðuna, ASl og BSRB að
koma i nefnd til „að gera tillög-
ur um ráðstafanir til þess að
draga úr verðbólgunni”, þá er
sú rikisstjórn að afhjúpa
vanhæfni sina til að sinna þeirri
fumskyldu sem lögmál islenska
stjórnkerfisins bjóða hverri
rikisstjórn.
Það er þvi engin furða þótttil-
kynningin um verðbólgunefnd-
ina, send á fyrsta degi þingsins,
veki almenna undrun meöal
þjóðarinnar. Þótt vitað væri um
ringulreiðina i herbúðum
stjórnarinnar höfðu ýmsir
stuðningsmenn hennar þó búist
viö einhverjum tillögum um aö-
gerðir i efnahagsmálum. Nei,
herrar minir. Við höfum engar
tillögur. Rikisstjórnin veit ekki
einu sinni um ástæður verðbólg-
unnar. Okkar eina ráð,
boðskapurinn til þjóðarinnar, er
tilkynning um nefnd.
Ráðþrotayfirlýsing stjórnar-
innarhefur mælst svo illa fyrir i
stuðningsherbúöunum að
áróðursmeistararnir hafa grip-
ið til þeirrar skýringar að hér sé
bara um sniðugt trikk að ræða.
Það eigi aö setja á svið athugan-
ir og viðræður, halda stjórnar-
andstöðunni uppi á snakki i lok-
aðri nefnd, flækja launþega-
samtökin i net sérfræðilegra
vangaveltna og tryggja þannig
að fram á vor verði andstaðan
gegn stjórninni i lágmarki. Það
sé búið að loka alla umræðuna
inni i nefnd. Þegar rikisstjórnin
verði spurð um efnahagsmálin
þá geti hún komið sér hjá öllum
utskýringum og bent bara á
stjórnarandstöðuna og
launþegasamtökin og sagt: Þeir
eru nú að vinna að þessu með
okkur.
Morgunblaðsklikan i Sjálf-
stæðisflokknum reynir ákaft
þessa dagana að telja liðinu trú
um sniðugheit Geirs. Aldrei
hefði Gunnari dottið svona trikk
i hug. Auðvitað hafi Geir ráö
undir rifi hverju og viti allt um
orsakir veröbólgunnar. Haldið
þið virkilega að hann Geir okkar
þurfi að láta nefnd puöa i hálft
ár til að segja sér hvað eigi að
gera i efnahagsmálum? 0, ekki.
Þessar útlistanir á hókus-
pókus hæfileikum forsætisráð-
herrans mæta daufum eyrum.
Liðsmenn stjórnarinnar eru
nefnilega orðnir reynslunni rík-
ari. Þeir vita að stjórnin hefur i
tvö ár reynst getulaus i stjórn
efnahagsmála. Þeir vita að for-
ingjar þeirra eru ráðþrota. Þeir
skilja að bréfið um
verðbólgunefndina var i reynd
uppgjafaryfirlýsing — ekki
trikk. Þeir skilja að lofsöngur-
inn góði „Hún er svo sterk,
tralalala” hefur reynst helsta
grinlag i islenskri pólitik.
...viðurkenning
á staðreyndum
Rikisstjórn Sjálfstæðisflokks
og Framsóknarflokks var frá
upphafi dæmd til getuleysis i
meðferð efnahagsmálanna.
Fyrri rikisstjórna þessara
flokka hafa beðið sömu örlög.
Og allar rikisstjórnir þeirra
munu fara á þennan veg. Skýr-
ingin er sú, að islenskum efna-
hagsmálum verður einfaldlega
ekki stjórnað án þátttöku verka-
lýðsaflanna i meðferð rikis-
valdsins. Þegar hagsmuna-
sveitir ihalds og framsóknar
koma saman gerast itök
auðmagnsins svo hranaleg að
þjöðarskútunni er siglt i kaf.
Samstaöa verkalýðshreyfingar
og verkalýösflokka er efld i
glimunni við fjandsamlega
rikisstjórn. Samtenging fag-
legra og stjórnmálalegra krafta
launafólksins i landinu setur
heildsalavaldinu stólinn fyrir
dyrnar.